Ísafold - 03.08.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.08.1898, Blaðsíða 2
194 Því syngjum um )>á sveit, er mest vér nnnum. Hér svífur ljúfur andi' nm (lal og hól: hinn hreini svalinn upp frá Sögu unnum og árdagsblær und nýrri ]>roska-sól. Já, syngjum inn i sveit þá, mest er unnum. jjau sólarljóðin dýrst, er nokkur kann, og veitnm hingað beztu lífsins brunnum og breiðnm yfir hana kærleikann! É. H. III. Skagfirðinga. þeir héldu sinn þjóðminningardag 2. júlí, eins og til stóð, á hinum forna þingstað í Hegranesmu. Veðrið var eigi eins gott, eins og æskilegt var. það var mjög hvast á norðan og mik- ill kuldi, svo að menn nutu ekki jafn vel skemtunarinnar, eins og ella. þar voru reist nokkur smátjöld, og veifur blöktu þar á nokkrum stöngum. Ann- ars virðist svo, sem útbúnaðurinn þurfi að verða miklu betri en nú var, ef slíkur dagur verður haldinn hér aftur. Sérstaklega finna menn nauð- syn til þessa, er út af ber með veður- gæðin. Sjálf skemtunin byrjaði með flokk- göngu sunnan inela að ræðustólnum, þar sem svo var sungið kvæði, er ort 'hafði Jónas bóndi Jónsson í Hróars- dal; að því enduðu sté sýslumaður E. Briem í stólinn, og mintist a uppruna og eilgang þjóðminningardagsins, og bað menn velkomna. Síðan voru sungin kvæði fyrir minnum konungs og Islands eftir barnakennara Baldvin Bergvinsson og Bögnvald Björnsson, sýslunefndarmann í Béttarholti, en fyrir minni konungs talaði 3ýslumaður- inn, og fyrir minni Islands síra Hallgr. Thorlacius í Glaumbæ. Enn voru sungin kvæði fyrir minni Sk&gafjarðar eftir Jónas. Jónsson, sýslunefndarmann í Hróarsdal, og fyrir minni kvenna eftir Baldvin Bergvinsaon, en fyrir minni Skagafjarðar talaði Friðrik St. Stefáns- son, óðalsbóndi á Skálá, en fyrir minni kvenna próf. Z. Halldórsson. Söng- urinn fór mjög vel. Veðreiðar voru hafðar og einnig var glímt og hlaupið og verðlaun veitt fyrir reiðar og glím- ur af dómnefnd, er til þess hafði ver- ið valin. Aðgang að hátíðahaldinu keyptu menn og kostaði 0,50 fyrir karlmann, 0,25 fyrir kvennmann, og 0,15 fyrir börn. Mjög margt fólk var komið saman, en eigi veit ég tölu þess með vissu, en hygg að verið muni hafa 7—800. Verðlaun fyrir glímur fengu yngís- maður Jón Björnsson í Enni í Við- víkursveit nr. 1 og búfr. Gísli Bjórns- son á Okrum nr. 2. Fljótast hlupu Jón G. Erlendsson, óðalsbóndi á Mar- bæli í Óslandshlíð, nr. 1, og Jón Björnsson í Enni, nr. 2. Grár hestur frá Bjarna8taðahlíð hlaut 1. verðlaun sem vekringur. Einnig var reynt há- stökk. Loks var dansað. Alment skemtu menn sér vel. IV. Reykvikinga. það var í gær, sem þeir héldu sína þjóðhátíð, eins og til stóð. Framúr- skarandi hepnir með veður; dimmur að morgni, en birti af sér; sólskin og hreinviðri síðari hluta dags með stinn- ingsgolu á norðan. Sjáifsagt mesta fjölmenni í einum hóp, sem dæ.mi eru til hér á landi; á að gizka eitthvað á fimta þúsund. Aðalhátíðarstaðurinn, Landakotstún, hinn bezti, er á verður kosið; nóg rúm, þurt og hreint, ogút- sýni hið fegursta, og ekki nema stein- snar frá aðalbænum. Hátiðin hófst nokkru eftir dagmál með veðreiðum á Skildinganesmelum. Fyrst var þreytt skeið á 140 faðma spretti, er fljótasti hesturinn fór á 25 sekúndum; það er bleikur hestur, er eldri sonur landshöfðingja, Magnús