Ísafold - 05.08.1899, Qupperneq 4
Frá alþingi.
Prestar á lands.i'óði.
|>eir PMnar Jónsson og Jens Pálssón
bera upp frv. um að nema úr lögum
presttíund af fasteign og lausafé, lambs
fóður, dagsverk, offur og lausamanns-
gjald, en greiða tiltekna uppbót fyrir
það úr landssjóði, 100 (Grímsey) til
1050 kr. (Garðar á Álftanesi), nema
Reykjavík meira: 2300 kr., en þar af
1500 kr. til aðstoðarprests þar. Fara
til þess samtals 60,000 kr. — Auka
verkaborgun: Skírn 3 kr.; ferming 8
kr.; hjónavígsla 6 kr.; líksöngur 3 kr.
Engin skirnarvottur, ef sklrt er í
messu.
Pjárlögin.
Lokið var 2. umr. um þau í neðri
deild í gærkveldi. Hafði staðið viku,
með fundum hér um bil frá morgni
til kvelds, en fallið raunar úr 2 dag-
ar, þjóðhátíðardagurinn og næsti dag-
ur eftir, vegna fráfalls Ben. Sv.
Hér skulu taldar nokkrar styrkveit-
ingar, er fram gengu við þessa umr.
Til kenslu í mjólkurmeðferð, af dönsk-
um manni, við Hvanneyrarskóla, 3000
+ 2000 kr. Til gróðrartilrauna í grend
við Reykjavík sömuleiðis 3000 + 2000
kr. Til aðstoðarlæknis á Akureyri 800
kr. ársstyrkur. Til útbúnings og á-
halda handa sjúkrahúsinu á Seyðis-
firði 4000 kr. Til póstvagnverða í
viku hverri frá 15. júní til 1. okt. frá
Reykjavík austur að Árbæ í Holtum
(fyrir póst, menn og vörur) 600 kr.
hvort árið. Til vegagerðar yfir Breið-
dalsh iði 2500 kr., gegn jafnmiklu frá
sýslubúum, og til vegar frá Skipaskaga
að Blautós 2400 kr. með sama skil-
yrði.
Til að bæta innsigling og skipalægi
á Stokkseyri alt að 5000 kr., gegn
jafnmiklu annarsstaðar frá, og 400kr.
til að bæta lending í forlákshöfn með
líku skilyrði (öðru eins frá sýslunefnd).
Tímakenslufjárveiting til latínuskól-
ans 1800 kr., bundin því skilyrði, að
latneskur stíll sé eigi heimtaður við
inntöku í neðsta bekk. Bjarna Jóns-
syni tímakennara veitt 500 kr. ársvið-
bót við venjulega timakensluborgun.
Kennaraefnum við Flensborgarkenn-
arastofnunina 50 kr. námsatyrkur
hverjum, alt að 500 kr. alls á ári.
Forngripasafninu ætlaðar 2000 kr.
hvort árið tii húsnæðis og hitunar (í
bankahúsinu nýa) og 800 kr. til að
flytja safnið þangað.
]þá eru Fornleifafélaginu ætlaðar
500 kr. hvort árið til að gefa út
myndir af þjóðgripum, er skýra sögu
vora og siðu, og 1000 kr. veittar til
að gefa út bækling um íbland með
myndum og kortum vegna Parísar-
sýningarinnar.
Stefán Eiríksson fær 600 kr. árs-
styrk til að halda uppi kenslu í drátt-
list og tréskurði í Reykjavík. Jón
Jónsson sagnfr. (Ráðag.) 600 kr. árs-
styrk til Islandssögu-rannsókna; og
Bogi Melsteð heldur sínum. Síra
Valdimar Briem 600 kr. skáldalaun.
Geir Zoega 500 kr. ársstyrk, til að
semja íslenzka-enska orðabók. Kapt.
Ryder 1000 kr. hvort árið til skóg-
ræktartilrauna. Stefán kennaii Stef-
ánsson á Möðruvöllum 1000 kr. hvort
árið til að rannsaka fóður- og beiti-
jurtir. Síra Matthías Joehumsson
2000 kr. eftiriaun, ef hann segir af
sér prestskap, og dr. f>orv. Thorodd-
sen sama. Haraldur Níelsson cand.
theol. 600 kr. fyrra árið til utanfarar
til hebreskunáms m. m. Leikfélag
Reykjavíkur 500 kr. ársstyrk gegn
jafnmiklu úr bæjarsjóði.
fessar lánveitingar úr viðlagasjóði
samþyktar: 30,000 kr. til þilskipa-
kaupa; 20,000 kr. til að koma upp
mjólkurbúum; 30,000 kr. sveitarfélög-
um til jarðabóta; 90,000 kr. til skipa-
bryggju í Reykjavík; 5000 kr. til múr-
steins- og þakhellugerðar. Neitað um
8000 kr. til slátrunarhúsa.
