Ísafold - 19.11.1898, Page 1

Ísafold - 19.11.1898, Page 1
Kenntr út vntist einn sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skriflegj bunttin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXV. árg. Reykjavík, laugardaginn 19. nóvember 1898. 71. blað. Forngripasafnopiðmvd.og ld. kl.ll—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Eankastjóri við ll'/a—l'f,a,wn- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.S) md., mvd. og ld. til útlána. Upprifjanir. Naumast verður örðugt að fá menn til að kaunast við það, að aldrei hafi þjóðhollara þing verið háð á Islandi en þjóðfundurinn 1851, enda er vafa- samt, hvort vór eigum nokkurri sam- komu meira að þakka en þeirri. Danska stjórnin gerir tilraun til að fá það ákveðið og viðurkent, að í sland sé ekki annað en sveit xtr Danmörku, sem végua fjarlægðar frá aðallandinu verði að hafa nokkuð frábrugðna stjórn í hinum óæðri málum — ekki ósvipaða þeirri sem Færeyingar hafa. Grundvallarlögin dönsku átti að lög- leiða óbreytt hér á landi, »og að eins bæta við fyrirmælura þeim, sem full- gild ástæða er til vegna fjarlægðar landsins og stöðu þeirrar, er það hef- ir átt hingað til«, eins og stjórninni fórust orð. þessari tilraun stjórnarinnar var fylgt svo fast fram, að fundinum var harðbannað að ræða málið á öðrum grundvelli en þeirn, sem stjórnin hafði lagt. Hann mátti ekki láta í ljós neina skoðun um það, hvernig stöðu íslands í ríkinu ætti að vera háttað, nó draga það í efa, að grund- vallarlög Dana ættu að sjálfsögðu að vera lög hér á landi. Og til þess að sýna fundinum sem ljósast, að stjórn- inni væri alvara með þetta bann.voru danskir hermenn sendir hingað. f>að er þjóðfundarins ódauðlegi heið- ur og ómetanlega velgjörð við þetta land, að hann hafði þetta bann að engu, en hólt fram réttindum Islands hiklaust og einbeittlega. Bnginn skynbær maður mun leyfa sér að segja annað eins og það, að þeim fundi hafi verið í hug að selja Dönum í hendur nokkurn snefil af réttindum þessa lands. Island er frjálst sambandsland Danmerkur og á engan hátt háð neinum öðrum hluta ríkisins — það er kjarninn í nefndaráliti meiri hlutans. Og frá þeim kjarna var f>jóðfundurinn ófáan- legur til að víkja. f>að er frekja og ósvífni dönsku stjórnarinnar annarB vegar, en einurð, stilling og festa f>jóðfundarmanna hins vegar, sem varpar skærara ljóma yfir þennan fund en nokkura aðra sam- komu, sem haldin hefir verið hér á landi á þessari öld. f>jóð vor mun á- valt minnast þess með lotning og þakklæti, hve ósleitilega hann rak af höndum oss þann háska, sem þjóð vorri þá var búinn. — Ekki er ófróðlegt, einmitt á þessum tímum, að rifja upp fyrir sér, hvernig þjóðfundurinn, sem vitanlega er haf- inn yfir tortrygni allra heilvita ís- lendinga, hugsaði sér að stjórn lands- ins skyldi vera háttað. Alpimgi átti að hafa löggjafarvald í sórmálum landsins og konungur stað- festa lögin. Landsstjóri eða jarl var ekki nefndur á nafn. Islenzka menn skyldi konungur setja til ráðgjafa, er hefðu á hendi alla hina æðstu stjórn- arathöfn í lanclinu og ættu sæti á al- þingi. En einn stórmerkan hluta af venju- legu ráðgjafastarfi áttu þessir ráðgjaf- ar elcki að hafa með höndum, þann sem sé, að flytja málin fyrir konungi. f>aðátti að vera verk manns, er nefnd- ur var erindisrcki Islands; hann átti að vera íslenzkur maður, kosinn af konungi og »eiga sctu og atkvœði í ríkísráðinu, eins og aðrir ráðgjafar konungs, í þeim málum, sem kunna að verða sameiginleg og Island varða». Ábyrgð skyldi hann bera bæði fyrir konungi og alþingi á flutningi sérmála vorra, en vera ábyrgðarlaus fyrir al- þingi að því er sameiginlegu málin snerti. Engum getur dulist