Ísafold - 03.12.1898, Blaðsíða 1
Kemiir ut ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Yer(5 árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 '/» dollborgist -fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).|
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) btmnm ví&
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október
Afgreiðslustofa blaðsins er 1
Austurstrœti 8.
XXV. árg.
Reykjavík,
laugardaginn 3. desember 1898.
74. blað.
Með nýári
1899
byrjar ÍSAFOI-Ð sinn
26. árgang
í eama broti og nú, 80 arkir í rninsta
lagi og með sama verði og áður, 4
krónur árgangurinn. Ritstjórn hin sama.
ÍSAFOLD er landsins
langstærsta
og
langódýrasta
blað eftir stserð. |>ar á ofan fá
nýip kaupendur
skilvísir
ókeypis
2 fyrri árganga af
SÖGUSAFNI
ÍSAFOLDAR
Bnnfremur sérprendaðar þýddar
sögur úr þeim árgangi blaðsins
(1899).
Fyrir utan hugvekjur um landsmál
og alls konar fréttir, útlendar og inn-
lendar, flytur blaðið þetta ár ýuisan
fróðleik frá öðrum löndum, rneiri en
Undanfarið, og einnig ísl. sagnafróðleik
eftir föngum. Sömuleiðis miklu ýtar-
legri fréttir úr höfuðstaðnum en áður.
Ennfremurbúnaðarbálk (nytsamarbend-
ingar handa bændum og búmönnum)
og lögfrceðislegan leiðarvísi.
Til þess að gjöra mönnum hægra
fyrir um kaup á blaðinu er samið við
ýmsa kaupmenn landsins um að taka
við borgun fyrir það í innskrift, í næsta
kauptúni við kaupendur, og mun aug-
lýst síðar, hverjir það eru fyrir hvert
bérað eða landsfjórðung.
Nýir kaupendur gefi sig fram
sem fyrst.
>|í>jc>|c>jc>íc>lc>!c>jc>5í>!c>{í>(í>)c>j<>|c>!c45-
Forngripasafnopiðmvd.og ld. kl.ll —12.
Landsbankinn opinn hvern virkan d«g
kl. 11—2. Bankastjóri við ll1/* — D/iijami
&r gæzlustjóri 12—1.
Landsbókasafn opið livern virkau il.ii.
bk 12—2, og einni stundu lengur (til ki ?!
invd. og ld. til útlána.
Póstar fara: vestur 4., norður 5. og
austur L desbr.
Póstskip fer 4. desbr.
I
Atriínaðargoðið.
Svar til rektors
II.
(Siðari kafli).
Hver, sem lesið hefir svar rektors
til ísafoldar tneð athygli, hefir sjálf-
sagt veitt því eftirtekt, að þar er að
oins komið með tvær röksemdir til
®tuðning8forntungnanáminuískólannm.
tlnnur er sú, að aðrar mentaþjóðir
baldi því, að Norðmönnum undantekn-
Ua>, og einkum heldur rektor dæmi
Stórþjoðanna að lesendunum.
Til þess að gera þ ssa röksemd enn
úhrifameiri kemur haun með reikning,
er sýnir, hve miklum tíma sé varið
til náms forntungnanna í lærðum skól-
um á Frakklandi, Englandi, í Austur-
ríki og nokkurum fýzkalandsríkjunum
— reikning, sem vitanlega sannar þann
ekki allsendis ókunna sannleika, að
forntungurnar séu enn drotnandi í Jærðu
skólunum. því hefir ísafold vitanlega
aldrei neitað, og enginn heilvita mað-
ur á jarðríki, oss vitanlega.
Í vorum augum er þeim mun minni
ástæða fyrir rektor til þess að salla
þessum reikningi á oss og aðra lesend-
ur sína, sem hann v e i k i r, heldur
en hitt, þann málstað, sem hann á að
styðja. Hann er sem sé bending um
það, að námsmenn hjá stórveldunum
síanda alt öðruvísi að vígi heldur en
vér Islendingar. par hafa menu tveim
tungum færra að læra en hér. pess
vegna geta þeir varið m e i r i tíma til
forntungnanna. Fyrir bragðið ættu
þeir að geta orðið b e t u r að sér í
forntunounum en íslenzkum stúdent-
um yfirleitt nú er unt. Af því hlýt-
ur þá líka að leiða það, að forntungna-
námið hefir meira mentunar-
g i 1 d i í stórveldunum heldur en hér.
Vér stöndum lakar að vígi með
forntungnanám í skólanum heldur en
n o k k u r önnur þjóð, af því að vér
þurfum fleiri nútíðartungur að læra.
