Ísafold - 24.09.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.09.1898, Blaðsíða 3
231 Botnverpinga- ófögnuðurinn. í ísafold 17. þ. m. ber einhver bréf- riti sunnan að fram ýmsar spurningar snertandi botnverpinga og aðfarir þeirra: »Hverju áorkar lögreglan til þess að afstýra slíkum vandræðum?« |>es8ari spurningu geta þeir svarað, sem búa í suðurhreppum sýslunnar, og daglega sjá aðfarir botnverpinga; en bezt getur lögreglan sjálf svarað benni. þ>essi þjóðarskömm og þjóðar- tjón er búið að eiga sér stað í alt sumar, og loks fyrir fáum dögum fer sýslumaður suður, til þess að afstýra þessum ófögnuði; hann getur skýrt frá, hverju hann áorkaði; finni hann það ekki skyldu sína, þá væri óskandi að þeir, sem með honum vóru að því embættisverki, skýri frá þeirri athöfn. Vitni að henni voru nóg. »A hve hátt stig þarf tröðkun lög- hlýðninnar að komast í þessu efni, áður eu í þá tauma só tekið?« Eftir því, sem fram er komið, virð- ist það stig vera hærra en svo, að menn fái eygt það. Tröðkun löghlýðn- innar í þessu efni er komin á svo hátt stig, að henni virðist ekkert takmark vera sett. »Hversu lengi líðst þeim, er sjá á þetta háttalag, að þegja, og dylja sík- ar aðfarir sem þessar?« Svar þessarar spurningar verður að setjast í samband við seinustu spurn- inguna: »Mun þögn almennings yfir öllu þessu sprottin af akeytingarleysi, eða því, að menu hyggi árangurslaust að hrópa og kveina undan yfirgangi og óróttindum?« Svo er. f>að er sorglegur sannleiki. Vér biðjum Dani um vernd gegn yfirgangi botnverpinga. |>eir senda oss skip í því skyni með ærnum kostn- aði. Yfirmaður þess skips hefir þetta ár sýnt alla rögg af sór, og með góðri samvinnu milli hans og vor hefði ver- ið bezta árangurB að vænta. En hvað sér haun? Hann ser að sjálfir íslendingar eru að hjálpa þessum útlendingum til þess að fótumtroða lög voraðóaekju; hann sér, að einstakir menn, innlendir hér, draga taum óvinanna, og vísa þeim á beztu fiskimið vor, og leiða tjón og glötun yfir þúsundir heimila; hann sér að lögregla vor líður þetta þegjandi, og vér megum vera fegnir, meðan hann heyrir þó ekki, oss til kinnroða, að þessum mönnum, ofan á alt annað, einnig líðist að ósekju að óvirða lög- íegluna sjálfa, þegar fundið er að at- hæfi þessu. En það, hve almenningur er hættur' að kvarta undan þessum dæmalausa ófögnuði, kemur til af því einu, að Oaenn eru búnir að missa virðingu fyr- og traust á lögreglunni í þessu botnverpingamáli. f>egar menn spyrja Þá, sem búa undir þessum daglegu lagabrotum og tjóni, hvers vegna kæri þeir ekki, þá er jafnan svarið: »Til hvers er það? Við erum margbúnir að því, eu árangurinn er enginn*. En þeir menn, sem vísa botnverp- ingunum á beztu fiskimið vor, sem leitast við á þann hátt, á kostnað al- mennings, að gína yfir afla handa sjálfum sér, og svo svara jafnvel skömmum einum, ef að þessu er fund- ið, þessir menn, sem ef til vill þeg_ ar éru búnir að baka oss það, að vér verðum álitnir ómaklegir allrar vernd- ar með hervaldi, eru þeir alveg sýknir saka? Nú, sem fyr, er hið mesta velverð- aratriði að vernda Garðsjóinn fyrir botnverpingum. Eftir því, sem »Heim- dal« í fyrra hagaði sér, er sjávarspild- an innan línu frá Garðskaga á Brunna- staðatanga friðhelg fyrir botnverping- um C°/4 mílna takmarkið), að með- töldum ennfremur hinum venjulegu landhelgistakmörkum. Hvað skal svo til bragðs taka? Margir muna það, að forðum daga, þegar hætt var við brotum gegn neta- lagnalögunum, v^r lagt fyrir sýslu- mann að dvelja syðra vikum saman. Ekki er minna í húfi nú. Hví er nú ekki lagt fyrir sýslumann að dvelja syðra svo sem mánaðartíma, til þess að halda uppi lögreglu? Aldrei nokkru sinni hefir þess verið meiri þörf en nú. Má ekki vera að því! Hann getur þó ekki heima hjá sér gjört nokkurt eins