Ísafold - 10.09.1898, Page 2

Ísafold - 10.09.1898, Page 2
218 taki lán upp á sína ábyrgð hinum bjargþrota heimilum til forsorgunar. |>etta er hinn ramasti misskilningur og ranghermi. Vér tókum það skýrt og greinilega fram, að vér mundum leitast við, eftir mætti, að afstýra vandræðum, fyrir það fyrsta til ágúst- mánaðar loka, eða í lengsta lagí þang- að til menn kæmu alment heim til heimila sinna, sem nú eru fjarverandi. Lengur mundi það ekki verða hægt, allra sízt ef atvinna manna yrði mjög léleg yfir sumartímann, eða mishepn- aðist. Vér þykjumst ekki hafa vald til að heimta af eignamönnum hreppsins, að þeir á móti vilja sínum láti af hendi eignir sínar eða veðsetji þær í almenn- ings þarfir; þeirri aðferð hefir ekki heldur verið beitt enn í nokkrum hreppi á landinu, svo ég viti til, þó harðrétti hafi borið að höndum. Vildi einhver vera svo góðviljaður sveitarfé- lagi voru, að láta a£ hendi eign sína, því til hjálpar, þá mundum vér taka því með þökkum ; en ég hygg, að flestir hér í hreppi muni hafa þörf á að grípa til eigna sinna þetta árið, ef lán feng- ist út á þær, sem ég tel mjög óvíst, eftir því sem sýslumanni fórust orð á síðasta sýslunefndarfundi. Hann kvaðst þá ekki vita, hvar lán fengist til að bjarga þessum eða öðrum hreppum, sem hjálpar kynnu að þurfa ; þó mein- ar hann að vér getum fengið það, án aðstoðar sýslunefndarinnar, eða án hennar milligöngu. f>að getur verið, að bjargræðisástand- ið í sumum hreppum sýslunnar sé ekki betra en hér, en trauðlega trúi ég því, sem sýslumaður segir : að Garðahrepp- ur sé einn í þeirra tölu, sem þrátt fyrir hina næmu sómatilfinningu hrepps- nefndarinnar þar h fir getað þegið 8—9 þúsund kr. atvinnulán 2 síðustu árin upp á kostnað sýsluvegasjóðsins og á þann hátt skert fjárframlög til vegabóta framvegis annarsstaðar í sýsl- unni. Ef hingað í hreppinn hefði ver- ié veitt jafnmikil peninga-upphæð; ef vér þess utan hefðum hér í hreppi æðsta embætti8mann sýslunnar, út- lendan stórkaupmann og aðra smærri kaupmenn með þjónum sínum til að bera byrðina með oss, þá mundum vér hvorki biðja um hallærislán nó styrk. En þó vér segjum ástæður hrepps vors eins og þær eru, þá get ég ekki fundið, að það sé neinn ósómi, hvorki fyrir hreppsfélagið né hreppsnefndina, nema ef vér sjálfir með óspilsemi, óreglu eða leti værum valdir að vandræð- unum. Ég man svo langt, að það þurftu ekki 5 fiskileysisár í röð til þess að kvartað væri yfir bjargarvandræðum í sjávarhreppunum, víðar en í Vatnsl.- strandarhreppi; en sá var munurinn þá, að sýslunefndin fann það skyldu sína að hjálpa og gjörði það líka. Vér höfum þó haft þá sómatilfinningu, að endurborga lán það aftur, sem þá var veitt, þegar efni vor og kringumstæður leyfðu. Gott væri, ef allir aðrir hrepp- ar sýslunnar stæðu oss jafn-framar- lega í því efni. |>rátt fyrir það munum Vér ekki óska þess, að vér þyrftum að taka slíkt lán oftar, því satt er það, sem Hallgrímur kvað: »f>raut er að vera þurfamaður þrælanna í Hraununum.