Bn g rum ráð fyrir, að vér ættum ekki
við þann agnúa að stríða.
Ætli þessi aðalröksemd rektors yrði
ekki fremur veik samt? Getur nokk-
ur maður haldið því fram í alvöru, að
dæmi stórveldanna eigi að vera ófrá-
víkjanleg mælisnúra fyrir breytni vorri?
8ú var tíðin, að þeir, sem réðu lögum
og lofum í stórveldunum, voru sann-
færðir um, að mannfélagið gæti ekki
staðist, nema galdrabrennum væri
beitt. Sú var tíðin, að einveldi og
hvers konar kúgun lá eins og farg á
þjóðunum í mestu mentalöndum ver-
aldarinnar. Ætli það hefði verið nokk-
ur ógæfa fyrir íslendinga, að taka sig
út úr í ’pessum efnum, ef þess hefði
verið kostur?
|>að er illur átrúnaður, að trúa á
dæmi stóiveldanna og fara eftir því í
bbndni. Til þess er aldrei ástæða.
Bri sízt, þegar jafn-mikið er um dæmi
þeirra deilt, eiomitt í mentalöndunum
miklu, eins og nú er þar deilt um nám
forntungnanna í skólunum.
Vér getum ekki buudist þess að
taka það fram — með allri virðingu
og vinsemd auðvitað — að oss finst
nokkurum örðugleikum bundið að ræða
um þá deilu \ið rektor. Hann virðist
líta svo á, sem þeir eínir hafi nokkurn
v rulegan rétt til að deila um það
mál, sem fáist við kenslu í lærðum
skól m eða eitthvað séu beint við
skólamál riðnir. Hinir, sem fengið
hafa hina algengu, lauslegu forntungna-
þekking og svo komist í einhverja
stöðu í lífmu, sem ekki stendur í
neinu beinu sembandi við skólana,
eiga ekki að vera þeas umkomnir að
fá neina sannfæring, sem nokkuð sé
að marka, um það, hvers virði þesai
lauslega þekking sé. I sambandi við
þessa skoðun hlýtur það að standa,
að Lemaítre verður »gasprari og blað-
negris, af því að hann er bara skáld
og blaðamaður og einn af nafnkend-
ustu ritdómurum Norðurálfunnar.
En ekki dugar að uppgefast. Jafn-
vel þótt Lemaítre hafi fengið svona
háðulega útreið, ætlum vér að áræða
að minnast á annan mann, sem ekki
hefir ótakmarkaða trú á forntungna-
náminu í skólunum. Vér treystum
því, að rektor muni ekki telja hann
með gösprurum og blaðnegrum. Hann
er sem sé ekki að eins einn af allra-
merkustu vísindamönnum heimsins nú
á tímum, heldur hefir hann og verið
rektor mentastofnunar, sem að engu
er óvísindalegri né óvirðulegri heldur
en lærði skólinn í Reykjavík.
Maðurinn er prófessor Virchow.
pegar hann tók við rektorstign við
háskólann í Berlín lð. okt. 1892,
flutti hann erindi um lærdóm og rann-
sóknir. Hann hélt því þá fram, að
nú væri svo komið, að yfirdrotnan
forntungnanna í skólunum hlyti að
fara að líða undir lok. »M e ð m á 1-
fræðismentuninni fæst ekki
sá þroski, sem æskulýð vor-
um er bráðuauðsynlegur«,
sagði hann. »|>ar á móti veitir stærð-
fræði, heimspeki og uáttúruvísindin
hugum ungra manna svo veigamikinn
gáfnaþroska, að þeim, með þeirri ment-
un, veitir auðvelt að átta sig á öll-
um lærdómsgreinum«.
Og prófe88or Virch.ow stendur ekki
einn uppi með þetta mál á þýzka-
landi. f>ar er tilfinningin orðin afar-
rík fyrir því, að námið í lærðu skól-
unum sé fjarri því að fullnægja kröf-
um þessara tíma — einmítt fyrir yfir-
drotnan forntungnanna. Iðnarskólarn-
ir (teknisku skólarnir), sem taka við
þeim stúdentum, er ekki ganga há-
skólaveginn, og framar öðrum menta-
stofnunum eiga að gera vísindin arð-
berandi fyrir lífið, kvarta sárt undan
þroskaleysi stúdenta, eftir alt þetta
málfræðistagl, og krefjast þess, að
ráðstafanir verði gerðar til þess að
ráða bót á þeim vandræðum.