þarft verk, eins og hann mundi gera með dvöl sinni syðra, ef honum með henni tækist að laga þetta íár, afstýra þeim yfirvofandi voða, reisa við aftur löghlýðni og vekja aftur hið dofnaða traust og virðingu á og fyrir lögreglunni. Og hafi það ekki áður þótt sýslu- manninura vorkennandi, að dvelja syðra vikum saman til þess að halda uppi lögreglu, þá ætti honum ekki að vera það meiri vorkunn nú. Oft er þörf; nú er nauðsyn — bráðasta nauð- syn. þessi síðasta för sýslumanns suður virðist ekki hafa haft tilætlaðan árang- ur, því 20. þ. m. skrifar merkur mað- ur að sunnan: »Botnverpingar 7 eru hér að raka brúnirnar. Er hér enga hjálp að fá?« p, >ísland< heldurennáfram að tala um danne- brogsfánann, ritgerð Jóns Ólafssonar í »Politiken« og þingvallafund. Svipað- ir vitsmunir koma þar fram eins og í því, sem blaðið hefir áður um þetta sagt — annars álíka miklir eins og í flestu öðru.semstaðið hefir í því blaði frá ritstjórans eigin brjósti og éitthvað hefir átt skylt við landsmál — og í þetta sinn er spekin krydduð með brigzlyrðum. ísafold er vís til ein- hvern tíma við hentugleika að leita fyr- ir sér, hvort nokkur landsmálavitneisti kann að leynast einhversstaðar með ritstjóranum. En ekkert liggur á. Ekki er hætt við að »ísland« afvega- leiði neinn. Landsmenn eru, að sögn, uokkurn veginn búnir að átta sig á því blaði. Veðrátta. Nú er úti þerririnn. Komið sunnan- slagviðri; byrjaði í gær; fór raunar að væta dálítið í fyrra dag að áliðnu. Mikið höfðu samt flæsurnar framan af vikunni hjálpað til að hey bjargaðist. Ekki mjög mikið eftir úti; sumstaðar ekkert. Lakara austanfjalls en hér syðra. Þilskipaafli Th. Th. Kaupmaður Th. Thorsteinsson, Liv- erpool, er hinn eini þilskipaútgerðar- maður vor, er sent hefir Isafold (eða nokkru blaði?) greinilega aflaskýrslu um allan tímann, sem hann hefir haldið skipum sínum úti þetta ár. f>eir ættu allir að gera það, margra hluta vegna; væri meðal annars mesti fróðleikur í slíku og mikilsverður síð- ar meir, þegar langt er um liðið. Skýrsla hr. Th. Th. er svo látandi: Margrét (skipstj. F. Finnss.) 86,300 Guðrún Soffía (Magn. Magn.) 76,000 Sigríður (Ellert Schram) . . . 61,500 Gylfi (Stefán Bjarnason).... 37,000 Matthildur (þorlákur Teitsson) 18,000 Geir litli (Sigm. Jónsson) . . . 15,000 samtals 293,900 Matthildur stundaði auk þess há- karlaveiðar sumarvertíðina, með sama skipstjóra, og fekk 269 tunnur lifrar. Saltflskur var óðum að hækka í verði erlend- is, segja síðustu fróttir. En minna gagn munum vér hafa af því en vera ætti, með því megnið af sumaraflanum mun hafa verið selt fyrir fram, með miður góðum kjörum. Póstskipið Vesta skipstj. Corfitzon, kom hingað' 21. þ. mán., degi á eftir áætlun, frá útlönd- um, Seyðisfirði og Eskifirði, meS tals- vert á annað hundrað af kaupafólki af Austfjörðum og ymsa farþega aðra, alls um 160. Með »Vestu« komu utan þeir cand. Bjarni Sæmundsson og skólastjóri Hjört- ur Snorrason báðir frá Björgvinjarsýn- ingunni, frá K.höfn frk. Guðlaug Ara- son, fröken Mlíf Smith, Guðm. Böð- varsson holdsveikis«pítalaráðsmaður á- samt 2 hjúkrunarkonum íslenzkum og Sigurður Jónsson kennaraefni (frá Jom- strup-kennaraskóla); og frá Englandi 5 ferðamenn enskir: prestshjón ein og 3 aðrir, og brugðu sér allir til Þingvalla, Þá komu með skipinu frá Austfjörð- um Jón Ólafsson ritstjóri (þaugað kom- inn löngu áður með »Gwent« frá prent- smiðjukaupum á Skotlandi); HelgiJóns- son náttúrufræðingur; Jón Jakobsson alþm., úr kynnisför austur utn Múla- syslur; frú Stefauía Siggeirsdóttir frá Hraungerði, o. fl. Þllsklpaaflinn. Af 34 þilskipum, er stundað hafa veiðar hér úr bænum þ. á., hafa þessi 7 aflað mest að tölunni til, hér um bil þetta: Margrét (eign Th. Th.) . . 86,300 Georg (B. J. og J?. f>.) . . 79,500 Guðrún Soffía (Th. Th.) . 