* |>að mun engin hreppsnefnd leika sér að því að taka vaxtalán upp á hrepp sinn; svo þungt veitti mörgum áð borga afturþað, sem þá var þegið hér og margir borguðu mest, sem einskis nutu af láninu. Vanþökk sú, sem sýslum. getur »m að hreppsnefndin bér hafi fengið fyrir þessa viðleitni sína »jafnvel frá sínum eigin hreppsbúumt kemur oss ekki á óvart. það hafa lengst af verið aðal- laun flestra hreppsnefnda í sjávar- hreppunum, og þykir OS3 því ekki nema sjálfsagt að fá að halda þeim launum óskertum. f>að hefir jafnvel komið fyrir, að hreppsnefndir hafa fengið vanþökk í laun hjá yfirboðurum sínum fyrir það, Bem þær hafa gjört í bezta tilgangi fyrir sveitarfélag sitt, og þarf hrepps- nefnd Vatnsleysustrandarhrepps sann- arlega ekki að kvarta yfir því, að hún í því tilliti hafi verið afskift, síðan seinustu sýslumannaskifti urðu. Samt vil ég ekki fullyrða, að það sé á rök- um bygt, sem sumir ætla: að vér Strandarmenn höfum verið olnboga- börn sýslumanns lengst af síðan hann kom hér til valda, enda þó það í ýms- um tilfellum hafi litið svo út. En þetta er í fyrsta sinn, sem ég veit til að hreppsnefndin hér hefir verið grunuð um að herma rangt frá ástæðum hrepps- búa sinna og biðja um lán eða styrk, án þess að þurfa þess með. Landakoti 30. ágúst 1898. Guðvi. Guðmundsson. Landsbankinn. Síðasta reikningságrip bankans er tekur yfir tímabilið frá 1. aprll til 30. júní þ. á., ber með sér, að bankinn hefir á^ því tímabili veitt lán gegn ýmiskonar tryggingu, að upphæð sam- tals .................. 125 þús. kr. Eu aftur á móti hefir bankanum eigi verið endur goldið af lánum meir en rúmar ................. 44 — — og hafa útlánin því á þessu tímabili aukist um 81 — — Víxla oij ávíxanir hefir bankinn keypt fyrir rúm 164 þús. kr. á nefndu tímabili. Hér um bil sama upphæð hefir aftur goldist bankanum fyrir víxla og ávísanir, er innleystir hafa verið. Hlaupareikningsinnliig voru alls rúm 231 þúsund kr., en útborgað var aftur á móti 201 þús. kr., og hafði innstæð- an því aukist um 30þús. kr. á reikn- ingstímabilinu. þar á móti lækkaði sparisjóðsinn- stœðuícð um 54 þús. kr., með því að innlögin voru eigi meiri en 182 þús. kr., þó að útborguð væru 236 þúsund krónur. Skuld landsbankans við Landmands- bankann danska þokaðist niður um 29 þús. krónur. Af verðbréfaforða sínum seldi bank- inn erlend verðbréf fyrir tæpar 97 þúsund krónur. I byrjun reikningstímabilsins var peningaforði bankans 112 þúsund kr., en eigi nema 47 þús. kr. í lok þess. Hagur bankans var 30. júní þannig, að bankinn átti: 1. Skuldabréf fyrir ýmis konar lánum, að upphæð alls ..... 1527 þús. kr. 2. Erlend verðbréf og skuldabréf Reykja- víkurkaupstaðar, eftir gangverði 354 — — 3. Víxlaog ávísanir ... 166 — — 4. Húseignir í Reykja- vík og fasteignir lagð- ar út fyrirlánum tæp 43 — — 5. Peninga í sjóði 47 — — 6. Ýmislegt 26 — — alls 2163 þús. kr. Sama dag var seðlaskuld bankans til landssjóðs (ónýtum seðlum skilað landsjóði, en nýir eigi fengnir í stað- inn) .................. 485 þús. kr. Innstæðufé á hlaupa- reikning........#.... 185 — — Innstæðufé með spari- sjóðskjörum ........ 1063 — — Skuld til Landmands- bankans.............. 