Ísafold - 08.04.1899, Page 3
87
hans verkaliði kunni að fara með það.
Enn fremur gjöri eg ráð fyrir, að
þeir verkstjórarnir Skvili Guðmunds-
son frá Elliðakoti og Páll Jónsson
séu vanir því«.
Lausleg kostnaðaráætlun fyrir hal'n-
arviðgerðina: 15,000 kr.
»Eg skal að endingu taka það fram,
að aliir sem hlut áttu að máli, veittu
mjer alla þá aðstoð við þessar rann-
sóknir ókeypis, og með ljúfu geði.
I þessa ferð fór eg með sýnishorn
af vindu, til að draga upp skip með:
hún er einkar-hentug til þess, sér-
staklega þar sem brim er og margir
þurfa að lenda í einu. Bezt leizt
mér á að hafa hana í þorlákshöfn;
það er auðvelt að koma henni þar
við. |>ar er nóg til af rekatimbri, svo
efnið í hana ætti ekki að kosta mikið.
Svona lagaðar vindur eru notaðar í
Bolungarvík, og þykja þar ómissandi.
jpær kosta 30—40 krónur«. E. Z.
----iM t ■■-----
Af endurskoðun biflíunnar
flytur »Þjóðólfur« fréttir í gær —
norðan úr Þingeyjarsvslu! Og eins og
við mátti búast, eftir annað eins hring-
sól, er aðalatriði fregnarinnar ramvit-
laust.
Hvort það er íslenzkur blaðamensku-
naglaskapur, þetta! Að vilja láta blað
sitt flytja frótt af verki, sem verið er
að vinna hér í bænum, hafa ekki rænu
á að spyrjast fyrir hjá mönnum, sem
ritstjórinn sór dags-daglega, en lepja í
þess stað fréttina, hringlandi vitlausa,
upp úr miða norðan úr Þingeyjarsýslu.
Því að hins mun síður vera tilget-
andi, að »Þjóðólfur« hafi ekki kært sig
sérlega mikið um að koma með fregn-
ina rétta, hafi gengið fram hjá réttum
lilutaðeigcndum af þvi, að þeir hefðu
að sjálfsögðu sagt rótt frá, en sótt vitn-
eskjuna í Þingeyinginn af því, að hann
var að fara með ósannindi.
Það væri vitanlega ódrengskapar-bragð
við saklausa menn og nytsemdar- fyrir-
tæki. Þess vegna er naglaskaparins
fremur til getandi.
Gufuskipið
(163 smál., lcapt. B. Ericksen) kom
hingað á skírdag til tírydes verzlunar
með ýmsar vörur frá Englandi, fór með
nokknð aí' þeim upp í Borgarnes og
liélt á stað aftur í dag héðan til tíeith.
Síödegisguðsþjónusta
engin á morgun í dómkirkjunni.
Piskigufuskipaútgerðin
í Hafnarfirði, Mr. Wards, kvaö eiga
að byrja um miðjan þennan mánuð.
Von á gufuskipinu, sern veiðina á að
stunda, um það leyti. Það er á stærð
við meðalbotnverping. Fyrir því verð-
ur íslenzkur skipstjóri, Guðm. Kristjáns-
son hér úr Reykjavík, en Englending-
irr hefir verkstjórn yfir þeim er að
veiðinni vinna. Mr. Ward hefir leigt
nær alla strandlengjuna í Hafnarfirði
til að verka á væntanlegan afla. Kostn-
aðurinn er afarmikill við svona útgerð
og þarf að vera uppgripa-afli, ef vel á
að fara.
Út af klausunni í síðasta bl. um und-
irtektir bæjarstjórnarinnar að því er
snertir útveginn fyrirhugaða á Kleppi
lætur formaður bæjarstjórnarinnar þess
getið, að bæjarstjórnin hafi »samþykt
í einu hljóði að veita svo mikið land
sem þyrfti undir áminstan útveg, en
um hitt hafi verið skiftar skoðanir,
hvort rétt væri og nauðsynlegt að láta
svo mikið land af hendi, sem farið var
fram á«.
Heimdalur veiðix* enn.
Hann kom með 2 ensk fiskigufu-
skip enu í fyrra dag snemrna, er hann
hafði staðið að veiði í landhelgi, ekki
þó með botnvörpum, heldur lóðum.
