Ísafold - 03.12.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.12.1898, Blaðsíða 2
291 ins? Oss er nær að halda, að hann hefði ekki skilið þá neitt lakar! Oss er ekki með nokkru lifandi móti unt að hugsa með alvörugefni um annað eins og það, að sitja 7—8 ár við latfnunám í þeim tilgangi, að tala við mentaða útlendinga nú á dögum. J>að er að minsta kosti eins krókótt leið eins og að leggja á stað héðan úr Reyk]avík austur í Árnes- aýslu til þess að komast upp á Kjal- arnes. Og miklu tvísýnni reyndar. f>ví að úr Árnessýslu má áreiðanlega á Kjalarnesið komast. En mjög hæp- ið að komast latínuleiðina inn í skiln- ing útlendinga. Nú á tímum eru fráleitt meira en í hæsta lagi 2 í hverri miljón manna, sem þykir handhægast að tala saman á latínu, líklegast miklu færri, að minsta kosti fráleitt nema einn í einni miljóninni, síra Guttorm- ur sem sé, síðan rektor lærði nútíð- armálin og hætti að tala latínu, nema rétt í viðlögum, orð og orð á stangli! Rangfærslu- ásökunum rektora mót- mælum vór algerlega, en kjósum helzt að leiða þær hjá oss að öðru leyti, til þess að gera ekki þessar umræður að lítilsverðum stælum og stagli. Um búnaðiim á Háloga- landi og Finnmörk. Eftir Sigurð Sigurðsson (frá Langholti). I. Hálogalandi og Einnmörk er nú skift í 3 ömt, Nordlandsamt, Tromsö- amt og Finmarksamt. f>að er endi- löng strandlengjan frá f>rándheims- firði utanverðum norður á Knöskanes, og þaðan í austur og suður til Varg- eyjar. f>að eru nálægt 100 mílurveg- ar. Gefur því að skilja, að þessi hér- uð muni ekki geta jafnast við að- al-meginlandið að því er landbúnað snertir og landkosti. Auk þess, hve þau liggja norðarlega, þá er land þar ákaflega vogskorið, firðirnir margir stórir og aumir smáir, og mestur hluti landsins eru fjöll og klungur. Á nokkrum stöðum er að vísu töluvert undirlendi, og dalir milli fjallanna upp frá fjarðarbotnum, en alt sundur- slitið af fjöllum og sjó. Sumstaðar eru þó all-þéttbygðar sveitir, t. d. Naumudalur, Botn, Máselfardalur o. s. frv. Ennfremur margar eyjar, stórar og smáar, þéttbygðar og mann- margar, svo sem Hinn, Lófótareyar, Vesturáll o. fl. Meðfram allri norð- urströndinni ganga gufuskip, smá og srór, til mannflutninga og vörutíutn- inga, og koma við á helztu höfnunum. Frá þeim ganga aftur gufubátar inn á hvern fjörð, og út til allra helztu eyj- anna. Skipin og bátarnir eru í sam- bandi hvað við annað, og verður eigi annað sagt, egi að samgöngur séu þar góðar eftir vonum. Á hverju mann- flutningsskipi eru 3 farrými.og erí mörg- um þeirra þriðja farrými engu lak- ara en annað í »Thyra«. Fargjald er í öðru farrými á flestum skipunum 25 aurar á míluna og í þriðja 15 aurar. Búnaðinum í þessum þremur ömt- um svipar að nokkru leyti saman. Langbeztur er hann þó og lengst á veg kominn í syðsta amtinu (Nord- landsamti),þarnæst í Trumsarsamti; en lakastur í Finnmerkuramti. Másegja yfirleití, að því lengra sem dregur norður á við, því lakara sé búnaðará- standið og öll menning yfirleitt. Fínn- mörk er sízt. f>að er sama, á hvað litið er, hvort heldur jarðrækt, húsa- kynni eða þrifnað; því er þar öllu stórum ábótavant, og