Ísafold - 26.11.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.11.1898, Blaðsíða 2
28G einmitt það, að báðar þingdeildirnar eigi að hafa jafnmikið vald. Síðasta tillagan í málinu er frá pró- fessor Will. Scharling, sem á þingdeilu- árunum var aðalframsögumaður hægri- manna í fólksþinginu. Aðalatriði henn- ar eru þau, er nú skal greina. þegar deildirnar koma sér ekki sam- anum fjárlög, skal nefnd kosin úr báðum deildum, 15 menn úr hvorri, með meirihlutakosning (en ekki hlutfalls- kosning). Elzti nefndarmaðurinn stýr- ir fyrst nefndarfundum, og undir hans stjórn leggur fjármálaráðgjafinn fjárlagafrumvarp fyrir nefndina. Nái það samþyktum meiri hluta nefndar- manna, verður það að lögum. En verði það ekki samþykt, kýs nefndin sér formann. Hlutkesti ræður, ef tveir fá jafnmörg atkvæði. þ>á fer fram umræða um ágreiningsatriði þingdeild- anna og þar næst eru lagðar fram breytingartillögur þeim atriðum við- víkjandi. Breytingartillögurnar eru þá ræddar og í lok þeirrar umræðu geng- ið til atkvæða um þær sem heild í þeirri röð, sem formaður ákveður. Verði einhver breytingartillagan sam- þykt, er litið svo á, sem fjárlögin séu afgreidd frá ríkisþinginu í þeirri mynd, sem þau hafa þá fengið. En nái eng- in breytingartillagan samþykcum, eða komi engin breytingartillaga, er geng- ið til atkvæða beint um ágreiningsat- riði deildanna, hvert um sig. Verði atkvæði jöfn, ræður formannsatkvæði úrslitum. f>að liggur því f augum uppi, að haldi fulltrúar beggja deildanna sínú máli til streitu, þá verður það for- mannskosningin ein, sem úrslitum ræður. Og með því að hún verður þá undir hlutkesti komin, verða fjár- lög Dana, samkvæmt þessari tillögu, komin undir tilviljun einni, að því leyti, sem ágreiningur er um þau milli deildanna. Að líkindum þykir mörg- um Dönum það hálfhjákátlegt neyðar- úrræði. En ekkí liggur í augum uppi, hvað annað á að ráða úrslitum en tilviljunin, ef tveir málspartar eiga að hafa jafnt vald og ceðsla vald í máli, og þeir jafnframt eru fastráðnir í að halda sínu máli til streitu, en ætla samt að útkljá málið á friðsamlegan hátt. Búnaðarbálkjir Mjaltir á kútn eru vandasömustu og ég vil segja mik- ilvægustu störfin, sem vinnukonum eru ætluð. Bændur verða að hafa eftirlit á mjöltunum, að þær séu dyggilega af hendi leystar. Umfram alt verður að mjólka svo vel, að enginn dropi verði eftir í júfrinu, þvi ella verða kýrnar lakari mjólkurkýr. f>að má meira að segja gelda kýr upp á stuttum tíma, sé skilin eftir í þeim mjólk. Oflangt mál yrði að tína til dæmi af reynslu annara þjóða í þessu efni. En svo segir einn merkur rithöf.: »Ef iila er mjólkað, er skaðinn þrefaldur«. Eyrst er fyrir það girt, að kýrin nái fullkomnun í þá stefnu, sem henni er fyrirætluð. Mjólk- uræðin verður minni. Loks verður mjólkin kostminni en ella, því að sú mjólk, er seinast fæst úr júfrinu, er feitust eða smjörmest. Þrisvar á dag ætti að mjólka allar góðar kýr eftir burðinn. Kýrnar verða nythærri fyrir f>að, og þeim er það í alla staði miklu þægilegra. f>að er þreyta og sársauki fyrir skepnuna, þegar júfrið er orðið svo hart af mjólk, að það »stendur á blístri«. Sumstaðar