þeir skipstjórar voru sektaðir um 18
pd. hver eða 324 kr., fyrir landhelgis-
brotið. það eru önnur lög, sem þar
eiga við, heldur en við botnverpingana,
— miklu vægari. Meðal annars veita
þau ekki heimild til að gcra veiðar-
færin upptæk né veiðina. þessi skip
fengu því að halda hvorutveggja.
Herskipið tók þessa sökudólga skamt
undan Reykjanesi á miðvikudagskveld-
ið, kl. 5—6, annan 1 mílufjórðung frá
landi, en hínn 1$. Skipin voru bæði
frá Grimsby, og heitir annað »India«
(nr. 570), en hitt »Suder0« (nr. 219).
Strandasýslu sunnanv. 26. marz:
Siðan góa kom hefir verið snjóatið mik-
il, en oftast fremur frostasamt og stórhríða-
laust. Haglaust er yfir alt og snjóþungi
nokkur og illa lagður. Yeturinn hefirver-
ið mjög misþungur, hér í sveitinni, og það
þó ekki sé langt á milli. Sumstaðar kom-
ið fram yfir meðalgjafatíma á útigangs-
fénaði, en sumstaðar vart það eun. Eru
sumir bændur farnir að kvarta nm lieyskort
og einstaka farinn að gefast upp; stafai' það
víðast af ódrjúgum keyjum sökum þerra-
leysisins í sumar, er leið. Aftur eru marg-
ir vel birgir, svo að ekki væri hætta á
ferðutn, ef ófærðin bannaði ekki milliferðir
með flutninga. Kalt er ekki í sjónum, þó
veðráttan bendi á að einhver ishroði knnni
að vera i nánd.
Heilsufar manna er nú betra en fyrri
hluta vetrar ; lungnabólgunni linti-
Talsverðan landsskjálfta varð vart við
siðast í f. m. 26.—28. fehr. mest 26. og var
stundum timum saman, er aldrei fannst al-
veg kyrt..
Yeðui*athusanir
í Reykjavik eftir landlækni Dr. J. Jónas-
sen.
N f- OÍ Hiti fá Celsius) Loftvog (millimot.) V eðurátt.
á nóttjumhd árd. siðd. árd. síðd.
i. — i 0 751.8 754 4 Nahv b a hv d
2. 0 + 3 754.4 744.2 a h d a liv d
3. + 1 + ö 741.7 736 6 a h b a h b
4. -í- 1 + ö 731 ö 736.6 N h h v h b
«5. 0 + 6 736 6 741.7 a h b o b
6. — 1 + S! 744.2 749.3 V h h o b
7. -Ý- ^ + 3 <49.3 754.4 h N h b
Veðurhægð þessa vikuna; við og við og
snjór úr lofti, en bráðnar fljótt; hér er nú
alauð jörð.
Lögfræðilegur leiðarvísir.
1579. Er lagaheimúd til að greiða kostn-
að við fjárkláða-rannsóknir úr sveitarsjóðum?
Sv.: Nei. Sýslumaður á að jafna slíkum
kostnaði niður á alla fjáreigendur í hverjum
hreppi og heimta hann saman á manntals-
þingum, ásarnt manntalsþinggjöldum, sjá til-
skipun 5 jan. 1866, 5. gr., sbr. tvo lands-
höfðingjaúrskurði, 26. febr. 1886 og 23.
febr. 1897. Að láta þann kostnað lenda á
sveitarsjóði væri mesta ranglæti og ójöfn-
uður t d. þar sem svo stendur ú, að ef til vill
hæstu gjaldendur til sveitar eru sauðlausir,
sem vel getur átt sér stað þar, sem kauptún
er i hreppnum.
1580. Er hreppstjóri skyldur að taka
til greina, þótt einhver búandi i hanshreppi
lýsi þvi yfir á hreppskilaþingi, að hann
geti vel bætt við tíund sína þeirri upphæð,
sem hann til tekur, en að hann geri það ekki
vegna þess, að hreppstjóri og fleiri í hreppn-
um telji ekki sem réttast fram fénað sinn?
Sv.: Já, sjálfsagt; spyrjandi hefir ekki
leyfi til að svikja tíund, þó aðrir geri það.
1581. Hvað segist á þvi, að rífa upp
annars manns bréf og lesa það?
Sv.: Sektir, alt að 200 kr. eða einfalt
fangelsi alt að 3 mánuðum.
