Ísafold - 21.10.1899, Síða 1
ÍSAFOLD.
Reykjavík, laugai’daginn 21. okt. 1899.
Aeinur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 krv erlendis 5 kr. eða
U/s doll.; borgist fyrir miðjan
júli (eriendis fyrir fram).
XXVI. árg.
Forngripasafn opið mvd.og ld. kl.ll—12
Landsbankinn ®pinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjóri við kl. 11—2
annar gæzlustjóri 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl 12 — 2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud.
-og föstud. kl. 11—1.
Ókeypis augnlækning á spítalannm
fyrsta óg þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11—1.
Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti 16
1. og 3 mánud. hvers mán. kl. 11—1:
*3?fx' 'xjx’ ’xjx' '^íx’ '5?jx'' írix' 'x|x '5'Jx' 'x'íx' '3r^x 'í?|x*' x|x’ *3r|x'
Bókmentir.
Páll Olafsson: Ljóðmæli. I. bindi.
Reykjavík (Jón Olafsson).
Ekki skyldi oss furða á því þó að
tilhlökkunin til að sjá þessi ljóðmæli
hafi verið blandin nokkurum kvíða
hjá ýmsum, sem vænst þykir um ís-
lenzkar bókmentir.
|>ví að það hefir komið fyrir vor á
meðal oftar en einu sinni, að skáld,
stór og smá, sem mikið orð hefir far-
ið af, hafa rneira og miuna rýrnað í
augum manna við það að ljóðasöfn
þeirra hafa verið gefin út.
Og það er mjög eðlilegt. því að
alloftast eru það beztu ljóðin, sem
berast út, eitt og eitt, sumpart prent-
uð hér og þar, sumpart frá manni til
manns. Og svo bíður heildin hnekki
við það að hið léttvægara birtist jafn-
framt — auk þess sem beztu ljóðin
eru stundum ekki betri en svo, að
mönnum finst heldur lítið til þeirra
koma, þegar þau eru komin í eina
runu, þó að mönnum hafi verið ánægja
að þeim hverju út af fyrir sig.
þess vegna þætti os3 ekkert und-
arlegt, þó að einhver hafi spurt sjálfan
sig, hvort Páll Ólafsson mundi nú
standast eldraunina — þessi maður,
sem ef til vill hefir hlotið almennari
hylli sem skáld en -nokkur annar ís-
lendingur, síðan Sigurð Breiðfjörð leið,
og jafnframt maðurinn, sem að lík-
indum hefir orðið fyrir minni aðfinsl-
um en nokkurt annað íslenzkt skáld,
sem nú er á lífi.
Naumast verða skiftar skoðanir um
aðhannhafiþá eldraun staðist. Snild-
in yfirgnæfir ómótmælanlega alt ann-
að í þessari bók. Hér skal bent á
það með fám orðum, hvað hún hefir
að bjóða.
Eyrst eru þá nokkur íslands-kvceði
og eru öll þjóðkunn. Bjartsýnið í
þeim ljóðum er með öllu óblandið.
ísland er góð móðir, sem hossar oss
á mjúku skauti, öllum konum fegri og
tignarlegri, og eina furðan er, að svo
margir svnir hennar skuli flýa frá
henni. Skáldið sér alt af ættjörðina
eins og hún er á heiðskírum sumar-
degi. Lofið liggur því svo beint við
— og Páli Ólafssyni lætur manna
bezt að kveða lof. En í raun og
veru er þar hvergi mjög djúpt rist,
hvergi grafist fyrir rætur íslenzkrar
ættjarðarástar — og ekkert svipað því.
Einna bezt sést það, þegar þess er
gætt, að öll þau kvæði gætu eins átt
við suðurlönd eins og ísland. A ein-
um stað liggur manni við að brosa
að bjartsýninu í þjóðhátíðarkvæðun-
um :
»Nú ertu þá frí og frjáls,
fjalla-konan mjaha-hvlta;
legðtt kóngi liönd um háls,
hans er gjöfin, þú ert frjáls;
ekki gefur hann til hálfs,
við hann máttu’ ekki trygðum slita,
því nú ertu frí og frjáls,
fjalla-konan mjalla-hvíta «
þetta var vitanlega góður skáldskap-
ur í þjóðhátíðar-vímunni 1874. Og
hann var svo sem ekki hjáróma við
annað, seni þá var sungið. En eftir
19 ára stjórnarskrárbaráttu finst manni
það hugðnæmast við hann, að hann
sýnir, hvernig menn hugsuðu þá.
Næst kemur kafli, sem 1 efnisyfir-
litinu er kallaður: »Uto sjálfan sig«.