Stephensen, á, en skólapiltur Jakob Havsteen (amtmanns) reið; hann hlaut því fyrstu verðlaun (50 kr.). Onnur verðlaun (30 kr.) hlautbleik- skjóttur hestur frá Miklaholti í Bisk- upstungum, og reið honum Erlendur Erlendsson frá sama bæ; en þriðju (20 kr.) brúnn hestur Hannesar 0. Magnússonar í Reykjavík, en hesta- sveinn, Helgi frá Garðaholti, reiðbon- um. Fallega8t bar sig og fljótastur hefir líklega verið hestur, aem ekki hlaut verðlaun, eign Jörgen Hansens, kaupmanns 1 Hafnarfirði; en hann stökk upp af skeiðinu nokkrum föðm- um áður en kom að markinu, líklega fyrir ólag eða mísskilning þess, sem reið, bónda af Alftanesi; gat því eigi komið til greina. Fljótastur á stökki varð brúnskjótt- ur hestur Elis verzlunarmanns Magn- ússonar í Reykjavík, er eigandi reið sjálfur, fór 159 faðma sprett á 21J sekúndu; en honum næstur grár hest- ur Björns kaupmanns Kristjánssonar, sá er verðlaun hlaut í sumar á Ar- mótsbökkum og reið honum Björn smiður þorláksson frá Alafossi; en þriðju verðlaun bn'inn hestur Bunólfs bónda |>órðarsonar í Saltvík á Kjal- arnesi, og reið honum reykvískur hestasveinn, Jóhann frá Holti. Verð- laun hin sömu og fyrir skeiðið. þá hófst aðalhátíðin á Landakots- túni, laust fyrir hádegi, með hátíðar- | göngu neðan úr bæ þangað uppeftir, undir merkjuni; fremst hinn skraut- legi viðhafnarfáni Good-Templara, en hornaflokkur Heimdellinga gekk á undan og blós á horn. þar var reiat- ur ræðupallur og ræðustóll, er hæst ber túnið, og danspallur allstór akamt þaðan, en 15 tjöld á víð og dreif urn túnið, til alls konar veitinga, stærst og fegurst tjald Good-Templara; það tekur hátt á annað hundrað manna; auk þess hafði Halberg veioingamað- ur stóran járnskúr til sinna veitinga. Alt var hátíðarsvæðið fagurlega skreytt margvíslegum fánum og veifum; höfðu Heimdellingar lánað mikið af þeim, auk þess sem þeir höfðu skreytt skip sitt á líkan hátt til hátíðabrigðis. Sams konar fánaskraut var og á »St. Paul«, spítalaskipinu franska. Formaður hátíðarnefndarinnar, Jón Ólafsson ritstjóri, setti hátíðarsam- komuna og mælti fyrir minni konungs en hornalið Heimdellinga lék »Kong, Kristian stod« o. 8. frv. pá mælti þórhallur Bjarnason lekt- or fyrir minni Islands, Guðm. Björns- son héraðslæknir Reykjavíkur, Einar Hjörleifsson ritstjóri Islendinga erlend- ia og D. Thom8en konsíill Danmerk- ur; en kvæði sungin þess í milli, eftir Ben. Gröndal (ísland), Guðm. Guð- mundsson stúdent (Reykjavík), «Já vér elskum ísafoldu« (J. O.) og leik- ið á horn á eftir Danmerkur-ræðunni »Vift stolt paa Codans Bölge«. þá reyndu þrír sig á hjólum, frá Melshúsi á Seltjarnarnesi inn undir Bræðraborg; fljótastur var Karl Fin- sen. þá þreyttu fáeinir kappgöngu, frá Mýrarhúaaskóla inn undir Bræðraborg, og var Jón bóndi Guðmundsson frá Digranesi langfljótastur. Glímur reyndu nokkrir á umgirtri flöt á Landakotstúninu. Fræknastur var þorgrímur Jónsson söðlasmiður. Honum næstur Chr. Zimsen verzlun- armaður, og þá Jón nokkur Gíslason iðnarnemi, alt innanbæjarmenn; verð- laun 40, 30 og 20 kr.; auk þess var tveim dæmd medalía, Magnúsi Hann- essyni gullsmið og Érl. Erlendssyni frá Miklaholti. Kapphlaup á túninu reyndu 3 full- orðnir og var Einar Eiríksson frá Helgastöðum í Árnessýslu fljótastur (5 