Ísafold - 26.11.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.11.1898, Blaðsíða 3
287 vald8 synir. Bátinn rak á Svalbarðs- eyri mannlausan. Enn fórst bátur úr Lögmannshlíð með 3 rqönnum á, er 2 druknuðu, en 1 komst af. Annar þeirra sem drukn- uðu, hét Jón Jósefsson, kvæntur mað- ur búlaus. Bátinn rak við Oddeyri. |>á rak enn bát mannlausan á Gás- eyri, og vissi enginn, livaðan var. Baun var nokkuð brotinn og lóða- flækja utan um hann; siglan stóð uppi. Loks sáu Svarfdælir, þeir er af kom- ust, 2 báta á hvolfi úti á firðinuin og ætluðu þá vera úr Olafsfirði. Eftir þessu er óvitað enn hér, hve mikið manntjónið hefir orðið, en því miður hætt við, að það hafi orðið miklu meira en hér er talið. Mann- skaðaveðrið var nýgengið um garð, er hr. Albert fór um Eyjaförðinn. Saga friðarins með germönskum þjóðiim. Eftir Dr. Absalon Tarangrer, prófessor. I. Friðarhugmynd Germana. Vitringur einn hefir sagt: »Tung- an er ávalt heimspekileg«. Og ekki á það sízt við hina upprunalegu orð- gnótt tungunnar, þessa fyrstu tilraun til þess að koma orðum að hugsunum, áskynjunum eða geðshræringum. í rótum tungunnar speglast það, sem hefir hreyft sér í sál þjóðanna, löngu fyrir þann tíma, er sögur fara af. f>ær sýna oss frumlíf hugsananna og tilfinninganna. Vér fáum ; séð alla leið inn að uppsprettum menningar- innar. Vér skulum hér taka til dæmis, hvernig hinar ýmsu tungur fara að því að láta í ljós hugmyndma friður. Vér förum ekki út fyrir tungur arisku mentaþjóðanna. Bómverjar nefndu friðinn pax, af rótinni pak, semþýðir: að greypa saman, festa. Friðurinn var í þeirra augum öruggleikinn; hann batt enda á deiluna og ótryggleika hennar. Friðar-orð Grikkja, eirene, er enn óráðin gáta. En keltneska nafn- ið á friðinum, sid, þýðir víst upphaf lega : að setjast. Aðalatriði friðarhug- myndarinnar er þar hvíldin. Sama kemur fram í slafneska nafniuu á friði, pokai, af rótinni qi, hvíld, á lau'nu quies. Algengasta friðarorð Slafanna er nuru, sem eiginlega þýðir: að skiftast á, hafa kaup á. Mikilvægi friðarins fyrir viðskiftalífið virðist þar hafa gefið hugmyndinni sinn einkenni- lega blæ. Engin ariskur þjóðflokkur hefir haft jafn-göfugar hugmyndir um friðinn eins og Germanir. Fornnorræna orð- ið friðr, fornþýzka orðið fridu, er kom- 1 af rótinni pri, sem þýðir að elska, Þyrma. Hver mundi hafa gert sér í hu lund, að hinir germönsku forfe vorir hefðu litið þeim augum á friði \ ar ekki baráttan líf þeirra og ^ og ófriðardagarnir hátíðirnar? j menn hafi við því búist, að þeir komist lengra en Keltar og Sla sem höfðu þörf á næði og hvíld < ófriðinn ? Nei. Samkvæmt hinurc mennu hugmyndum um Germani um vér ekki annað en furðað osi því, að í friðarhugmynd þeirra sk koma fram kærleikurinn og væg göfugugtu tilfinningar mannshjart; rótin pri getur ekki farið með sannindi. Hún sýnir oss nýja hl: gerrnónsku þjóðarsálinni. Kensluh uar f mannkynssögu segja lítíð erfc, !rá Þeirri hliðinni, en langl manna1U8emÓ1fáaf alliygH ^ ^8t við að rannsaka 8 J við friðarþrá og friðar áttu germönsku þjóðanna. í því sem hér