Ísafold - 24.09.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.09.1898, Blaðsíða 2
230 ekki sjaldan verið minst í blöðum á heilsuhnignun hennar og ellilasleik. |>að ástand mun og hafa ýtt undir heimsóknartilstreyminu, og sumum kann að hafa dottið í hug, að hér kynnu hinstu kveðjur vera að flytja og heimta. Máli þeirra Holms og Larsens ernú vísað sem sakamáli til dóms. Vinstrimenn ætla, að þeim takist að auka lið sitt tveim mönnum í Iands- þinginu; svo hafa kjörmannakosningarn- ar gengið þeim í vil. vetna verið til að gera sér greiða. Gistihúsið á Akureyri er eini staður- inn hér á landi, sem hann hefði ekki viljað koma á. þar var á honum gerð féflettingartilraun með reikningi, sem ekki náði nokkurri átt eftir viðurgjörningnum. jþegar hr. Hanson hafði skýrt oss frá ferð sinni, barst talið eðlilega að umræðum þeim, sem átt hafa sér stað hér á landi út af landsímanum og hver hætta væri á því fyrir Eeykjavík, að símasambandið slitnaði fremur við og við, ef sæsíminn væri lagður á land á Austfjörðum. Hr. Hanson svaraði greiðlega spurn- ingum ísafoldar því viðvíkjandi. »Sú hætta er ekkert annað en hug- arburður«, sagði hann. »Hér á landi væri 8i'mi í langtum minni hættu en í flestum öðrum fjallalöndum. Hér væri auk þeas anðvelt að gera við hann tafarlaust, ef hann kynni að slitna, og það getur hver óvalinn mað- ur gert. Ekki þarf að óttast að stólp- arnir brotni, því að hór koma ekki þau veður. Helzt væri það af skrið- um, en svo má hafa hliðsjón á þeirri hættu, þegar síminn er lagður. Sannleikurinn er sá, að simasam- bandi Eeykjavíkur við umheiminn er miklu óhættara, ef sæsíminn er lagður á land á Austfjörðum og svo landsími þaðan hingað, heldur en ef lendingar- staðurinn verður hér sunnanlands. Hættan er ekki bundin við landsím- ann — það gerir minst til þó að hann slitni. Við hann má ávalt gera á ein- um til tveimur dögum. En á sæsím- anum er bilunarhættan margfalt meiri, og slitni hann, t. d. í októbermánuði, er engin von um viðgerð fyr en í júní- mánuði næsta ár. Nú er sjávarbotn fyrir suðurlandi miklu verri, eftir því sem öllum ber saman um, heldur en austanlands, svo miklu verri, að vel getur verið að bilunarhættan hér syðra sé alt of mikil, þar sem botninn er á- gætur eystra. Og ekki þurfa menn heldur að óttast að ís verði símanum þar að grandif. — »Eruð þér sömu skoðunar við- víkjandi kostuaðinum við landsíma- lagninguna, eftir rannsókn yðar í sum- ar, eins og þér voruð í vor?« spurði ísafold. »Já, að mestu leyti. I ágizkun minni í vor taldi ég ekki með grein- ina til ísafjarðar. Að henni meðtalinni verður kostnaðurinn eitthvaó á 6. hundrað þúsunda króna. *En hver von er nú um, að vér fá- um símann, ef vér Islendingar leggjum það fram, sem oss er ætlað?» Viðvíkjandi því atriði vildi hr. Han son ekkert láta eftir sér hafa. En auð- vitað er ekki það nema getgátur út í loftið, sem sum blöð vor hafa flutt, að nú sé vonlaust um málið. það liggur líka í augum uppi, hvort félag- ið mundi vera að kosta upp á þessa rannsókn í algerðrí vonleysu, bara að gamoi sínu' Messur tvær á morgun í dómkirkjunni: á hádegi stígur cand. Sigtryggur Guðlaugsson í stólinn; og kl. 5 síðdegis síra Júnas A. Sigurðsson (fyrir beiðni ýmsra manna í söfnuðinum). Útlendar fréttir Khöfn 8. sept. 1898. Veðkatta. Um miðju umliðins mán- aðar tók að hlýna í veðri og í nokk- urn tíma kendi í Danmörk venjulegs sumarveðurs. En um leið var títt um þrumur, og nóttina milli 22.