kr.). þá reyndu sig piltar 12—16 ára (fljótastur Pétur Arni Jónsson, Suðurgötu), síðan 9—12 ara (fljótast ur Karl Andersenj og loks 6—9 ára (fljóta8tur Jón Halldórsson, Suðurgötu). þá reyndu telpur sig í tveim flokkum, fyrsteldrisn 12ára, og var Gíslína As- grímsdóttir (13 ára) fljótust, og síðan yngri en 12 ára, fljótastar Ragna Gunnarsdóttir og þóra Guðjohnsen, báðar 10 ára og jafnfljótar. Kappsiglingar reyndu 2 bátar, \ mílu hér á höfninni í þríhyrning ; H. Th. A. Thomsen sigraði, á bát er hann á sjálfur, á 44 mín. 39 sek. Kappróður reyndu 5 bátar, 2 ís- lenzkir og 3 af Heimdalli. Vegalen^d 2000 álnir. Reynt í 2 flokkum. Heim- dellingar sigruðu í báðum flokkum, á 7 mín. 35 sek. og 8 mín. og 5 sek. (ísl. bátarnir 10 og 30 sekúndum seinni). Gjörspilt lýðstjórn. v. • Einhver svívirðilegasti þátturinn 'í óhæfuhálki þeim, er, varð ,_lýðum ljós við rannsóknir Lezownefndarinnar, er meðferðin á konu einnij sem bét Caela Urchittel. Hún var bláfátæk ekkja,J( fjögra barna . móðir, aL rúss- neskum Gyðinga-ættum og hafði flutst vestur til New-York 1891. Trúar- bræður hennar höfðu styrkt hana; og þegar lögreglan fór að hlutast til um mál hennar, hafði hún eignast dálitla tóbaksbúð í New-York. Fám dögum eftir að hún hafði tekið við búðinni kemur maður inn til henn- ar og biður hana að lána sér ofurlítið af munntóbaki. Hún neitaði, sagði, sem satt var, að hún þekti hann ekki og engan mann þar í grendinni og lánaði því engum. Hann borgaði þá fyrir tóbakið, kvaddi og fór leiðar sinnar. Um kvöldið sama daginn kom ann- ar maður inn í búðina og sagði kon- unni, að maðurinn, sem beðið hefði um tóbakslánið, væri leynilögregla og hefði í höndunum heimild til að taka hana fasta; hún gæti komist hjáþeim óförum með því að greiða lögreglu- manninum 50 dollara; en þverskallað- ist hún við því, þá yrði hún sett í fangelsi og svift börnum sínum, þang- að til þau yrðu tuttugu og eins árs. Konan var sór þess ekki meðvitandi, að hún hefði neitt ólögiegt aðhafst gerði ekki nema hlæja að hótunum þessum, sagðist ekki greiða nokkrum manni eyrisvirði, og kæmi þessi mað- ur aftur, kvaðst hún mundi keyra hann á dyr með sóflinum. sínum. Lögreglumaðurinn, sem um tóbakið hafði beðið, hét Hussey. Næstakvöld kom hann aftur, einni stundu fyrir miðnætti, og sagði þá konunni, að sér væri kunnugt um, að hús hennar væri saurlífisbæli og að hún græddi 600 dollara á því athæfi. Hún yrði að gefa honum 50 doll^ra, ef hún vildi komast undan hegningu. Konan neitaði sakargiftinni þverlega, kvaðst ávalt hafa unnið fyrir sér á heiðar- legan hátt og vildi enga peninga gefa honum. Maðurinn hafði hana þámeð valdi á burt. Spölkorn frá búð hennar mættu þau manni, sem hún þekti, Hochstein að nafni. Hann var veitingamaður og vasaðist í kosningamálum í þjónustu Tammany-samkundunnar. Konan sagði honuin, í hverjar raunir hun væri að rata og tjáði honum sakleysi sitt. það varð til ónýtis; Hochstein sagði henni, að lögreglumaðurinn vildi fá 75 dollara, en þóttist mundu geta fengið hann til að láta sér 50 nægja; án peningagjalds yrði benni ekki við fangelsi forðað; jafnframt gaf hann henni það ráð, að borga lögreglumann- inum 10 dollara á mánuði hverjum ; þá mundi enginn áreita hana, hvað sem hún hefðist að. Konan hélt því enn