Ísafold - 16.09.1899, Side 2
246
»
að það væri ekki einu sinni æskilegt,
að ÍBlenzkir prestar færu að leggja
stund á að lesa það, sem E. M. telur
upp — þó að þeir hefðu tíma til
þess, sem þeír ekki hafa, og efni á
því, sem þeír ekki heldur hafa, og
kunnáttu til þess, sem þeir allra-sízt
hafa. Svo margt annað er til, sem
þjóð vorri ríður enn meira á að þeir
lesi. það er ekki hálærðir guðfræð-
ingar, sem mest vanhagar um í presta-
köllunum hér úti í sveitunum, ekki
einu sinni trygging fyrir að með því
fengjust neitt betri prestar. f>yki hr.
E. M. og skoðanabræðrum hans sú
skoðun fáfræðisleg eða hneykslanleg,
látum vér oss nægja að vísa þeim til
helzta og mesta siðbótarmannsins,
Lúters sjálfs, sem óneitanlega hafði
nokkur skilyrði til að geta gert sér
grein fyrir, hvern lærdóm prestar
þyrftu að hafa til að bera, og hvern-
ig þeir yfirleitt ættu að vera.
Og svo að lokum enn eitt sýnishorn
röksemda þeírra, sem hr. E. M. býð-
ur lesendum Tímaritsins:
»Um það veit saga heimsins ekkert
að það (c: forntungnanámið) hafi orð-
ið nokkurri þjóð til minkunnar*.
»Yeit saga heimsins« til þess, að
nokkur grein þekkingarinnar hafi or'ið
nokkurri þjóð til minkunnar? Væri
nokkur minkunn að því a5 kunna
arabisku eða kínversku ? Síður en
svo. En leiðir þá af því, að rétt sé
að gera hverju prestsefni, hverju lækn-
isefni, hverju sýslumannsefni að skyldu
að læra arabisku og kínversku? Sá
maður yrði sjálfsagt talinn vitfirring-
ur, sem héldi fram annari eins fjar-
stæðu.
Eitgjörð hr. E. M. er svo háttað,
að það gegnir furðu, að hún skyldi
komast inn í Tímaritið. Ekki fyrir
þá sök, að þar vantar með öllu nýjar
röksemdir; málið hefir þegar verið svo
rækilega rætt, að á mörgum nýjum
röksemdum er naumastj von. Heldur
vegna þess, að þar er svo mikið af
nýju bulli — eða þá svo gömlu, að bú-
ast mátti við, að það væri með öllu
úr sögunni.
Verksmiðjur
væntanlegar.
Stórkostlegar verksmiðju- stofnanir
eru væntanlegar hér á landi fyrir for-
göngu hr. Odds V. Sigurðssonar frá
Lundúnum.
Acetylene gas heitir efni, sem nú er
mjög farið að ryðja sér til rúms til
lýsingar. f>að er búið til úr saman-
bræddum kolum og kalki. Einkum
mun það notað í Vesturheimi, enda
mest nýbreytni-vonin þaðan. Á Eng-
landi er það og töluvert notað, farið
að lýsa með því stórhýsi þar. Éftir-
spurnin er enn miklu meiri en fram-
leiðslan, og þar af leiðandi er efnið
enn dýrara en það væntanlega verður
síðar. Samt sem áður er það 15/-
ódýrara en venjulegt kolagas.
Ljós þetta þykir einkar þægilegt,
langlíkast dagsljósi af öllu tilbúnu
ljósi. Og fyrirtaks handhægt er það,
svo handhægt, að ekki má að eins
nota það á hverjum kotbæ upp til
fjalla, heldur og jafnvel hafa það með
sér á ferðalögum. 1 Vesturheimi er
t. d. mjög algengtað hafa það á hjól-
hestum, og þá ferðast menn í skæru
ljósi um niðdimmar nætur.
Framan af gekk nokkuð örðugt með
að nota þetta efni til Ijósmatar. J>að
©r ekki eldfimt fyr en það kemur í
vatn. En þá vildi koma af því sterk
og vond lykt.
Svo var það að landi vor, hr. Odd-
ur V. Siurðsson, fann upp vél til að
vinna efnið úr kola- og kalkblöndunni,
alls ólíka þeim vélum, er áður höfðu
verið notaðar. Og aðalkostur hennar
er sá, að hún útrýmir lystinni með
öllu.
