Ísafold - 03.08.1898, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.08.1898, Blaðsíða 4
196 Druknmi. Tveir menn druknuðu á Gilsfirði 10. f. mán., Sigvaldi Snœbjarnarson bóndi í Fagradal innri og vinnumaður hans, Helgi Kristjánsson. Voru alls 4 á bát á heimleið úr Tjaldanesi, þar sem þeir höfðu ætlað að fá sér við hjá norsk- um timburkaupmanni (skipið »Lyn«, kaft. Hansen, er hingað kom í sunrar með við til Magnúsar Benjamfnsson- ar og fór síðan vestur með tóvinnu- vélarhrisið að OlafsdalJ. Sigldu með alt fast, svo að Norðmenn sáu fyrir, hvernig fara mundi og sendu óðara skipsbátinn að bjarga þegar hvolfdi. f>að voru hinirbændurnir tveir í Fagra- dal innri, sem bjargað var af kili. Læknafélaír var stofnað hér í bænum 29. f. mán., »hið íslenzka læknafélag,« samkvæmt því, sem ráðgert hafði verið á lækna- fundinum í hitt eð fyrra og frumvarp samið síðan og sent til álita allra lækna á landinu. Var frumvarp þetta sam- þykt í einu hljóði með fáeinum breyt- ingum, og stjórn kosin : landlæknir Dr. J. Jónasen (sjálfkjörinn), Guðm. Magnússonlæknaskólakennari ogGuðm. Björnsson héraðslæknir; félagið ætlar að gefa út alþýðlegt læknisfræðislegt tímarit. Að öðru leyti varð ekkert af hinura fyrirhugaða læknafundi; of fáliðað til þess. Dáin hér í bænum 29. f. mán. (úr sulla- veiki) ein dóttir þorláks alþm. Guð- mundssonar í Fífuhvammi, Ástríður, fædd 9. ágúst 1863, greind myndar stúlka. Hitt og þetta. Síðasta afmælisdag sinn, hinn 83., 1. apríl þ. á., fekk Bismarck hjólhest í afmælisgjöf. Hvort gefandinn hefir ætlast til að karlinn færi að læra á hann eða ekki, hermir ekki sagan. Fullkomnasta hitamæli, sem til er, á amerískur háskóli, og hefir kostað 36,000 krónur. Enda á hann að vera svo áreiðanlegur sem framast má hugsa sér, og stigaskiftingin svo ná- kvæm og smá, að hafa verður smásjá til að sjá á hann. Ut af 29 sauðkindum, sem fluttar voru til Astralíu árið 1788, eru nú komnar 120,000,000 fjár, er sagt er bezt ullað fjárkyn í heimi. Auðmaður nokkur í Odessa hefir arfleitt 2 systurdætur sínar að nálægt lOmiljónum króna með því skilyrði að þær skuli vera 15 raánuði vinnukonur, áður þær fái arfinn. þær voru nú fyrir fám vikum búnar að vera 9 mánuði í vist, og búnar að fá á þeim tíma biðilsbréf svo þúsundum skifti. Hr. amanuensis Ólafur Rósenkrnnz annast nú um tíma reikningsmensku og innheimtan fyrir ísafold og ísafoldarprentsmi ju m. m. Rvik 3/8 1898. Björn Jónsson Uppfooðsauglýsing. Að undangengnu fjárnámi 22. f. m. verður húsið Melbær á Skipaskaga, eign Halldórs Halldórssonar, boðið upp til sölu á 3 opinberum uppboðum, er haldin verða fimmtudagana 18. ágúst og 1. og 15. septbr. næstk., tvö hin fyrstu hér á skrífstofunni, en hið síð- asta í nefndu húsi, til lúkningar veð- skuld við kaupmann Thor Jensen, að upphæð 243 kr. 42 a., ásamt vöxtum og kostnaði. — Uppboðin byrja á há- degi, og verða þá birtir söluskilmálar. Skrifst. Mýra-og Borgarfjarðarsýslu 26. júlí 1898. Sig'urður í»órðarson. Otto Mönsteds margarine ráðleggjum vér öllum að nota, sem er hið bezta og ljúffengasta smjörlíki sem mögulegt er að búa til. Biðjið því ætíð uin Otto Mönsteds margarine; fæst hjá kaupmönnunum. :0 S ‘S-S 4 C5S 8 5 1 t§* o f* * •C §« gg = «5 £ £ •O g •e % ■ s 5 £ f? -£ s s »0 . o r±> ö C I I u- o> o < * od > £ > A § 'O ■o — s -i— ó II I I I I ;S æ, ^ O Cí < •«», »■«> Qn GO Oi I < cc O Z < fl> < v>«> 'O :o _ § § 8 B" I g ‘-S ° O ►O <0 • Oi .1S Æ S O ^ Einkasölu á smjörlíki þessu frá Aug. Pellerin fils & Co. í Kristianíu hefir inn- anlands kaupmaður Johannes Hansen, Hvík. Afgangur af timbri frá kútter »Kamp«, mestmegnis hefluð borð og tré, fæst keypt mót borgun út í hönd með afslátt eftir því hve mikið er tekið í