Ísafold - 21.10.1899, Síða 4
270
skemtigarðinum, því að gestir voru
nú farnir að fækka og lafði Chartris
hafði fengið hér um bil beztu herberg-
in f hótellinu. Að minsta kosti var
þessi »hinn« ekkiþar kominn. Gasljós-
in voru dregin niður, og Barnes hélt,
að enginn væri þar í herberginu. Einu
augnablikr síðar heyrði hann rödd úr
öðru gluggaskotinu og sér Enid þar í
tungsljósinu. þ>á sá hann hana í sam-
kvæmisbúningi í fyrsta sinni. Hún
stendur ekki upp til að mæta honum,
heldur s gir:
•Komið þér og setjist hérna út við
gluggann. Kvöldið er alt of fagurt til
þess að við ættum að spilla dýrðinni
með gasljósi. Lafði Chartris kemur
eftir fáeinar mínútur, og þá býst eg
við að hún láti þjóninn kveikja á
lömpunum til þess að brjóta ekki á
móti reglunum*.
Barnes svarar engu, en gengur beint
til hennar og tekur í höndina á henni;
vera má, að hann hafi haldið heldur
lengi í hana eða tekið utan um hana
ofurlítið vingjarnlegar en venja er til.
»Er það yður að þakka, að her-
bergið að tarna er orðið að rósagarði«,
segir hún.
Barne8 lftur kringum sig og sér
feiknin öll af blómum í herberginu.
Hanu hefir ekki sent þau, og þó að
hann bölvi sjálfum sér fyrir að hann
skuli hafa látið þessa kurteisi undir
höfuð leggjast, þá biður hann samt
allra óbæna þeim manni, sem blómin
hafði sent; því að hann gengur að
því vísu, að það hljóti að vera þessi
»hinn«.
Anjílýsimr.
Samkvæmt skýrslu sýslumannsins í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hefir
tunnu með »genever« verið bjargað í
síðastliðnum septbr. skamt frá landi
undan Vogi á Mýrum. Tunnan er
marklaus að öðru leyti en því, að á
öðrum botninum er brennimerktur
nringur með nafninu »Blankenheijm
& Nolet«; hún er á að gizka hátt á
annað hundrað pottar og má heita
full.
Hér með er skorað á eiganda vog-
reks þessa, að segja til sín innan árs
og dags frá síðustu birtingu þessarar
auglýsingar, og sanna fyrir undirskrif-
uðum amtmanni heimildir sínar til
þess, og taka við andvirði þess, að
frádregnum öllum kostnaði og bjarg-
launum.
Skrifstofu Suður- og Vesturamtsins.
Reykjavík, 19. okt. 1899.
J. Havsteen.
í allskonar hannyrð-
um veiti eg stúlkum,
eins og ucdanfarna
vetur. — 011 áteikn-
ing tíl útsaums er fljótt og vel af
hendi leyst. Alt verkefni, svo sem
silki og annað til hannyrða, fæst einn-
ig hjá mér.
Oftast hcima eftir kl. 4 e. m.
Ingibjörg Bjarnason.
Nýkomið
í verzlun Th. Thorsteinsson’s
írrval af stumpa sirsum
Tvisttau
Flonell
Ljereft
Mikið úrval af l.jómandi fallegum
herðasjölum o. m. fl.
Vatnsleysustrandar og
sunnanmenn
eru beðnir að vitja ísafoldar á af-
greiðslustofu hennar, Austurstræti 8.
MJÖG ÓDÝRT berbergi er til leigu
fyrir einhleypa stúlku. Ritstj. vísar á.
Annað ltvöld kl. 8 leikur Leikfélag
Reykjavíkur »HermúnnaálettUr» og
»Villidýrið«‘
Leonli. Tiing’s verzlun
á Isafirði býr til alls konar
gosdrykki
og geta menn pantað þaðan allar teg-
undir sódavatns og limonaðis fyrir
lægsta verð.
Tómas Snorrason
skósmiður V.g. 33. “SÆ
tekur að sér alls konar skósmiði eftir uýj-
ustu gerð; ennfremur aðgerð á skóm. Alt
smíði vel traust að verki og efni!
Komið og reynið!
Inngangur gegnnm smiðju Þorsteins
Jónssonar járnsmiðs.t
Til heimalitunar viljum vérsér-
staklega ráða mönnum til að nota
vora pakkaliti, er hlotið hafa verð-
laun, enda taka þeir öllum öðrum lit-
um fram, bæði að gæðum og litarfeg-
urð. Sérhver sem, notar vora liti,
má öruggur treysta því, að vel muni
gefast. — í stað hellulits viljum vér
ráða mönnum til að nota heldur vort
svo nefnda »Castorsvart«, því þessi lit-
ur er miklu fegurri og haldbetri en
nokkur aunar svartur litut. Leiðarvís-
ir á íslenzku fylgir hverjum pakka.—
Litirnir fást hjá kaupmönnum alstað-
ar á íslandi.
