Ísafold - 03.08.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.08.1898, Blaðsíða 1
Kerniir m ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., eiiendis 5 kr. eða 1'/2 doll.; borgist fyrir miöjan júli (erlendis iyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnnain við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXV. árg. Reykjavík, miðvikuday/inn 3. ágúst 1898. 49. blað. Forngripasafuopið mvd.og ld. kl.ll—12 Landsbankinn opinn livern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við ll1/*—l'/a.ann- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið bvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundn lengur (til kl.S) md , mvd. og ld. til útlána. Auglýsing um holdsveikraspítaiann i Laugarnesi. Yfirstjórn holdsveikraspítalans í Laugarnesi gjörir hér með samkv. 13. gr. laga 4. febr. 1898 um aðgrein- ing holdsveikra frá öðrum mönnum og flutning þeirra á opinberan spítala, kunnugt öllum almenningi og sér í lagi héraðslæknum og aukalæknum og sveitar- og bæjarstjórnum, að spí- tali sá handa holdsveikum mönnum, sem verið er að byggja í Laugarnesi við Eeykjavík, verður fullgjör og til afnota 1. október næstkomandi. Frá þeim degi verða holdsveikir menn, sem yfirstjórn spítalans hefir veitt inntöku á spítalann, teknir til hjúkrunar þar. Umsóknir um inntöku á spítalann skulu stílaðar til spítalalæknisins, en sendar hlutaðeigandi héraðs- og auka- lækni, sem ritar á þær álit sitt oí sendir þær síðan til spítalalæknisins. þ>egar beðið er um inntöku fyrir holds- veikan mann samkvæmt 7. og. 8. gr. fyrnefndra laga, skal hlutaðeigandi sveitar- eða bæjarstjórn semja og und- irskrifa umsóknina, en annars semur sjúklingurinn umsóknina sjálfur eða fjárráðamaður hans, 3é hann eigi full- veðja, sbr. 4. gr. í lögum 4. febr. 1898 um útbúnað og árs útgjöld spitala handa holdsveikum mönnum. Umsóknir, sem ritaðar eru fyrir 1. október þ. á., skulu sendar meðundir- rituðum héraðslækni Guðmundi Björns- syni í Reykjavík. í umsókninni skal standa fullum stöfum skírnarnafn hins holdsveika og föðurheiti, aldur, fæðingarstaður og heimili; sé sjúklingurinn fulltíða, skal þess getið, hvort hann sé giftur og hvort hann eigi börn. Lnnfremur skal að svo miklu leyti sem unt er gjöra grein fyrir því í umsókninni, hvort holdsveikin sé hnútótt eða slétt og á hvaða stigi hún sé. f>ess skal einnig getið, hvort sjúklingurinn hafi eða hafi áður haft nokkurs konar geð- veiki, og að lokum, hvort nokkrarsér- stakar ástæður mæli með eða móti inntöku hans á spitalann. Hver holdsveikur maður skal hafa með sér tvennan sæmilegan alfatnað, þegar hann kemur á spitalann, þar með talinn nærfatnað. Bf sjúklingur- inn deyr á spítalanum, eignast spital- inn föt hans. Ef eitthvað vantar í föt hins holdsveika, þegar hann kem urj eða álíti ráðsmaður eitthvað af honum miður nýtilegt, þá ber að út- vega það, sem á vantar, á kostnað þesSi er 80 1 um inntöku á spítalann. ]$ngan ma senda á spítalann, nema jen d° st' eyfi yfirstjórnarinnar til inn- tiikunnar. Yfirstjórn holdsveikraspítalans Reykjavík 27. júlí 1898 j. Havsteen. j. jÓNA8sen< G. Björnsson. Landsbankinn og léleg fjármálafræði. »f>jóðólfur« getur þess í síðasta tölu- bl., að #bankastjórnin hafi ekki gætt skyldu sinnar í því, að skýra opinber- lega frá dstœðum fyrir hinni skyndi- legu stöðvun lánanna. Astæðurnar fyrir því, að Landsbank- inn hefir lánað með minsta móti f sumar, eru þessar/ 1., að þeir sem eiga geymslufé í sparisjóð bankans hafa þurft að brúka meira af innieign sinni en vandi er til; 2., að þeir, sem eftir skriflegum samningum áttu að borga bankanum, hafa fæstir getað greitt