Skipið »Ophir«,
skemtiferðaskipið mikla, sem Isa-
fold befir áður getið um að væntan-
legt væri hingað þessa dagana, kom
hingað í fyrra dag, 3. þ. m., og fer
aftur á morgun síðdegis.
f>að er eitt af hinum svokölluðu
»fljótandi höllum« Breta, 6910 smál.
og hefir 10,000 hesta afl. Farþegar
eru 233. Ýms stórmenni eru þar í
ferðinni, en tignastur mun vera jarl-
inn af Nnrthesk og frú hans. Flestir
eru farþegar brezkir, Vesturheimsmenn
14, hinir f>jóðverjar, Austurríkismenn,
Italir og Hollendingar.
Orient-Line heitir félagið, sem áskip-
ið, og er þetta talið einna fegursta
skipið, sem á flot hefir verið sett í
Skotlandi, að einu undanteknu (Cam-
pania). Og auk þess sem allur út-
búnaður er hinn skrautlegasti, er hann
og svo mikilll að líkara er þorpi en
skipi. f>ar er meðal annars sláturhús
og frystihús, búð, prentsmiðja, rakara-
stofa, o. s. frv.
Skipið lagði á stað frá Lundúnum
14. júlí; fór þaðan á margar hafnir í
Noregi, þá til Spitzbergen, kom það-
an hingað til Reykjavíkur, fer héðan
til Orkneyja og Leith, og á að koma
til Lundúna aftur 12. þ. m.
Ferðin kostar 35—60 pund sterling
(630—1080 kr.) á rnann eftir farrými,
og auk þess 5 pund (90 kr.) fyrir
smávegis landferðir hér og íNoregi.
Fiskifélafí
nýtt risið upp á Seyðisfirði, stofnað
frá Danmörku með miklu fé, 1 miljón
eða meiru, og hefir mörg gufuskip við
fiskiveiðar, botnverpinga og önnur.
Fyrir því Hermann nokkur, er áður
stóð fyrir fiskifélaginu »Frem«. En í
stjórn Jens Ha»sen konsull á Seyðisf.,
Stefán Th Jónsson kaupm., Kristján
Kristjánsson læknir og ^orsteinn Er-
lingsson ritstj. Stjórnin verður sem
sé að vera íslenzk.
Ferðaineiin.
Með Hólum komu í fyrra dag af
Austfjörðum þeir Jóhannes Jóhannes-
son sýslumaður og bæjarfóg. á Seyðis-
firði og síra Jóhann Lúther Svein-
bjarnarson próf. á Hólmum, Haraldur
Briem o. fl. Ennfremur eru þeir hér
á ferð sýslumaður Dalamanna, sýslu-
maður Barðstrendinga, og sýslum. ís-
firðinga og bæjarfóg.; sömuleiðis f>or-
valdur læknir .Jónsson á ísafirði — komu
í fyrra kveld með hvalflutnmgaskipi
að vestan, er þeir brugðu sér á hing-
að snöggva ferð, Berg og Ellefsen
hvalamenm að vestan (Dýraf. og On-
undarf.).
Veðuratlnigranir
i Reykjavík eftir landlækni Dr J Jénas-
sen.
Hiti (á Celsiua) Loftvog (millimet.) Veðurátt.
á nótt um hd árd. síód. áid. síód.
29 + 6 + 9 751.8 754.4: Sv h b Sv h b
30. -f 5 4 8 754.4 751.8 s h d S h d
31. + 8 +12 751.8 746.8 0 b 0 d
1. + 8 +10 751.8 764 5 N: h b N h b
2. + 4 +11 767.1 767.1 Sv h d 0 b
3. + 8 + 10 767.1 767.1! O d 0 b
4. + 7 +10 767.1 767.11 O d v h d
(Jrhellisrigning af suðri og suðvestri
þar til skifti um h. 2., var þann dag glaða
sólskin; siðan logn og heldur dimmur, en
regnlaus.
20 rigningardagar í júli (16 í
fyrra).
Meðalhiti í júli á nóttu -f 6 9 H fyrra-f 7.4)
— — — — hád.-{-10.7 (í fyrra-f-11 1)
Christensens verzlnn
kaupir
sundmaga
hæsta verði fyrir peninga.
W. Chpistensens
verzlun
kaupir fisk og aðrar vörur
fyrir peninga-
Útgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson.
Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson.
Isafoldarprentsmiðja.
Crawíords
tjúffengasta Biscuits (smákökur) tilbAið af
Cratvford & Son,
Edinburg oq London
Stofnað 1813
Einkasali fyrir Færeyjar og ísland:
F. HJ0RTH & Co. Kjöbenhavn K.
▼ Undirskrifaðir taka að sér að selja
T ísl. vörur og kaupa útlendar vör-
2 ur gegn sanngjörnum umboðs-
P. J. Thobsteinsson & Co. I
Brogade 3. Kjöbenhavn C. X
Blóðið er iíftð.
f>egar blóðið er hreint, getur enginn sjúk-
dómur orðið langvinnur, þvi heilbrigt blóð
hefir heilsu i för með sér, en óheilnæmt,
magurt #g spilt dregur dauðann eftir aér.
VOLTAKROSSINN hreinsar og endur-
nýjar blóðið og veitir hjálp gegn gigtar-
og taugakendum sjúkdómum.
STYRKIR vöðvana og taugakerfið.
BÆTIR meltinguna og matarlystina.
FRAMLEIBIR heilnaeman srefn in
drauma.
LAGFÆRIR galla ínýrunumogheilanum.
HINDRAR ósjálfrátt þvaglát og að lifs-
aflið fari að forgörðum.
LÆKNAR krampa og brjóstþyngsli og
hörundskvilia.
SKERPIR sjón og heyrn.
FORDAR manni við höfuðvcrk og tann-
pinu.
Herra sjálfseignabóndi Paananen i Villa
Ekko í Sornes skrifar meðal annars: í 3
mánuði hefi eg borið hina nafnfrægu upp-
fundningu yðar og á þessum tima hefi eg
fengið fulla heilsu eftir 15 ára þjáningar.
Eg var svo magnlaus, að eg að eins með
örðugleiknm gat gengið yfir stofugóif, lifs-
afl mitt þvarr með hverjnm deginnm, og
einkum voru 5 siðustu árin óttaleg.
Eg finn mig nú sem ungan á ný, er al-
veg heilbrigður og frískur. Kraftar mínir
hafa aukist þannig, að eg þekki varla sjálf-
an mig aftur og get nú gengið langar leið-
ir án þess að taka það nærri mér
Með þessum linum vildi eg láta i Ijósi
þakklæti mitt fyrst og fremst til gnðs og
þar næst til þess, er fann upp Voltakross-
inn, og vil eg ennfremur hvetja J alla, ’sem
þjást, að vanrækja ekki að nota þetta
meðal, sem ekki einungis hefir gefið mér
heilsuna aftur, heldur þar á ofan með svo
litlum kostnaði, að hann er ekki að telja
í samanburði við það, sem eg í svo mörg
ár hefi orðið að borsratil lyfsaU og lækna
VOTTORtí!!
Eg var þjáður af liðagikt rúmlega eitt
ár og leitaði eg árangurslaust fleirí lækna
I byrjun ágústmánaðar keypti eg mér
Voltakross prófessors Heskiers og eftir að
eg hafði brúkað hann í hér um bil 10 daga,
öðlaðist eg góðan hata og hefi síðan verið
heill heilsu.
Selskarði i Garðahverfi í marz 1899.
Guðm. J. Diðriksson.
Voltakrossinu kostar 1 krónu og 50 aura
og fæst í Reykjavík hjá herra Q-unaari
Einarssyni, við Grams verzlanir i Stykkis-
hólmi og Dýrafirði, hjá berra Skúla Thor-
oddsen á Isafirði og hjá áður auglýstum
útsölumönnum á Akureyri, Seyðisfirði,
Húsavik og Eskifirði.
Sé Voltakrossinn ekta, á hann að vera
stimplaður á öskjunum Keiserlig Kongelig
Patent og með nafni höfundarins prófessors
Heskiers; ella er það ónýt eftírstaeling.
Voltakrossinn fæst í Reykjavík hjá herra
Gunnari Einarssyni, við Grams verzlanir á
Stykkishólmi og Dýrafirði, hjá herra Skúla
Thoroddsen á ísafirði, og hjá áður aug-
lýstum útsölumönnum á Akureyri, Húsavik,
Seyðisfirði og Eskifirði
Sé voltakrossinn ekta, á hann að vera
stimplaður á öskjnnum Keiserlig Kongelig
Patent, og með nafni höfundarins prófessors
Heskiers, ella er það ónýt eftirstæling.
Móti borgun út í hönd kaupir
W. Christensens verzlnn
SALTFISK bæði stóran og smáan og
ísu. Hæsta verð gefst.