erlendis eru á búgörðum allar kýr mjóikaðar þrisvar á dag, ekki einungis eftir burðinn, heldur allan þann tíma, er kýr mjólka um árið. Að kemba og bursta kýr daglega er alsiða í öðrum löndum. Hér á landi mun fáum þykja fyrir því hafandi. En það eröldungis víst, að slík hirðusemi við kýr borgar fyrir- höfnina, einsog sérhvað það, er miðar til þess, að láta þeim líða sem bezt. Kýrnar verða hraustari og heilsubetri, með því hörundsandardrátturinn verð- ur jafnari og meiri en ella. 011 óhrein- indi há skepnunum og veikja þær, hvort heldur er í svitaholunum í hör- undinu eða í hárinu. f>etta halda hirðuleysingjarnir smámuni og skella við því skolleyrunum; en enginn notin- virkur fjósamaður telur það á sig. Mýólkureinkenni kálfa. Ekki er gott að sjá það á nýbornum kálfum, hvort þeir eru efnilegir til lífs eða eigi, hvort þeir hafa góð mjólkur einkenni. En þegar þeir eru nokkurra daga gamlir, koma einkennin í ljós, ef þeir hafa þau til að bera. Mjólkur- einkennin eru þessi. Skinnið laust á skrokknum, falli í nokkuð stórar fell- ingar, þegar tekið er í það með fingr- unum. Hárin stutt, en þó mjúk og fremur smágjör. Sveipir eða rastir í hárinu, einkum upp af speldinu, júfur- stæðinu, og séu skýr og stór. f>á eiga og fæturnir að vera liðlegir og kviðurinn síður; brjóstholið stórt, hryggurinu beinn og liðlegur og nokkuð breiður. Sömuleiðis malirnar. Enn þykir það gott merki, að kálfar séu höfuðsmáir, með breitt enni, breiðar granir og stórt bil milli kjálkanna; kjálkarnir eiga að slá sér lítið eitt út. Ennfremur á bálsinn að vera gildur og gildna jafnt upp undir bógana. — þetta eru hin helztu mjólkureinkenni kálfa, og hafi þeir fá af þessum einkennum, eða þá önnur gagnstæð, ætti alls ekki að láta þá lifa. Einkennin þurfa að vera þau sömu á bolakálfum og kvígukálfum. Annars kemur ekki gott mjólkurkyn undan bolunum. Flugufræðingurinn. Eftir A. Conan Doyle. IV. •Yður er það ef til vill ókunnugt«, sagði hann, »að ég er læknisfræðingur eins og þér«. »Já, mér var ókunnugt um það. »Ég tók próf á unga aldri, og átti þá all-langt í Iand með að ná lávarðs- tigninni. Eg fekk aldrei tilefni til að stunda lækningar, en þrátt fyrir það hefir þessi mentun ekki orðið mér gagnslaus. Ég hef aldrei séð eftir þeim árum, sem ég varði til læknis- fræðinnar. f>arna koma hliðin að ýherragarðin- um Delamere«. Við vorum jíkomnir að tveimur há- um súlum, |krýndum |stóreflis merkis- 8kjöldum. Milli þeirra lá leiðin inn í trjágöng. Uppi yfir margs konar viðar- runna sá ég gnæfa langt hús með mörgum göflum, bergfléttur ófust upp að gömlum múrnum, hlýindalegum og dökkrauðum. Ég starði með aðdáun á þetta yndislega hús, en þá þreif förunautur minn órólega í handlegginn á mér. «f>arna er Sir Tómas«, sagði hann í hálfum hljóðum. »Blessaður, talið þér nú við hann um flugur, eins og yður er lífs-mögulegt«. Við sáum háan mann og grannan, kynlega stórbeinóttan og klunnalegan, gegnum hlið á lárviðargirðingunni. — Barðastór grár hattur varpaði skugga yfir andlitið, en það virtist vera ó- venjulega harðlegt, skeggið óræktarlegt og andlitsdrættirnir skarplegir og ó- reglulegir. Vagninn