skuld sína í ákveðinn gjalddaga, heldur hafa þurft að fá frest. Var nokkurt gagn að því fyrir al- menning, að þossar ástœður væru aug- lýstar? »f>jóðólfur« hefir líklega ætlað að segja, að Landsbankinn hefði átt að auglýsa, að hann ætlaði ekkert að lána sumarlangt gegn veði í fasteign nó sjálfskuldarábyrgð. f>etta var það, sem landsmeun varðaði um, en ekki hitt, sem ritstjóranum þykir ásökun- arvert. Eu þetta gat Landsbankinn ekki auglýst, því hann hefir veitt lán í sum- ar og keypt víxla svo skiftir mörgum tugum þús. kr. I öðru lagi er ekki auðvelt að vita nokkrum mánuðum fyrirfram, hve mikið menn þurfa að brúka úr sparisjóði af geymslufé sínu, nó hve marga tugi þús. kr. lántak- endur ætla að pretta bankann um að greiða i ákveðinn gjalddaga. Hefðu menn staðið í skilum með lán sín á ákveðnum degi líkt og und- anfarin ár, og hefðu menn ekki tekið meira af eign sinni úr sparisjóðnum eu vanalega hefir verið, þá hefði bank- inn lánað líkt í sumar og undanfarin ár. f>jóðólfur flutti í f. m. ársreikning bankans, fyrir árið 1897; þar gat hann séð, að búið var að lána gegu veði meira en helmingi meira en alt stofn- fé bankans, sém er 500,000 kr. Bank- inn hefir því ekkert til nýrra lána, annað en annara fé, þeirra sem fá geymt fé sitt til ávaxtar x sparisjoðn- um, með þeim órjúfanlegu skilmálum, að þeir geti fengíð eign sína aftur með litlum uppsagnarfresti, þegar þeir óska þess. f>að er því vandfarið með þetta fé, sem aðrir eiga; bankinn verður að var- ast að festa það í útlánum, eigendun- um til skaða eða baga. Bankans fyrsta skylda er sú, að sjá um, að hver sem á fé sitt geymt í bankanum, fái það þegar hann þarf á því að halda, enda hefir bankinn, að mínsta kosti síðan ég kom að hon- um, aldrei notað sér þann rétt, sem hann hefir, að greiða stærri upphæð- ir með nokkrum fyrirvara; hann hefir ætíð greitt samdægurs það, sem óskað hefir verið, þó skift hafi tugum þúsunda kr. þetta leiðir gott af sór á tvo vegu; það veitir bankanum traust hjá alþýðu, og hvetur einstaklinginn til að spara marga krónuna, til þess að leggja hana í sparisjóðinn, sem hann rnundi annars eyða, þegar hann veit, að hann getur ætíð fengið inni- eign sína samdægurs, sem hann ósk- ar þess, og fyrir þá skuld fær bankinn meiri peninga til útlána en annars mundi eiga sér stað. f>ví er það bæði skylda og hagur bankans, að vera ætíð við búinn, að sá, sem á geymslufé í Landsbankanum, geti fengið það jafnskjótt og hann ósk- ar þess. En bankanum ber engin skylda að lána hverjum sem hafa vill, þó margir hafi þá skoðun, að hann eigi að standa opinn fyrir hverjum ó- ráðsmanni, auk heldur ráðdeildar- möunum, og þeim, sem látast ætla að gjöra jarðabætur. Ekki þarf mikinn fjármálafræðing til að sjá, þegar litið er á ástandið í landinu, að það er eðlilegt, þó að pen- ingaþurð geti komið í lánstofnunum landsins, þar sem landsmenn lifa fram yfir efni, ixtflutningur lifandi sauðfjár að miklu leyti hættur, en hannvar áður aðalpeningalind landsins, og afurðir lands og sjávar mjög fallnar í verði. Meðan ástandið er svona, getur það verið álitamál, hvort það er eigi var- hugavert fyrir lánstofnanir landsins, að ausa út öllu fé sínu í útlán, og hvort það er holt fyrir einstaklinginn og þjóðina í heild sinni, að sökkva sér í botnlausar skuldir; því síðar kemur að skuldadögunum; en mörgum hættir við að gleyrna því, að borgunardagur kemur eftir láutökudaginn. 