einu; annaðhvort hjá eigandan- um, Tobiesen, eða hjá M. Johannessen. Undirritaður býðst til að útvega mönnum hÚS Úr góðum við, ann- aðhvort tilhögna grind, eða uppsett og alveg tilbúin hér. Nánara geta menn talað við mig, meðan ég dvel hér til 14. ágúst, eða við yfirsmið minn, herra Klein, sem nú er að smíða hús herra assessors Jóns Jenssonar. E- Tobiesen, frá Mandal. SOGIÐ. Aðgöngumiðar til að veiða við þing- vallavatn og Sogið fyrir Kaldárhöfða- landi í júní, júlí og ágúst fást hjá herra G. Halberg, Einari Zoöga, Helga Zoega í Beykjavík, Ofeigi Erlendssyni á Kaldárhöfða og undirskrifuðum. Borgun er 3 kr. fyrir fyrsta daginn og svo 1 kr. fyrir hvern dag, sem lengur er veitt. Aðgöngumiðar til veiði veita líka leyfi til að skjóta fugla í Kaldárhöfða- landi. Eyrarbakka í maí 1898. P. Xielsen. Prjónayjelar fást ódýrastar með því, að panta þærhjáundir- skrifuðum. Vegna sjerstaks samnings við Símon Olsen í Kaupmannahöfn get jeg selt vjelarnar talsvert undír verksmiðju- verði, t. d.: vjelar, sem hjá Olsen kosta 270 kr. auk flutningsgjalds, kosta hjá mjer 233 kr., sendar kostnaðarlaust á allar þær hafnir, sem gufuskipin koma víð á. Vjelarnar fást af 7 mismunandi stærðum til að prjóna hvort heldur gróft eða fínt prjón, og má í þeim grófu prjóna 4-þætt grófasta ullarband, en í þeim fínustu 2-þætt fint ullar-og baðm- ullarband. Vjelarnar eru þektar um alt Is- land og þarf því engin meðmæli með þeim. Nálar, fjaðrir og önnur áhöld fást alltaf hjá mjer og verðlistar sendast, ef þess er óskað. Eyrarbakka í maí 1898. P. Nielsen. Nýjar bækur. Ódýrar bækur Bókasafn alþýðu II. árgangur. 1. ,C. Flamraarion: Úranía. 2. Z. Topelius: Sögur herlæknisins. Báðar þessar bækur eru prýddar fjöldamörgum eirstungu-ogmálmsteypu- myndum og mjög vandaðar að öllum frágangi; hver þessa bóka kosta í kápu: 1,00; í bandi 1,35, 1,75, 2,50 (áskrift- arverð). þeir sem vilja gerast áskrifendur Bókasafnsins geta enn, fengið I. árg. þess. Notið tækifærið. 1. árg. er á förum. Bókasafn alþýðu fæst hjá: Arinbirni Sveinbjarnarsyni. Skólastræti 3. Frá Laven er skrifað í Silkiborgardag- blað: Hínn ganili búhöldur Andrés Eas- mussen í Laven, sem i 3 ár hefir verið al- veg heyrnarlaus, hefir nú fengið heyrnina aftur á merkilegan hátt. Konan hans hafði heyrt að Voltakrossinn gæti kanske hjálp- að við heyrnarleysi, keypti einn, og eftir að maðurinn hafði haft hann í 24 tíma fór hann að heyra einstöku hluti. Eftir 3 daqa yetur hann nú heyrt, alt sem talað er í kring um liann, bara að tal- að sé nokkurn veginn hátt. Andrés er er náttúrlega framúrskarandi glaður yfir að hafa fengið heyrnina aftur og gleði konu hans og barna er engu minni, þar sem þau í 3 ár hafa ekki getað skifst orð- um á við hann. Frú Clara Bereim, dóttir hins nafukunna læknis Prófessors Dr. med. Voeek, skrifar meðal annars: í tvö ár þjúðist ég af gigt og taugakendum sárindum einkum i hand- lí'ggjunum og höndunum, ennfremur eyrna- suðu, og i 6 mánuði var annar fóturinn á mér bólginn af gigt. i fimm vikur nar ég uppfundning yðar og er við það orðinlaus við öll þessi sárindi; sömuleiðis er fóturinn á mér, sem ég oft var nærri örvæntingar- full yfir,alveg heilbrigður: Ber ég yður því minar hjartnæmustu þakkir. Af guðs náð hefi ég loks fengið bless- unarríkt meðal. I->að er Voltakrossinu sem eftir nokkurn tíma fylti mig með innilegri gleði. Eg var frelsuð, hugguð' og og heil- brigð. líg hefi verið dauðans angistarfull út af hinum þrálátu þjáningum, sem ég hefi haft, og finn það sbyldu mína að tjá yður inniiegustu þakkir mínar. Seegel 19. ágúst 1897. Frá Therese Kretzchmar. ÞVAGLÁT. ,Eg keypti Voltakrossinn handa dóttur minni sem hafði þennan leiða kvillaogsið- an hún fór a,ð bera hann