181 — — Varasjóður bankans ... 185 — — Varasjóður fyrv. spari- sjóðs Reykjavíkur ... 12 — — Ýmislegt geymslufé..... 52 — — alls 2163 þús. kr. Nýr stjórnmála- ritliöfundur. Skemtilegur stjórnmála-rithöfundur hefir verið að láta ljós sitt skína í *þjóðólfi« í sumar. Ymist kallar hann sig J. B. eða Jón Bjarnason. Ohætt er að fullyrða, að í ritrabbi hans sé ekki nokkur heil brú, ekki nokkurt orð af viti sagt, svo að kalla, að því undanteknu, sem hann prentar orðrétt upp eftir öðrum mönnum. En vitleysan er skemtileg, skringi- leg, kátleg — hvað menn nú vilja kalla það — af því að rembingurinn er svo óviðjafnanlegur, sannfæringin um spekina svo óbifanleg mitt í fá- fræðinni og einfeldninni. Hér eru örfá dæmi til sýnis: I. J. B. kemur með fyrirspurn. »En getið þér nú, víðförla farand- frú«, (o: valtýskan sem höf. kallar »Valtyssu« — ekki vantar fyndnina!) •komið með eitt einasta dæmi, svo sera í næturgreiðaskyni, upp á það, að nokk- urt þing nokkurstaðar hafi unnið nokk- urt dómsmál móti ráðgjöfum?« Ef ekki léki orð á því, að höf. væri aldraður uppgjafaprestur, mundu flest ir geta þess til, að aá, sem samið hef- ir ofanskráða spurningu, hafi ekki ver- ið kominn til vits og ára 1884. J>að lá sannarlega ekki í láginni, sem þá gerðist í Noregi. Og fá dæmi munu þess vera í Norðurálfunni annarsstaðar en> á lslandi, að meun, sem enga hug- mynd hafa um þá atburði, hafi kom- ist að í blöðum með mjög reigingsleg- ar ritgerðir um ráðgjafaábyrgð og önn- ur lögfræðisleg stjórnmál. II. J. B. bendir á »rætur Valtýskunnar*. »Næstu og glöggustu rætur hennar má rekja frá þjóðfundinum 1851. þá kom frumvarp frá stjórninni um stjórn- arfar á Islandi. 1 því var málefnum landsins skift í æðri og lægri mál. Hin æðri málin voru æðstu embættis- menn (!!) og skólamálin. þau skyldu liggja undir konung, ríkisþing og ríkis- ráð, en alþing mátti engin afskifti af þeim hafa. I lægri málum skyldi það hafa ráðgjafaleyfi, þingið skyldi hafa hér um bil sama afl og vald eins og á árunum, áður en það var lagt nið- ur«. Er það ekki af skarpskygni mælt að tarna, piltar? »Nœstu og glöggustu rætur« þess stjórnartilboðs að vér fáum íslenzku- mœlandi ráðgjafa, stm ekki hafi iiðrum stjórnarstörfum að sinna, mœti á al- þingi og beri fyrir því ábyrgð allra sinna stjórnarathafna, er annað stjórn- artilboð, nær því hálfrar aldar gamalt, sem fer í þá átt, að alþingi megi eng- in afskifti hafa af æðstu embættis- mönnum né skólamálum, og eingöngu hafa ráðgjajaleyfi (!!) í hinum óceðri málum. Einst ykkur ekki ræturnar liggja nokkuð nœrri og vera furðu glöggarl Skyldleikinn væri náttúrlega auðsær, — ef nokkurt atriði væri í öðru til- boðinu, sem ekki væri þveröfugt við alt, sem í hinu stendur. Manni detta í hug orðin, sem höfð erU eftir einhverjum fyndnasta kenn- aranum, sem verið hefir við lærða skólann hérna: »f>að er alveg rétt að öðru leyti en því, að það er gersam- lega hringlandi vitlaust«. III. J. B. prédikar um »löggilding« ráðgjafa vors í ríkisráðinu. »Undír eins og alþingi semur við Islandsráðgjafann með þeim