Ísafold - 10.12.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.12.1898, Blaðsíða 1
Kemnr lít ýmist einu sinni eða ~tvisv. í viku. Yer'ð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram).J Uppsögn (skrifleg/ bunain við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXV. árg Reykjavík, laugardaginn 10. desember 1898. 75. blað. Til jólanna keniur Isafold út tvisvar í viku: miðvikudag 14. desbr. laugardag 17. desbr. miðvikudag 21. desbr. laugardag 24. desbr. (aðfangadag). IGP** Auglýsingahandrit þurfa að vera komin á skrif- stofuna um miðjan dag daginn áður en hvert blað kemur út. iit >)í ;j: >Jí >|; >|: >jí ><; >j; >|; >jc >jí >j; >j; >j; * Fomgripasafn opiðmvd. og ld. kl.ll—12. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við ll’/a—l'li,a,nn- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.S) md., mvd. og ld. til útlána. Póstar væntanl. i miðjum mán. Bókmentaþættir. I. Tímaritin íslenzku 1898. Timarit Bókmentafélagsins. — Andvari. — Eimreiðin. — Sunnanfari. FróSlegt væri að vita, hve megn ó- þreyjan er í íslendingum eftir tímarit- um sínum — hvort þeir hlakka hjart- anlega til að fá þau, hvort þeir fyllast gremju, ef þau koma seinna en þeir attu von á, hvort nokkurar af ánægju- vonum þeirra standa í nokkuru verulegu sambandi við þan. Sannast að segja liggur oss við að halda, að þær vonir séu fremur fáar. Ekki beint fyrir þá sök, að þau séu 8vo léleg, enda er alþyðuhyllin ekki rueð öllu áreiðanlegur mælikvarði á gildi timarita fremur en annara bóka. En ómótmælanlegt er það samt, að tíma- r't> sem ekki verður hugðnæmt lesendum «ínum, hefir að mjög mikilsverðu leyti mistekist. Eróðlegt er ýmislegt af því, sem tíma- rit vor flytja; ekki skal því neitað. 0g það mun nu alt að því vera ag koma við hjortun í Islendingum) ef gildi fróð. leiksms er dreg.ð í efa, euda skal þaö 6kki gert hér. Það virftíd- b V1föist vera mjog algeng ímyndun hér á lantli, þótt kyn- leg sé, að ckki þurfi í raun Qg yeru annað en fróðleikann til þess ag ]yft.r þjóð vorri upp á æðra menningarstig. Samt verður það nú naumast fróðleik- urinn einn, sem dregur hugi manna að nokkuru tímariti. Kenslubækur 0g hinar og aðrar skýrslur geta verið drjúg-leiðinlegar, og eru þær þó óneit- anlega fræðandi. Og leiðinlegt t.marit á ekkert erindi til nokkurrar þjóðar. Vitanlega er það eitt af aðalcinkenn- Utn góðs tímarits, að það hafi veiga- mikinn fróðleik að flytja. En eitthvert belzta skilyrðið fyrir því, að hann verði tímariti notasæll, er sá, að hann standi 1 allnánu sambandi við líf þjóðarinnar, tímaritið á að lesa. Því nánara m samhandið er milli hugsanalífs þjoðarmnar 0g tímaritanna, því hetri U ^)aU' oftast mun óhætt að bæta því við: því meiri vinsældum eiga þau að fagna. Ttennum nú snöggvast augunum yfir það, sem tímarit vor hafa að flytja þetta árið? Vér byrjum á Tímariti Bók- mentafélagsins: Kapítuli lír sögu heimspekinnar (Aristóteles), ritgjörð um skóga og áhrif þeirra á lofslagið, at- huganir við Islendingasögur, gróðurrækt í Danmörku, tvær ritgjörðir sögulegs efnis og einn ritdómur. Flestir hyggjum vór að viðurkenni, að þessar ritgjörðir séu vandaðar og vel þess verðar, að þær séu prentaðar, eins og yfirleitt allur þorri þess, sem i því riti hefir staðið þau nítján ár, sem það hefir komið út. Vér hyggjum, að það hafi sjaldan, að likindum aldrei, fyrir komið, að ritnefnd þess tímarits hafi ekki þegið það bezta, sem því hefir boðist, og fyrir sórstakan kunnugleik getum vér um það borið, að öll alúð var við valið lögð þetta ár. Samt sem áður á nú líklegast þetta tímaritið minstum vinsældum að fagna Það er líka sannast að segja heldur örðugt að halda því fram, að brýn á- stæða sé til að búast við því, að alþýða manna só þyrst í að lesa slíkan fróð- leik sem þann, er hór er um að ræða. Til þess stendur hann mönnum of fjarri. Það er lítt hugsandi, að hann hafi nokkur