Ísafold - 24.09.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.09.1898, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Reykjavík, laugardaginn 24. september 1898. Kemur út vmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */> doll.; borgist fyrir mi<?jan júlí (erlendis fyrir fram). XXV. árg. Tyisyar í viku kemur nú Isafold út um tíma (5—6 vikur), miðviku- daga og laugardaga. Nýir kaupendur aö næsta árg*angi ÍSAFOLDAR, 1899, fá auk ann- ara hlunninda ó- keypissíðasta árs- fjórðung* þ. á., um 20 blöð, ef þeir borga fyrir fram, SjTÍMíljríiríM: Forngripasafn opiðtnvd. og ld. kl.ll—12. Landsbcinkinn opinn hvern virkan dag ld. 11—2. Bankastjóri við ll'/2—l'/a.ann- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.S) md., mvd. og ld. til útlána. Gufub. Skdlholt fer mánud.morgun 26. þ. m. vestur um land og norður, siðustu ferð- ina á árinu. Póstskipið Vesta fer þriðjudagskvöld 27. þ. m. Póstar allir væntanlegir hingað md. 26. þ. m. Íslands-síminn. Landið rannsakað af mannvirkjafræðingi Ritsimafélagsins. Hr. A. P. Hanaon, mannvirkja- fræðingurinn frá Berlín, sem í sumar hefir verið að rannsaka landið fyrir Bitsímafélagið norræna, er hór þessa dagana og leggur a£ stað alfarinn með »Vestu«. Svo sem kunnugt er, fór hann fyr- ir þremur árum um allmikið svæði hér á landi, sveitirnar milli Akureyrar og Reykjavíkur, í því skyni að finna hentuga leið fyrir raddsímalagning. Hann gerði það af eigin hvöt og á sjálfs sín kostnað. Sökum kunnug- leika hans leitaði Ritsímafélagið nor- ræna til hans, þegar farið var í al- vöru að ráðgera ritsímann hér um land, og frá honam eru komnar ágizk- anir þær um kostnaðinn, sem prent- aðar hafa verið í íslenzkum blöðum. Alþingi kvað ekkert á um það, hvar sæsíminn ætti að Iiggja á land, þegar það veitti fé til hans. Var í fyrstu gengið að því vísu, að það yrði ein- hversstaðar sem næst Reykjavík, t. d. í þorlákshöfn, og svo landsímaspotti lagður hingað frá lendingarstaðnum. Bn svo var í Kaupmannahöfn farið að tala um að leggja símann heldur á land til Austfjarða, með því að það yrði kostnaðarminna. Dr. Valtýr Guð- mundsson sætti þá tafarlaust lagi og fór fram á það við félagið, að það verði til landsíma að minsta kosti því fé, sem sparaðist við að leggja símann á land á Austfjörðum. í því eru að- alafskifti hans af málinu fólgin, að hann hefir unnið félagið til að gera 08s kost á stórkostlegum fjárframlög- um um fram það, er alþingi hafði til skilið. Af því getur hver sanngjarn og óvitlaus maður séð, hvert vit er, eða hitt þó heldur, í árásunum, sem sum blöðin hór hafa verið að gera á hann út af framtakssemi hans í þessu máli. þegar Ritsímafélagið var farið að hallast að þeirri hugsun, að leggja sæ- símann til Austfjarða, og svo veita styrk til landsímalagningar, samdi það við hr. Hanson um að rannsaka land- ið, gefa því skýrslu um, hverjum örð- ugleikum landsímalagningin væri bund- in, hvar hentugast væri að leggja sím- ann o. s. frv. Einkum átti hann í sumar að rannsaka leiðina milli Aust- urlands og Akureyrar, með því að hann hafði áður skoðað sveitirnar milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hann kom með »Agli« til Aust- fjarða 25. júlí og lagði á stað frá Seyðisfirði .31. júlf, fótgangandi. Foringjarnir á herskipinu »Díönu« hafa í sumar verið að rannsaka Aust- firði fyrir félagið. Bkkí er mönnum