það, að sámað- ur hefir afar- áríðandi verk að vinna, sem flytur málin fyrir konungi. O- hugsandi er annað en að konungi sé ætlað að bera ráð sín saman við hann. Annars hefði hann engan að ráðfæra sig við, nema bréflega og með löDgum fresti, þar sem ráðgjöfunum var ekki ætlað að fara á konuDgs fund. f>að liggur í hlutarins eðli að þessum manni hefir ekki verið ætlað að vera blint verkfæri í höndum ráðgjafanna. En það sést líka ljóst á orðum greinarinn- ar, se.n kv^övu- á ura verksvið hans: »Erindisreki Islands hjá konungi ber fram fyrir hann allar ályktanir frá alþingi og önnur mál, þau er þurfa konungs úrskurðar eða samþykkis, bæði frá ráðgjöfunum og öðrum mönn- um í landinm. Erindisrekinn hefði vitanlega hlotið að verða aðalráða- nautur konungs. Og yfir þessum manni hefir alþingi alls ekkert vald. f>að fær hann aldrei til viðtals. f>að getur enga hönd haft í bagga með kosning hans, því að hann er einn af ráðgjöfum konungs í þeim málum, sem liggja fyrir utan vald- svið þess, og konungur velur hann auðvitað í samráði við hina dönsku ráðgjafa sína. Af sömu ástæðu getur alþingi eklci heldur hrundið honum úr völdum, nema það fái hann dæmd- an fyrir eitthvert lagabrot. Berum nú þetta stjórnarfyrirkomu- lag, sem fyrir f>jóðfundinum vakti, saman við það fyrirkomulag, sem oss var boðið á síðasta þingi. Hvort mun vænlegra til góðra og greiðra stjórnar- framkvæmda, að hafa fyrir milligöngu- mann milli ráðgjafa og konungs mann eins og »erindisrekann«, eða að láta ráðgjafann sjálfan flytja málin fyrir konungi, jafnframt því, sóm hann verð- ur sjálfur að semja við alþingi og standa því reikningsskap allrar ráð- mensku sinnar? Hvort mun hollara og hagkvæmara, að maðurinn, sem flytur sérmál vor fyrir konungi, hafi einkis annars að gæta en sannfæring- ar sinnar þeim viðvíkjandi og vilja alþingis, eða að hann sé ráðgjafi kon- ungs í þeim málum, sem alþingi eru óviðkomandi, en heyra löggjafarvaldi ríkisins til? Spurningunum verður naumastsvar- að nema á einn veg. Vitaskuld má telja f>jóðfundartillög- unni það til gildis umfram stjórnar- tilboðið frá 1897, að ráðgjafarnir áttu að vera búsettir hér á landi. En kyn- legar stjórnmálahugmyndir hlýtur sá maður að hafa, sem ekki sér það, að þeim kosti er hnekt tilfinnanlega með fyrirkomulaginu á flutningi málanna fyrir konungi, svo tilfinnanlega, að bú- setan verður lítilsvirði í samanburði við þann agnúa. Oss fin8t stundum, Islendingum, sem sjálfsfæðisbaráttu vorri miði furðu- hægt og seint áfram, og það geturver- ið, að sú tilfinning sé ekki um skör fram. En nokkur hugarstyrking ætti það að geta verið oss — sem naum- ast verður með réttu í móti mælt — að nú í aldarlokin höfum vér fengið til- boð um stjórnarfyrirkomulag, sem bæði er hagkvæmara og tryggir betur sjálf- stæði þjóðar vorrar heldur en það sem vitrustu, frjálslyndustu og þjóðholl- ustu Islendingarnir fóru fram á fyrir tæpum 50 árum. Forntungurnar í skólanum. Svar frá reKtor Birni M. Ólsen. III. Niðurl. Eg kem þá að hinum síðasta kafla greinar yðar. f>ér cakið þar fyrst til íhugunar þærmótbárurmóti forntungna- náminu, sem ég í ræðu minni lagði andstæðingum þess í munn. Ég er yður þakklátur fyrir það, að þér við- urkennið, að forntungnanámið geti orð- ið að gagni fyrir lífið og að það só maumast annað en vitleysa«, sem sum- ir segja, að menn verði að ancllegum steingjörvingum við það að kynnast ritum fornþjóðanna. Um þetta tvent erum við þá nokkurn veginn samdóma. Hitt viljið þér ekki viðurkenna, að lat- ínan geti komið mönDum að haldi, til að gera sig skiljanlega fyrir útlending- um. f>ér hafið, ef til vill, tekið eftir því, að ég tek það fram 1 ræðu minui, að óg segist hafa