Ísafold - 04.02.1899, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.02.1899, Blaðsíða 2
22 nema eðlilegt, að faðirinn reyndi að firra fólk sitt þessari vansæmd. En Pierre reyndist ekki nógu þagmáll. Og afleiðingin af því varð sú, að einn af þeim embættismönnum bæjarins, sem minstan drengskap hafði til að bera, David de Beaudrigue, kom með 40 manna varðsveit, hálfri klukkustund eftir að þetta gerðist, sem nú hefir verið frá skýrt. Fáir embættismenn voru jafn-illa þokkaðir í Toulouse eins og þessi Beaudrigue. Gagnvart yfirmönnum sínum hafði hann hræsnismjaður í frammi, en var orðlagður ruddi gagn- vart undirmönnum sínum. Einkum dekraði hann við klerkana, enda réðu þeir öllu þar í borginni, svo sem fyr segir. Meðan embættismaður þessi var inni í húsinu að skoða líkið, safnaðist múgur og margmenni að húsinu með ópum og óhljóðum. Alt f einu kom sá kvittur upp meðal mannfjöldans, að Marc-Antoine hefði verið myrtur af fólki sínu, af því að hann hefði haft i huga að taka kaþólska trú — og þessi kvittur barst mann frá manni. Aldrei komst upp, hver þetta bjó til fyrstur manna. En vegna ofstækinnar, sem múgurinn var gagntekinn af, þótti mönnum þetta sennilegt, og Beau- drigue trúði því tafarlaust. Hann tók þegar foreldrana höndum og son þeirra, og svo áreiðanleg þótti honum þessi skýring á málinu, að bann lét undir höfuð leggjast að bóka nákvæmlega atvikin, sem að málinu lutu. Við fyrsta réttarprófið báru þau, hjónin og Pierre, að þau hefðu komið að líki Marc-Antoines á gólfinu. |>að var frú Calas ein, sem sagði satt í því efni; því að hún kom ekki ofan í búðina, fyr en búið var að taka líkið ofan. Kaupmanninum gamla og syni hans gekk það til með þessi ósann- indi, að þeir vildu í lengstu lög firra ættina vansæmdinni, sem áður er um getið. Síðar tóku þeir þenna fram- burð aftur og alt annað sögðu þeir satt við réttarprófin. En, eins og við mátti búast, gerðu þessi ósannindi allan a d n a n framburð þeirra tor- tryggilegan. Var hér um morð eða sjálfsmorð að ræða ? Alt lék á því. En svo míkill var ofsinn, að gengið var að því vísu sannanalaust, að Marc-Antoine hefði verið myrtur. Hinn 7. nóv. lagði málflutningsmaður krúnunnar fyrir réttinn tillögu um, að ráðstafanir yrðu gerðar til að jarða líkið. Beaudrigue fekk tillögunni framgengt, og það á þann hátt, að klerkarnir kunnu hon- um beztu þakkir fyrir; líkið átti að jarða með helgisiðum kaþólsku kirkj- unnar. Með því var ekki að eins viðurkent, að Marc-Antoine hefði ekkí fyrirfarið sér sjálfur, heldur og að hann hefði verið alráðinn að taka kaþólska trú. Jarðarförin var hin hátxðlegasta; afarmikill mannfjöldi var í líkfylgd- inni; kirkjan var fagurlega skreytt, líkpallur reistur í henni og beinagrind lögð á líkpallinn. I hægri hendinni hólt hún á pálmagrein, er átti að tákna píslarvætti hins látna manns; í vinstri hendinni var miði með þessuin orðum: »Eg hefi afneitað villunni«. Blómsveigamergðin var óvenjulega mikil. Jafnframt var rannsókn málsins haldið áfram. Dómstóllinn, sem um það fjallaði, var ekki venjulegur kon- unglegur dómstóll, heldur bæjarstjórn- arréttur. I honum voru 8 menn, og þar af höfðu þrír keypt sér stöðuna, en hinir voru kosnir af aðalsmönnum í Toulouse. I þann mund, sem hér segir