30. júlí 1898. Tryggvi Gunnarsson. ÞjóðminningarliátíðÍF II. Húnvetninga. Húnvetningar héldu þjóðminningar- daginn laugardaginn 9. júlí að jping- eyrum. Hátíðin var fjölsótt mjög, eitthvað 1200 manna viðstaddir. Veð- ur var gott, þurt og bjart, að eina heldur mikil gola. Samkomustaður- inn var mjög laglega skreyttur. Skömmu eftir hádegi setti sýslumaður Húnvetninga, Gísli Isleifsson, hátíðina. Á dagskrá voru ræður og kvæði fyrir minni Islandsog Húnavatnssýslu, söng- ur, veðreiðar, glímur og kapphlaup. Síra Bjarni Pálsson í Steinnesi taíaði fyrir minni Islands og síra Hálfdán Guðjónsson á Breiðabólstað fyrir minni Húnavatnssýslu, og voru báðar ræð- urnar efnisríkar og áheyrilegar. Kvæð- in höfðu ort Einar Benediktsson (ís- lands-kvæðið) og Einar Hjörleifsson (Húnavatnssýsluminnið). Ármsir létu í Ijós, að þeir kynnu því illa, ef ekk- ert yrði minst á Vestur-íslendinga, og varð séra Eyjólfur Kolbeins á Stað- arbakka til þess að halda ræðu um þá eftir tilmælum forstöðunefndarinn- ar. Hann hélt og ræðu fyrir minni kvenna. Margir góðir söngmenn eru í Húnavatnssýslu, og höfðu eigi allfáir þeirra verið samvistum á Blönduós dagana fyrir hátíðarhaldið til undir- búnings, og sumir átt langt að sækja; mikill fagnaðarauki var að söng þeirra, og hefðu þeir þó notið sín betur, ef logn hefði verið. Fjöldi hesta var reyndur í veðreiðum og verðlaun veitt fyrir fljótustu klárhesta og beztu skeið- hesta. Glímurnar tókust dável og verðlaun veitt fyrir þær; en hlaupun- um var lítið sint. Kvæðin, sem áður er á minst, koma hér á eftir. Minni íslands. Vort land, það yngist upp hvert vor i æskuprýði nýja; í sólbráð eyðast issins spor og ársins skuggar flýja. — Eins vaknar líf i hjarta og hug á hverri gleðistundu, svo létt og djarft sem fnglsins flug og frítt sem blóm á grundu. I óði og söng frá elztu tið af ótal mörgum sonum, var eynnar minst hjá landsins lyð, sem lifði i hennar vonum. En ungt og nýtt er enn vort lag sem aldan fyrir sandi. — Vér hefjum þúsund bjartnabrag: Til heilla voru landi! Vér viljuin tengja bræðrahönd um bygðir þess og haga, frá efstu hlið að yztu strönd, um æfi vorrar daga, og blessa hverja hönd, sem kann, að hag og sæmd þess starfa, hvert audans verk — hvert orð, sem vann þvi eitthvað gott til þarfa. Þvi dáð hvers eins er öllum góð, hans auðna félagsgæfa, og markið eitt hjá manni og þjóð, hvern minsta kraft að æfa. Þann dag sem fólkið finnur það og framans hlýðir kenning, i sögu þess er brotið blað. — Þá byrjar Islands menning. E. B. Minni Húnavatnssýslu. Vér syugjum um þá sveit, er mest vér unnum. Það svífur ljúfur andi’ um þessa slóð; því svalinn hreinn frá Sögu djúpum unnum hér signir land og styrkir vora þjóð. Hvort munu’ ei flestir oft á hverju ári i anda gista Vatnsdals-höfðingjann, er banaspjótið bar hann keim i sári og bjó þeim líkn, er myrti sjálfan hann? Hér var það, Hrefna þráir, grætur, grætur sinn glæsta hal, sem frægstur allra var. Hér skáldið sá þá fögru meyjar fætur, er fram í dauða’ i hjarta sínu’ hann bar; hér voru kveðin Kormáks dýru ljóðin. Hér kyssir Asdís brúnir fullhugans. Hver ætti’ að geyma tírettis sorgaróðinn jafn-gljúpuui hug sem æ.skusveitin hans? Vér sjáum margt, er Sögu vindar blása og sveifla myndum hennar likt og reyk. Þær svifa’ um þessa firði, fjöll og ása og fylla sérlivern dal með yndisleik. í hefðarbæ og hreysum allra-minstu þær heilsa fólki, hvað sem annars brást. Þær hljóðar leita’ að hjartans leynum instu og hvisla þar um manndóm, trygð og ást. En lof sé guði! myndir nýjar mæta þeim mikla fans frá Ingimundar tíð. Þær enn þá sterkara’ efla styrkja, kæta hinn nuga, hrausta nýja timans lýð. í þeim býr enn, hér milli fjarða’ og fjalla, sú fegurð, allra-mest sem dáum vér. Þær myndir eigi hvísla, heldur kalla Þær kalla’ á alt, sem bezt oss gefið er.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.