verður minst á það síðar. Mun ég nú lýsa í fám orðum bún- aðinum í hverju amti um sig, og hinu helzta, er skylt á við hann. II. I Norðuramti er búnaður víða í dá- góðu lagi, enda hefir honum farið mjög fram síðari árin, og mest síðnstu árin. f>ar er alstaðar sáð korni’ (byggi og höfrum), og hepnast vel f flestum árum. Eigi að aíður hefir kornyrkj- unni farið þar aftur; en í þess stað hafa bændur lagt meiri stund á að afla heyja til skepnufóðurs. þykir svara betur kostnaði að rækta gras og halda kýr heldur en kornyrkjan. Samfara þessari breytingu hefir kún- um fjölgað, og meðferð þeirra batnað. Nú síðustu árin hafa farið þar fram í mörgum sveitum skoðanír, sem svo eru kallaðar, að vetrinum, og sam- fara þeim skoðun á öðrum penings- húsum og fénaði. Veturinn 1897—98 fóru fram fjósskoðanir á 1320 stöðum í 8 sýslum í amtinu. f>essar skoðan- ir eru aðallega í því fólgnar, að litið er eftir meðferð og hirðingu á sképn- unum og gefnar ýmsar bendingar því viðvíkjandi. í sambandi við þessar fjósskoðanir hefir á stöku stað í amtinu verið byrj- að á því að veita verðlaun fyrir vel unnin fjósaverk. Amtsbúnaðarfélagið veitir fó til þessa að hálfu leyti við hreppsbúnaðarfélögin. f>að eru fjósa- konurnar sjáVar, sem fá verðlaunin, en ekki eigandinn, nema því að eins, að hann sé sjálfur í fjósinu. Sauðfjárrækt hefir farið þar fram síðari árin og fé fjölgað. Aður var henni lítill sem enginn gaumur gefinn, og þessar fáu kindur, er bændur áttu, gengu úti lengst af; þeim var ekkert fóður ætlað. Nú er breyting á orðin f þessu efni og er meðferð þar á fé allgó í amtinu er einn búnaðarskóli, er settur var á stofn 1893. Hann er í Botni, einhverri af hinum beztu og fegurstu sveitum 1 Norðuramti. Meðferð mjólkur og smjörgerð er þar víða í dágóðu lagi. Hefir mjólk- urbúum fjölgað þar síðari árin, og smjörverkunin farið batnandi. Mörg þeirra eru smá, sem eðlilegt er, þar sem svo erfitt er um samgöngur, og víða langt á milli bæja. Stærsta mjólkurbúið í amtinu hefir til með- ferðar 6—7 þúsund pd. af mjólk á dag. Mjólkurskálinn með öllu, sem honum fylgir, kostaði 30 þús. kr. Lófót og Vesturáll fylgja Norður- amti. |>ar héfir jarðyrkju og búnaði farið mikió fram síðustu árin. Scr- staklega er til þess tekið, hve öllu miðar skjótt áfram i Vesturál, bæði búnaði, iðnaði og verzlun. f>ykja Vesturálsbúar vera allmiklir framfara- menn og félagslyndir, og vera ef til vill fremri flestum öðrum löndum sínum að dugnaði og framtakssemi. Prestliólamálið. jþað var dæmt í hæstarétti 10. f. mán. og landsyfirréttardómurinn (frá 2. ágúst 1897) staðfestur í alla staði, nema slept sektinni fyrir ósæmilegan rithátt (10 kr.). Hæstaréttardómurinn er svo látandi: »Samkvæmt ástæðum þeim, er til- greindar eru í hinum áfrýjaða lands- yfirréttardómi, sem ekkert verulegt er að athuga við, ber að staðfesta hann, þó þannig, að sektin fyrir ósæmilegan rithátt af kærða hálfu má niður falla eftir atvikum og einkanlega með tilliti til þess, að hafin hefir verið gegn hon- um sakamálsrannsókn án nægilegs til- efnis og henni haldið áfram meir en 2| ár. því dœmist rótt vera: Dómur landsyfirréttar standi órask- aður, þó svo, að sekt sú, er Halldór prófasturBjarnarson hefir verið í dæmd- ur, fellur niður. I málfærslulaun við hæstarétt greiðist hæstaróttarmálfærslu- mönnunum Lunn og Asmussen 60 kr. hvorum, og lúkist af almannafé*. Með héraðsdómnum, uppkveðnum 14. desbr. 