Rektor til hugarhægðar skal þess
getið, að þessi ummæli eru e k k i tek-
in úr »Kring8já«, heldur úr hávísinda-
legu tímariti, sem hann mun naumast
treysta sér til að kalla »lausalopalegt«.
f>ótt ekki séu til færð fleiri dæmi
að þessu sinni, erum vér þess fulltrúa,
að lesendum vorum skiljist það, að
það er í meira lagi villandi að gefa í
skyn, að það séu »gasprarar og blað-
negrar« einir, sem komist hafa að þeirri
niðurstöðu, að forntungurnar verði nú
að fara að víkja fyrir þeim námsgrein-
um, sem standa í nánara sambandi
við menningarlíf þessara tíma. Mót-
spyrnan gegn þeim er sannarlega oft
og víða alvara, en ekki gaspur. Og
hún er hjá mörgum bygð á djúpsett-
um lærdómi og dýrkeyptri reynslu.
Hitt er ekki að kynja, þótt hún hafi
enn ekki borið hærra hlut. Hver sem
athugar vandlega, hve örðugt þær um-
bætur oft hafa átt í veröldinni, sem
eftir á hafa virst einna sjálfsagðastar,
hann veit, að »ekki fellur eik við fyrsta
högg«. _
Onnur röksemd rektors er sú, að
»margra alda reynsla Norðurálfuþjóð-
anna« hafi »sýnt það og sannað, að
forntungnanámið er ágæt undiretaða
undir æðri mentun«.
»Margra alda reynsla* hefir e k k-
e r t sannað í því efni, — hefir ekki
með nokkru lifandi móti g e t a ð gerfc
það. Mannleg þekking, aðalgrain
mentunarinnar, hefir tekið svo feiki-
lega miklum breytingum á síðarí tím-
um, jafnvel á nokkurum síðustu ára-
tugunum, að sú mentunarundirstaða,
sem kann að hafa verið góð fyrir
nokkurum öldum, fyrir einni öld meira
að segja, getur vel verið orðin ó-
tæk nú.
Vitanlega hefir líka skólinn viður-
kent þetta. Sú var tíðin, að forn-
tungurnar þóttu þar alt að því einhlít
undirstaða mentunarinnar. Svo að
kalla ekkert annað var þar kent. Og
það dugði nokkurn veginn, einmitt
fyrir þá sök, að mentunarundirstað-
an var þá önnur en nú, eins og öll
mentunin var önnur. |>egar fyrir
löngu hefir skólinn breytt til í þessu
efni, fjölgað námsgreinum smátt og
smátt, og þvíjafnframt dregið úrnámi
forntungnanna.
Skólinn hefir verið nauðbeygður til
að fara svona að ráði sínu. Nýjar og
nýjar kröfur hafa komið, og með þvl
að ekki er unt að lengja námstímann
að sama skapi, sem kröfunnm hefir
fjölgað, varð að takmarka forntungna-
námið, — þangað til nú er svo komið,
að það er orðið lélegt og lítilsvirði.
Bein afleiðing af þessari rás viðburð-
anna er alt að því ómótmælanlega
sú, að það falli burt.
Vér tókum það fram í upphafi þessa
kafla, að röksemdir rektors viðvíkjandi
aðalatriði þessa máls væru ekki nema
tvær, og um þær höfum vér nú
farið nokkurum orðum. Vér vonum að
hann misvirði ekki, þótt vér teljum
ekki með röksemdum söguna um hann
og síra Guttorm Vigfússon, þegar þeir
gátu látið Mr. Burton skilja sig. Vita-
skuld dettur oss ekki í hug að efast
um að hún só sönn,svo að rektor þarf
ekki fyrir þá sök að fara að hafa fyrir
þeirri vitnaleiðslu, sem hann ráðgsrir.
Auk þess sem vér — eins og allir
aðrir — teljum rektor áreiðanlegan og
sannorðan maun, er sagan þeim mun
trúlegri, sem Mr. Burton hafði farið
um mikinn hluta jarðarinnar og v&r
leikinn í að skilja menn af mörguin
þjóðum. |>eir hefðu sjálfsagt getað hitt
íyrir þá Englendinga, sem hefðu átt örð-
ugt með að skilja latínuna þeirra með ís-
lenzkum framburði.
En hvernig mundi hafa farið, ef þeir
hefðu talað við hann á bærilegri ensku,
að undangengnu viðlfka margra m á n-
a ð a enskunámi eins og þeir höfðu
varið mörgum á r u m til latínunáms-