Ísafold - 05.08.1899, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.08.1899, Blaðsíða 3
815 hlutabréf~í íslenzku fyrirtæki komi inn í landið jafnóðum og vér höfum efni til að kaupa þau, þá leyfir hann sér að efast um viðurkenda reynslu annara þjóða. Sama er að segja um það, er hann neitar því, að langur einkaréttur til að gefa út innleysan- lega seðla sé ódýrari fyrir almenning helduf en stuttur. Bg deili ekki við menn um það, sem talið er óyggjandi rétt af þjóðmegunarfræðingum eða fjárhagsvísindamönnum. Aftur á mót1 er það ritvilla hjá mér, að hlutabréf fyrirtækis lœkhi i verði þegar viðlaga- sjóður þess vex; þauúreMaað sjálfsögðu. Hr. S. B. segir, að »stórbanka«-frum- varpið hafi sætt svo ítarlegum mót- mælum, að ekki þurfi mikið að tala um það. Jú, eg heyrði mótmæli á fundinum, sem gerðu ráð fyrir því — sem er algjörlega rangt — að allir seðil- bankar í kringum oss séu ríkiseign. Mótmæli þau, sem þar komu fram, eínkendi Jón Ólafsson hér um bil með þessum orðum: »Mér finst það sem menn finna að frumvarpinu (»stóra bankanum*) sé það, að Islendingar geta ekki beinlínis fengið vexti af fé, sem aðrir eiga*. jpað kom engum and- mælanda í hug, að sá 3em getur feng- ið lOf vöxtu af fyrirtæki, en lánar peniuga (útlenda eða innlenda) fyrir 5f, hefir 5y. ágóða sjálfur af hinu lánaða fé. Ef vér nú lftum á, hvert ágóðinn af seðlaútgáfu landssjóðs rennur nú og á að renna, þegar fjárlög og veðdeildar- frumvarp eru orðin lög, þá er reikning- urinn hér: Landssjóður borgar til veðdeildarinnar á hverju ári (í 10 ár) .. kr. 5000,00 Hann á í hlaupareikningi í landsbankanum 120,000 kr. með 1% en gæti lán- að það gegn 4‘j-...... ... — 3600,00 Leigir efra salinn í banka- húsinu nýa fyrir 2000 kr., handa Forngripasafninu; gæti komið sér upp forn- gripasafnshúsi úr steini fyrir minna en 25,000 kr.; árlegur skaði ........... — 1000,00 Samtals kr. 96ÖÖ,ÖÖ En landsbankinn borgar af seðlunum nú kr. 6000 og ef seölaviðbót- in kemur........ — 2500 — 7500,00 Nú á hann þá að greiða 4600 kr. og niður að..... — 2100,00 á ári fyrir að ábyrgjast seðlana, sem bankinn vinnur með. Udanfarin ár hefir hann fengið 5000 kr. 3600 = 1400 kr. fyrir það. Eftirleiðis á ágóðinn af seðlaútgáfuréttinum ekki að renna í landssjóðinn. það er sýnilegt. En hann rennur þá í varasjóð Landsbankans og hefir gert það áður. Já, það er satt. Varasjóðurinn er sagður 200,000 kr. þ>ar af hefir verið varið til nýa hús8ins 80,000 kr. eða hvað það núer,og mikið af því fé befirfariðfyrir út- lent sement, útlendan við og járn, og að miklu leyti í útlendra manna verka- laun. Mestur hlutinn af þeim ágóða hefir farið til útlendinga.— Sömu leið fara vextirnir af veðdeildaskuldarbróf- unum, ef þau verða nokkurn tíma seld á útlendum markaði. Dánarfregnir. Hinn 15. júni þ. á., antlað aðist hér 1 bænum hjá foreldrum sinum skipstjóri Snorri Kristinn Sveinsson á 36. ári sftir 24 vikna þunga gjúkdómslegu. Hann var mjög bilaður á heilsu siðari hlutu ævi sinnar, sem fyrst gerði vart rið sig þegar hann var á 21 ári. Hann var sonur heiðurshjónanna Sveins Magnússonar og Eyvarar Snorradóttur, sem bjuggu lengi á Gerðum í Crarði, en hafa nú flutt sig hingað til bæarins. Snorri heitinn fór á 17. ári í utanlandssiglingar og hélt þeim úfram þar til hann var fullveðja. Þegar