frá, var David de Beaudrigue forseti í réttinum og drotnaði beinlín- is með harðri hendi yfir samdómend- um sínum, bæði með mannvonzku sinni og auðæfum. Frarnar öllu öðru var honum ant um að vinna málið, sem hann hafði tekið að sér. Og þá reið einna mest á að fá það sannað, að Marc-Antoine hefði ætlað að taka kaþólska trú. 011- um, sem eitthvað höfðu verið kunnug- ir honum, voru sendar áskoranir um að láta það uppskátt, sem þeir kynnu að geta borið vitni um því viðvíkjandi. Léti nokkur undir höfuð leggjast að verða við þessum áskorunum, var honum hótað bannfæringu; sérstakar messur voru jafnvel haldnar til þess að brýna fyrir mönnum afleiðingarnar, sem slík synd hefði fyrir eilífðina. A þenna hátt fengu menn safnað alt að 100 vitnum; en ummæli þeirra allra voru lítt ákveðin og enginn þorði að staðfesta framburð sinn með eiði. Lavayasse og vínnukona Calas-hjón- anna höfðu verið höndum tekin og yfirheyrð, en framburður þeirra var alls ekki tekinn til greina. f>ar á móti var á allan hátt reynt að fá þau til að bera vitni móti kaupmanninum. En það tókst ekki — hvorki með umbunarloforðum né ógnunum. jpann 18. nóv. var dómurinn kveð- inn upp. Hjónin skyldu sæta pynd- ingum, og eins Pierre, sonur þeirra. Lavayasse og vinnukonan áttu að vera viðstödd pyndinguna og svo átíi að leiða þau að píslarfærunum til þess að ógna þeirn; en þá skyldi þeim ekk- ert frekara mein gert. f>essi meðferð á Lavayasse og vinnu- konunni var ólögleg og dóminum var skotið til hæstaréttar. En þar var trúarofstækin enn meiri; dómararnír litu á málið frá stjórnmálahlið, töldu þörf á að láta hér verða víti til varn- aðar þeim er kynnu að vilja ganga af trúnni. Calas var dæmdur til að þola öll stig pyndinga, í því skyni að fá hann til að meðganga. Svo átti hann, í skyrtunni einni, að beiðast miskunn- ar í heyranda hljóði í kirkjunni. f>ar næst átti að festa hann í stagl og að lokum binda hann á vagnhjól á þann hátt, sem áður er frá skýrt. Dóminum var fullnægt 10. dag marzmánaðar. Calas þoldi pyndingar fullar tvær klukkustundir. f>egar hon- um var ekið, hálf-lemstruðum, til af- tökustaðarin3, hrópaði hann til mann- fjöldans: »Ég er saklaus». Meðan böðullinn var að binda hann við hjól- ið, bað munkur einn hann að játa nú glæpinn, áður en hann gæfi upp öud- ina. Calas hristi höfuðið. Beau- drigue gerði aðra atrennu, rétt áður en hann lézt, til þess að neyða hann til að meðganga. En öldungurinn sneri andlitinu frá honum þegjandi. Hæstaréttardómurunum þótti mikils vert um hugprýði þá, er Calas sýndi í dauðanum, og það hafði áhrif á dóminn yfir hinum bandingjunum. Ekkert var ógert látið til að fá þá til að játa sektina. Meðal annars var þeim gefið í skyn, að dómurinn, sem upp yrði kveðinn yfir þeim, mundi verða voðalegur, og píslunum, som í vændum væru, var lýst bvo ógurlega, að Pierre og Lavayasse létu teljast á að taka kaþólska trú. En dómurinn varð allur annar en við var búist. Pierre var dæmdur út- lagur og hin voru látin laus. Út- legðardómnum var ekki einu sinni fullnægt nema til málamynda. Pierre var slept inn í borgina inn um annað hlið en hann hafði verið fluttur út um. Svo var hann lokaður inni í klaustri og þaðan tókst honum að strjúka eftir Bkamma stund. Stafsetningarsamþyktin