Ísafold - 05.08.1899, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.08.1899, Blaðsíða 1
 .ÍTemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrír miðjan júlí (erlendis i'yrir fram). ISAFOLD. Uppsógn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreíðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVI. Árg. Reykjavík, laugardaginn 5. ágúst 1899. 54. blað. Forngrvpasaf'n opiðmvd.og ld. kl.ll—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 9'/«—12'/s Bankastjóri víð lO'/»-llV« annar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 4—t! ©g einni stundu lengur (til kl.7) md., mvd. og ld. til útlána. Leikurinn, sem ekki tókst að verja. Vonandi athugar þjóðin vandlega umræðurnar í neðri deild 1 stjórnar- skrármálinu, sem prentaðar eru í síð- asta blaði Isafoidar — og þá ekki síð- ur ástæðurnar móti samningunum við stjórnina heldur en með þeim. Vér nefnum auðvitað af ásettu ráði samninga við stjórnina, enekki stjórnar- tilboðið. |>ví að eftir að sú yfirlýsing stjórnarfulltrúans var fengin, að stjórn- in vildi semja um málið, og ekki væri vonlaust um neina þá breyting, sem ekki hreyfði neitt við sambandinu milli landanna, var það ekki lengur stjórn- artilboðið eitt, sem um var að ræð<i og deildin feldi, heldur og allar samn- ingatilraunir um stjórnarmál vort. Hvers vegna hafnaði deildin þeim? þ/eir Einar Jónsson og Guðjón Quð- laugsson tóku að sér að svara þeirri spurningu. Fyrsta svarið er þá þetta: Vér megum ekkert samþykkja ann- að en það, sem áreiðanleg vissa er fyrir að fáist. Meðan stjórnin afsegir að sinna nokkurum kröfum, eru þess- ir menn ótrauðir að samþykkja þær. En þegar stjórnin eftir langa mæðu býðet til að semja, þá verðum vér fyr- ir hvern mun að varast að láta nokk- urrar þeirrar kröfu getið, sem ekki sé fyrir fram áreiðanlega víst að stjórnin gangi að! Ekki er nú óhyggilega á stað farið, piltar! Hún ætti að geta sannfært þjóðina, þessi fyrsta ástæða ! Eða hvað finst mönnum? Onntir astæðan er sú, að ekki sé mikið varið í að fá ráðgjafa á þing; reyndar muni hann ekki ráða of miklu á þingi, en sé hann viðsjáll og slægur, muni hann verða þar til ills. Að því er snertir vald ráðgjafans á þingi, getur naumast verið um fleira en þrent að ræða: að hann ráði of miklu, að hann ráði of litlu, eða að hann ráði mátulega miklu. E. J. var ekki hræddur um, að hann mundi ráða of miklu. Hann getur ekki verið neitt hræddur við það, að hann ráði mátu- lega miklu; til þess ætlast hann og þess æskir hann vafalaust. Hann hlýtur þá að óttast að hann muni ráða of litlu — það er að segja, ef hann er »viðsjáll og slægurt. •Gáfulegt svar af ekki lærðari manni!« sagði Skugga-Sveinn heitinn. þriðja ástæðan er sú, að sé ráðgjaf- inn búsettur í Danmörku, muni hann fráleitt samþykkja neitt, sem sé frá- brugðið danskri löggjöf. j?að gerir ekkert til, þótt hann þurfi um ekkert að semja við danskt löggjafarvald, eigi um alt að semja við alþingi ís- lendinga. ]?að gerir ekki heldur neitt til, þó að konungur geti ekki með nokk- uru móti látið neinn annan af ráðgjöf- um sínum skrifa undir synjanir um staðfesting á íslenzkum lögum. Bú- setan ein ræður öllum hugsunarhætt- inum og öllum framkvæmdunum. það er líklegasc dæmi Jóns Sigurðssonar og annara íslenzkra ættjarðarvina í Kaupmannahöfn, sem ræðumaður hef- ir þar haft fyrir augum ! Fjórða ástæðan er sú, að þjóðin hafi sýnt það á þingmálafundunum í vor, að hún vilji ekkert annað þýðast en alinnlenda stjórn. Staðhæfingin er jafnvei óvenjulega skemtileg, eftir að 11 kjördæmi hafa tjáð sig með stjórn- artilboðinu og ein 3 hafa krafist alinn- lendrar stjórnar á þingmálafundunum. |>etta voru einu ástæðurnar, sem fram voru færðar í stjómarmalsum- ræðunum í neðri deild fyrir því, að þingið ætti ekki að eins að hafna til- boði stjórnarinnar, heldur cg öllum samningatilraunum. Óboðlegra bull hefir aldrei heyrst á þingi nokkurrar þjóðar. f>að mundi þykja lélegt bað- stofuhjal á lítilsigldustu heimilum lands- ins. Og það skal sannast — þessar á- Btæður ljúka upp augum þjóðarinnar, að svo miklu leyti, sem ekki hefir áður tekist að opna þau í þessu máli. þá væri vitsmunum Islendinga rauna- lega aftur farið, ef þeir gætu ekki nú áttað sig á því, að 28. júlí síðastl. var í neðri deild alþingis leíkinn með heill þeirra og hagsmuni sá leikur, sem ekki tókst að verja og aldrei tekst að verja. Tugan.