Ísafold - 04.02.1899, Blaðsíða 3
23
af að smíða sér, ’nvað muni nú vera
ákjósanlegast og snjallast og hyggi-
legast og vænlegast, — út í bláinn;
skifta sér ekkert um, hvað muni fáan-
legt eða framkvæmanlegt eða hægt aö
láta alla rétta hlutaðeigendur fallast á.
Nei. »|>etta er hið eina rétta, þetta
sem ég sting upp á og mínir menn«,
segir oddvíti eða oddvitar hversflokks
um sig. Hinir, sem annað vilja, eru
vitlausir eða annað verra, t. d. land-
ráðamenn. Við skulum bannsyngja
þá, láta þjóðina bannsyngja þá norð-
ur og niður. Og svo er dálítill hópur
manna, sem vill ekkert, enga stjórn-
arbót; segir þessa (frá 1874) vera full-
góða, oss hæfi ekki annað betra; vér
sóum ekki vaxnir meira sjálfsforræði.
íln loksins, eftir langa mæðu, ber
svo við, að oss er gerður kostur á
góðri stjórnarbót, vel framkvæman-
legri og líklegri til að geðjast öllum
skynbærum mönnum, fái þeir að átta
sig.
Hvernig snýst hjólið þá?
f>á taka þeir höndum saman, mestu
öfgamennirnir og römmustu afturhalds-
mennirnir, og gera með sér óslítandi
bandaJag um að afstýra því, að það
nái fram að ganga, þetta, sem vit er
í og framkvæmanlegt er !— jpeir hugsa
sór kannske eitthvað annað, einhverja
öðru vísi lagaða stjórnarbót?
Nei, þeir láta sér það ekki til hug-
ar koma ; vita, að það er ekki til neins.
Eúgin von um neitt samkomulag í
þá átt.
Nei, nei. f>eir koma sér saman um
það eitt, — að gera ekki neitt, sjá
um, að ekkert sé gert!
Hvernig var ekki Ljósavatnsfundur-
inn frægi?
Og er ekki þessi Stúdentafólags-
fundur greinileg eftirmynd hans, í smá-
máli? Hann tjáir sig mótfallinn hinni
einu sigurvænlegu fyrirætlun í staf-
setningarmálinu, en vill ekki einu sinni
láta bera upp aðra stafsetningartillögu:
rektors sjálfs! Veit nefnilega fyrir for-
lög hennar — að falla hér um bil í
einu hljóði.
Betra að gera ekki neitt, að ekkert
nái fram að ganga en að láta aðra
eiga sigri að hrósa. Bara að hatast
við það, sem aðrir kunna að leggja
úil.
Hér, í þessu smámáli, fer þannig alveg
eins að. Tveir megnir andstæðingar,
þeirrektor og H. Iir. Friðriksson, ganga
í bandalag, — ekki til þess að koma
stafsetningarmálinu í æskilegt eða við-
unanlegt horf, ekki af því að þeir sóu
samdóma um, hvernig hún eigi að
vera — það er síður en svo -—, held-
ur til þess að reyna (árangurslaust)
að spilla fyrir, að eitthað annað kom-
ist að en þeir vilja hvor um sig,
spilla fyrir, að það komist að, sem
fiestir skynbærir menn fella sig bezt
við og meira að segja reynsla erfeng-
in fyrir, að þjóðin öll fellir sig bezt
við, auk þess sem það styðst við ráð
og tillögur ágætra íslenzkufræðinga,
þeirra dr. Jóns þorkelssonar eldra og
adj. Pálma Pálssonar. Eða mun nokk
ur maður, sem vit hefir á, telja þá
rektor og H. Kr. Er. þessiun mönn-
um snjallari í staffræði? Mun nokk-
ur slíkur maður láta sér til hugar koma.
að þetta frumhlaup rektors gegn
Blaðamannafélaginu stafi af því
að hann sé sannfærður um, að
stafsetning þess sé svo meingölluð, að
ekki sé við hana hlítandi? Nærri má
geta, hvort hann hefði þá ekki látíð
til sín heyra fyrri en þetta. Nærri
má geta, hvort hann hefði þá farið
að flýja með fyrirlestur sinn á þenn-
an stað, sem hann gerði. Nærri má
geta, hvort hann hefði þá komið fram
með öðrum eins þjósti eins og hann
gerði; að minsta kosti er það ekki
þeirra siður, sem láta eingöngu stjórn-
ast af vísindalegum áhuga. Nærri
má geta, hvort hann hefði þá verið
að hreyta klúrum og smekkleysisleg-
um ónotum bœði í garð blaðamanna
þeirra, er fyrir samþyktinni gengust,
og í þeirra garð, er hana hafa aðhylst,
ýmissa mestu merkismanna þjóðarinnar.