i Stúdentafélaginu. |>að urðu tíðindi í Stúdentafélaginu hérna föstudaginn var. Ein hávirðuleg hefðarmær í þeirri samkundu, rektor B. M. Olsen, varð léttari og ól fullburða fóstur, en ekki þar eftir félegt; því faðirinn kvað vera H. Kr. Friðriksson f. yfirkennari; og mun föðurgleði aldrei hafa komist á hærra stig heldur en lýsti sér á á- sjónu hins gamla manns það kveld. það voru sem sé þá liðnir 9 mán- uðir frá þvf er Blaðamannafélagið hleypti stafsetningarsamþyktinni af stokkunum, og fóstrið átti að vera sending til höfuðs því fyrir það ódæði, að hafa komið á sameiginlegri, góðri stafsetningu í íslenzku ritmáli, í stað hins taumlausa, hlægilega glundroða, sem tungunni hefir lengi verið að miklu meini, þar sem ekki einungis ýmsir meiri háttar burgeisar í ritment gátu með engu móti fengið af sér að hafa nema hver sína stafsetning, heldur var annarhver græmngi, er prenta lét eftir sig leirburðarsafn eða hleypti upp nýrri blaðgorkúlu, of gáf- aður og lærður til að hafa aðra staf- setningu en hann hafði skapað sér sjálfur, meira eða minna frábrugðna því, sem alment gerðist eða gerist. Sængurkonan hafði verið heldur ó- frísk undanfarnar vikur, einkum eftir heimkomuna úr leiðangrinum út af forntungnanáminu í skólanum. |>ó hefir henni nú heilsast eftir hætti. Ljósmóðir að króanum var einn undirkennarinn, og lagði það óðara til, að félagið (Stúd.) tæki hann að sér til fósturs. Ekki leizt þó öllum eitt um það. |>á rak suma minni til annars laun- getnaðar, er félagið hafði fóstrað, Brennivínsbókarinnar sælu með Mala- koffsbragnum og öðrum leirburði af sama tægi, en hafði litla frægð eða þökk hlotið fyrir. f>ó varð meiri hluti at- kvæða með tillögunni ,— aðallega at- kvæði þeirra, er léttasta hafa pyngj- una eða þá minst eru vanir að ómaka hana í félagsþarfir. Gamanlaust frá aðsegja gerðist það á þessum fundi: 1, að rektor flutti fyrirlestur, sem átti að vera rothögg á stafsetningarsamþykt Blaðamanna- féiagsins, en varð honum eirxum skeinu- hættur og nokkurum skósveinum hans í því máli; 2, að þeir H. Kr. Friðriks son og rektor komu fram við þetta tækifæri eins og svarnir fóstbræður, er hver dáðist að öðrum eða að öllu því, sem hinnsagði;3, að samþykt var með meiri hluta atkvæða, eftir tillögu adj. þorl. Bjarnasonar, að gefa fyrír- lesturinn út á kostnað fjelagsmanna, þó með þeirri slysa-viðbót, að prenta skyldi þar aftan við svör þeirra Jóns Ólafssonar og Pálma Pálssonar þar á fundinum, sem sumir segja að tætt hafi fyrirlesturinn sundur ögu fyrir ögn; og loks 4., að gengið var til atkvæða um stafsetningarsamþykt Blaðamannafé- lagsins, eftir ósk rektors, og varð að hans vilja allmikill meiri hluti at- kvæða móti henni (en í þeim hóp öll- um einir 3—4 alls, sem nokkurn tíma hefir nokkur hlutur sést eftir á prenti, — um hina almenningi ókunnugt, hvort þeir kunna einu sinni að skrifa Faðirvor með nokkurri, tíðkanlegri stafsetningu —; en fiestallir í minni hlutanum menn, sem eitthvað liggur eftir á prenti, og vissu því, hvað þeir voru að fara með og greiða atkvæði um); en fundarstjóri svo vel taminn, að hann neitaði að bera undir atkvæði tillögu um að fundurinn tjeði sigmeð- mæltan stafsetning rektors sjálfs (með í og í fyrir y og ý o. s. frv.), sem og var æpt í