hann var 4 21. ári, lauk hann hinu danska, almenna stýrimannsprófi i Kaupmannahöfn, en þegar hann átti að fara að húa sig undir prófið, þá tók sig fyrst upp dauða- mein hans, en fyrir harðneskjn sakir gat hann brotiat gegnum prófið og stóðst það. Þegar hann var fullveðja, settist hann að hér á landi og var allmörg ár skipstjóri hér við land og fórst það mikið vel. Ar- ið 1891 kvæntist hann ungfrú Yigdísi Tó- masdóttur frá Skarði i Lundarreykjadal, misti hana J895; þau áttu saman 4 hörn, 3 sonu og eina dóttur, sem öll lifa; eru 2 hér hjá foreldrum hans, en hin 2 til upp- eldis hjá góðu fólki 4 Yesturlandi. Meðan kona hans lifði, reiddi þeim mikið vel af í efnalegu tilliti, enda var hún mesta ráð- deildar- og dugnaðarkona. Eftir fráfall hennar mun efnahag hans hafa farið held- ur hnignandi, enda var hann ntan við sig þá, og mun fremur hafa hallað sér að áfengisnautn eftir það, sem bnekti bonum talsvert. Að allra kunnugta manna rómi var Snorri sálugi talinn einn með hetri sjómönnum og sýndi jafnan vaskleik og áræðni í sjóferð- um sinum, enda hafði hann læ.rt hin verk- legu sjómannsstörf hjá einum af hinum öt- ulari sjómönnum, kapt Petersen, sem lengi hefir verið i íslandsförum, og þótt hann oft væri þjáður af veiki sinni, sem hnekti honum stórum, þá lét hann það ekki á sér festa og vissu fáir af þvi, því hann var framúrskarandi harður af sér og þrautseig- ur. Þuð er því óhætt að segja, að við fráfall Snorra sál. eigum vér á haki að sjá einurn vorutn ötulli skipstjórnm og góð- um og trúum þjóni. M. Hinn 28. júní þ. á. andaðist á sjúkra- húsinu á Akureyri við Eyjafjörð hinn nafn- kunni sómamaður, Pétur Bjarnason, fyrrum bóndi á Hákoti 1 Njarðvíkum. Hann var fæddur og uppalinn þar (i Hákoti), misti föður sinn ungur, ólst svo npp hjá móður sinni og hafði búsforráð hjá henni, þegar hann komst upp, alt þangað' til hún and- aðist. Eftir það kvongaðist hann Kristinu, dóttur síra Jóhanns prófasts Briem ÍHruna; eignnðust þau saman 8 börn; af þeim eru 4 á lifi, 2 synir og 2 dretur, öl! uppkomin. A meðan Pétur sálugi bjó í Hákoti, sýndi hann af sér framúrskarandi dugnað, bæði til lands og sjávarverka. hirðusemi, regiusemi, gestrisni og hjálpsemi við alla, enda var hann talinn — og það með réttu, — einn meðal hinna fremstu bænda hér i sýslunni. Hann var hreppstjóri i 4 ár og i hreppsnefnd 6 ár; sýndi hann í því sem öðru, dugnað, hyggindi og ósérplægni, og var hann einn af þeim örfáu, sem ávann sér almennings hylli, þrátt fyrir það, þó hann gegndi þessum óvinsælu störfum, því bann átti þvi sjaldgæfa láni að fagna til eeviloka, að eiga engan óvin. Pétur sál. hafði mjög viðkvæma og bliða lund, var hversdagslega glaðlyndur, skemt- inn og si-starfandi, guðhræddur og góð- viljaður öllum, sem hjálpar hans eða lið- veizlu leituðu. A rneðan hann bjó i Hákoti var hann vel efnaður, en árið 1884 misti hann heils- una (varð geðveikur) og um sama hil and- aðist kona hans. Þessi heilsubrestur Pét- urs stóð 7 ár; var þá bú hans selt; og þó að mikill afgangur væri, eftir að öllum skuldum var lokið, eyddist samt sá afgang- ur furðufljótt, sem orsakaðist af hinum mikla kostnaði, er hin langvinnu veikindi hölðu i för með sér, og ýmsum öðrum ó- höppum; varð hann því á síðustu árum ævinnar örsnauður að fjármunum, en ávalt jafn