Ísafold - 04.02.1899, Side 1

Ísafold - 04.02.1899, Side 1
Kemnr ut ýmist Jeinu sinni eða tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða ll/s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (slcrit'leg) bunain við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXVI. arg. Reyk,javik, laug/ardaginn 4. febrúar 1899. 6. blað. I. 0. 0. F. 802I08VS 0.________ £LD AVÉLAR og M AGASINOFNA selur Kpistján Þorgrímsson fyrir innkaupsverð, að viðbættri fragt. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega. Forngripasafit opið mvd. og ld. kl.ll—12. Lcindsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.S) md., mvd. og ld. til útlána. UJLIJJjLÍIJXKJUOULÍJUULIJLIJ:^ Hvatirnar. Hvað ætli þeir hafi nú helzt að ■segja íslenzkum kjósendum á þing- málafundunum í vor, þjóðmálagarp- arnir, ættjarðarvinirnir, sem fyrir hvern mun vilja spilla fyrir því, að þjóð vor fái nokkura stjórnarbót, mega með engu lifandi móci til þess hugsa, að nokkur minsti árangur verði af hinni langvinnu baráttu fyrir sjálf- stjórnarkröfum vorum? Hver ætli verði nú þungamiðjan í boðskap þeirra? Ekki verður það sú kenning, að sú stjórnarbót, sem vér eigum kost á, sé ekki þess verð, að vér reynum hana. Að minsta kosti er óhætt að reiða sig á að þeir varast eins og heitan eldinn — nema ef vera skyldu einhverjir ó- venjulega óforsjálir aulabárðar — að flytja þá kenning, þar sem greindir menn og nokkuð lesnir eru viðstaddir. það er svo mikil reynd orðin á fá- nýti þeirra prédikana. Ekkert atriði er þar eftir( sem ekki hafi verið ger- samlega sundur tætt, svo að þar er nú engin heil brú eftir. J>etta vita skynsamir menn hér á landi mætavel — hvorn flokkinn sem þeir fylla í stjórnarbótarmáli voru. Ekki er heldur hætt við því, að þeir leggi áherzlu á, að þeir hafi sjálf- ir neitt betra að bjóða. þeir hafa ekkert að bjóða — alls ekkert. |>óað full vissa væri fyrir því fengin, að þeir gætu íengið framgengt einhverju atriði, sem fyrir einhverjum þeirra vakir, þá gætu þeir ekki komið sér saman um að þiggja það. Og svo er full vissa fyrir því, að þeir geta engu fengið framgengt, hvorki á þinginu né hjá stjórninni. Nei. Ekki fara þeir að halda neinu ákveðnu stjórnarfyrir- komulagi að þjóðinni á þingmálafund- unum í vor. Hverju ætli þeir haldi þá að þjóð- inni? Um hvað ætli þeir tali. Ókunnugum mönnum kann að virð- ast, að þeir hljóti að vera í miklum vanda staddir — þar sem þeir geta hvorki fundið því fyrirkomulagi neitt til foráttu, sem þeir vilja fá þjóðina til að hafna, né heldur bent á neitt, sem þeir sjálfir telji henni heillavæn- légra. En kunnugir menn vita, að þeir verða ekki í neinum vandræðum. þeir tala um hvatirnar, óhreinar hvatir, illar hvatir. Um hvatir hverra1 Ekki um hvatir kaupfélagaumboðs- mannsins, sem aldrei hafði látið stjórn- armálvort að minsta leyti til sín taka, en óvingast loks við dr. Valtý Guð- mundsson og vinnur eftir það kapp- samlega að því, að ekki skuli hann fá komið á samkomulagi milli stjórnar og þings. Ekki um hvatir þeirra þingmanna, sem háðir eru þessum umboðsmanni og fylgja honum í þessari lofsamlegu viðleitni í þéttri halarófu, eins og perlur, sem dregnar eru upp á eitt og sama bandið. Ekki um hvatirnar, sem því valda, að þinginu er talin trú um, að í bréfi ráðgjafans, sem flytur stjórnartilboðið, standi töluvert annað en það, sem f því stóð. Ekki um hvatir þeirra manna, sem ár eftir ár hafa á því klifað, að það væri kappnóg stjórnarbót fyrir oss, að fá sérstakan ráðgjafa, þó að sá ráð- gjafi væri danskur maður, bæri enga ábyrgð á öðru en stjórnarskrárbrotum