böndum, sem grundvallarlögin og atkvæði ríkis- ráðsins leggja á hann, hefir það í raun og veru löggilt hann í ríkisráð- inu og meðferð og úrslit ríkisráðsins á hverju einasta Islandsmáli, hvað sem orðsnápar fleipra«. þessi kynlega meinloka hefir ekki hlaupið í J. B. fyrstan manna. Mik- ilsvirtur og gáfaður þingmaður kom með hana á alþingi í fyrra í sýnilegu hugsunarleysi. Og geta má nærri, að hún stóð ekki lengi þvers um fyrir viti nokkurs manns þar. f>ví að það stóð ekki* lengi á svarinu: þurfi ekki annað til þess að »löggilda« ráðgjaf- ann í ríkisráðinu en það að alþingi semji við hann meðan hann á þar sæti, þá hefir sú löggilding farið fram fyrir löngu. Íslandsráðgjafinn hefir setið í ríkisráðinu síðan haun varð til og alþingi hefir alt af við hann samið. J. B. lætur mikið yfir því, hve vand- lega hann hafi lesið þingtíðindin og hvetur aðra til að gera það líka. það er lítið gagn að slíkum lestri, ef menn skilja ekkert í því, sem þeir lesa. Fá um dylst víst af þessu, hve djúpsett- ur skilningur J. B. er á ræðum þing manna. IV. J. B. sýnir fram á afleiðingar »Valtýskunar«. »En nóg er samt í henni kænskan til að koma stjórnarfari hér í líkt horf og hér var á 17. og 18. öld. þá voru hér danskir höfuðmenn og danskir stiftbefalingsmenn«. Viturlega er nú tilgetið! Beinasta afleiðingin af því að lög- gjafarþing vort fái að beita áhrifum sínum beint á ráðgjafann er sú, að stjórnarfarið komist í líkt horf eins og á 17. og 18. öld, þegar ekkert lög- gjafarþing var tíl hér á landi, og land- inu var stjórnað af dönskum höfuðs- mönnum og dönskum stiftbefalings- mönnum! Flest þykir nú boðlegt, sem íslend- ingar eiga að þiggja! Vér látum sitja við þessi dæmi, þótt fá séu, í þetta sinn. f>au eru tekin hér um bil af handa hófi úr þessum óviðjafnanlega vitlausu »þjóðólfs« grein- um og nóg er þar eftir ótalið af sama taginu. En væri það nú ókurteisi eða á- stæðulaus afskiftasgmi að skjóta því til starfsbræðra vorra í blaðamensk unni, hvort þeim lízt ekki að bægja öðrum eins þvætcingi -frá blöðum sín- um? Getur það verið, að þeir geri sér í hugarlund, að annað eins bull sé skyn sömum mönnum ánægjuefni, eða auki fróðleik og glæði vitsmuni hinna, sem miður eru að sér? Hins er þó naumast til getandi að nokkurt blað geri viljandi leik að því að þyrla upp sem svörtustu vitleysu- moldviðrinu. Óveitt prestakall. Hof í Vopnafirði, Norður-Múlapró- fastsdæmi. Metið kr. 2960,57. — Augl. 5. septbr. Prestsekkja er í brauðinu, sem nýt- ur eftirlauna af því samkvæmt lögum 3 október 1884. A brauðinu hvíla 2 embættislán til húsabóta, annað að upphæð 2700 kr., sem afborgast á 27 árum með 100 kr. árlega auk vaxta, og hitt 256 kr., sem afborgast á 20 árum með kr. 12,80 auk vaxta. Veitist frá fardögum 1899. Umsókn- arfrestur til 20 nóvember. Með »Hólum« fór aftur þ. m. til Austfjarða Olafur læknir Thorlacius með frú sinni er * hann kvæntist 2. þ. m. (Ragnhildi P. Eggerz), Haraldur Briem, og fl.; en til útlanda þeir félagar Dan. Bruun og Jóhannes Klein málari.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.