—24. hafði eldingum lostið niður á Jótlandi á alt að 80 stöðum, og höfðuþærgert mikinn hýbýlaskaða og útihúsa, orðið 4 mönnnm að bana, en valdið víða stakkabruna, tjóni nautgripa, fénaðar og svína; enn fremur spilt ökrum og eftirtekju til mikilla muna. Voðaviðbukðub. f>ó nú sem oftar sé fleiri en eins að geta, skal minnast á þann, sem í gær barst frá Kanada, eða á járnbrautarslys, þar sem lestin rann á flutningsvagna og 18 manna biðu bana, en 10 hlutu banvæna lemstra. Ofriðukinn. Honum til fulls lokið, er Mamlla gafst upp 13. ágústmán., sótt bæði frá sjó og landi. Eriðar- fundurinn í París byrjar þá, er stjórn- in á Spáni hefir náð samþykki þings- ins til þeirra höfuðgreina sáttmálafor- spjallanna í Washington, sem hún hefir fallist á og annara fleiri, sem er- indrekar Spánar reyna fram að fylgja. Við ýmsu tortryggilegu enn búist frá þingsins hálfu, en lykta vænst fyrir miðjan mánuðinn. Eulltrúar Bandaríkjanna við sátt- málagerðina í París eru þeir Day, ráð- herra utanríkismálanna, Davis (frá Minnesota) úr öldungadeildinni, og Merrit hershöfðingi, er stýrði landhern- um við Manilla. Nýjunöafkegn. f>ann 24. ágústm. kom sú furðufrétt frá Pétursborg, að Nikulás keisari hefði látið Muravjeff, ráðherra utanríkismála, færa öllum erindrekum útlendra ríkja það boðs- bréf eða áskorun frá sér til höfðingja sinna, að senda ásamt sér sjálfum fulltrúa á alþjóðafund til ráðagerða og samninga um að takmarka útgjöld til herbúnaðar, og tryggja svo friðarhorf landa og þjóða á milli. I bréfinu skorinort fram tekið, að sem nú sé áfram haldið reiði flest ríki og þjóðir að ókljúfandi vandræðum til lykta, já að hreinni örvinglun. Allir viti, hvernig hundruðum miljóna sé eingöngu varið til morðvopna og glötunarvéla, er nýj- ar og nýjar finnast. Boð keisarans honum virt til heið- urs og sóma, og hjá flastum tekið sem nýrri bergmálan orðanna: tfriður á jörðu!« þó nokkuð misjafnt sje undir tekið í blöðum, eftir því sem flokka- deildum hagar, t. d. á Englandi. Með- al hinna fyrstu, sem svöruðu, voru konungar Norðurlanda og soldán í Miklagarði, allir með ljúfasta móti, og segjast senda fulltrúa með beztu von- um og trausti. f>að voru einkum Frakkar, eftir blöðum þeirra að dæma, sem áttu bágt með að vita, hvaðan á sig stóð veðrið. |>á furðaði á, að boðskapurinn skyldi koma frá bandavini sínum, sem hlyti að vita, að hinn vaxandi herbúnaður stafaði frá engu meir en þeim ofbeldis- órétti, sem framinn var gegn Frakk- landi 1870—71. IJm málið margt og mikið spjallað, en flestir virðast þó á því vera, að fundurinn muni sóttur, en hjá ágrein- ingi verði eigi komist, og líkast til muni verða að draga úr mörgum höf- uðkröfum. Samt kunni að takast, að