Aths. Svarið við 1576. fyrirspurn (sjá
Isaf. l.rnarz), umþað, hvað verði um úrskurð-
að meðlag frá harnsföður 15. og 16. ár
barnsins, ef það er af allri meðgjöf, þegar
það er 14 ára, hefir einhver misskilið svo,
sem barnsfaðirinn ætti sjálfur um það að
dærna, hvert barnið þarfnaðist meðlagsins
fram yfir 14. árið eða ekki.
Auðvitað er þetta óþarfur misskilningur
og tilefnislaus, með því að orðin í fyrir-
spurninni: »eraf allri meðgjöf« berameð sér
glögt og greinilega, að spyrjandi gerir
ráð fyrir fullkomnu vafaleysi um það at-
riði, hvort barnið að nokkurs manns dómi,
er þar á hlut að máli, þarfnist meðlags
framar eða eigi. Hann gerir auðsjáanlega
ráð fyrir með þeim orðum, að enginn, er
að barninu stendur, hvorki móðir þess, sveit-
arst.jórn eða aðrir, geri framar tilkall til
nokkurs meðlags, og losnar barnsfaðirinn
anðvitað því að eins við að halda áfram
að greiða það til 16 ára aldnrs barnsins.
Hitt segir sig sjálft, að hann á ekki sjálf-
ur um það að dæma; það næði engri átt,
enda er sýnilega fjarri hugsun bæði spyrj-
anda og svaranda.
Vendetta.
Eftir
ArchibaUl Clavei'ing Guuter.
IX.
»Ekki skal eg fortaka, að það sé
siður Frakka að láta berja sig eins og
hunda, en við höfum ekki vanist því,
Englendingar«. Svo snýr hann sér að
Korsíkumanninum. »Yður langar til
að vinna á mér — og nú gefst yður
líka færi á því — en nú skýt eg líka
í því skyni að drepa yðurU.
Paoli svarar þessu ekki beint, en
segir við Belloc í harðlegum róm :
»Fáið mér skammbyssuna«. Og auð-
séð er, hvað honum býr í skapi, á
augunum, sem hann skotrar til Eng-
lendingsins.
Hefði Barnes ekki fengið Englend-
inginn til að lofa því að biðja afsök-
unar, þá hefði ekki heldur Belloc kom-
ið með þessi móðgunaryrði, sem breyttu
8Vo gagngert skapí Englendingsins, að
hann langaði nú til að drepa mótstöðu-
mann sinn, í stað þess sem hann
hafði áður ekki ætlað sér annað að
gera en verja hendur sínar. En við-
leitni Barnes hefir líka á annan hátt
aukið hættuna fyrir bróður Marínu;
því að nú kemur Englendingurinn og
segir í hálfum hljóðum :
»Eg hefi efnt loforð mitt. f>ér sjáið
nú sjálfur, hvern árangur það hefir
borið. f>ér þurfið ekki nema heiibrigða
skynserni til þess að sjá, að hitt lof-
orðið get eg ekki efnt. — Mótstöðu-
maður minn vill fyrir hvern mun, að
hér sé um lífið teflt. Eg ætla að
gera það, sem í mínu valdi stendur,
til þess að hann fái vilja sínum fram-
gengt. Um leið og þér kenduð mér,
hvernig eg ætti að komast hjá þvi að
hitta hann, kenduð þér mér jafnframt,
hvernig eg gœti hitt hann. |>ér sögð-
uð, að ef eg miðaði 60 sentímetrum
hægra megin við hann, mundi eg hitta
hann beint í hjartað — i tólf feta
fjarlægð. jþakka yður kærlega fyrir,
hr. Barnes«.
Svo fer hann aftur þangað, sem
honum hafði verið sagt að standa.
Hefði Barnes ekki farið að eiga við
skammbyssurnar, hefði bróður Marínu
verið nokkurn veginn óhætt.
Rétt á eftir segir Englendingurinn
með hárri raust við de Belloc:
»Eg vil ekki standa betur að vígi á
neinn ósæmilegan hátt. Segið mót-
stöðumanni mínum, að hr. Barnes
hafi fyrir stundarkorni reynt báðar
skammbyssurnar, og að á þessari fjar-
lægð hafi hann hitt með þeim báðum
hér um bil tveim fetum vinstra megin
við depilinn, sem hann miðaði á«.