1896 af Bened. sýslumanni Sveinssyni, var Halldór prófastur dæmdur í 5 daga fangelsi við vatn og brauð, auk málskostnaðar, og nær 40 kr. í iðgjöld (til þeirra Guðmundar í Nýjabæ og jpórarins á Efrihólum) fyr- ir rekaspýturnar, sem hann átti að hafa tekið heimildarlaust, svo og 5 kr sekt fyrir ósæmilegan rithátt. Saga friðarins með germönskum þjóðum. Eftir Dr. Absalon Taranger, prófessor. II. Friðurinn og rétturinn Á lægstu menningarstigunum er friðurinn ekki annað en millibils-næði og hvíld frá ófriðinum, enda þýða og friðarheiti Sanskrítarþjóðanna, Kelta og Slafa, eiginlega hvíld eða þreytu, eins og þegar hefir verið tekið fram. En eftir því sem menningin eykst, breytist þetta bráðabirgða hvíldará- stand smátt og smátt í róttarástand, lögbundna friðarskipan. |>ví hefir enda verið haldið fram, að í huga Germana hafi réttarskipanin verið al- veg sama sem friðarskipanin, og í því sambandi hefir verið á það bent, að sá hafi ekki verið #friðheilagur«, sem rekinn var út úr lögskipuðu maunfé- lagi, útlaginn. Vitanlega var því og svo farið; en samt voru ekki rétturog friður jafnræð orð. f>að eru mismun- andi hugmyudir, og hlutfallið milli þeirra er þetta, að rótturinn er skil- yrði fyrir friðinum. Veruleg réttar- skipan skapar frið og heldur honum við. Baráttan fyrir friðinum er því barátta fyrir réttinum. Baráttan fyr- ir friðinum setur sér því það takmark, að fá það viðurkent, að friðrofin, ó- friðurinn, sé réttarbrot, glæpur, sem hegning eigi að sæta og girða eigi fyrir. J>essi barátta er saga friðar- ins. Baráttan fyrir friðinum er þannig barátta gegn ófriðinum. Saga friðar- ins er því jafnframt saga ófriðarins. Orlög þeirra beggja verða samferða eins og kúpta og íbvolfa hliðin á hringboganum: sigur annars þeirra er tortíming hins. |>egar á miðöldunum skiftu lögfræð- ingar ófriðinum í einstaklinga-ófrið og ríkja-ófrið (bellum privatum og bellum publicum). Annars vegar er vopna- burður einstakra manna gegn einstök- um mönnum. Hinb vegar er vopna- burður ríkja eða fullvaldra félaga gegn öðrum fullvöldum fólögum. Á lægscu menningarstigunum er allur ófriður einstaklinga-ófriður. Nú á dögum er allur ófriður ríkja-ófriður. Allar siðað- ar þjóðír eru vaxnar upp úr einstak- linga-ófriðinum. En ef á að segja sögu friðarins, verður hún að byrja á sögu einstaklinga-ófriðarins; því að afnám hans er sigur friðarins meðal mentaðra þjóðfélaga. J>egar oss er orðið Ijóst, á hvern hátt því afnámi hefir fengist framgengt, veitir oss auðveldara að skilja baráttuna gegn ríkja-ófriðinum og leggja dóm á líkurnar til þess, að hann fáist afnuminn og friðurinn vinni sigur í þjóðaréttinum. III. Réttareðii einstaklinga ófriðarins. Einstaklinga-ófriðurinn er eftir rétt- areðli sínu sumpart atvinnugrein, sum- part athöfn til að halda uppi rétti sínum. I hvorritveggju þeirri mynd er hann