Ísafold - 26.11.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.11.1898, Blaðsíða 1
Ketnur ut ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yer'ð árg. (80 ark. ininnst) 4 kr., er.lemlis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg; bunain við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslusíofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXV. árar. Reykjavík, laugardaginn 26. nóvember 1898. 72. blað. gpir3 Tvisvar kemur Isafold út í næstu viku, mvd. og ld. Sjö sinnum keniur blaðið út í des- emberm., tvisvar í viku liálfan mánuðiiin. Forncjrifuixafnopiðmvd.og ld. kl.ll—12. LantJsbankinn opinn bvrrn virkan dng kl. 11—2. Bankastjóri við ll'/z — l‘/a,ann ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið bvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.ð) md., mvd. og Id. til útlána. Póstskip (Laura) væntanl. í dag, á að fara afttir 2. desbr. >S< íj; >K ;|í * * sfc********^ Atrúnaðargoðið. Svar til rektors I. Til þess að þreyta ekki lesendurna að óþörfu, skal hór án nokkurs inn- gangs og tafarlaust snúið að því, sem er aðalatriðið í ágreiningi Isafoldar og rektors: Forntungurnar eru átrún- aðargoð rektors. Vérhöfnum þeim átrúnaði. Oes kemur ekki til hugar að gera lftið úr forntungunum. Oss skilst það fyllilega, að þær hafi orðið ótal mörgum lærðum mönnum, — þar á meðal dr. Birni M. Ólsen — að lind sannrar mentunar. En vér skipum þeim á bekk með öðrum greinum þekkingarinnar. Gildi þeirra fer í vorum augum eftir því, hve þekking- in er djúpsett. Rektor lítur alt öðruvísi á þetta mál. í hans augum verður þekking- unni á forntungunum ekki jafnað sam- an við neina aðra þekkingargrein. í hans augum hefir n a u ð a 1 í t i 1 þekk- ing á forntungunum m e i r a mentun- unargildi en a 11 d j ú p s e 11 þekking á öðrum efnum. þar sýnir átrúnaður- inn sig. Tvær eru hliðar á forntungnanáminu í skólanum — önnur málfræðisleg, hin bókmentaleg. Aðalætlunarverk málfræðishliðarinnar er að vera lykill að fornu bókmentunum og svo skerpa skilninginn; aðalætlunarverk bókmenta- hliðarinnar að auðga andann. Hvernig er nú náminu í skólanum farið, að því er málfræðishliðina snertir? Hvern vitnisburð fær forntungna- þekking stúdenta hjá rektor sjálfum? Hann heldur ræðu í skólanum í vor, og fer þar alvarlegum áhyggjuorðum um það, hvernig þeirri þekkmg sé komið. Vitanlega er honum manna kunnugast um það, að í skólanum eiga menn ekki kost á að læra nokk- ura tungu til hlítar, af því að tíminn er svo naumur til þeirra allra — að jafnvel efnilegir námsmenn kunna svo að kalla alls ekkert að skrifa dönsku, þegar þeir fara úr skólanum, og kunna þó dönsku langbezt allra nútíðarmál- anna útlendu. Samt sem áður lýsir hann yfir því við pilta, að einna sízt sé hann ánægður með framfar- ir þeirra í forntungunurn. í tiltölu við kröfurnar vita þeir þá enn minnaí þeim en öðrum tungum. Svo alvarlegt þykir rektor þetta mál, að hann kveðst sannfærð- ur um, að sökum vanþekkingarinnar á forntungunum hafi piltar, sem nú fara úr skólanum, ekki náð jafnmikl- um andlegum þroska eins og menn náðu fyrir tiltölulega akömmum tíma, rúmum 20 árum. Og til þess að gefa þessutn ummælum síuum sem mest gildi og verja þau gleymsku, gefur hann þau út á prenti, jafnvel þótt þeim væri til skólapilta beint. þetta er þá ómótmælanlega vitnis- burður rektors um þekking stúdenta á forntungunum — eins og sá vitnis- burður stendur prentaður í síðustu skólaskýrslu — eins