draga þjóðir og ríki frá ófriðarkergj- unni og færa þær að undirbúningi frið- araldar, þar sem gerðardómar ráða meiru en vopnaviðskifti. ÓVÆNT UPI’GÖTVUN í PABÍS. HÚn varðar fals og pretti, sem standa í sambandi við áfellisdóm Dreyfuss. I fyrri fréttum var getið ura, að her- málaráðherrann Cavaignac af þrem bréf- um, sem hann las upp á þinginu, kall- aði eitt mestu varða um sök Dreyfuss af þeim gögnum, sem komið hafa í hirzlur njósnardeildar hershöfðingja- ráðsins. það var eftirrit af bréfi eða grein bréfs, frá hermálaumboðsmanni í sendiboðasveít þjóðverja til sam- kynja umboðsmanns frá Italíu. I því stóðu þessi orð: »Eg á ekki neitt framar saman að sælda við varmennið Dreyfuss«. Ollu sem nýju neti trúað af hervinaflokkum þingsins. Nú hefir þó ekki lengra um liðið en til ágúst- mánaðarloka, er allir fengu að vita, að höfuðstjóri njósnardeildarinnar, Hen- ry yfirliði að nafni — einn af þeim, sem ötulastir báru sakavottorð, er Dreyfuss var dæmdur — hafði játað fyrir Cavaignac, að hann og enginn annar væri höfundur að bréfinu. Eáð- herrann sá sér einn kost nauðugan, að senda yfirliðann í varðhald. Hér fanst hann örendur daginn á eftir, og hafði með rakhníf skorið lífæðarnar í sundur á báðum höndum. Hér er ný Parísar-þruma komin lír heiðum himni, og fjöldi blaða gall við, að nií hljóti stjórnin að taka Drey- fussmálið til nýrra prófa. Flestir ráð- herranna fallast á þær kröfur, og við það segir Cavaignac sig úr ráðaneyt- inu. I hans stað er kominn sá, er Zurlinden heitir. Á löngu mun vart líða, áður endur- prófan Dreyfussmálsins verður boðuð, ogþegar hún byrjar, má búast við að þeim fjölgi, sem ákærðir hafa verið fyrir fals og pretti, eða komast í tölu þeirra du Paty de Clams,, Esterhazy og fl. Má þó nú kalla, að orð Zola hafi rætst, er hann sagði, þegar mál hans byrjaði: »Nú er sannleikurinn á ferð kominn«. Frá omdukman; gordons hefnt. Svo er í skjótu máli frá að segja, að Herbert Kitchener hélt her sínum til bardaga við kalífaherinn í vígjunum við Omdurman 2. þ. m. Sagtaðhann væri skipaður 35 þús. manna. Vörn- in harðfengileg lengi framan af, en mannfallið óx með hverjum tíma sök- um yfirburða hinna í herkænsku og snarræði og ágætis skotvopnanna. Lyktirnar urðu, að meiri hluti kalífa liðsins féll og særðist. Sumar sögur segja 10 ^nis., aðrar 15 þúsundir. |>eir skiftu og þúsundum, er handteknir urðu. Kalífinn lagði á flótta með nokkur hundruð manna suður að Kor- dofan. Eftirför veitt, náðist ekki, en henni mun síðar áfram haldið. Mann- skaði Englendinga og Egipta talÍDn um 400 manna, fallinna og særðra. Ný.jar kóstur á krít. I fyrra- dag byrjuðu Mahómedsraenn á ó- hemjulátum í Kandíu, og vildu ryðjast inn í skrifstofu, þar sem Englendingar höfðu skipað enskum mönnum til umsjónar á tíundarheimt un, og er þeim var frá vísað, stungu þeir varðmanninn til bana. Varðsveit Englendinga hlutaðist nú til, en var of fáliðuð til að stilla atvíg hinna á kristna menn um alt íbúðarhverfi þeirra. |>eir komu og fram húsbrennum. Er mælt að 20 hafi beðið bana, en 50 fengið lemstrasár. |>ví er og við