fer á eftir ætla ég að leitast við að sýna vald þessar löngunar, binar ýmsu myndir, sera þessi barátta birt- ist í og ávexti hennar fynr allan hinn mentaða heim. Friðardraumur Germana speglar sig mjög skýrt í sögunni um Friðfróða kon- ung í Hleiðru, herkonunginn mikla og löggjafann mikla. Hann hafði lagt undir sig Garðaríki, Vindland og land- ið við ána Rín; hann hafði unnið sig- ur í Norvegi, á Bretlandi og írlandi; Finnar og Bjarmar urðu að gjalda houum skatt. Hið mikla vald hans og vizka hafði í för með sér frið »um alla danska tungu«. f>rjátíu ár stóð þessi friður; jörðin bar ágætan ávöxt; það var »ár ok friðr«. »Engi maðr grandaði öðrum, þótt hann hitti fyrir sér föðurbana eða bróðurbana lausan eða bundinn. f>á var ok engi þjófr eða ránsmaðr, svá at gullhringr einn lá á Jálangrsheiði lengi«. Alt landið var friðheilagt og friðsælt, það er snjöll lýsing á því í Grottasöng, þar sem sagt er frá, er þær voru »komn- ar til konungs húsa» (Fróða konungs) »framvÍ8ar tvær, Fenja og Menja, mátt- kar meyjar, að mani hafðar«, og kon- ungurlétþærmalaá kverninnGrotta, »er nú náttúra fylgdí, að það mólst á kvernina, er sá mælti fyrir, er mól«, «Þá kvað Menja, var til meldrs komin harðúðigt man, hári röddu: Auð mölum Fróða, mölum alsælan fjölð féar á feginslúðri. Siti hann á auði, sofi liann á dúni, vaki hann at vilja. Þá’s vel malit. Hér skyli engi öðrum gramla, til böls búa né bana orka, né höggva hvössu sverði, þót bana bróður bundinn finni. Sagan um þessa gullöld Norðurlanda bergmálaði og í hjörtum Suður-Ger- mana. Mansöngvaskáld eitt frá 12. öld kveður: »Náðin frá guði’ hinum góða og gæfa’ ykkur falli í skaut, sem í Danmörk dögling Fróðas. Jafnframt friðardásömuninni í forn- kvæðunum skal ég benda á ummæli norska ríkisráðsius frá 1323. far er komist svo að orði, að »friðurinn sé hinn mesti styrkur, vernd og varð- veizla allra ríkja«. |>að væri ekki mikill vandi að finna sams kouar um- mæli í germönskum lögum og skjölum, og hjá kristnum annálariturum og lög- fræðingum er aragrúi af þeim. En ekki er fremur hörgull á ummælum, sem lýsa vígahug og hefndargirni, í fornum munnmælasögum og kvæðum og annálum, bréfum og skjölum míð- aldanna. 1 forntungu vorri er orð, sem ég held hafi í sér fólgna játning um vígahug forfeðra vorra og vantraustið á friðseminni. það er orðið friðbönd. þ>að vorubönd, sem sverðið var bund- iðmeð viðslíðrin, og varðaðsprettaþeim böndum, áður en unt væri að nota sverðið. Að friðbenda sverðið var því svipað og leggja niður vopnin. Ef það var óbundið, var jafnan undir atvik- um komið, hvað fyrir kynni að koma. Og friðböndin voru víðar en á Norð- urlöndum. f>au voru líka til með Suð- ur-Germönum. Og það er almenn reynsla: friðurinn á engan verri óvin en almennan vopnaburð. Friðarþrá Germana á þannig f höggi við bardagalöngun þeirra. Og framan af, jafnvel um alla fornöld og mið- aldir verðnr bardagalöngunin vfir- sterkari. Til síra JónsHelRasonar og lesenda »ísat'oldar«. Greininni um »Adventistann og lcirkju■ fe.