nam staðar og Lichmere lávarður^stökk út úr honum. •Góðan daginn, góðan daginn, Tóm- as minn góður«, sagði hann ástúðlega. En húsráðandinn var ekki nærri því eins alúðlegur. Hann starði reiðilega á mig yfir axlirnar á mági sínum, og ég heyrði sundurlaus setningaslitur, t. d. »ættir að þekkja mig . . . hef bölvun á gestum . . . óþolandi að troða sér hér inn . . . alveg ófyrir- gefanlegt«. Svo kom einhver skýring í hálfum hljóðum, og þeir komu báðir að vagn- inum. »Sir Tómas Bossiter — doktor Ham- ilton« sagði Lichmere lávarður. »þið munuð komast að raun um, að ykkur þykir gaman að tala saman*. Ég hneigði mig. Sir Tómas stóð grafkyr og hvesti á mig augun undir hattbarðinu mikla. •Lichmere lávarður segir, að þér berið skyn á flugur«, sagði hann. *Hvað vitið þér um flugur?* »f>að sem ég hef lesið í ritinu yðar, Sir Tómas*, svaraði ég. •Nefnið þér mér þær tegundir af brezkum tordýfium, sem menn þekkja bezt«, sagði hann. Ég hafði ekki búist við neinu prófi, en til allrar hamingju var ég því vax- inn. Svo virtist, sem honum gæfist vel að svörum mínum, því að harð- neskjulega andlitið varð þýðara. »f>að virðist svo, sem þér hafið haft eitthvert gagn af að lesa bókina mína«, sagði hann. »f>að er ekki oft, að ég á því að fagna að hitta svo greindan mann, að honum standi ekki á sama um önnur eins efni og þetta. Fólk hefur tíma til að sinna sporti og sam- kvæmum, ekki meira en í það er var- ið hvorttveggja, en flugurnar fyrirlíta menn alveg. f>ér getið reitt yður á það, að fæstir grasasnarnir í þessum hluta landsins hafa neina hugmynd um það, að ég hafi nokkura bók skrif- að — ég, sem er eini maðurinn, sem nokkurn tíma hefir lýst clytra rétt. Mér er ánægja að hitta yður, og é.g efast ekki um, að ég muni geta sýnt yður nokkurar tegundir, sem yður þyk- ir garnan að sjá«. Hann fór upp í vagninn og varð okkur samferða heim að húsinu. Á leiðinni gerði hann mér grein fyrir nokkurum rannsóknum, sem hann hafði þá fyrir skemstu verið að fást við. Eg hefi áður getið þess, að Sir Tóm- as Bossiter hafi verið með stóran hatt og látið hann slúta. f>egat hann kom inn í forstofuna, tók hann ofan, og þá tók ég eftir nokkru, sem hatturinn hafði hulið. Ennið, sem alt af hafði hátt verið, en nú var orðið enn hærra vegna skalla, var á einlægu iði. Tauga- veiklun hélt vöðvunum í sífeldum krampateygjum; einstöku sinnum dróg- ust þeir að eins fram og aftur, en stundum var hreyfingin hringmynduð og ólík öllu sams konar, sem ég hafði hokkurn tíma séð. f>að bar mikið á þessu, þegar við vorum komnir inn í lestrarstofu hans og hann sneri sér að okkur — og virtist enn einkennilegra fyrir það, að barðlegu, gráköldu aug- un voru svo ósamvalin skjálfandi augabrúnunum. »Mér þykir fyrir því«, sagði hann, »að lafði Bossiter skuli ekki vera heima til þess að hjálpa mér til að fagna ykkur. — Yel á minst, Charles, sagði Evelyn ekkert um, hvern daginn hún mundi koma?