Hugvitsmaður þessi er 27 ára og
sonur Sigurðar járnsmiðs Jónssonar
hér í oænum. Fimtán ára gamall fór
hann til Vestuiheims og komst þar
inn í sína ment. Nú hefir hann ver-
ið í Lundúnum nokkur ár.
Fyrir nokkuru hugkvæmdist honum,
að fossarnir hér á landi mundu hent-
ugir til að framleiða rafurmagn það,
er svo yrði notað til að bræða saman
kolin og kalkið. Og svo sctti hann
sig í samband við enska auðmenn til
þess að koma fyrirtæki þessu í verk.
I hitt ið fyrra kom hann svo hing-
að heim í þeim erindum að fá fossa á
leigu og fekk þá marga.
Nú er málið svo Iangt komið, að
enskur verkfræðingur er um þessar
mundir að mæla aflið í fossum í
Brynjudal upp af Hvalfjarðarbotni og
í Soginu. Með vorinu er í ráði að
taka til starfa í Brynjudalnum.
Fyrst var í ráði að byrja með foss-
um í Soginu, leiða rafurmagnið frá
þeim ofan að sjó. En kostnaðurinn
við það var áætlaður að yrði 75,000
pund sterhng (1,350,000 br.), áður en
nokkur ágóði gæti fengist, og er því
sýnilegt, að hér er ekki um neitt
smáfyrirtæki að tefla. I Brynjudaln-
um er kostnaðurinn langtum minni,
vegna þess, hve nærri sjó fossarnir þar
eru.
----- ^ 9 -----
Einvaldar Norðurálfunnar.
Eftir » Verdens Gang«.
II.
Við ein af þeim hátíðabrigðum, sem
elli Kristjáns konungs 9. gefur tilefni til,
fann danskur embættismaður hvöt hjá
sér til þess að láta sér þau orð um munn
fara, að yrði farið að kalla réttlætið
nýju nafni, mundi þvf hlotnast það
nafn, sem núverandi konungur Dana
ber. Vera má, að hann hafi haftrétt
að mæla. En hvað sem því líður,
verður það ekki út skafið, að á ríkis-
stjórnarárum þessa konungs voru fyrst
raunalegar ófarir notaðar til þess að
takmarka frelsi það, er dönsku þjóð-
inni hafði verið veitt með grundvallar-
lögunum, og að því loknu var nýju
grundvallarlögunum aftur misbeitt til
þe8S að reyDa að svifta þjóðina fjár-
veitingarvaldinu.
Danakonungur á son, sem á ungum
aldri varð konungur Grikkja. Til
GrikkJand8 kom hann sem útlending-
ur. Fyrsta hlutverkið, sem honum
var ætlað, var að leggja Grikkjum til
ríkiserfingja, er fæddur væri þar í
landi. |>að hlutverk hefir hann löngu
af hendi int. Og Georg Grikkjakon-
ungur hefir í margvíslegum örðugleik-
um sýnt það, að hann er hæfileika-
maður. En hefir honum tekist að
verða leiðtogi þeirrar þjóðar, sem hann
er yfir settur? þ>egar hann lagði út í
ófriðinn við Tyrki, gerðu flestir sér í
hugarlund, að hann hefði að minsta
kosti eitthvert stórveldið að bakhjalli.
Nú vitum vér, að því var ekki svo
farið. Hann varð að láta alt fara sem
auðið yrði. Betur var hann ekki stadd-
ur. Og hann sá fyrir ófarir Grikkja.
Menn, sem kunnugir eru í kauphöll-
unum, segja, að hann hafi líka verið
svo hygginn að haga sér eftir því.
Hann keypti tyrknesk ríkisskuldabréf.
J>au voru ódýr um það leyti, sem ó-
friðurinn hófst, en þegar Tyrkir höfðu
unnið sigur á Grikkjum, voru þau í
þolanlegu verði. Að sögn hefir þá
konungurinn haft ófarir þjóðar sinnar
sér að féþúfu.