ðurnat. i síðasta hlaði »ísafoldar» finn ég í nafni sannleikans fulla ástæðu til að mótmæla, þar sem hún er mjög óndkvœm og villandi bæði viðvikjandi því, er ég á að hafa sagt og ritað, og því, er aðalefnið snertir. Ritstj. »ísafoldar« óskar samt sem áður helzt að vera laus við að taka. fleiri grein- ar um þetta efni, og skal ég þess vegna, samkvæmt leyfi ritstj., benda höfundi gr. og öllum óheilluðum og sannleikselskandi mönnum á það, að svar frá mér upp á þessa grein hans kemur i blaðinu »Islandi« föstudaginn þann 25. og í hlaðinu »Dag- slcrd« laugardaginn 26. nóv. Með virðingu Duvid Östlund. GrunnhuKsuð er sú mótbára gegn umbótatilboði stjórnarinnar frá síðasta þingi, sem ekki beyrist allsjaldan og nýlega var ymprað á í blaði hér í bænum, að sú stjórnarbót yrði léttvæg, af því að sömu mönnum mundi verða skipað í landsstjórn vora eins og nú, og þeir muni ekki breytast mjög, þótt þeir •skifti um nöfn eða hefðu fataskifti.« Fyrst er þetta alveg ósatt: æðsta embættið, sem danskur maður hefir nú með höudum, það embættið, sem langmest er um vert, mundi komast í hendur einhvers hinna helztu manna meðal íslendinga. Og væri í öðru lagi nokkurt vit í, að hafna haganlegra stjórnarfyrirkomu- lagi, þangað til vér ættum þeírn mönn- um á að skipa, sem allir væru ánægð- ir með? Eða munu slíks dæmi nokk- urs staðar í mannkynssögunni?. Og þótt vér ættum afburðamenn nú og þægjum þar af leiðandi stjórnar- bótina, þá mættum vér búast við að missa þá einhvern tíma. Hvernig væri þá komið fyrir óss, ef alt ætti á afburðamönnunum að byggja en ekk- ert á stjórnarfyrirkomulaginu ? Aðalkosturinn við hagantegt stjórn- arfyrirkomulag er einmitt sá, að það bætir upp þá ófullkomleika, sem valds- mennirnir kunna að hafa. Aðalókost- urinn við óhaganlegt stjórnarfyrirkomu- lag aftur á móti sá, að það hamlar því svo alt of oft, að jafnvel góðir hæfi- leikar og góður vilji hjá þeim.jjsr völd- m hafa með höndum, komi að fullum noturn. Vegragerð í Hornafirði. Hr. Erlendur Zakaríasson vegavinnu- stjóri er nýkominn austan úr Horna- firði, þangað sendur af landshöfðingja til þess að rannsaka vegarstæðið milli Hóla og Hafnar, er síðasta þing veitti lítils háttar styrk til (1000 kr.) og stendur tíl að byrjað verði á að sumri, það lítið sem féð hrekkur. Vegalengd- in er um 6 rastir, mest mýri og keld- ur og nokkuð flæðisund, fram í kaup- staðinn nýja, Hornafjarðarós. Gufusk. A. Asgeirsson kom hingað á sunnudaginn var, 20. þ. m., með kol handa herkipinu »Heimdal«, þá frá Eskifirði og hafði verið 5 daga á leiðinni þaðan, en hálf- anmánuð þangað frá Englandi. það fór í gærkveldi héðan til Isafjarðar, með leifar af kolafarminum. Annars er bærinn (kaupmennirnir) kolalaus nú sem stendur hér um bil, þangað til gufuskip kemur til W. Fischers verzl- unar um næstu mánaðamót. f>ó kvað mönnum vera nú veitt dálítil úrlausn í svip af þessum Heimdals- kolum, en nokkuð dýr. Fjögur róðrarskip braut 8tórviðrið 14. þ. m. í Vík í Mýrdal; fóru í spón. Sjávarflóð varð mikið á Eyrarbakka og þar í grend, í landsynningsrokinu 14. þ. m. um nóttina, en olli þó ekki stórskemd- um