veruleg eða varatileg áhrif á hugsana- eða framkvæmdalíf nokkurs manns, nema ef vera skyldi einhverra örfárra sérfræðinga. Þetta hefir alt af verið veika hliðin á Tímaritinu og er það enn. En jafnframt er ekki nema skylt og sjálfsagt að taka það fram, að þetta er engum einstökum manni að kenna, heldur fyrirkomulaginu, sem ákveðið var þegar í öndverðu, er Tímaritið var stofnað. Með allri virðingu fyrir vits- munum þeirra manna, er þar áttu hlut að máli, verðum vér að segja, að í því fyrirkomulagi er lítið vit. Tímaritið á að flytja fróðleik um næstum því öll hugsanleg efni — um alt og ekki neitt, liggur oss við að segja. Og svo eiga fimm menn, sem engin trygging er fyr- ir að séu verulega samhuga um nokk- urn skapaðan hlut, að koma sér saman um valið. Hverjum manni, sem um það hugsar, hl.ýtur að liggja í augum uppi, hver stefnufesta, eða hitt þó held- ur, verði í slíkri litstjórn. Afleiðingin af þessu fyrirkomulagi hefði frá önd- verðu átt að vera auðsæ — sú, að aðal- starf, eða róttara sagt eina starf, rit- nefndarinnar yrði í því fólgið, að taka við því, sem að henni yrði rétt, velja úr því, sem henni bærist rétt af hend- ingu. ]>aö leynir sér ekki, að þaS er félag, sem leggur út í slíkt fyrir- tæki nú á dögum. Hann yrði víst tor- fundinn, sá bóksali, um víða veröld, sem ekki kinnokaði sér við öðru eins. Eins og hverjum manni liggur í aug- um uppi, er hér um enga verulega rit- stjórn að ræða. Engin ákvörðun er nokkru sinni um það gerð fyrir fram, hverjir í Tímaritiö eigi að rita, hvern fróðleik það eigi að t'æra, af hverjum anda það eigi að vera innblásið. Alt er í lausu lofti. Það kann að koma fyrir, að Tímaritinu berist einhver rit- gjörð, sem því er slægur í. En það getur líka vel farist fyrir. Óhugsandi er það ekki, að efnið geti orðið marg- breytt. En það getur líka orðið alt á eina bókina lært, eins og raunin hefir stundum á orðið. Þetta fyrirkomulag hefði veriö nefn- andi, meðan Islendingar fengu svo sem engar bækur að lesa og máttu verða öllu fegnir, nieðan engar andstæðar hug- sjónir voru að togast á um þjóðina. En eins og nú er komið, mitt í sam- kepninni milli alls og allra, mitt í leys- ingunni andlegu, er þetta fyrirkomulag á útgáfu þess tímarits, sem ætti að vera helzta mentarit vort, hlægilegt og með öllu óhafandi. Annaðhvort ætti, að vorri ætlan, að hætta að gefa það út, — sem auövitaö er neyðarúrræði og verður frá- leitt tekið í mál —• eða þá setja yfir það einn ritstjóra, sem sinnir sínu verki og hefir ábyrgð á því, og svo láta það fara að koma út nokkrum sinnum á ári, svo áhuginn geti haldist við hjá lesendunum og þeir að minsta kosti gleymi því ekki alveg — sem hvorugt verður gert, ef vér eigum kollgátuna, og enginn þarf að láta sér detta i hug að verði gert. Vegna hvers ekki? munu ókunnugir menn spyrja. Því er fljótsvarað. Það er af því að Bókmentafólagið, þrátt fyr- ir sína lærdómsmenn, og sinn land- sjóðsstyrk og sínar mörgu góðu hækur og fróölegu ritgjörðir, er komið svo út úr sambandinu við sinn eigin tíma, að svo að kalla öllum stendur í raun og veru, inst í hjarta sínu, á sama um það og enginn lifandi maður nennir að hafa fyrir því að beitast fyrir neinum verulegum hreytingum. Þá er A n d v a r i. Honum stjórnar líka ritnefnd. En hann stendur að því leyti langtum betur að vígi eu Tímarit- ið, að verksvið hans er ákveðnara. Hon- um var upphaflega komið á fót í því skyni fremur öðru að flytja rækilegar greinar um landsmál, og því striki hef- ir hann haldið og heldur enn. Það er ekki nokkur vafi á því, að öllum þorra Islendinga þykir meira í hann varið en Tímaritið, einmitt fyrir þá sök, að hann gerir sór far um að fást við tímabær efni. Stjórnarskrármálið, lánsstofnunin og fiskirannsóknirnar, sem Andvari flyt- ur greinar um þetta ár, eru þrjú af stór- málum landsins, og alveg jafntímabært og sjálfsagt tímarits-efni er ritgjörðin um