fullkunnugt um, hverjar tillögur þeirra muni verða, að því er lendingarstað- inn snertir. Styztur yrði sæsíminntil Berufjarðar. Bn orð leikur á því að Holm, yfirforingjanum á »Díönu«, muni lítast bezt á Seyðisfjörð. Hr. Hanson hélt fyrst frá Seyðis- firði að Egilstöðum á Völlum, og gekk svo þaðan ofan í Reyðarfjörð og Bski- fjörð og svo aftur úr fjörðunum upp að Bgilstöðum. Vegna óvissunnar um lendingarstað- inn hófst rannsóknin ekki fyr en þar til fulls og alls. Hr. Hanson lítur svo á, sem síminn eigi að liggja svo nærri póstleið, sem unt er, helztalt af fram með henni. Bn víða er alt of krókótt fyrir símann sú leið, sem pósturinn fer nú. Hann hafði með sér nákunnugan mann, gamlan póst, og ekkert létu þeir ógert til þess að spyrjast fyrir hjá sem kunnugustum mönnum. Bftir TJppdrætti landsins virtist svo, sem ekki væri tiltök að leggja símann nokkurn veginn beint frá Bgilstöðum til Reykjahlíðar, því að fjöllin væru of há og brattinn víða of mikill. En þetta reyndist alt á annan veg.__________________________________ Uppdrátturinn er sem sé afar-óná- kvæmur á þessari Jeið. Binkum er fjalílendinu milli Jökulsánna alt öðru- vísi háttað en uppdrátturinn sýnir.] Og alt er það símalagningunni í hag, sem skilur á milli landslagsins sjálfs og uppdráttarins. Hr. Hansou fann leíð, sem hann telur sérlega hentuga, brattinn lítill, vegastæði ágætt, snjóþyngsli lítil á vetrum, ferjustaðir góðir yfif árnar og leiðin miklu beinni en sú, sem nú er farin. Grímsstaðir á Bjöllum yrðu þá ekki í leiðinni, heldur yrði farið nokk- uð fyrir sunnan þá — enda leggjast þeír í eyði með vorinu; sandurinn orð- inn svo mikill, að þar er ekki líft. þegar hann kom að Grímsstöðum, hafði hann verið 17 tíma á gangi um daginn yfir heiðar og öræfi. Eðlilega var honum þörr á hvíld og bressingu. En ekki var auðhlaupið að því að fá hana. Enginn maður var sem sé heima á bænum, en auglýsing fest npp á bæjardyraþilið um það, að þeir sem þyrftu að finna húsbóndann, gætu fundið hann í Nýjabæ. Hvorki hr. Hanson né fylgdarmaður hans hafði neina hugmynd um, hvar Nýibær væri, Svo fóru þeir að skygnast um kring- um bæinn og fundu að lokum nýtt hestatraðk. J>au för gátu þeir rakið til Nýjabæjar — en við þetta lengdist áfanginn um heiladanska mílu. Gríms- staðafólkið var þar alt að heyvinnu. Yiðtökurnar ágætar, þegar þangað var komið. Versta farartálmann á leiðinni milli Grímsstaða og Reykjahlíðar sögðu allir Nýjahraun vera, ef beint skyldi halda. jþað hraun rann í eldgosinu 1875. Allir kunnugir menn töldu það gersamlega ófært öðrum en fuglinum fljúgandi, og hvergi væri styttra yfir það en nokkrar mílur danskar. Hr. Hanson áræddi samt að leggja út á það, en ekki þorði hann annað en að hafa mat með sér til tveggja daga. Röndin á því, þar sem hann lagði á það, var svo ill yfirferðar, að hann fór að verða hræddur um að í raun og veru væri ekki unt að koraast yfir það. lnnan um einlægar djúpar hraun- gjótur stóðu bognir hvassir oddar upp úr því, líkastir önglum, og rifu skóna, sokkana og buxurnar utan af þeim. En þegar inn í það dró, skánaði veg- urinn til muna og þar reyndist fyrir- taks vegarstæði. Langt vik var inn í hraunið þar sem hann lagði á það, enda var það þar mjóst — ekki nema mílufjórðungur danskur og eftir tæpa tvo tíma var hann kominn út úr því aftur. Hann gizkar á að 20 menn muni leggja veg um