En það er einmitt sú framkoma hans, er
kveikt hefir af sér skopyrði þau, er
standa í upphafi þessarar greinar og
ella mundi alls eigi hafa beitt verið
við jafnmætan mann og mikilsmetinn
og vel látinn af oss sem öðrum, er
honum hafa kynst.
Auk þessa alls höfðu mótbárurnar
hjá rektor gegn samþyktinni verið
mestmegnis útúrsnúningar og hártog-
anir á orðalagi ágrips þess af stafsetn-
ingarreglum, sem Blaðam.félagíð prent-
aði með boðsbréfi sínu í fyrra »sem
handrit«, þ. e. sem ekki fullgengið frá,
ekki fullnaðarskrásetning. Jón Ólafs-
son sýndi fram á þessar hártoganir og
útúrsnúninga á fundinum, og mun þá
flestum hafa fundist lítill veigur eftir
í aðfinslum rektors. þess konar að-
finslum (hártogunum og útúrsnúning-
um) má beita við hvaða ritsmíð sem
er. Og það má halda þeim áfram lát-
laust jafnvel árum saman og tugum
ára sáman. þess kyns »skemtun fyr-
ir fólkiðo má halda uppi kveld eftir
kveld, eins og sjónleikum, eða hesta-
eða hana-ati. Enda mun alls eigi
hafa verið trútt um, að áheyrendur í
Stúd.félaginu tækju viðureigninaþar um
daginn eins og þess kyns skemtun,
eins og ve fallna tilbreytingu frá
Malakoffs-kvæðasöng og því um líku.
Eru og fá umræðuefni betur til þess
fallin að gera út úr endalausar hártog-
anastælur en^einmitt stafsetningarregl-
ur. þar er og svo mörg sjónarmið
um að^velja, og þeirn má beita svo
margvíslega, jafnvel án hártogana, að
seint eða aldrei þrýtur. pess veyna
var; það, er Blaðamannafólagið kom
sér saman um í upphafi, að hafa ekki
blaðadeilur um málið fyrir fram —
þeim hefðu seint eða aldrei slotað og
málið færst því fjær samkomulagi, sem
lengur hefði verið rifist — heldur gera
samþyktina úr garði blaðadeilulaust,
»með beztu manna ráði«, og fara svo
varlega í breytingar frá eldra rithætti,
að engínn óvilhallur maður gceti á þeim
hneyksiast.
þetta tókst og mætavel.
Auk lítilsigldra óvildarmanna hafa
þeir einir risið öndverðir gegn sam-
þyktinni, er hvor hafði sína fjarstæðu
sérkreddu: annar þrákelkis-fastheldi
við skólastafsetninguna, þótt reynslan
hefði margsýnt, að hana var alls ó-
hugsandi að gera að samkoraulags-
grundvelli, en hinn útskúfun á y og
ý (og z) úr ísl. máli, þótt margra ára
reynsla hefði aýnt, að því tók hver
maður fjarri, skoðaði það eins og af-
skræming á málinu, nema alls einn
rithöf., er horfinn er þó frá því aftur!
Að þessir tveir menn (H. Kr. Fr.
og B. M. O.) voru ekki hafðir í ráð-
um um skrásetning samþyktarinnar,
mun því engan furða; það hefði verið
hinn ailravísasti vegur til þess að
gjörspilla fyrir öllu samkomulagi, með
því líka annar þeirra, B. M. Ó., er ella
mundi sjálfsagt hafa verið leitað til
fyrir fram, hafði margsinnis látið í
ljósi, að hann mundi enga breyting
þýðast á skólastafsetningunni, svo illa
sem honurn líkaði hún, nema sín staf-
setuing væri tekin eða að minsta kosti
þó stefnt í sömu átt — hann kallar
það sína stafsetning, þótt það sé
raunar ekki annað en brot úr Fjölnisrit-
hættinum gamla, pjatla úr barnapila
Konráðs Gíslasonar, er bann óx frá fyrir
60 árum, líkt og hinn maðurinn, H.
Kr. Friðr., eignar sér skólastafsetning-
una, þótt hún sé ekki heldur annað
en aflóa spjör frá K. G.
Lærði skólinn.