og hann var gef- inn, áður e n rektor fór að reka sig á að hann yrði mönnum tilefni til ó- þægilegra ályktana. S í ð a n hefir komið nokku''1 annað hljóð í strokkinn, eins og sjá má í síðustu Isafold. J>ar er mönnum gef- ið í skyn, að eiginlega þýði nú þessi ummæli rektors ekki annað en það, að þekking skólapilta á fomtungunum sé — mokkurn veginn viðunandii. þ>að er nú’ auðvitað undir álitum komið, hvað sé mokkurn veginn við- unandi«. Hjá rektor er dygðin, sem kölluð er nægjusemi, svo veigamikil, að hann telur það þekkingarstig »nokk- urn veginn viðunandi«, sem eftir sjálfs hans sögn stendur þroska nemendanna fyrir þrifum, svo að sýnn munur er á nú og fyrir rúmum 20 árum. Sjálfsagt eru þeir menn til, sem telja þennan ár- angur af jafn-löngu og jafn-dýru striti allsendis óviðunandi. En um það er ekki þörf að deila. Vitnisburð- ur rektors er til sýnis í ræðukafla hans í skólaskýrslunni. Rektor hefir ekki afturkallað hann. Og á honum byggjum vér, en ekki á nægjusemi rektors. Nægi mönnum nú ekki þessi um- mæli rektors í skóiaskýrslunni viðvíkj- andi þekking stúdenta á forntungun- um, er ekki úr vegi að gæta jafuframt að vitnisburði Kristjáns Jónssonar yf irdómara á síðasta þingi: »Enn fremur hefi ég fengið þá reynslu hin síðustu 10—11 ár, er ég hefi kynst skólanáminu sem »censor« við burtfarar- próf og á annan hátc, að þekking stúdenta í þessum gömlu málum, þá er þeir útskrifast úr skólanum, er yfirhöfuð svo bágborin, að hún má kallast næsta gagns- 1 í t i 1«. |>etta eru orð óhlutdrægs dómara. jbeim getur ekki borið öllu betur sam- an við þá yfirlýsing rektors, að einna sízt sé hann ánægður með framfarir þeirra í forntungunum. Og lítum svo á reynsluna til frek- ari fullvissu — reynslu, sem kunn er öllum skólagengnura mönnum á land- inu og mörgum öðrum: J>að er alt að því dæmalausc, að nokkur maður taki sér í hönd latneska eða gríska bók, eftir að út úr skólanum er komið :— að þeim undanteknum, auðvitað, sem halda námi forntungnanDa áfrarn við háskóla eða stunda guðfræði og lesa þess vegna nýja-testamentið á grlsku, rótt á meðan á því námi stendur. Og jafn-alkunnugt er hitt, hvernig á þessu stendur — að það kemur af því, að stúdentar eru ekki svo vel að sér í forntungunum, að þeir geti fyrir því haft, að lesa bækur, sem á þeim tungum eru ritaðar. Afarmiklum lær- dómi, tíma og fyrirhöfn hefir verið varið til þess að innræta þeim trúna á ágæti latneskra og grískra rita. Sjálfsagt trúa þeir líka. En það hefir ekkert í för með sér. J>eir ganga stöðugt í þessari trú, en aldreí í »skoð- uninnii. Sannarlega þarf nú átrúnað á forntungurnar til þess að gera sér í hugarlund, að ekki sé unt að skerpa skilninginn eins vel með nokkuru móti öðru eins og með því að læra þær, jafnvel þótt námið sé ekki veigameira en svo, að menn geta ekki talað þær, ekki ritað hugsanir sínar á þeim, og ekki lesið bækurnar, sem á þeim eru ritaðar, nema með þeirri fyrirhöfn, sem enginn leggur á sig ótilneyddur! |>á er bókmentahliðin. Málfræðisþekkingin á að verða mönn- um lykill að fornu bókmentunum. En hún verður það ekki, eftirað úr skólanum er komið. Einu kynnin af þeim bók- mentum verður staglið í skólanum með leiðbeiuing kennaranna. Hvað skyldi hún nú vera djúpsett, þekkingin á fornritunum, sem menn öðlast þar? , Vér höfum talið það saman, sem lesið var i ftir latneska rithöfunda í lærða skólanum í fyrra vetur. Að fráskildum örstuttum samtínings-köfl- um í lestrarbók