og kæmi aldrei á þingið — en vilja svo ekki líta við þeirri stjórnarbót, að þessi sérstaki ráðgjafi verði íslenzk- ur maður, sem beri ábyrgð á allri stjórnarathöfninni og mæti á alþingi, af því að annað eins og þetta só skammarboð! Engínn þarf að gera sér f hugar- lund, að þeir muni fjölyrða um pessar hvatir. þeir vita mjög vel, að þær eru hreinar og góðar. Enda sé það fjarri oss að draga það í efa. það verða hvatir hinna, sem flett verður ofan af — mannanna, sem vilja reyna að koma þjóð vorri út úr stjórnarógöngunum, mannanna, sem ekki vilja láta alla baráttuna verða til einskis, mannanna, sem vilja standa við það, þegar á á að herða, að stjórnarástandið sé óhafandi eins og það er, en láta sér ekki nægja að flíka þeirri skoðuu þá að eins, er ekk- ert gerir til, hvað sagt er. Hvernig ætti líka önnur eins stefna að vera af öðru runnin en illum hvöt- um? |>að er ekkert hætt við því, að þeim vefjist tunga um tönn, þegar þeir eiga að fara að tala yfir kjósend- unum á þingmálafundunum í vor! Um gufuskip til fisltiveiða. Eftir M. F. Bjarnason skúlastjóra. IV> Ég held ég hafi nú komið með nægar ástæður fyrir því, að það eru seglskipin, sem vér verðum að nota til að koma fiskiveiðum vorum í viðunan- legt horf til framfara, ef annars er nokkur von um framfarir hjá oss, og tækist oss það, þá getum vér gert eitthvað meira, og stigið stærra stig. Ætla ég þvf að slá botninn í það mál að svo stöddu. En áður en ég legg niður pennann, sé ég mig knúðan til að gera nokkrar at- hugasemdir út af því, sem stendur í grein hjá ritstj. »þjóðólfs« í vetur (45. tbl.j: »Mikill ertu, munur«. Ounur eins ummæli má ekki láta hlutlaus. þar stendur: »Manni blöskrar að sjá, hversu vér Islendingar erum skamt á veg komnir í fiskiveiðum, að það skuli t. d. enginn útgerðarmaður hér í Keykjavík hafa enn gerst svo fram- taks3amur, að klófesta fiskiveiðagufu- skip. I þess stað hafa þeir verið að kaupa og kaupa hálf-fúna seglskips- dalla, er landssjóður hefir svo tekið að veði. Og það ganga sagnir um, að sum þessara skipa hafi verið metin helmingi hærra en þau hafi kostað ný erlendis, og svo hafi landssjóður lánað upp á helming þessa virðingar- verðs gegn 30/. vöxtum, eins og þingið hefir ákveðið«. Af því að ég var einn af þeim mönuum, sem kjörnir voru til að meta skip þau, sem ábyrgðarsjóður þilskipa við Faxaflóa tekur í ábyrgð, og ácti einmitt þátt í að meta meiri partinn af þeim skipum, sem keypt hafa verið frá Englandi og vátrygð hafa verið, og séð flescöll hinna, þá gef ég til vitundar, aö hin ofanskráðu ummæli þjóðólfs um virðingu og ásigkomulag þessara skipa eru tilhæfulaus ó- s a n n i n d i. Eg get sannað það, að það er leit á eins góðum og vel smíðuðum skip- um, eins og flest þau skip eru, sem hingað hafa verið keypt frá Englandi hin síðustu ár. Meiri parturinn af þeim eru alveg ógölluð skip og fyr- irtaks-vel vönduð bæði að efni og frá- gangi, og auk þess sannkallaðir sjó- kastalar, því sjóskip finnast tæplega á við þau. það er jafnvel undantekning, ef fúi hefur komið fram i nokkuru af þeirn skipum, sem vér höfum náð í frá Englandi; ég hefi að minsta kosti ekki orðið var við það, að minsta kosti ekkert, sem orð er á gerandi, og hafi það sést, sem þá hefir verið á inn- þiljunum, sem stafað hefir af vatDS- gufu frá gufukötlum, þá hefir það verið óðara endurbætt á öllum þeim skipum, sem ábyrgðarfélagið hefir tek- ið í ábyrgð, eins og allir aðrir smá- gallar, sera sóst hafa, svo skipin hafa eftir það verið alveg óaðfinnanleg skip. Ég kann illa við að liggja undír því þegjandi, að vera brugðið