það á 10 dögum. |>ar á móti reyndist Gamlahraun ó- ,fært, svoaðkrækja verður norður fyrir það. Eftir 17 daga ferð frá Seyðisfirði kom hann til Akureyrar. J>á leið tel- ur hann annars 5 daga ferð fyrir gang- andi mann. Frá Akureyri reyndi hann að finna nokkurnveginn beina leið til Sauðár- króks, um Hóla í Hjaltadal. Bn það tókst ekki — allmikið af þeirri leið ófært á vetrum. Hörgárdalsheiðina rannsakaði hann líka, en leizt betur á Öxnadalsheiðina. |>á rannsakaði hann og skörðin vestur úr Skagafirðinum sunnanverðum, en leizt ekki á þau, telur Vatnsskarð betra og eftir því nokkurn veginn beinn vegur fráSilfra- Uppsögn (skrifleg) burunn við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustpfa blaðsins er i Austurstrœti 8. 58. blað. stöðum að Öxl í Húnavatnssýslu. Frá Öxl má svo fá nær því þráðbeinan veg að Stað í Hrútafirði, sem er sjálf- sögð símastöð. Nú kom veeturland; því að í ráði er að leggja grein af símanum frá Stað og vestur á ísafjörð. Hann skoðaði þá fyrst leiðina frá Bæ í Hrútafirði og beint vestur í botn- inn á Gilsfirði. En hún reyndist ó- hentug. Niðurstaðan sú, að bezt mundi að leggja símann úí með Húna- flóa, fram með veginum, sem þar er nýlagður, svo yfir Steingrímsfjarðar- heiði og að lokum sæsíma til Isa- fjarðar, Eftir þær rannsóknir hélt hann aust- ur eftir aftur til Staðar í Hrútafirði og þaðan suður Holtavörðuheiði að Fornahvammi. |>á hér um bil beina leið til þingvalla, yflr alla dalina og hálsana upp af Borgarfirðinum, með því að hann hafði áður skoðað Borg- arfjörðinn vandlega alla leið tilsjávar. A sunnudagskvöldið var ætlaði hann að ná ofan í jþingvallasveitina, en myrkrið skall á, áður en hann komst til bygða og hann lá úti um nóttina undir Súlum. Rigning hafði verið um daginn og báðir voru þeir renn- andi blautir, hann og fylgdarmaður hans, og höfðu því fataskifti áður en þeir settust að. Enda var það var- legra, því aðþegar þeir vöknuðu, voru blautu fötin gödduð. Hr. Hanson hélt svo til fúngvalla um morguninn, fékk sér að borða og hélt svo áfram ferðinni alla leið til Reykjavíkur, sam- dægurs, gekk um 10 mílur danskar í þeim áfanganum. Alla þessa leið, frá Seyðisfirði, hef- ir hr. Hanson farið íjótgangandi á ís- lenzkum skóm, að örstuttum spotta fráteknum. Yfir einstaka ár hefir hann fengið hest eða ferju, flestar vaðið. Síðan hann fór frá Seyðisfirði hefir hann engan dag verið þur í fæt- ur, nema hann hafi setið um kyrt, oft rennandi upp í mitti úr ánum. Fólk hefir litið á hann stórum augum, þeg- ar hann hefir komið þrammandi og haft á orði að aðra eins ferð gætu Is- lendingar ekki farið. Hann hlær að þeim ummælum sem bláberri vitleysu. Sé talað um góða göngumenn við hann, verður honum miklu tíðræddara um Islendinga en um sjálfan sig, segir þá hverja söguna á fætur annari um ferðir, sem þeir hafi farið um hávetur í snjóþyngslum og hann gæti ekki leikið eftir þeim. Auðvitað segist hann ekki hafa farið þetta gangandi að gamni sínu eða fyrir fordildar sakir, heldur eingöngu vegna þess að ekki sé með nokkuru móti unt að vinna það verk, sem honum var á hendur falið, þar sem landslagi er eins háttað og hér, öðruvísi en fótgangandi. Gestrisni þá og alúð, sem hann hafi mætt hér á landi, telur hann frá- munalega. jþví segist hann við bregða, hve boðnir og búnir menn hafi hver-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.