Grím Thomsen nýlátinn. En það vill verða svo lítið úr áhuga manna fyrir tímariti, sem ekki kemur út nema einu sinni á ári. Það vekur svo að segja engar umræður manna á milli og gleymist. Vér snúum oss þá að þeim tímarit- um, sem gefin eru út af einstökum mönnum, E i m r e i ð i n n i og S u n n- a n f a r a. Því verður naumast neitað, að Eim- reiðinni hafi heldur hnignað frá því sem hún var fyrstu árin, og væri illa farið, ef framhald yrði á því. Það er eins og hún sé komin í háifgerö efnisvandræði og bafi fyrir þá sök farið að sinna þýð- ingum meira en vænta hefði mátt og vel fer á hjá tímariti, sem sannarlega ætti að hafa nóg íslenzkt verkefni. Helmingur alls árgangsins er þýðingar. Vitanlega er nú hin ágæta ritgjörð Björnsons um nútíðarbókmentir Norömanua síður en ekki umkvörtun- arefni. En hún er líka það eina af út- lendu köflunum í þessum árgangi Eim- reiðarinnar, sem oss finst verulegur veig- ur í. Sérstaklega skal það tekið fram um þáttinn, er segir frá nútíðarbók- mentum Dana, að oss furðar á að Eim- reiðin skyldi vera að ásælast hann. Þar virðist oss sannast að segja meira bera á glamrinu en hreinum tónum eða kjarn- góðri fræðslu. Vér bendum t. d. á eft- irfarandi setningu, sem á að einkenna hlutsæisstefnuna (realismusinn), er hófst eftir 1870: »Hin nýja stefna átti að vera eins konar uppreisn holdsins gegn yfirdrepskap og andlegu ofdekri undanfarandi tíma«. Orðið »ofdekur« er ekki annað en botnleysa, þegar ekki er jafnframt sagt, við hvað dekrað er. Nokkuð kann það að vera þýðingarinn- ar sök, hve glamurkend þessi ritgjörð virðist vera. Það er auðsætt, að þýðand- inn hefir ánægju af orðum, sem mikið fer fyrir í munninum. Oröið »ræd« verð- ur t. d. hjá honum roðaþrunginn og þar fram eftir götunum. AS einu leyti gerir Eimreiðin sór mik- ið far um að standa í sem nánustu sam- bandi við sinn tíma: hún sinnir ræki- lega þeim bókum, er út koma. Og það er góðra gjalda vert. En á hinu furð- ar oss, að hún skuli ekki hafa meiri íreisting heldur en enn þá hefir komið í ljós hjá henni til að ræða hin mörgu málefni, sem liggja í loftinu hjá þjóð vorri. Sum þeirra eru komin inn á þing. Onnur eru blöðin að tala um, en eiga vitanlega ekki kost á að ræða þau nema lauslega. Enn önnur liggja með öllu ó- rædd. Oss virðist sem einmitt það ætti að vera aöalhlutverk Eimreiöarinn- ar að taka sem flest af þessum mörgu málefnum til rækilegrar íhugunar, og þá helzt fylgja dæmi hinna ágætustu útlendra tímarita í því að fá málefnin rædd frá sem flestum og ólíkustum sjón- armiðum. Annar vegur er og auðvitað farandi, sá, að ritstjórinn taki sjálfur sem fastast í strenginn, á svipaðan hátt að sínu leyti eins og t. d. Fjölnismenn gerðu, dragi upp merkið ótvíræðlega í sem flestum efnum, sem mikilsvaröandi eru fyrir þjóð vora. Hvor vegurinn, sem tekinn væri, gæti Eimreiðin orðið atkvæðamikið afl í þjóð- lífi voru. Eins og hún nú er, verður naumast sagt, að hún só það. Færi ein- hver að spyrja, hvað hún v i 1 j i, hvert erindi hún sjálf telji sig eiga til þjóð- ar vorrar þá yrði spurningunni naum- ast auðsvarað. Loks er Sunnanfari. Honum hefir viljað einhver sú skyssa til, að ekki hafa komið út af honum nema 48 blaö- síður á árinu. Nær því helmingurinn er byrjun á erindi eftir annan ritstjór- anti um kjör íslendinga í Ameríku. Vitanlega er þar mikinn fróðleik að finna og frá mörgu vel skýrt og gáfu- lega, svo sem við er að búast, enda efnið ágætlega tímabært. En þessi fróð- leikur er hór og hvar ofinn svo ótrú- legri hlutdrægni, að í vorum augum er vafamál, hvort nokkur verður sannfróð- ari eftir að hafa lesið þann kapítula heldur en hann var áður. Auk þessa eru í heftinu ritdómar (með furðulegum vitleysum innan um, þeir sem G. F. hefir ritað) og nokkur kvæði. AS öllu samanlögðu miklu miður eigulegt hefti en við hefði mátt búast.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.