móti af fjölda fundarmanna^ er áttu víst fyrir fram að sú tillaga yrði feld hér um bil í einu hljóði. Einhvern tíma kvað hafa samþykt verið í þessu félagi og ríkt á lagt, að ekki mætti birta á prenti það, sem þar er talað eða aðhafst, með því að þetta sé prívat-félag. En sýnilegt er, að lagaboð það nær ekki til þessa máls, með því að ritstjórar þeir, sem í félaginu eru og blöð sín hafa látið koma út síðan, hafa báðir skýrt frá því, er á fundinum gerðist, og auðvit- að hagað þeirri frásögn eftir sínu höfði, — ekki sízt Landeyðu-maður- inn. Væri því bæði rangt og tilgangs- laust fyrir önnur blöð að þegja um þetta mál, og það því fremur, sem því var kynlega hrundið af stokkum í félaginu, — farið með það í kringum þann manninn í stjórn Stúd.félagsins, sem er í Blaðamannafólaginu, aðal- mótstöðumanni þess (Bl.mfél.) utan félags boðið á fundinn, en ekkinemum úr Blaðam.félaginu, o. s. frv. Annars víkur heldur kátlega við um blöð þessi bæði í stafsetningarmálinu. þau hrósa bæði happi yfir afdrifum þess í Stúd.fólaginu og ýmist vona eða fullyrða, að það sé þar með dautt, þ. e. samþyktin fallin um koll! Vita þó bæði það, sem er, að megnið af öll- um málsmetandi mönnum þjóðarinnar, er við ritstörf fást eða bókaútgáfu, eru komnir í samtökin með Blaða- mannafélaginu, og fjöldi bóka (auk blaðanna) ýmist þegar fullprentaður með hinni nýju stafsetningu eða á leiðinni. Og svo ímynda þau sér, eða vilja láta almenning ímynda sér, réttara sagt, að þeir steinhæ.tti allir við hina nýju stafsetningu fyrir þetta uppþot í Stúdentafélaginu, jafn- fræg eins og sú samkunda er áður fyrir bókmentaleg afreksverk, og þótt þorri þeirra, er atkvæði greiddu gegn samþyktinni, geti naumast heitið at- kvæðisbærir um það mál, eins og bent er á hér að framan! En eitt gerir þó framkomu nefndra blaða enn kímilegri, og það er að annað þeirra, »íslands«-umskiftingur- inn, var til skamms tíma Blaðam. stafsetningunni fylgjandi og það af heitri sannfæringu — varði hana kröftu- lega —, en lót bara kúga sig til að hafna henni og taka upp aftur »dór- iskuna«, sem hann bafði barist á móti, — lét binda sig við staur og fietta sig hinum sæmilegu klæðum Blaðam,- félagsins og færa sig í þeirra stað í. joða-buru H. Kr. Friðrikssonar. Staf- setningin, sem hann hefir nú, er hin þriðja á árinu, á einu ári.--------En hinn, »f>jóðólfs#-maðurinn ? Já, hann Jylgir stafsetning Blaðamannafélagsins yfirleitt, nema í einu atriði: samhljóð- andaeinfölduninni! Og hvað segir svo spámaður hans, rektor, um það atriði ? Að hann só par, einmitt í þvl atriði, á sama máli og Blaðamannafélagið! Er nú hægt að hugsa sér öllu hlægilegri afstöðu að almennu máli? Kunnugir vita auðvitað mikið vel, hvar fiskur liggur undir : að af því að »J>jóð«. hatar út af lífinu einn eða fleirí menn í Blaðam.félaginu, þá þarf hann einnig að hata stafsetningarsamþykt þess, eins og hvað annað, er þaðan er runnið. Annað er þó enn einkennilegra 1 máli þeesu og mun merkilegra. f>að er, hvað því svipar til annars máls, miklu meiri háttar. Hvað því svipar til stjórnarskrármálsins og afstöðu þingmálagarpa vorra gagnvart því. f>eir þrefa um það og þjarka og skotyrðast tugum ára saman. Eru alt / /

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.