76,000 Guðrún (frá Gufunesi) . . 66,600 Stjerno (B. G.)............ 65,000 Liverpool (G. Z.).......... 64,000 Sigríður (Th. Th.) .... 61,500 Allur aflinn, sem fengist hefiráfyr- nefnd 34 skip, hefir verið nál. 1£ milj- ón, að sögn manns, er safnað hefir skýrslum um það. En því miður er býsnamikið af þeim afla ekki fullverk- að enn, vegna óþurkanna. Mjög eru menn hræddir orðnir um, að eitt af þilskipum Seltirninga, »Com- et« frá Melshúsi, hafi farist. Hefir ekkert til þess spurst í 4—5 vikur. Tjónið mikið fyrir hið unga og félitla ábyrgðarfélag; er manntjónið (17) þó margfalt tilfinnanlegra. Hitt og þetta. Milli Parísar og Berlínar eru bréf send í loftpípum og eru ekki nema rúma hálfa klukkustund á leiðinni, en það eru eitthvað 160 mílur danskar. Fjórða hvert mannsbarn á jörðinni deyr yngra en 6 ára og annaðhvort mannsbarn yngra en 16 ára; hálfsjö- tugur verður ekki nema einn af hundr- aði. ------- Auður konungsættanna. Keisaraættin í Austurríki er alt að því eius auðug og rússueska keisara- ættin, hefir 1 miljón og 500 þúsund pund sterling í árstekjur af eignum sínum (að því ótöldu, er hún fær úr ríkissjóði). Árstekjur af eignum þýzku keisara- ættarinnar nema 1 milj. punda sterl- ing og er allmikið af höfuðstólnum í fasteignum í New-York. ltalska kon- ungsættin fær 600 þúsund pund í leígu af sínum eignum, og á líka fasteignir miklar í Vesturheimi. Brezka kon- ungsættin er langfátækust af konunga- ættum stórveldanna. Tyrkjasoldán er auðvitað stórríkur. Árlega er sagt hann eyði 6 miljónum punda. Til fata handa konunum í kvennabúri hans fer hálfönnur miljón punda um árið, 80,000 pund fara utan á sjálfan hann, 1 milj. og 500 þús. í gjafir, 1 miljón í skotsilfur og önnur miljón í borðfé. í fyrstu getur það virst ótrúlegt, að einn maður skuli fá eytt svo miklu fé, en það verður skilj- anlegra, þegar þess er gætt, að eitt- hvað 1,500 manns hafast við í höll soldáns og eyða óspart á hans kostnað. Gizkað er á, að allir gullpeningar veraldarinnar nemi 755 miljónum punda sterling. Væri það gull í enskum pundum, kæmist það fyrir í herbergi, sem væri 33 feta langt, 30 feta breitt og 20 feta hátt. Nokkuð langan tíma þyrfti til að raða þeim skildingum, yfir 70 ár, ef ein sekúnda gengi að meðaltali til þess að koma pundinu fyrir og unnið væri að því af einum manni 8 klukkustundir á dag. Óskilahross þessi hafa komiS fyrir í KollafjarSar- rétt, sem enginn vill hiröa: 1. Rauð hryssa, 5 vetra, mark: blst. fr. h., stig fr. vinstra, með rauðu hest- folaldi. 2. Rauðdílótt hryssa, 6 v., mark: sýlt, biti fr. h.; sýlt v., með jarpskjóttu merfolaldi. 3. Brvín hryssa, 4 v.. mark: biti aft. h., með rauðu hestfolaldi. 4. Grá hryssa, 4 v., mark: sýlt, stfj. aft. h. 5. Jörp hryssa, 5 v., mark: sneiðr. fr. v., með jarpskjóttu folaldi. 6. Jörp hryssa, 2 v., mark: gagnbitað hægra. 7. Grá hryssa, 2 v., mark: stigaft. h.; standfj. aft. v. 8. Rauðgrár hestur, 2 v., mark: stfj. fr., liangfj. aft. h.; hangfj. fr., stfj. aft. v. 9. Ljósgrár hestur, 2 v., mark: stfj. fr., biti aft. h. 10. Dökkgrár hestur, 3 v., mark: stfj. fr. vinstra. 11. Grár hestur, 2 v., mark: stig og biti fr. h.; standfj. aft. v. 12. Grár hestur, 2 v., mark: biti og hangfj. fr. h. 13. Grár hestur, vgl., mark: standfj. fr., biti aft. h. 14. Rauður hestur, 2 v., mark: blaðst. fr., biti aft. h.; standfj. fr. v. 15. Brúnn hestur, 3 v., mark: tvístýft fr. h.; 2 stig fr. v. 16. Jarpskjóttur hestur, 2 v., mark: 3 stig. aft. h.; standfj. fr. v. 17. Jarpur hestur, 2 v., mark: stig aft. h. 18. Rauður hestur, vgl., mark: 2 bitar aft. h. Hross þessi verða meðhöndluð sam- kvæmt fjallskilareglugerð fyrir Gullbr.- og Kjósarsýslu 8. des. 1896, 20. gr. Móum á Kjalarnesi, 22. sept. 1898. pórður Bunólfsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.