hefir ekki borið á þessu og nú er hún alveg heilbrigð. Bredvad Mölle pr. Horsent. J. V. Jensen. Hver ekta kross á að vera stimplaður á öskjunum: Kejserlig Kgl. Patent; elia er það ónýt, eftirlíking. Voltakross professors Heskiers kostar 1 kr. 50 a. hver, og fæst á eptir- fylgjandi stöðum: I Reykjavik hjá lir. kaupm. Birni Kristjánss - ísafirði — — G. Einarssyni Á — — Sk. Thoroddsen - Eyjafirði — Gránufélaginu — — — — Sigf. Jónssyni — — — — Sigv. Dorsteinss. - Húsavik —- — — J. A. Jakobss. - Raufarh. — — — Sveini Einarss. - Seyðisf. — — — C. Wathne - — — — — S. Stefánssyni — — Gránufélaginu Reyðarf. — — — Fr. Wathne - Eskifirði — — - Fr. Möller. • Dýrafirði — — — N. Chr. Gram. Einkaútsölu fyrir ísland og Færeyj- ar hefir stórkaupmaður Jakob Gunnlögsson, Cort Adelersgade 4, Kjöbenhavn K. Uppboðsauglýsing. Föstudaginn, hinn 26. dag ágúst- mán. verður ýmislegur búðarvarning- ur og húsbúnaður seldur við opinbert uppboð í húsum H. Thejlls, kaupmans í Stykkishólmi, er fiytur hóðan alfar- inn á komandi hausti og því lætur halda uppboðið. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Stykkishólmur 22. júlí 1898. Lárus H. Bjaruason. Uppboðsauff lýsing:. Að undangengínni fjárnámsgjörð verður föstudagana hmn 12., 19. og 26. þ. m. kl. 1 e. hád. eftir kröfu frá Landsbankanúm seldir | hlutir — að undanteknum 3 hndr. — úr Stóru- Vogatorfunni í Vatnsleysustrandarhr. með húsum þeim, sem þessum hluta fylgja, til lúkningar skuld, að upp- hæð krónur með ógreiddum vöxt- um frá 1. október 1896. Hin tvö fyrstu uppboðin fara fram hér á skrifstofunni en hið þriðja á sjálfri eigninni. Söluskilmálar verða til sýnis hér á skrifstofunui daginn fyrir hið 1. upp- uppboð. Sýslum. í Kjósar- og Gullbringusýslu hinn 1. ág. 1898. Franz Siemsen. Ollum þeiin inöruu, sem bædi með heiðarlegum gjöfum og á ýrnsan annan hátt sýndu mór hluttekn- ingu við liið skyndliega fráfall míns elskaða eiginmanns Jóns Oddssonar og sem þannig gjörðu sorg niína léttbærari, bið ég al- göðan guð af lirærðu lijarta að launa, þegar þeim mest á liggur. Reykjavik 3. ágúst 1898. Ólöf Haíliðadóttir. Sbiftafundnr í dánarbúi síra Kjartans Jónssonar frá Elliðavatni verður haldinn hér á skrif- stofunni fimtudaginn hinn U. þ. m.kl. 12 á hád. Verður þá tekin endileg ráð- stöfun um skifti á búi þessu. Skiftaráðandinn í Kjósar- og Gullbrs. 2. ágúst 1898. Franz Siemsen. Brúkuð reiðtygi, hnakka og söðla (með ensku lagi) sel ég mót allri gjald- gengri vöru til 30. okc. næstkomandi. Samúel Ölafsson söðlasmiður. Í fjarveru minni (1—2 vikur) gegu- ir Guðm. Magnússon læknir öllum læknisstörfum fyrir mig. Reykjavík 3. ág. 1898, G. Björnsson. TAPAZT hefir 29. júlí frá Laugalandi við Reylsjavik bleik bryssa 7—8 vetra, mark stýft h., óafrökuð. Finnandi skili góðfúslega Jóni Kristjánssyni, Laugalandi. Uppboðsauíflýsing. Að undangengnu fjárnámi 22. f. m. verður húsið Vorhús á Skipaskaga, eign .Tóns Sigurðssonar, boðið upp til sölu á 3 opinberum uppboðum, er haldin verða fimtudagana 18. ágúst og 1. og 15. septbr. næstk., tvö hin fyrstu hér á skrifstofunni, en hið síð- asta í nefndu húsi, til lúkningar veð- skuld við kaupmaun Thor Jensen, að upphæð 403 kr. 17. a., ásamt vöxtum og kostnaði. Uppboðin byrja kl. 2 e. hád., og verða þá birtir söluskilmálar. Skrifst. Mýra-og Borgarfjarðarsýslu 26. júlí 1898. Sigurður Þórðarson. ÓSKILAHESTUR rauður, aljárnaður en ómarkaður, kom hér I beimahaga þ. 24. þ m. Auðkenni eru á honuin, sem réttur eig- andi gæti helgað sér hann eftir. Neðra-Hálsi i Kjós 28. júll 1898. Þórður Guðmundsson. TJtgef. og áhyrgðarm. B.jörn Jónsson. Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja. V

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.