ál og tugavog. Á síðasta alþingi kom það til um- ræðu, að lógleiða hér á landi tuga- mál og tugavog að dæmi Frakka, eins og margar þjóðir hafa þegar gert. jpingið virtist yfirleitt vera hlynt þess- ari breytingu, ec nokkur ágreiningur varð um það, hvort taka ætti upp hin frakknesku nöfn á máls og vogar- einingum, eða velja þeim íslenzk nöfn. Skiftust menn að þessu leyti í 2 flokka í neðri deild, og með því að eg hafði helzt orð fyrir þeim, er héldu fram íb- lenzku nöfnunum, en sú stefna hefir sætt ómildum dómum, vil egleyfamér að gera hér nokkra grein fyrir nöfnun- um og færa fram varnir fyrir skoðun minni, en jafnframt vil eg benda and- stæðingum mínum á ummæli Jóns Ólafssonarí »Sunnanfara« (VII.33.—34. bls.), þar sem sýnter ljóslega fram á, að nýyrði (og orð í nýrri merkingu) verói oft fyrir mótspyrnu og aðhlátri fyrst í stað, jafnvel þótt þau séu í sjálfu sér vel valin, og þyki síðar vel til fallin, er menn fara að venjast þeim. Eins og eg tók fram á alþingi, hafa sumar þjóðir, er tekið hafa upp tuga- mál og tugavog, valið máls- og vogar- einingunum innlend heiti, og jafnvel meðal Dana hafa ýmsir merkir menn (svo sem Octavius Hansen) veríð að hugsa um það, og er þó alkunnugt, að í cungum flestra Evrópuþjóða er mikill fjöldi útlendra vísinda- og lista- orða, sem vér Islendingar höfum ekki tekið upp, enda samþýðast þau betur öðrum tungum en vorri. f>að væri þannig ekki eins dæmi, þótt vér not- uðum innlend orð í þessari grein, sem hér er um að ræða, og það er ekki öldungis sjálfsagt, að nöfn á máls- og vogareiningum þurfi endilega að vera hin sömu á öllum tungum. Vel veit eg það, að ýmsir rnerkir menn víða um heim hafa talið æskilegt, að til væri alheimsmál, sem nota mætti í öllu viðskiftalífi þjóða á milli, en vér Islendingar værum varla hænufeti nær því að kunna slíkt mál, þótt vér lög- leiddum alþjóðleg nöfn í þessari einu grein. Hins vegar finst mér allir sannir íslendingar hljóti að vera sam- dóma um það, að íslenzk orð láti bet- ur í eyrum og sé mýkri í munni en útlend, og viðkunnanlegra sé fyrir ís- lenzka ruenn að skiftast á íslenzkum orðum í ræðu og riti en útlendum, ekki sízt fyrir þá, sem hættir við að afbaka og misskilja hin útlendu orð. En andstæðingar mínir geta sagt með sanni, að orð geti verið illa valin og átt illa við, þótt þau séu íslenzk, og •Steinþór á Eyri« kemst svo langt, að hann heldur því fram, að vandi muni að finna óheppilegri nöfn og fjarstæð- ari hinu rétta(?) en sum þeirra, er eg kom fram með á síðasta þingi. f>að væri nú einkar-fróðlegt, að fá að vita hjá honum, hver íslenzk nöfn eru nœst »hinu rétta« eða að minsta kosti nœr því, en þau sem hann er að út- hrópa. f>að er sízt fyrir að synja, að það kynni að geta auðgað tungu vora, ef hann kæmi með »sína vizku«. Mér fyrir raitt leyti dettur ekki í hug, að eg hafi fundið upp hin heppilegustu nöfn. Mörg þeirra hafa áður verið viðhöfð í sömu eða líkri merkingu, og það er ekki nærri öll, Bem eg hefi leitt til sætis þar, sem Steinþór sér þau nú, en eg fann ekki önnur betri í svipinn, og mundi kunna hverjum þeim þakkir, sem bent gæti mér á »réttari« oghæfi- legri íslenzk nöfn. f>að var tvent, sem eg hafðieinkum í huga, þegar velja skyldi hinum nýu (frakknesku) máls- og vogareiningum íslenzk nöfn. Fyrst var