Gagnstætt því, sem er sjálfsagður sið-
ur almeunilegra blaða, hefir eitt mál-
gagnið hér í bænum farið að bera út
sögur úr lærða skólanum, af innan-
húss-atburðum þar, og þær meira að
segja mjög úr lagi færðar og villandi.
Til þess að girða fyrir misskilning og
ef til vill miður hollar afleiðingar af
þessum 3öguburði höfum vér aflað oss
áreiðanlegrar vitneskju um það mál,
er áminst blað gerir að umtalsefui.
Og er þá sagan rétt sögð á þessa
leið:
Nú um nokkurn tíma að undan-
förnu hefir taHvert borið á óróa og ó-
spektum í lærða skólanum, og kom
það einkum fram í ýmsum strákapör-
um, sem framin voru i laumi og ó-
þarft er upp að telja. jprátt fyrir al-
varlegar áminningar vildi þessu ekki
linna; en líkur þóttu til, að það staf-
aði mest frá einum bekk. Laugar-
daginn 14. jan. kom það fyrir, að
megnn fýlu var hleypt upp í nokkrum
bekkjum, en þó mest í þeim bekk,
sem grunurinn lék á, og var það gert
með klórlofti, sem getur verið banvænt,
ef mikið af því blandast við andrúms-
, loftið. Kektor áminti þá alvarlega
þann bekk, sem hlut átti að máli, og
hótaði þeim piltum, sem gerðu
sig seka í slíku, harðri hegn-
ingu. Yar nú kyrt um stund.
En 27. jan. var aftur fyrir morgun-
bænir hleypt upp megnum ódaun í
nokkrum bekkjum, og mest í þeim,
sem fyrir grun var hafður, og virtist
það í þetta skifti hafa verið gert með
brennisteinsvatnsefni, sem líka er eitr-
að, ef að því kveður til muna. Við
rannsókn, sem haldin var vrt af þessu,
sannaðist, að einn piltur úr þeim
bekk, sem fyrir sökum var hafður,
hafði í bæði 3kiftin staðið fyrir kaup-
um á efnum þeim, sem nefnd voru,
og þannig verið í samtökum við aðra
pilta, er hann vildi eigi tilgreina, um
að nota þau til að spilla loftinu í
bekkjunum. Fyrir þetta brot var
piltinum vísað burt úr skóla af stifts-
yfirvöldunum eftir tillögum rektors og
kennarafundar, og er tilgreint íástæð-
unum, að »brotið sé mjög alvarlegt,
þar sem það hefði getað stofnað lífi
manna í hættu, sem piltinum þó ef
til vill muni ekki hafa verið ljóst, enda
liggi fyrir eftir alvarlega áminning ít-
rekuu brots, sem að eins só einn þátt-
ur í óspektakeðju, sem eigi verður
slitin, nema alvarlegri refsingu sé
beitt«, og þar að auki só tilverknaður-
inn »ávöxtur af ótilhlýðilegum sam-
tökum eftir fyrirhuguðu ráði af hálfu
skólapilta«.
Veðurathuganir
í Reykjavik eftir landlækni Dr. J. Jónas-
sen.
hfl'H ® 2 sr§. Hiti (á Celsius) Loftvog (millimet.) Veðurátt.
• >-t á nótt|ura hd árd. síðd. árd. siðd.
28. + 6 + 6 7620 762.0 o d o d
29. 0 0 762.0 756.9 0 b A h b
30. — 1 0 756.9 756.9 v h d o d
31. 0 — 1 756.9 756.9 o b o b
1. — 3 + 1 756.9 756.9 a h b o b
2. u 0 756.9 756.9 o b A hd
3. — 3 - 2 759.5 a h h
Undanfarna viku oftast logn og bjart
sólskin dag hvern.
Meðalh. í janúar á náttn -j- 3.9 (i fyrra -j-0.8).
— - — á hád. -f- 2.7 (i fyrra -þ 0.2).
Verzlanirnar
á Akranesi, þessar 2, sem talað var um
í síðasta hlaði að muni vera að hætta, er
nú fullyrt að muni halda áfram, eða þá
sjálfsagt önnur þeirra, ef ekki háðar.
Póstskipið Laura
lagði á stað til Vest.fjarða 1. þ. mán.
um kveldið. Kemur aftur í miðri næstu
viku. Fer nú fullfermd að sögn af fiski
hæði vestan að -og héðan; það var svo
mikið ófnllverkað í haust, en markaður nú
með hezta móti fyrir hann erlendis.
Óveitt prestakall.