neinum. Óseyrarnes varð að um- tíotinni eyju. Saga friðarins, sem byrjar í þessu blaði, verður nokkuð langt mál, en vér vonum að lesendum Isafoidar muui þykja hún bæði fróðleg og skemtileg. Höfundur- inn er merkur lögfræðisprófessor í Nor- egi. Ritgjörðin er samin nú í haust fyrir norska blaðið »Verdens Gang« og tilefnið er friðarboðskapur Rússakeisara til veraldarinnar. Veðurathuganir í Reykjavík eftir landlækni I)r. J. Jónas- sen. > *o Ö (á Iiiti Celsiusl j Loftvog I (millimet.) Veðurátt. á nótt|ur» hd. árd. síí)d. árd. síM. 19. -i- i 0 746.8 754.4 Sv h b Svhvd 20 — i — 9 756 9 762 0 o b o b 21 4- 10, — 5 767.1 7ÖJ.6 Nh h a h b 99 4 1 — 1 756 9 7i)2.0 a hv d N hh 23. — 3 H- 4 767.1 756 6 o d N h b 24. -f- 5 K- 2 759 5 764.5 N h d N h b 25. ~ 4 — 6 7o4.5 o h a h d Ú tsyDningnr n neð él um fr am yfir miðj- an dag h. 19., en lygndi og gjörði ofan- hríð; bjart veður og logn h. 20 , gekk með hægð til norðurs- landnorðurs h. 21. Logn allan daginn h. 23., gekk svotil norð- urs aftur, hjartur með vægu frosti. Hinn 25. rétt logn, dimmnr eftir hádegið. I sídustu skýrslu misletrað 26. cfes. 1888 í stað 23. des. Hitt og þetta. Þrælaverzlun i Vesturheimi. Fullyrt er, þótt ótrúlegt sé, að þræla verzlun eigi sér enn stað í Bandaríkj- unum, þótt ekki séu það lengur svert- ingjar, sem seldir eru. |>að er í Kali- forníu, að þessi markaður á að hafa þrifist, og Kínverjar eru það, sem bæði reka verzluuina og eru seldir. I San Francisko, helztu borginni í Kaliforn- íu, er aragrúi Kínverja, sem flutt hafa með sér siði þjóðar sinnar og ekki hvað sizt lestina. Síðan þeír náðu föstum fótum í þeirri borg, hefir þræla- verzlun verið rekin þar fyrirstöðu- laust. Einkum eru þar tvö félög, sem verzla með konur og börn og fá hátt verð fyrir þær vörur sínar. Svo telst til, að 20,000 Kínverjar séu í San Francisko; þar af hafa 5000 atvinnu f verksmiðjum, 5000 lifa á algengri verzlun og 4000 eru í vistum. En á þrælaverzlun eingöngu lifa 3000. Af- gangurinn, 3000, er kónur, þar af tæp- lega 1000 giftar, en hinar ambáttir í bókstaflegum skilningi. Sumpart eru þær fluttar með ofbeldi frá Kína til Vesturheims, sumar tældar þangað með falsi og ósannindum. I Kaliforn- íu eru þær síðan seldar eins og skepn- ur þeim sem bezt býður. |>ær hafa enga hugmynd um, að þessi verzlun komi í bága við lögin, og sætta sig því við forlög sín með stillingu. Amb- átt ein, sem nú er orðin frjáls kona, hefir þó nýlega komið málinu í nokk- ura hreyfingu. 1 fyrstu hugðist hún vera neydd til að sætta sig við þræl- dóminn. En svo átti að taka frá henni barn, sem hún átti, og selja það, af því að það þótti tefja fyrir henni við vinnuna. jþá flýði hún og leitaði hælis hjá trúboðum nokkurum. J>á fyrst fókk hún að vita, að þrælaverzl- un væri ólögleg og að hún væri því frjáls kona. Konsúll Kínverja kom þá til trúboðanna og krafðist konunn- ar. Auðvitað fekk hann enga áheyrn. |>rælasalinn, sem konuna »átti«, fór þá í mál, en rétturinn vísaði kæru hans frá. En einkennilegt er það, að Kín-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.