þegar Umberto konungur settist að
ríkjum eftir Viktor Emmanúel, föður
sinn, hafði hann áreiðanlega bezta vilja
á að fara að dæmi feðra sinna, Aost-
anna. Fyrir meir en 20 árum var
gerð tilraun til að myrða hann við
ÍDnreið hans í Neapel, og honum varð
það eitt til lífs, að Cairoli fleygði sér
milli hans og morðingjans; þá þvertók
hann fyrir það að skrifa undir nokk-
ur kúgunar- eða undantekningarlög.—
»Ætt vor«, sagði hann, »er komin til
valda með frelsinu; ef vér gerum út af
við frelsið, er grundvellinum kiptund-
an fótum vorum«. Nú er hann orðinn
þreyttur og kærulaus og skrifar undir
ófrelsistilskipanir að nauðsynjalausu.
Jafn beiskum örlögum hefir Leopold
2. Belgíukonungur orðið að sæta.
Hann gerir gæfa borgara að lýðveldis-
mönnum.
I boðskap þeim, er Nikulás keisari
2. gaf út til þess að birta þjóðinni
andlát bróður síns, er komist að orðí
á þessa leið: »Nú og alt þangað til
guð veitir oss þá náð að eignast son,
er ástkær bróðir vor, Mikael Alexand-
rovitch stórhertogi, næsti ríkiserfing-
inn, samkvæmt hinum fornu grundvall-
arlögum keisararíkisins«. Mannikoma
til hugar orð Skúla hertoga við biskup-
inn: »Eg hefði átt að eignast son, en
eg eignaðist dætur«. — »Hákon kon-
ungur eignast syni«, svarar biskup-
inn. — »IIákoni tekst alt«, segir Skúli
ráðþrota. Skúli var konungsefni, en
hann var ekki konungur. Og hve
mikið ætli að unga keisaranum takist?
Hann hefir vilja á að láta mikið gott
af sér leiða. En hefir hann líka vald-
ið, hann sem er manna voldugastur?
Eða er ekki einvaldsherrann í fjötr-
um? Ekki þarf hann að taka neitt
löggjafarþing til greina og ekki þarf
hann að leggja lykkju á leið sína
vegna þess að neinar flokkskröfur verði
á vegi hans. Hann hefir dugandi ráð-
gjafa, en hið sama verður ekki sagt
um stjórnina í heild sinni. Af öllum
einvöldum og forsetum Norðurálfunn-
ar hefir enginn jafn-viðbúðarilt og sjálfu
sér sundurþykt ráðaneyti eins og hann,
sem hefir takmarkalaust frelsi til að
velja þá menn, er honum þóknast.
Af því er tvískinnungurinn kominn —
þessi, að vera að hlynna að mentun
og loka háskólunum! — vilja alþjóða-
fnð og sá ófríðarfræinu í sínu eigin
landi! — vilja réttlæti í stað ofbeldis
og ganga með ofbeldi á forn réttindi,
sem forfeður keisaran9 sjálfs hafa
lýst heilög og órjúfandi! — knýja sjálf-
an sig til þess að vilja vera sá, er
leysi veröldina undan ófriðarálögunum,
en vera þess ekki megnugur að bjarga
sínum eigin bændum frá hungursdauða
rétt í kring um sig! Eitthvört merg-
leysi er í þessu — eitthvað tæringar-
kent. Alvaldur einvaldsdrottinn, sem
situr fastur í kongulóarvef þeim, er
gamalt og spilt embættisvald hefir
ofið!
Eins er enn ógetið — Vilhjálms 2.
jþýzkalandskeisara. Nú eru bráðum 6
aldir síðan Dante ritaði þetta til landa
sinna: »Nýr dagur tekur að strá ljósi
sínu, dreifa niðamyrkri eymdarinnar
og boða ný kjör fyrir þjóðirnar. Vér,
sem svo leugi höfum verið í eyðimörk-
inni, sjáum réttlætið, sem hingað til
hefir myrkvað verið, birtast í allri
sinni dýrð í aftureldingunni frá þess-
ari nýju friðarsól#. Við hvað á hann,
mikla, ódauðlega skáldið? Við keisar-
ann, keisara fjóðverja, sem á að koma
og leggja alt undir sig frá hafi til
hafs, og stofna friðarríkið á jörðinni
að því loknu. »Sá, sem veitir valdi
hans mótstöðu«, segir Dante enn frem-
ur, »hann veitir boðum guðs mótstöðu.