fram, að hún hefði ekkert ólóg- legt aðhafst, og svo varð hún að halda áfram ferð sinni. Hochstein slóst í förina. þeir drusluðu nú konunní a£ einu götuhorniuu á annað, þangað til klukk- an var orðin 3 um morguniun, og full- yrtu stöðugt, að hún væri með 600 dollara í sokkunum sínum. Hún var þá orðin örmagna af þreytu, settiat niður á götuhorni, . fór úr sokkunum og sýndi þeim, að engir peningar væru þar. Lögreglumaðurinn sagði henni, að hún yrði þá að halda áfram ferð- inni, fyrst hún vildi ekkert áta af hendi rakua. Hún tók þá 25 dollara upp úr vasa sínum — alla þá pen- inga, sem hún átti í eigu sinni — og fekk lögreglumanninum þá. þeir Hoch- stein skiftu þeim á milli sín; annar fekk 12, hinn 13 dollara. Fyrir þessa þóknun létu þeir hana fara lieim til sín aftur, en ámintu hana jafnframt um, að hafa til 50 dollara, hvenær sem eftir þeim yrði gengið. það var ekki beldur látið dragast lengi. Kl. 7 um morguninn kom Hussey og krafðist peninganna. Hún fór að gráta, bað hann vægðar og 8agðist ekki með nokkru móti geta greitt honum þetta fó. Hann hafði hana þá burt með sór og hún var dregin fyrir lög og dóm. Tveir illræmdir strákar voru fengn- ir til að bera ljúgvitni gegn henni fyrir lögreglurcttinum. þeir lugu jafn- vel upp nákvæmum atvikum að því, ' hversu þeir hefðu fengið hana sjálfa til lags við sig, og fyrir hvað:; annar þeirra hefði henni þótt bjóða sór of lítið. Undir Tammaný-stjórninn varð það beintaðatvinnu, aðfremja meinsæri.bve nær sem lögreglan þurfti á þeim greiða að halda, og höfðu meinsærismennirnir reglubundinn félagsskap með sér. Lög- regludómarinn úrskurðaði, að hún skyldi setja 500 dollara veð, en ann- ars bíða málsúrslita í gæzluvarðhaldi. Veðið gat hún ekki sett, svo að ekki var annað en fangelsið fyrir hendi. En að réttarhaldinu nýafstöðnu kom Hussey enn til hennar ogsagði henni, að nú væri búið að taka börnin henn- ar frá henni, en samt gæti hann enn hjálpað henni, ef hún að eins vildi stinga þessum 50 dollurum aðhonum. A dómþingið, þar sem mál hennar var dæmt, komu um 50 manna, sem voru reiðubúnir til þess að bera það, að hún hefði ávalt unnið fynr sér á. sómasamlegan hátt; en þessir vottar voru aldrei spurðir. Konan kunni ekkert í ensku og gat ekki varið sig. Málfærslumaður, sem trúbræður henn- ar höfðu sent henni, kom of seint, og gat acf eins lagt fram vottorð um, að hún stundaðiheiðarlegaatvinnu. Hún var sektuð um 50 dollara. Bróðir hennar seldi búðina hennar fyrir 65 dollara og galt með því sektina. En nú átti hún eftir að hafa upp á börnunum sínum, og það var ekki hlaupið að því. Félag eitt er í Naw York, er veitir viðtöku börnum, sem sæta illrí meðferð heima hjásér; það er stutt og verndað af ríkinu, og er auðvitað stofnað í bezta tilgangi. En í því eru fólgin skilyrði fyrir einhverri örgustu kúguninni, sem dæmi eru til. það er á valdi eins manns, að taka börnin frá aðstandendum þeirra og fá þau í hendur fólagi þessu, og enginn dómstóll né valdsmaður getur neytt hann til að láta uppskátt, hvar börn- in séu niður komin, því síður til að skila þeim aftur. Börn konunnar höfðu verið fengin í hendur þessu fé- lagi. Eftirlanga mæðu, fimm vikur, tókst henni að fá að vita, hvað af

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.