mína eigin reynslu frá stúdentsárum mínum fyrir mér í þessu, og að þá hafi latínan oft kom- ið mér að haldi við útlendinga. Ég skal að eins taka fram eitt dæmi. Nokkru eftir að ég varð stúdent, ferðaðist hinn frægi enski ferðamaður Burton hér um land, og vildi svo til, að ég og bekkj- arbróðir minn Guttormur Vigfússon, nú prestur að Stöð, urðum honum samferða á ferð kringum land með norska gufuskipinu »Jóni Sigurðssyni«. Við töluðum þá allmikið við Burton, og ekki annað en latínu, og skildum vel hvor annan. Ég veit, að séra Guttormur muni muna eftir þessu, og geta borið mér vitni um, að ég segi þetta satt, ef þér trúið ekki mér ein- um. Síðan hef ég lært nokkurn veg- inn að gera mig skiljanlegan á nokkr- um hinum helztu málum Norðurálfu- þjóðanna, en oft hefir það komið fyrir mig í samtali við útlendinga, að mig hefir skort orð á þeirra máli, og hef ég þá gripið tillatínunnarog lánast vel, ef ég hef átt tal við mentaða menn. Eg tók þetta fram í ræðu minni til að sýna, að latínan gæti líka stundum komið að beinu gagni í lífinu, og mun yður veita ervitt að bera á móti þessu, því að »raunin er ólygnust*. f>að er mér mjögmikið gleðiefni, að þér virðist veramér samdómaum það, að lærði skólinn geti ekki náð takmarki því, sem honum er sett, nema því að eins að kenslugreinum þeim, sem eru þungamiðja kenslunnar og fremur öðr- um eru ætlaðar til að skerpa sálargáf- ur piltanna og veita þeim »þann þroska, sem er skólanámsins helzta og æðsta markmið«, sé ætlaður svo mikill tími í skólanum, að piltarnir geti lært þess- ar kenslugreinir til nokkurrar hlítar. f>essi sannleikur virðist liggja í augum uppi fyrir hvern skynberandi mann, sem hugsar þetta mál með alvöru. En samt virðist hann alveg hafa dulist fyrir þeim hinum heiðruðu þingmönn- um, sem mest fjölluðu um skólamálið á þingi síðast. f>ví meiri þökk kann ég yður fyrir, að þér virðist játa þetta afdráttarlaust, og finst mér það bera vott um skarpleik yðar og glöggskygni. En hitt kann ég yður enga þökk fyr- ir, að þér hafið rangfært orð mín, þar sem þér segið, að ég hafi sagt, að pilt- aír séu nú nyfirleitt laklega að sér« í forntungunum, og dragið af því þá á- lyktun, að »námið mistakist, verði hálf gildings kák«, og talið um »ólagið, van- þekking piltanna í forntungunumi, og á endanum verður þetta hjá yður að því, »að piltar læri ekki(l) forntungurn- ar«. Ekkert af þessu hefi ég sagt. Orð mín voru: »Einna sízt« (o: í sam- anburöi við aðrar kenslugreinir) »er ég ánægður með framfarir ykkar (o: skóla- pilta) í klassisku málunum. f>eir piltar eru tiltölulega mjög fáir, sem veröa verulega vel að sér í pessum málumt. f>etta er, eins og hver maður sér, alt annað en það, sera þér hafið eftir mér. Og þá er líka auðvitað, að þær álykt- anir, sem þér dragið út úr þessum orð- um, er þér leggið mér í munn, verða allar ramskakkar. Ekki er það he!d- ur rétt hermt af yður, að ég hafi sagt- að «piltar fari úr skólanum með litlum andlegum þroska«. En hitt hefi ég sagt, að piltar, sem nú fara úr skóla, muni ekki hafa náð jafnmiklum andlegum þroska, jafnfarsælli almennri mentun og þeir náðu fyrir 1877«, og hefi bent á, að þetta standi í sambandi við þá miklu takmörkun, sem varð á námi forntungnanna í skólanum vió reglu- gjörðina 12. júlí 1877, en sé »hvorki kennurum né lærisveinum að kenna«. Sannleikurinn er sá, að ég held, að þeir piltar séu fáir, sem verða tverulega veU að sér í forntungunum, þeir séu þó nokkrir, sem verða vel eða þó óað- finnanlega að sér í þeim, og að allur þorrinn nái að vísu ekki neinni fram- úrskarandi, en þó nokkurn veginn við- unandi þekkingu í þeim, og að fram-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.