bætt, að varakonsúll Englendinga hafi brunn- ið inni í húsi s/nu. Sögurnar eru ekki greinilegar, en í morgun heyrðist, að stilfe væri til friðar. Danmörk. Á afmælisdag sinn ígær átti drotning vor og allur gestasægur hennar blíðu veðri að fagna. Hún sat í stóli úti í hallargarðinum, og svaraði þar hamingjuóskum og kurt- eisi aðkomandi manna. Annars hefir Fbá hollandi. Krýning Vilhelmínu drotningar fór fram þann 6. þ. m. í Amsterdam. Mikið látið yfir viðhafn- ardýrð borgarinnar, ekki minna yfir lotningaralvöru þingdeildanna og lýðs- ins, en mest orð haft á tignar- og blíðu- blæ yfir öllu fari og ræðum hinnar ungu drotningar. Svo heitir félag eitt hér í bænum, og er það, eins og nafnið ber með sér, bygt á kristilegum grundvelli. Eins og áður hefir verið getið um í íslenzk- um blöðum, hefir það fyrir tveim ár- um stofnað deild, sérstaklega fyrir ís- lendinga. Hér geta allir kristilega sinnaðir landar komið, bæði sem gest- ir og meðlimir; og marga skemtilega og uppbyggilega stund höfum vér ver- ið þar saman í vetur. íslenzka deild- in heldur mót einu sinni í viku og þá á kveldin eftir vinnutíma, en hús fé- lagsins í Vendersgade 261 er opið all- an daginn (9—10). þar er lestrar stofa með helztu blöðum og allgott bókasafn. Einnig má fá þar bæði miðdegismat og málamat fyrir lítið verð og alt af geta menn hitt þar jafnaldra til viðtals. Ennfremur má fá þar ódýra kensluíýmsum greinum. f>að er tilgangurinn með þessum línum að vekja athygli þeirra landa, sem hingað ætla að fara í haust, á þessu félagi, ef vera kynni, að ein- hverjir vildu koma og verða hluttak- andi í þeirri blessun, sem drottinn vissulega mun veita oss í vetur, ekki síður en undanfarandi ár. Vér erum fúsir á að leiðbeina eftir megni þeim löndum, sem snúa sér til vor, er þeir koma hingað ókunnugir. Verið velkomnir, kæru vinir, svo marg- ir, sem viljið vera í félagskap við kristna landa. Drottinn blessi æskulýðinn íslenzka. Kaupmannahöfn K. Vendersgade 261. Knutur Zimsen. Drotningarmorð. Sá hryllilegi at'ourður gerðist suður á Ítalíu, í Genúa, 13. þ. mán. (eftir að póstskip var farið frá Khöfn), að ítalskur bófi, óstjórnarliði eða vitfirr- mgur, myrti keisaradrotninguna frá Austurrfki, er þar dvaldi sér til heilsu- bótar, með þjöl eða þjalarrýting, er hann lagði í hjarta henni og hún beið bana af samstundis. Hún var rúm- lega sextug að aldri, f. 24. des. 1837, hót fullu nafni Elisabet Amalie Eugenie, og var dóttir Maximilians Jósefs, her- toga frá Bayern, en giftist 17 ára gömul, 1854, Franz Jósef Austurríkis- keisara, er kom til ríkis 1848 og enn lifir. |>au eignuðust 2 dætur og 1 son: Budolph, sem dáinn er fyrir mörgum árum — varð fljótt um hann —; eldri dóttirin, Gisela, á Leopold prinz í Bayern, son Luitpolds prinz, er þar hefir nú á hendi ríkisstjórn. Elísa- bet drotning var atgerviskona mikil og valkvendi; henni var mjög sýnt um listir og íþróttir. Húd var nokkuð bil uð orðin á geðsmunum, af ýmsum raunum og mótlæti. Kristilegt fólag fyrir unga menn i Kaupmannahöfn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.