auðugur af því, sem marga vantar: sönntim mannkœrleika og gódvild við alla, hjálparþurfandi. Slðustu ár ævinnar hneigðist Pétur sál. helzt um of til vin-nautnar; hafði það hin- ar söina illu afleiðingar fyrir hann og aðra, að það spilti heilsu hans og áliti; en hans innri maður var samt óumbreyttur og æ hinn sami. Pétnr sálugi var fæddur 13 novemher 1835. Hann di úr lungnahólgu eftir tæplega þriggja sólahringa hanalegu. Hann var sannkallað valmenni og sómi sinnar stéttar. Q. Þjóðhátíðin í Reykjavík. Stórheppin með veðr, í ótíöinni. Daguriun ámiðvikudaginn einn af örfáum sólskinsdögum á sumrinu. Hátíðarbrigðin hófust með veðreiðum á Melunum. Fyrir fyrstu skeið-verðlaunum vann brúnn hestur, eign kaupmanns Jörgen Hansens í Hafnarfirði, er Böðvar Böð- varsson gestgjafi í Hf. reið. Hann rann 140 faðma á 29^/g sekúndu og hlaut 30 kr. verðlaun. Onnur verðlaun, 20 kr., hlaut leir- ljós hestur, eign síra Jóhanns prófasts Þorkelssonar, en sonur hans reið honum. Hann var 3U/5 sekúndu sömu vegalengd. Og þriðju, 10 kr., brúnskjóttur hestur frá Kristjáni Amundasyni á Kárastöð- um. Hann var 331/,; sek. Stökk-spretturinn var 160 faðmar. Hann komst rauður hestur frá Mattíasi faktor Mattíassyni í Holti á 241/- se- kúndu; næstur honum, 242/6 sekvindu, var brúnskjóttur hestureign Elís Magnús- sonar verzlm. — reið honum sjálfur; og þriðji í röð brúnn hestur Daníels Daní- elssonar ljósmyndara, 2 51 /5 sekúndu. Verðlaun hin sömu sem fyrir skeiðið: 30, 20 og 10 kr. Þá hófst fótknattleikur. Tveir flokk- ar lókust á, 11 í hvorum. Stýrði Adam Barclay Sigmundsson prentari öðrum, en Ólafur Rósenkranz kennari hinum. Flokkur Adams hafði sigur og hlaut heiðurspening að verðlaunum. Eftir hádegið ræðuhöld á Landakots- túni. Tryggvi Gunnarsson mælti fyrir konungsminni, en kvæðið hafði ort Ben. Gröndal; Halldór Jónsson minni íslands, kvæði eftir Stgr. Thorsteinsson; Ólafía Jóhannsdóttir minni lslendinga erlendis; Guðm. Björnsson minni alþingis; Jón Jakobsson Reykjavíkur, kvæði eftir Hjálmar Sigurðsson; Indriði Einarsson 25 ára minning stjórnarskrárinnar. Loks var glímt og stokkið og hlaupið m. m. síðari hlut dags. Verðlaun fyrir glímur fengu : 1. Guðm. Guðmundsson verzlunarmaður af Eyrarbakka (fekk 2. verðl. hér 1897). 2. Valdemar Sigurðs- son sjóm. í Rvík; 3. Erl. Erlendsson frá Miklaholti í Biskupstungum. t Benedikt Sveinsson. Fundarfall var gert í báðum þing- deildum í fyrra dag, vegna fráfalls hans, en fundur hafður í sameinuðu þingi kl. 12, að eins til þess að tjá þingmönnum andlátið. Fór þá for- setinn, herra biskup Hallgrímur Sveins- son, þessum minningarorðum um hinn framliðna, er þingheimur hlýddi á standandi; •Háttvirtu alþingismenn! Sorgarfáninn blaktir yfir þessu húsi og hefir þegar undirbúið yður undir þann boðskap, sem eg verð að flytja yður. Eg hefi kvatt yður til þessa fundar í sameinuðu alþingi einungis til þess, að fá tækifæri til að inna af hendi hið alvarlega og sorglega hlut- verk, að tilkynna yður fráfall þingm. N.