Uppboð á fasteiííii
Eftir beiðni skiftaráðandans í dán
arbúi Sigurðar Jónssonar frá Bakka-
koti á Seltjarnarnesi verður eign bús-
ins, 5 hdr. 38 áln. í jörðinni Vestra-.
Geldingaholti í Gnúpverjahreppi, boð-
in upp og seld hæsthjóðanda, ef við-
unanlegt boð fæst, við 3 opinbar upp-
boð, sem haldin verða föstudagana 8.
15. og 22. september næstk., hin 2
fyrstu á skrifstofu sýslunnar að Kald-
aðarnesi kl. 12 á hádegi og hið þriðja
á jörðinni sjálfri kl. 5 síðdegis.
Söluskilmálar verða til sýnis á skrif-
stofu sýslunnar degi fyrir hið fyrsta
uppboð.
Skrifstofu Árnessýsiu 28. júlí 1899.
Siguröur Óhif'sson.
Þyril-skilvindurnar
eru beztar, ódyrastar og hagkvœmastar
hcr á lanch. pcer eru af nýustu og
t'ullkomunstu gerS og cettu aö vera á
hverju heimili,
Nr. 0 skilur 25 pt. á kl.st., verB 70 kr.
Nr. 00 — 50--------— — 92 —
Nr. 1 — 75 — - — — 135 —
Enn fást stærri t-'yrilskilvindur.
Peningaborgun sendist jafnhliða pönt-
uninni ; skilvindur sendast þá kostnaö-
arlaust á þá höfn, sem katipandi æskir
eg sem póstskipin koma við á ; þær fást
venjulega hjá verzlun vorri á Patreks-
firði, en œtíð, ef skrifað er beint til
skrifstofu vorrar í Kjöbenliavn C.
Þær fást líka hjá flestum kaupmönn-
um. Þessir seljendur æskja nafns síns
getið:
Hr. kauptn. Björn Kristjánsson, P.vík,
J. G. Möller Blönduósi
Olafur Árnason,Stokkseyri
— — R. P. Riis, Borðeyri
H. Th. A. Thomsen, Rvík
Tulinius á AuBtfjörðum.
500 notkunarleiðbeiningar sendast í júlí
um land alt.
Kaupmannahöfn 10. júní 1899.
lSLANDSK HANDELS-& FISKEEICOMPAGNI.
A opinberu uppboði, sem haldið
verður í Hafnarfirði, og byrjar kl. 10
f. h. föstudaginn hinn 11. dag næst-
komandi ágúscmánaðar, verða seldar
ýmsar vörur tilheyraudi W. Fischers
verzlun sama staðar, svo sem vefn-
aðarvörur, skófatnaður, eldavélar og
annaj: búðarvarningur, gamlir bátar,
tómir kassar og tunnur, o. m. fl.
Söluskilmálar verða birtir á uppboðs-
staðnum áður en uppboðið fer fram.
Sknfstofu Kjósar-og Gullbrbringusýslu
31. júlí 1899.
Franz Siemsen.
Vottorð.
Kg finn mig tilknúða að gefa neðan-
skráð vottorð.
Eg undirskrifuð hefí árum saman
verið mjög biluð af taugaveiklun,
sinateygjum ogýmsum kvillum, erþeim
veikindum fylgja, og er eg hafði leitað
ýmsra lækna árangurslaust, tók eg
upp á að brúka Kina-Lífs-Elixír frá
Waldemar Petersen í Friðrikshöfn og
get borið það með góðri samvizku, að
hanu hefir veitt mér óumræðilega lin-
un, og finn eg að eg get aldrei án
hans verið.
Hafnarfirði í marz 1899.
Agnes Bjurnaclóttir, húsfreya
Kína lífs-elixírinn fæat hjá fiest-
um kaupmönnum á Islandi.
Til þe88 að vara viss um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend-
ur beðnir að líta vel eftir því að V„P'
standi á flöskunni í grænu lakki, og
eins eftir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi, og firmanafnið Valdemar Pet-
ersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn.
Rauður hestur ógeltur, 3 vetra, ó-
affextur, með mark: stig og biti aftan
hægra, blaðstýft framan vinstra, klippt-
ur óljósu merki á lendina, er hjer 1 ó-
gkilum og verður seldur við opinbert
uppboð að 14 dögum liðnurn, ef rjettur
eigandi gefur sig eígi fram innan þess
tíma og borgar áfaliinn kostnað.
Bæjarfógetinn 1 Rvík 4. ágúst 1899.
Halldór DaníelsKon.