Fjallaþing i Norður-Þingeyjirprófasts-
dæmi, Viðirhóls og Möðrudalssóknir. Veit-
ist frá næstu fardögum. Umsóknarfrestur
til 18. marz næstkom. Mat 836 kr. 39 a.
Ódænia-aulabárður
hlýtur hann að vera, þessi Þorst. Gisla-
son, undirritstjóranefna »íslands«-uppvakn-
ingsins. I siðara hl. uppvakningsins, þeirra
tveggja, er séð hafa dagsins ljós á þessu
ári, og hann kvaldi út löngu eftir að póst-
ar voru farnir allar götur austur og vestur
og norður á land, þótt auglýst liefði verið
að það mundi koma ú undan póstum, —
þar er hann að burðast við að hefna sin
fyrir ámælið um stafsetningar- hringlanda-
heigulskapinn með því að benda á auglýs-
ingu í síðustu Isafold frá rektor, sem
prentuð er með hans (rektors) stafsetningu,
með þvi að hann óskaði þess með berum
orðum!
Veit þá ekki þessi brjóstumkennanlegi
»Landeyðu«-krossberi annaðí eins og það,
að ritstjórar hafa ekkert vald yfir efni og
búningi auglýsinga í blöðum sínum cg að
þeir hafa ekkert með þær að sýsla annað
en að gæta þess, að þær fari ekki i bág
við lög og velsæmi? Veit hann ekki það,
að það eru auglýsendurnir, sem eru einráð-
ir um efni og búning auglýsinga sinna,
þar á meðal að sjálfsögðu einnig stafsetn-
ingu á þeim? Þeir liafa keypt rúmið und-
ir þær og ráða alveg, hvernig þeir nota
það, hvort þeir hafa þar nokkuð eða ekki
neitt meira að segja, á hvaða máli þeir
auglýsa og með hvaða frágangi i alla
staði. Það ber t. d. ósjaldan við, að
auglýsingarmál er satnfeld letursteypa; og
hvernig á þá að breyta stafsetningu a þvi
máli?
Leit mun á þeim græningja, er hugsar
sér að fara að lileypa af stokkum blað-
gorkúlu, að hann viti ekki svona litið
fyrir fram. Hver mundi þá trúa þvi um
mann, sem á að heita að hafa ráðið fyr-
ir allstóru málgagni full 2 ár?
Margkynjað óhróðurs-bull
flytur seinasta »Landeyðu»-tölubl. um
ritstj. ísafoldar, eins og lög gera ráð fyriri
með þvi að uppvakningur þessi er til þess
i heiminn sendur og annars ekki, svo sem
alkunnugt er. Formálinn er hér um bil á
þá leið, sem margir kannast við frá bæjar-
þvaðurs- og rógburður-flökkukindum:
»Maður sagði mér, að maður hefði sagt
sér, eftir ónefndum manni. En ekki skaltu
hafa mig fyrir þvi samt, blessuð min!«
Þær halda sig sem sé með því móti
hafa skotið sér undan allri ábyrgð.
Meðal annars rífjar hann upp, þessi fyrv.
Good-Templar með æfilöngu bindindisheiti
(»Islands«-ritstjórinn sem sé), drykkjuskap-
ar-aðdróttanirnar að ritstjóra Isafoldar, og
lætur sem þær eigi að styðjast við megn-
an og almennan grnn i reglunni sjálfri, og
að ritstjóra ísafoldar sá sjálfum vel kunnugt
um það álit reglubræðranna á honum!!
Það er liklega fyrir það álit, sem hann
(ritstj. Isaf.) var kosinn á siðastu allsherjar-
þingi reglunnar í einu hljóði í annað æðsta
embættið í reglunni.
Þá er loks vesalingur þessi að reyna að
klóra yfir burtrekstur sinn úr Blaðamanna-
félaginu með hinu og þessu ódæma-lok-
leysu-bulli. Þar eru nú 6 menn til frá-
sagnar, sjónar- og heyrnarvottar að burt-
rekstursathöfninni og ástæðunum fyrir henni.
En ekki skortir manninn samt einurð til
að bera þetta ofan i öll þessi 6 vitni.
Jarðarför
Johs. kaupmanns Hansens miðvikud. 1. þ.
m. var einhver hin fjölmennasta, erbérhef-
ir garst, og mikið fagurlega tilhagað í
alla staði.
Veðurblíða
hefir verið hér langan tima undanfarið.
Jörð alauð til sveita og beztu hagar.
Stud. theol. Friðrik Friðriksson flytur
á morgun kl. 5 fyrirlestur um
Færeyjar og Færeyinga.
Sýndar skuggamyndir