-þ. sýslumanns Benedikts Sveins- sonar, sem andaðist hér í bænum í gærkveldi 2. ágúst. Hann gekk að störfum sínum á þessu þingi frá byrj- un til þriðjudagsins 25. júlí; þá kendi hann þess sjúkleiks, sem þegar lagði hann á sóttarsængina og nú eftir rúma viku hefir leitt hann til bana. Benedikt sýslum. Sveinsson var fæddur 20. janúar 1827 og varð þann- ig 72^/g ára að aldri. Hann gekk hina venjulegu mentaleið þeirra manna hér á landi, sem lögfræði stunda: fyrst í lærða skóla vorn og síðan á Kaup- mannahafnar háskóla og lauk þar em- bættisprófi 1858. Hann var meðdóm- andi í landsyfirréttinum 1859—1870 og sýslumaður þingeyinga 1875—1897, en fekk samkv. beiðni sinni lausn í náð frá því embætti fyrir rúmum 2 árum 13. apr. 1897. Hann hefir setið á öllum þeim al- þingum, sem háð hafa verið hin síð- ustu 39 ár, á fyrstu tveimur þingun- um (1861 og 1863) sem konungkjör- inn varaþingmaður, en frá 1865 til dánardægurs sem þjóðkjörinn þing- maður fyrir þessi 4 kjördæmi: Árnes- sýslu, Norður-Múlasýslu, Eyjafjarðar- sýslu og Norður-þingeyjarsýslu. For- seti í sameinuðu alþingi hefir haun verið árin 1886, 1887, 1893 og 1894. Forseti neðri deildar var hann árin 1889, 1893 og 1895. Af þessu stutta yfirliti er það þeg- ar ljóst, að það er bæði langur og þýðingarmikill starfsdagnr, sem hér er liðinn að kvöldí, þar sem hinn fram- liðni hefir í 40 ár unnið í þjónustu fósturjarðarinnar sem embættismaður og alþingismaður. Á þinginu var hann í flokki þeirra fulltrúa, sem mest kvað að, og stóð jafnan framarlega í fylk- ingu. Enginn efi getur á því leikið, að hann unni ættjörðu vorri heitt og bar velfarnan hennar einlæglega fyrir brjósti. Henni til handa vildi hann alt hið bezta hlutskifti kjósa; henni til handa krafðist hann afdráttarlaust hinna fylstu réttinda og af fornum og nýum rétti hennar vildi hann engu glata og ekkert afsala né eftir gefa. Fjörmaður og áhugamaður var hann hinn mesti og starfsþrek hans og þol var óþreytandi. Fyrir aflraikilli hug- sjón hans vakti glæsilegur framtíðar- hagur þjóðarinnar, með framtakssamri menningu í andlegum og verklegum efuum, og þessi hugsjón varð að ör- uggri von og vonin að fastri sannfær- ingu, sem setti einkennismark sitt á alla framkomu hnns. þessi hugsjón, þessi vou og þessi sannfæring gjörði orð hans einatt snjöll, heit og hríf- andi, þegar hanD í þessum sal barðist með eldlegu fjöri og brennandi áhuga fyrir þeini málefnum, sem honum þóttu mikilsvarðandi. Nú stendur sæti hans hér autt, hin aflmikla og snjalla raust er þögnuð og öllu ævistarfi hans er lokið. það, sem hann hefir unnið, geymist í minn- ingu samtíðarinDar og á spjöldum sög- unnar; hinn fullkomni dómur um það heyrir framtíðinni til, en ekki oss, sem vorum í samvinnunni með hon- um, háðir öllum þeim áhrifum, sem slíkri samvinnu hljóta að vera sam- fara, bæði til samtaka og mótspyrnu, eftir afstöðunni í hinum ýmsu málum, eftir mismunandi skoðunum og sann- færingu hvers eins. En um það munum vér allir verða samdóma að mikilhæfur maður sé burtu kallaður úr tölu þjóðfulltrúa ís- lands, og eg er sannfærður um, að við þá minningu um hann, sem vér geymum í brjóstum vorum, munum vér allir tengja hugsunina um ástrfk- an scn vorrar kæru fósturjarðar. Og þessi minningarorð, og um leið þessa samkomu vora, vil eg svo lykta með þeirri ósk og bæn, að Drottinn jafnan gefi ættjörðu vorri syDÍ, sem elski hana heitt, eins heitt, eins og hinn framliðni vissulega gjörði, og í emlægni helgi henni alla krafta sína, henni til farsældar á yfirstandandi og ókominni tíð«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.