þá er eins og komiíj sé inn í nýjan
heim frá ættjarðarkvæðunum. Eintóm
raunaljóð. Lipurðin er þar söm og
jöfn eins og annarsstaðar, en um
verulegan sérkennileik er þar naum-
ast að öðru leyti að ræða.
Sama verður ekki sagt um næsta
flokkinn — Ragnhildur heitir hann.
það er dálítið ástarljóðasafn, sumt
frálausar ferskeitlur, sumt nokkurra
erinda kvæði.
þar er hver peilan annari fegurri,
Yrkisefnið er þar ekki þrá, sem aldrei
hefir fullnægt verið, né söknuður horf-
ins unaðar, eins og í langflestum ís-
lenzkum ástarkvæðum. Páll Ólafsson
yrkir blátt áfram um þá sælu að eiga
konu, sem hann ann hugástum.
Hjartanlegri og yndislegri ástarljóð
eru ekki til á íslenzkri tungu. í hverri
línu, svo að kalla, finnur lesarinn vl
ástríkisins.
Hann yrkir um, hve heitt hann
þrái að komast heim til hennar, ef
hann fer burt af heimilinu :
»Senn fæ eg þreyttu höfði halla
að hjarta þér;
af þeirri sælu von eg varla
veit af mér«.
Hann situr uppi á nóttunni og horf-
ir á hana :
»Enginn fær svip minn séð
sitjandi hverja nátt
Ijósan við brúðar beð,
bcrgja hvern andardrátt
hennar af heitum vörum
og kyssa varirnar smátt og smátt«.
Allur lífsins unaður er í því fólginn
að vera sem næst henci. Hugsunin
er auðvitað jafngömul mannkyninu.
En hitt er nokkurt vafamál, hvort
hún hefir verið orðuð fagurlegar en í
erindunum þeim arna:
»Eg vildi feginn verða’ að ljósum degi,
en vera -stundum inyrk og þögul nótt;
þá væri’ eg leiðarljós á þínum vegi,
þig lyki eg faðmi, þá þú svæfir rótt.
Svo undur dauðtrúr eg þér skyldi reynast
og o’ni gröf ég með þér færi seinast.
Og þá menp læstu likkistunni aftur,
ég læddist eins og skuggi í faðminn þinn,
(því mannlegur ei meinað getur kraftur
að myrkrið komi’ í grafar-húmið inn),
ég vefðist um þig, væri i faðmi þínum
unz vekti’ eg þig með Ijósgeislunum minum«.
Til þess að gefa mönnum hugmynd
um, hvernig hann lýsir konunni sinni,
látum vér 03S nægja að benda á þetta
erindi:
• Kærastur eg þá er þér,
þegar heilsan dvinar;
hverri báru, sem þú sér
og sýnist ætla að skella á mér,
berðu’ á móti brjóst og hendur þínar«.
þetta er lítið sýnishorn af þessum
katta.sem lærður verður um land alt, svo
framarlega sem Islendingar séu ekki
með öllu hættir að hafa ánægju af
Ijóðum.
Næstu kaflarnir tveir eru um börn
skáldsins, lífs og liðin. Sami innileik-
urinn í tilfinningum kemur þar fram.
Og eins í erfiljóðakaflanum — sem
þar er næstur, — að því er snertir
vin skáldsins, Björn Skúlason, og syst-
ur, Ólavíu Ólafsdóttur. Yfirleitt má
segja, að kvæðin beri einkennilegt og
óvenjulega ríkt vitni þess, hve mikla
ást skáldið hefir fest við einstaka
menn.
Eftir nokkur »minni«, sem ekki eru
neitt tilkomumikil, kemur sú alíslenzka
skáldskapargrein, sem kölluð er Ijóða-
bréf. Fyrri part aldarinnar var víst
afarmikið af þeim ort. Nú er sá kveð-
skapur að leggjast niður; langlíklegast,
að Páll Ólafsson verði síðasta ljóða-
bréfaskáldið. Og það liggur við, að
manni finnist, að svo ætri að verða.
því að engin líkindi eru til þess, að
neinn komist þangað með tærnar, sem
Páll Ólafsson hefir hælana í þeirri
grein. Sannast að segja eru ljóðabréf
hans af öllum íslenzkum skáldskap
einhver áþreifanlegasti votturinn þess,
(hvert vald »formið«, búningurinn hefir
yfir mönnum. því að efnið er svo að
kalla ekkert, sjúkdómslýsing á göml-
um karli, erfiljóð eftir kú o, s. frv.,
mestalt sundurlaus og efnislaus vaðall.