um óráð- I vendni; aðrir segja fyrir sig, sem hér eiga hlut að máli. því eftir ummælum ritstjóra þjóðólfs ættum vér, virðiugar- menn þessara skipa, að hafa gefið út fölsk vottorð, svo kaupandanum tæk- ist að fá lánið, og þannig svikið bæði ábyrgðarfélagið og landssjóðinn. Já, minna má nú gagn gera. f>að vill nú svo vel til, að enginn af virðingarmönnum hins umgetna á- byrgðarfélags hefir sýnt sig í óráð- vendni, heldur eru þektir að ráðvendni. Einabótiner, að þessu verður ekki trú- að í voru bygðarlagi nema af nógu illgjörnum mönnum. En slík ummæli eru þó ávalt spillandi, einkum þar sem menn eru lítið þektir eða að minsta kosti geta þau spilt fyrir góðum til- gangi; því góð meðmæling eru þau ekki; og er þá vel að verið! Skyldi ekki verða ervitt fyrir sagna- menn »þjóðólfs« að sanna það, að þau skip, sem keypt hafa verið frá Eng- landi, og ritstjóri »þ>jððólfs kallar fúa- dalla, en landsjóður hefir tekið að veði, hafi verið virt hér helmingi meira en þau hafi koscað ný á Englandi? Sannleikurinn er sá, að þau af hinum umræddu skipum, sem ábyrgð- arfólagið hefir tekið ábyrgð á, — önn- ur skip hefir landssjóður ekki tekið að veði — hafa verið metin frá 8 til 15 þúsundir króna eftir gæðum, aldri og stærð, eins og sjá má í gjörðabók fé- lagsins; en upphaflega hafa þessi skip kostað í Englandi 20 til 30 þúsundir króna. Meðalaldur þessara skipa, eft- ir því, sem ég man bezt, mun vera kringum 14—15 ár; en það er enginn aldur á vönduðum skipum; þau geta verið jafngóð eins og ný skip á þeim aldri; enda eru þessi skip flest jafn- góð eins og ný væru. f>að ber og flokksskipun þeirra í enskum ábyrgðar- félögum með sér; þau eru látin vera þar í sama flokki og þeim var skipað í nýjum. Voltaire og Calas-málið. Ágrip af ritgjörð eftir Erik Lie. II. Fólkið sat kyrt inni og rabbaði saman, og enginn þeirra hugsaði neitt frekar um Marc-Antoine; það var svo alvanalegt, að hann þyti svona í burt orðalaust. f>rem stundarfjórðungum eftir nátt- mál stóð Lavayasse upp og kvaddi, og yngri sonurinn, Pierre Calas, tók kerti í hönd sér til þess að fylgja gestinum ofau stigann. f>eKal: þeir voru nýfarnir ofan, heyrðist óp mikið upp á loftið, og kaupmaðurinn gamli þaut tafarlaust ofan, til þess að vita, hvað um væri að vera. Piltarnir höfðu tekið efcir því, þeg- ar þeir komu ofan á neðra loftið, að dyrnar að búðinni voru opnar, og farið þangað inn með ljósið. þar sáu þeir þá mann hanga fyrir einni hurð- inni, og æptu upp yfir sig í ofboði, er þeir sáu, að maðurinn var Marc- Antoine. Fáum angnablikum síðar kom kaup- maðurinn hlaupandi ofan. Hann var snarráðari en ungu piltarnir, tók lík- amann ofan, lagði hann á gólfið og losaði snöruna af hálsinum. Síðan sendi hann piltana á stað eftir lækni. Nú kom frú Calas ofan. Hágrát- andi laut hún niður að líki *onar síns og leitaði við að Iífga hann með alls konar blíðu-atlotum. En það tókst ekki. Læknirinn—eða réttara sast aðstoð- armaður hans — kom eftir fáar mín- útur, skoðaði líkamann tafarlaust, en sá ekkert sár, ekkert nema dökkbláa rák á hálsinum eftir snöruna. I skelfingunni út af sjálfsmorði bróður síns skundaði Pierre úc í bæinn. Kaupmaðurinn gamli kallaði á efcir honum í dyrunum : »Minscu ekkert á, að hann hafi sjálfur ráðið sér ba,na; mundu eftir sóma ættarinnar«. Á þeim dögum bitnaði sem sé sjálfsmorð á allri fjölskyldu sjálfsmorðingjans. Líkarai hans var afklæddur á almanna færi, svo dró skríllinn hann um göturnar, og að lokura var hann látinn hanga til sýnis þrjá daga. Ekki var það

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.