Og svo tautar hann fyrir munnisér:
»Móðir mín!« því að hann veit, að
orð hans hafa aukið hættuna að mikl-
um mun, og heima á Englandi á hann
móður, sem honum dettur í hug að
fái ef til vill aldrei oftar að sjá hann.
Og þó er hann þess albúinn að fremja
manndráp með þetta orð á vörum sér!
Hér með er öllum stranglega
bannað, að hafa nokkra umferð um
tún undirskrifaðs við Vesturgötu hér í
bænum,
Reykjavík f—'99.
TIi. Tliorsteinsson.
16—20 röskir drengir,
bér um bil 14—18 ára gamlir, sem
hafa löngun til að temja sér líkams-
æfingar, letkfimi og leika, geta fengið
ókeypis tilsögn ef þeir gefa sig fram
í afgreiðslu Isafoldar fyrir 23. þ.
mán. —
Alls ekkert kemst i samanburð við
Fineste Skandinavisk Export-Kaffe
Surrogat. Það teknr öllum öðrum kaffi-
bæti fram að ilman og bragðgæðum. Reyn-
ið bann og þér mnnuð aldrei annan nota.
F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn, K.
Gott íslenzkt smjör saltað,
fæst á 62 aura pundið, og 60, ef mikið er
keyft, hjá M. Johannesen.
Uppboðsauglýsing.
Miðvikudaginn 26. apríl næstkom-
andi kl. 12. á hád. verður bærinn
Syðstagrund í f>ingholtum, tilheyrandi
dánarbúi Sigurðar Bjarnasonar, sem
dó 3. janúar þ. á., seldur við opinbert
uppboð, sem haldið verður þar á staðn-
um. I m leið verða seldir lítilfjörleg-
ir lausafjármunir tilheyrandi sama búi.
Uppboðsskilmálar verða birtir á und-
an uppboðinu.
Bæjarfógetinn í Rvík 26. marz 1899.
Halldór Daníelsson.
U msóknir
um styrk þann, er í fjárlögunum fyrir
1898, 13. gr. C. 31., er veittur Iðn-
aðarmannafélaginu í Reykjavík »til
að styrkja efuilega iðnaðarmenn til
utanfarar, til að fullkomna sig í iðn
sinni«, verða að vera komar til fé-
lagsstjórnarinnar innan loka júlímán.
næstkomandi.
Umsóknarbréfunum verða að fylgja
meðmæli fré þeim, sem hlutaðeigend-
ur hafa lært iðn sína hjá.
Yngri piltar en 18 ára geta eigi orð-
íð aðnjótandi þessa styrks.
Uppboðsauglýsing.
Næstkomandi þriðjudag þ. 11. þ. m.
kl. 11 f. hád. verður eftir beiðni banka-
stjóra Tr. Gunnarssonar opinhert upp-
boð haldið í Hafnarstræti nr. 11 og
þar seldar tómar tunnur, kassar og fl.
Ennfremur verða seldir ýmsir mun-
ir, er teknir hafa verið lögtaki til lúkn-
ingar ógreiddum bæjargjöldnm
Skilmálar verða birtir á uppboðs-
staðnum.
Bæjarfógetinn í Rvík, 7. apríl 1899.
Halldór Daníclsson.
Hér með tilkynni eg heiðruðum við-
skiftavinum mannsins míns sál.
Jóhs. Haiisens,
að verzlunin heldur áfram eins
og áður, og undir sama nafni.
Virðingarfylst
Laura Hansen.
Sjónleikarnir.
Hermannagletíur
Og
Villidýrið
(eftir E. Bögh)
verður leikið sunnudaginn 9. apríl
kl. 8 síðd.
J>ar með hættir leikfélagið við sjón-
leiki á þessum vetri.
Hvítt millipils (skört), undirlíf og
skyrta, hefir fundist í Skólavörðuholtinu;
geymt í Þingholtsstræti 11.
í Hafnarstræti nr. 6
éru til sölu ýmiskonar mjög vandaðir
INNANSTOKSMUNIR (»Möbler«), svo
sem Borð, Stólar, Sofar, Spegl-
ar, o. fl., ennfremur: Borðbúnaður,
Bækur, mjög góðar og í vönduðu
bandi. — Munir þessir seljast fyrir
mjög sanngjarnt verð.