« »Hana langar til að vera nokkura daga enn í Lundúnum«, sagði Lich- mere lávarður. »f>ér vitið, hvernig samkvæmisskyldurnar hrúgast á kven- fólkið, þegar það er búið að vera um stund úti á landi. Systir mín á um þetta leyti marga gamla vini í Lund- únum«. t »Já, hún ræður sér sjálf og ekki skal ég hleypa neinum glundroða í fyrirætlauir hennar. En feginn verð ég, þegar hún kemur aftur. f>að er æði tómlegt hér án hennar«. »Ég var hræddur um að yður mundi finna8t það, og þess vegna var það meðfram, að ég fór að fara þetta. þessi ungi vinur minn, dr. fíamilton, leggur svo mikinn hug á þá vísinda- grein, sem þér hafið mesta stund lagt á, að ég hélt yður mundi ekki vera móti skapi að hann yrði mér sam- ferða«. »Ég hefi lítið samblendi við aðra menn, dr. Hamilton«, sagði húsráð- andi. »Mér finst stundum eins og taugarna séu farnar að láta undan. f>egar ég var að leita að flugum á yngri árum, lá leið mín oft um óholla 8Óttkveikjustaði. En skordýrafræðing- ur, eins og þér, er ævinlega velkominn hingað, og mér skal þykja yndi að því, ef þér viljið líta á safnið mitt. f>að er ekkert skrum, þó ég segi, að það sé bezta safnið í Norðurálfunni. Og það var það líka óefað. Hann átti afarmikinn eikarskáp með grunn- um skúffum, og í þeim lágu flugur úr öllum álfum heirns, svartar, móleitar, bláar, grænar og dröfnóttar, í prýði- legri reglu eftir tegundum, og nöfnin rituð við. Einstöku sinnum varð hon um það, þegar hann strauk með hend- inni hverja röðina eftir aðra af skor- dýrunum á teinunum, að taka upþ eitthvert sjaldgæft sýnishorn. Hann fór með það með jafnmikilli varkárni og lotningu, eins og það hefði verið einhver dýrmætur helgur dómur, og lýsti einkennum þess og með hverjum atvikum hann hefði eignast það. Auð sætt var, að hann var því óvanur að hitta mann, sem hlustaði á hann með skilningi á því, sem hann var að segja. Hann talaði í sífellu, þangað til var orðið áliðið og málmbumban lét menn vita, að tími væri til að klæða sig til miðdegisverðar. Lichmere lávarður sá ekkert; en hann stóð við hlið mágs síns, og oft tók ég eftir því að hann leit snöggv- ast kynlegum spurningaraugum á and- lit hans. Einhverjar sterkar tilfinn- ingar voru auðsæjar á andliti sjálfs hans — óttablandnar grunsemdir, með- aumkvun, eftirvænting. Að minsta kosti fanst mér ég sjá þetta alt þar. Eg var þess fulltrúa, að Lichmere lávarður óttaðist eitthvað og vænti einhvers; en með engu móti var mér unt að skilja, hvað þetta væri, sem hann væri hræddur við og vonaðist eftir. -----k----------- Mannskaði á Eyjafirði. Marcjir bátar týnst. Hr. Albert Finubogason, bóndi á Hóðinshöföa, fyrrum nafnkendur þil- skipaformaður við Eyjafjörð, er ný- kominn að norðan snöggva ferð, og segir þau tíðindi, að 3. þ. mán. hafi orðið miklar slysfarir á sjó við Eyja- fjörð. þar var róið alment til fiskjarþann dag, með því að reytingur var nokkur í firðinum, í dimmviðris-þoku, en hvesti í birtinguna á landnorðan og gerði mesta afspyrnurok, sem stóð fram undir kveld. Af 2 bátum úr Svarfaðardat, með 7 á hvorum, druknuðu 3 menn af hvor- um bátnum í lendingu eða 6 alls. Frá Kros8um á Árskógsströnd fórst bátur með 4 mönnum, er allir drukn- uðu, bræður 3 á tvítugsaldri, stjúp- synir Gunnlaugs bónda þar, og vinnu- maður hinn 4. Tveir bræðranna eru nafngreindir: Kári og þorsteinn þor-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.