Og samt er naumast nokkur sá ís-
lendíngur til, lærður né fáfróður, vitur
né einfaldur, sem ekki hefur stakasta
yndi af þessum ljóðum. Svo léttur
og yndislegur er leikurinn þar með
úslenzkuna. Enda er Páll Olafsson
'sjálfsagt hagorðasti maðurinn, sem
nokkuru sinni hefir verið hér á landi.
þá kemur Bakkus — drykkjukvæð-
in. Eitt þeirra kann hvert manns-
barn á íslandi, enda er það snildar-
verk (»Heim er eg kominn«). Og víð-
ar er það í þeim flokki, að snildin
nýtur sín til fulls, svo sem í vísunum
um brennivínstollinn og fyrra erindi
kvæðisins: «Eg eldist við hvert drykkju-
spor«. (Síðara erindið er, í einlægni að
segja, leirburður, sem annars er naum-
ast til í bókinni, og oss er óskiljan-
legt, að það skuli hafaverið prentað«.
En annars er það sannaat að segja —
og verður vonandi ekki talið nein
bindindis-ofstæki, þó að það sé sagt—
að mestalt skrafið í þeim kafla um
bjór og brennivín og konjak og kúta
er frámunalega óhugðnæmt. Lipurð-
Uppsögn (skrifleg) bundin vi(T
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
68. blað.
in ein forðar því frá að verða viðbjóðs-
legt.
þá eru hestavísur. Ýmsar þeírra
eru kunnar um land alt. Allar eiga
þær að því leyti sammerkt við ljóða-
bréfin, að þær eru kveðnar af þeirri
sniid, sem Páli Ólafssyni er einum
gefin.
Ymisleg Ijóðmœli er svo síðastifrum-
kveðni flokkurinn. Tilkomumestu
kvæðin þar eru öll þjóðkunn áður, svo
sem »Litli fossinn« og »Sumarkveðja«,
sem eru einhverjir bezt fægðu gim-
steinarnir í íslenzkri ljóðagjörð.
Loks eru nokkurar pýðingar.
Bók þessi breytir í engu verulega
þeirri hugmynd, er menn hafa áður
fengið um skáldskap Páls Ólafssonar.
Leikurinn með íslenzkuna er aðalat-
riðið í snild hans. Hann kann manna
bezt að koma orðum að því, sem hann
lýsir. En lýsingin á öllu, sem fyrir
utan hann er, er fremur lausleg. Hann
hefir ekki glögt, svo að kalla ekkert
auga sem skáld fyrir sérkennileik til-
breytninnar. Hann yrkir aldrei
um litbrigði náttúrunnar. Hann ein-
kennir hvergi neinn af vinum sínum,
sem hann yrkir svo mikið um. Hest-
arnir hans eru allir eins. I raun og
veru er það að ein3 þegar hann kveður
um ást sína til konu og barna, að
hann ristir djúpt.
Ljóðin þau, með sínum yndislega
innileik og sínum ríka ástríðuþunga,
vekja hjá manni hugboð um, hvert
stórskáld Páll Ólafsson hefði getað
orðið og átt að verða.
Hann lýsir yfir því hér og þar, að
hann kveði að eins sér »til hugarhægð-
ar« og til þess að stytta sér stundir,
en sé enginn »andagiftar-maður«. það
er ástúðlegt yfirlætisleyti í þeim um-
mælurn, eins og í öllum hans Ijóðum.
En gerum svo ráð fyrir, að annar
eins maður og Páll Ólafsson — mað-
ur, sem hefir, manni liggur við að
segja, ótakmarkaðau fimleik íað beita
andans bitrasta vopni, tungunni, mað-
ur, sem þegið hefir þá gáfu að kom-
ast beint og umsvifalaust inn í hug
og hjarta þjóðarinnar, maður, sem á
til jafn-ríkan tilfinninga-þunga — ger-
um ráð fyrir að hann hefði ekki ein-
göngu kveðið sér »til hugarhægðar«,
að hann hefði gert sér það ljóst, að
hann hefði köllun til að tala til þjóð-
ar sinnar, að hann hefði gert sér
grein fyrir ákveðnu takmarki fyrir
list sína, að hann hefði gert sér far
um að skerpa sjón sína fyrir því, sem
er að sjá hér í heimi, og að hann
hefði verið gagntekinn af háleitum
hugsjónum, sem honum hefði verið
hugleikið að halda að þjóð sinni!
Hugsunin fer að fá raunakeim, þeg-
arútf þá sálma er komið. Og með því
að Ijóðmæli Páls Olafssonar eru að
sjálfsögðu gleði- og þakklætisefni —
eins og snildin er ávalt — þá skal
ekki lengra út í þá farið.
Ljóðmælin eru prýðisvel út gefin.