það, að taka upp önnur nöfn handa þeim en þau, sem höfð eru til að tákna þær máls- og vogareiningar, sem tíðkast nú vor á meðal, og hinar frakknesku eiga að koma í staðinn fyrir (t. d. alin. þuml- ungur, pund, kvint o. s. frv.); því að það gæti valdið óþægilegum ruglingi, ef farið væri t. d. að hafa nafnið alin um »meter« (metre), sem er meir en l^ alin dönsk, en nálægt 2 fornís- lenzkum álnum. Hins vegar sýnist mér ekkert á móti þvi, að taka upp forn orð, sem táknað hafa eitthvað svipað, og gefa þeira ákveðna merk- ingu, eða festa ákveðna lengdar- og þyngdarmerkingu við ýms orð, sem tákna nú óákveðna lengd og þyngd. Hitt, sem eg hafði hugfast, var að nöfnin væru stutt, eins atkvæðisorð eða tveggja, einkanlega nöfnin á frum- einingunum. Fyrst er þá að minnast á lengdar- málið. f>ar finst mér sjálfsagt að kalla frumeininguna stiku, sem er fornt nafn á kvarða, enda var hin gamla íslenzka stika (2 ál. eða nær 38 þuml.) nærri því jafn löng og »meter«, og enn segja menn oft í daglegu tali að stika niður (álnavöru). f>á vil eg kalla »dekameter« spöl og »hektometer« skeið. f>essi orð hafa nú nokkuð óákveðna lengdarmerkingu, einkum hið fyrra, en eigi finst mér neitt fráleitt að festa þessa merkingu við þau. Forngríska vegarmálið stadion (hér um bil 100 faðmar eða nálægt helmingi lengra en »hektometer«) hefir verið kallað skeið- rúm á íslenzku. »Kilometer« hefir áður verið nefnt röst á fslenzku, enda er það orð haft um ákveðna vegalengd í fornmáli voru, og má ráða af hinu rússneska »werst«, sem mun vera sama orð, komið til Rússlands frá Norður- löndum, að röst hafi táknað litlu meiri lengd en »kílometer« nú (werst ná- lægt 3400, »ki!ometer« nálægt 3200 dönsk fet). »Myríameter« er heldur sjaldhaft, og kynni að mega kallaþað stund á íslenzku, því að stund tákn- ar í fornmáli voru eigi að eins tíma, heldur og vegalengd (klukkustundar- ferð?, sbr. tatund er til stokksins, stund er til steinsins í Hárb. 56). f>á eru hinar minni Iengdareiningar, og hafa nófn þeirra hjá flestum Evrópu- þjóðum frá alda öðli verið dregin af ýmsum hlutum mannshandarinnar (þumlungur, þverhönd, spönnj eða framhandleggnum frá olnboga út á fingur (alin), eða fætinum og spori því er hann stígur (fótur, fet, skref), en nöfn þessi hafa táknað nokkuð misjafna lengd á ýmsum stöðum og tímum, sem við er að búast, þv/ að menn eru misstórir og hafa misjafn- lega vaxnar hendur og fingur og mis- langa fætur og arma, enda munar, hvernig mælt er álnarmálið, frá oln- boganum eða olnbogabótinni út á fing- urna (löngutöng eða þumalfingur), eða hvort átt er við fingurhæð eða fingurbreidd, þegar við fingur er mið- að, eða, þegar um fót er að ræða, lengd eða breidd fótarins. Alin er upphaf- lega s. 8. öln 0: framhaDdleggur (frá ólnhoga,, sem Eómverjar kölluðu cu- bitum; [»ulna« táknar líka fyrst olnboga, svo alin og stundum faðm, (hjá Róm- verjum] og höfðu það orð líka sem lengdarmál, (sbr. cubit h]á Englend- ingum),og hefir hún lengi tíðkast með mörgum þjóðum (sbr. pechys hjá Forn- Grikkjum = piki hjá Ný-Grikkjum, en þeir hafa það orð líka um »meter« nú á tímum), en lengd hennar verið tals- vert mismunandi, eða nærri því aín á hverjum stað. Hér var í fornöld gerð- ur munur á algengri alin og »þumalöln«. Er haldið að hin algenga hafi verið 185/7 þuml. og voru tvær slíkar álnir stika. Síðan fór hér að tíðkast Ham- borgaralin (21°/u þuml.), og nú síðast dönsk (24 þuml.). Sama er að segja um ýmsar smærri lengdir, t. d. þuml- unginn (orðið dregið af jmraaí-fingrra- um), sem hefir víða tíðkast, en ekki verið alstaðar jafnlangur (daktylos Grikkja og digitus Rómverja hafa tákn- að fingurbreidd, en etki fingurhæð). Mór íinst nú ekki gott að halda álnar-nafninu í hinu nýa tugamáli, enda kemst það hvergi að, því að það

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.