Hættulegt er að reita örninn tilreiði«.
J>á var Hinrik 7. frá Luxemborg keis-
ari þjóðverja. Vonirnar brugðust, að
því er hann snerti. En þær hefðu
ekki brugðist, ef það hefði í öndverðu
verið ákvarðað, að Vilhjálmur 2. skyldi
koma í heiminn sex hundruð árum
fyr. Hvað hann hefði veríð glæsileg-
ur keisari á þeim tímum! f>á hefði
hann verið með hinum fyrstu samtíð-
armanna sinna. Fjör haDS, hermensku-
ást og friðarboðun hefði glumið út
um löndin og hann hefði verið átrún-
aðargoð þeirra, sem umhverfis hann
hefðu verið, rnanna, sem hefðu verið'
hugfangnir af hoDum á jafn-dularfull-
an hátt eins og hann er sjálfur hug-
fanginn af sjálfum sér, af tign sinni
og köllun sinni.
í einni af sínum mörgu ræðum tók
hann það fram, að engir ráðgjafar
gætu borið blak af honum, með því
að taka að sér ábyrgðina, sem hann
ætti að bera, ekkert löggjafarþing gæti
borið ábyrgðina með honum, því að-
hann bæri ábyrgðina beint gagnvart
guði, honum og engum öðrum. Nú
yptum vér öxlum við slíku skrafi.
Kenningin er orðin nokkuð fornfáleg.
Alt öðru máli var að gegna fyrir sex öld-
um. Dantevar fremstur allra sinna sam-
tíðarmanna. Og hann leit svo á, sem
keisarinn kæmi beint frá guði.
I þeirri kenningu var einu sinni há-
leit hugsun fólgin, von um aDdlega
lausn. |>ví er ekki lengur svo farið;
en þessi kenning ræður enn í huga
Vilhjálms keisara 2. Hann lifir í þeirri
hugmynd eins og fiskurinn í sjónum.
|>ess vegna er hann mótsnúinn fasta-
gerðardómstólnura, sem friðarþingið
vildi stofna. Með slikum dómstóli
væri afneitað því valdi og þeirri skyldu,
sem keisari þjóðverja telur sig hafa
frá guði. Og samkvæmt þessari sömu
guðdómlegu náðargáfu á að setja hinni
ágætu verkmannastétt á þýzkalandi
ný refsilög. Keisarinn er frá guði
kominn. Hvað þetta er alt orðið'
gamalt og stagbætt! En margra grasa
kennir líka á vorri öld. Á henni hafa
orðið miklar framfarir og jafnframt
hefir mönnum lærst að skilja betur
liðna tímann og dást meira að honum
en nokkru siuni áður. Forngripir eru.
nú mikils metnir. |>ess vegna eru
líka menn til, sem dást að Vilhjálmi
keisara öðrum.
Bismarck þekti marga krýnda þjóð-
höfðingja. En reynsla hans var sú,
að þessi öld væri ekki vel til þess fall-
in að skapa konunga — í hinni fyllrb
merkingu orðsins.
Trúmálafundur.
Samtalsfund um trúarmál er í ráði
að halda í Iðnaðarmannahúsinu hér t
bænum fimtudagskvöldið kemur, 21.
þ. m. kl. 8. Umræðuefnið er: Sann-
ur kristindómur. Síra Jón Bjarnason
frá Winnipeg heldur inngangsræðuna.
Búist er við að allmargir guðfræð-
ingar verði á fundinum og taka vænt-
anlega þátt 1 umræðunum. En ann-
ars er fundurinn fyrir almenning,
hverjum, sem vill, heimilt að tala og
sérstaklega eftir því óskað, að leik-
menn taki til máls.
Sams konar fundir eru orðnir all-
tíðir í kirkjufélagi íslendinga vestan
hafs. Almenningi manna þar hefir
fallið þeir einkar vel í geð, enda hafa
þeir orðið til að skýra hugrayndir
manna um kirkuleg og kristileg mál
og vekja áhuga á þeim. Dómkirkju-
presturinn hefir gengist fyrir að sam-
koraa þessi verði haldin.
í hádegisguðsþjónustunni
á morgun stígur síra Friðrik J.
Bergmann í stólinn.