Hauchs, sem piltar í 1. og 2. bekk lesa og enginn mun telja að hafi sérlegt bókmentalegt gildi, taldistþað mundu jafngilda hér um bil 500 blaðsíðum í heldur litlu broti, 30—10 línur á blaðsíðunni. Væri það alt komiS í eina bók, mundi hún verða álíka stór eins og3. bindið afReykjavík- urútgáfunni af Fornaldarsögum Norður- landa. |>að er ekki nándar-uærri eins mikið mál eins og eitt bindi af Englands- sögu Macaulays, ekki nándar-nærri eins mikið og 10. parturinn af ritum Carlyles, ekki nándar-nærri eins mikið og h e 1 m i n g u r i n n af »David Copperfieldi eftir Dickens, ekki nándar- nærri eins mikið og þriðjungur- i n n af frægustu skáldsögu aldarinnar »Les MÍ8érables« eftir Victor Hugo — svo að vér nefnum örfá merk nútíðar- rit rétt af handahófi. Með þetta fyrir augum verður hún í þessu sambandi blátt áfram hlægi- leg, tilvitnun rektors í ummæli Schop- enhauers um sjóndeildarhringinn mikla, sem opnist fyrir latínulærðum mönn- um, og þokuna, er þeir séu í, sem ekki hafa latínuna nutnið ! Ætli hann verði ekki afskaplegur líka, sjóndeild- arhringur ungra manna, sem hafa, sér til leiðinda og kvalar, staglað í 500 blaðsíðum af hrafli úr nokkurum róm- verskum rithöfundum, en naumast lesið nokkura bók eftir allra-frægustu rithöfunda þessarar aldar ! Mörgu geta menn farið að trúa! Macaulay tekur það mjög skýrt fram, á einum stað að minsta kosti, að hvað mikill sem lærdómurinn sé, geti hann einn ekki verið örugg vörn gegn hinum fáránlegustu átrúnaðar- firrum. J>etta sannast átakanlega á hverjum lærdómsmanni, sem gerir sér í hugarlund, að með engu móti sé unt að bæta upp aðra eins bókmenta- þekking eins og þá, sem bér er um að ræða. En því kynlegra er, að rektor skuli leiðast í slíka villu, sem haun fer harðari orðum um »Kringsjá« fyrir það, hve »lausalopaleg« hún sé, og að hún veiti ekki sverulega og veigagóða fræðslu« um neitt mál. |>ví að það verðum vér að segja: ólíkt meiri fræðslu geta meun fengið í »Kringsjá« um á- hugamál nútímans heldur en stúdent- ar geta, af þeim latneskum ritum, sem þeir hafa lesið í lærða skólanum, fengið um meginþættina í hinu and- lega lífi Rómverja. Danskar ógöngur. Danir eru, eins og flestum er kunn- ugt, komuir í verstu ógöngur með grundvallarlög sín og þrá sárt breyt- ing á þeim. Versti agnúinn á þeim er sá, að þau gera ekki ráð fyrir því, að sá skoðana- munur geti komið upp milli þingdeild- anna viðvíkjandi fjárlögunum, að hvor- ug þeirra verði fáauleg til að slaka til. Komi slík deila upp, eins og raun hefir á orðið, er blátt áfram enginn vegur til að fá fjárlög á löglegan hátt. Allir menn þar í landi, sem nokk- iirt skynbragð bera á stjórnmál, hafa víst nú orðið gert sér það ljóst, að við þetta fyrirkomulag sé ekki unandi, enda hafa hvað eftir annað heldri menn úr báðum aðalþingflokkunum spreitt sig á breytingartillögum við grundvallarlögin, síðan stjórnardeilan mikla hófst út af fjárlögunum, þó að þær tilraunir hafi enn orðið árangurs- lausar. Ein tillagan — og á hana var minst í fyrra í ísafold — fór í þá átt, að leysa hnútinn á sama hátt eins og alþingi íslendinga leysir hann: með sameinuðu þingi. En þeim málalok- um eru hægrimenn mótfallnir, aðal- lega af þeirri ástæðu, að með því dragist valdið úr höndum landsþings- ins — efri deildar —, sem skipað er miklu færri mönnum en fólksþingið — neðri deild. Og eitthvert allra-helzta atriðið í kenningum hægrimanna er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.