ávöxtur sjálfbjargarfýsnar- innar; og meðan hann er óhjákvæmi- legt lífsskilyrði, er og siðferðisleg heim- ild fyrir honum. Einkum á þetta við einstaklinga-ófriðinn að því leyti, sem hann heldur uppi rótti manna. Eftir germönskum skilningi er honum ekki að eins bót mælandi siðferðislega; hann er siðferðisleg skylda, og sé sú skylda látin undir höfuð leggjast, þá rýrir það manngildi einstaklingsins, eða ríð- ur því jafnvel að fullu. Gulaþingslög segja, að enginn maður eigi rétt á sér oftar enn þrisvar sinnum — hvorki karl né kona, — ef hann hefni sín ekki. Forn-norrænn réttur merkir hinn mannlega réttarhæfileika; sá sem ekki hefnir sín, eftir að honum hefir þris- var verið misboðið, hann er ekki leng- ur réttarhæfur í mannfólaginu; houum verður skipað á bekk með þrælum. j>að er óhjákvæmile^t að einstakl- inga-ófriðurinn haldi uppi rótti manna, meðan mannfélagið getur ekki gert það. J>að er með öðrum orðum óhjá- kvæmilegt, meðan félagsvaldið hefir ekki tekið að sór að halda uppi rétt- inum, fullnægja dómunum. Einstakl- inga-ófriðurinn kemur þar fram í tveim myndum: sem löglegt gjörtæki og sem mannhefndir. Mannhefodirnar sækj- ast eftir lífi manna; gjörtækið á að eins við eignirnar; en verji, hand hafi sig með vopnum, er gjörtækismanni heimilt að drepa hann. Meðan einstaklingnum er ætlað að- hefna sín sjálfur, stendur og atvinnu- ófriðurinn með blóma. Hann dafnar innanlands, meðan ríkið getur ekki kúgað hann, nó æðri menning haft hemil á rándýrinu í manninum. Hér- aðavírkin, sem enn sjást leifar eftir í Noregi, eru ljósir vottar um ráns-ó- friðinn þar. Og skærur frönsku og þýzku riddara- stigamannanna eru fyrirtaks-sýnishorn ráns-ófriðar, sem ekki berst út úr landinu. En sé jarð- vegurinn of ófrjór heima fyrir, eða hafi þar verið svo rænt og ruplað, að lítið sé eftir orðið, eða setji öflugt ríkisvald sjálfræðinu einhver takmörk, þá verð- ur ráus-ófriðurinn að víkingaferðum til annara landa, þar sem einhver veru- legur arður er að ránunum. Víkinga- ferðirnar eru oss svo kunnar úr vorri eigin 3ögu, að ég þarf ekki að fara frekar út í það mál. J>að er einstaklinga-ófriðurinn sem atvinnugreiri, er fyrst vekur andstygð germönsku þjóðanna. Gegu honum hefja forvígismenn friðarins baráttu sína. En í óslítanlegu sambandi við baráttuna gegn ránsófriðinum stendur og niðurbæling mannhefndanna og gjörtækisins. Hvorttveggja hverfur það hér um bil jafn-snemma úr mann- fólagsskipaninni. Aukaútsvör í Reykjavík 1899 eða niðurjöfnun til sveitarþarfa eftir efnum og ástæðuni. Niðurjöfnnnarnefndin hefir nú lokið starfi. sinn, S0. f. m. Það er töluvert meira en i fyrra, sem hún hefir nú jafnað niður, eða 27,569 kr. i st.að 24,236 kr. þá. Þó hafa útsvör ekki hækkað yfirleitt á hverjum gjaklanda til neinna muna, heldur hefir tala gjaldanda fjölgað óvanalega mikið þetta ár. Minsta útsvar 2 kr., mesta 680 kr. (verzlanir Brydes, Fischers og Thom- sens). Hér ern þeir taldir, sem eiga að greiða 30 kr. eða þaðan af meira í aukaútsvar næsta ár, 1899; hafi útsvarið á undan,. 1898, verið annað, er það sett milli sviga.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.