Buchs Farvefabrik
Svuntuefni hefir fundist á Lindar-
götu. Ritstj. visar á.
Sæng og koddi hefir fundist i skúrn-
um við bæinn nr. á Klapparstig.
f Berffstiiðastræti nr. ii, fæst keypt
fæði og búsnæði.
Barnakensla.
Undirskrifaður, sem býr i húsi Q-uðm.
steinsm. Einarssonar ofanvert við Lauga-
veg, teknr börn til kenslu með mjög góð-
nm kjörum. Sami veitir og fullorðnum til-
sögn i dönsku o. fl. fyrir mjög lágt gjald.
Reykjavík 20. okt. 1899.
Jón Jónsson
fyrv. prestnr.
A Bessastöðum á Álftanesi er í ó-
skilum móalóttur foli veturgamall,
mark: biti aftan vinstra. Eigandi
gefi sig fram ÍDnan átta daga; að
þeim liðnum verður tryppið selt.
21. okt. 1899.
G. Sigurðsson.
U N G, GÓ Ð snemmbær kýr fæst
til kaups (eða fóðurs yfir veturinn) hjá
Kristjáni í Varmadal.
Uppkveikja.
Kassar og tunnur fást enn með
góðu verði í verzlun
B. H. Bjarnason-
Hér með auglýsist, að eftirnefndar
fasteignir Landsbankans fást til á
búðar frá næstkomandi fardögum, og
til kaupa, ef um semst.
1. Heimajörðin Stóruvogar í Gull-
bringusýslu, sem er 2/s úr Stóruvoga-
torfunni.
2. Jörðin Garðhús, sem er J/5 úr
sömu torfu. Eignum þessum fylgir
tómthÚ8Íð Tjarnarkot.
Jarðirnar geta selst, hvort er vill
báðar í sameiningu eða hvor fyr-
ir sig. Stórt og gott íbúðarhús úr
steini er á jörðinni Stóruvogum, auk
annara húsa. í Garðhúsutn eru venju-
leg bæjarhús.
Fyrir hönd bankastjórnarinnar
Tryggvi Gunnarsson,
1871 Júbilhátíð 1896-
Hinn eini ekta
BRAMA-LIFS-ELIXIR.
Meltíngarhollur borð bitter essenz.
Allan þann árafjölda, sem almenmngur hefir við haft bitter þenna,
hefir hann áunnið sjer mest álit allra matar-lyfja og er orðinn fræg-
ur um heim allan. Hann hefir hlotið hin hœstu heiðursverðlaun.
f>á er menn hafa neytt Brama-lífs-Elixírs, færist þróttur og
liðuqleiki um allan líkamann, fjör og framgirni í andann, og þeim
vex kœti, hugrekki og vinnuáhugi; skilningarvitin skerpast og unaðsemda
lífsins fá þeir notið með hjartanlegri áncegju.
Sú hefir raunin á orðið, að enginn bitter samsvarar betur
nafni sínu en Brama-lifs-elixír, en hylli sú, er hann hefir kornizt 1
hjá almenningi, hefir valdið því, að fram hafa komið ýmsar einkis-
verðar eptirstælingar, er vjer vörum við.
Kaupið Brama-lífs-elixír voru einungis hjá þeim verzlunum, er
söluumboð hafa frá vorri hendi, sem á fslandi eru :
Akureyri: Hr. Carl Höepfner. Sauðárkrókur: Gránufjelagið.
— Gránufjelagið Seyðisfjörður:---
Borgarnes: — Joban Lange. Siglufjöruur:
Ilýrafjörður - N. Chr. Hram. StykkLnólmur: N. Chr. Gram.
Húsavík: — Örum & Wulff. Vestmannaeyjar: I. P. T. Bryde.
Keflavík : — H. P. Duus verzlun Vík pr. Vestmanna-
— Knudtzon’s verzlun. eyjar: Hr. Halldór Jónsson.
Reykjavík: — W. Fischer. Ærlækjarsel: Hr. Sigurðr
Raufarhöfn: Gránufjelagið Gunnlaugsson.
Einkenni : Blátt Ijón og gullinn hani á glasmiðanum.
Mansfeld-Bullner & Lassen,
hinir einu sem búa til hinn verðlaunaða Brama-Liís-EIixír
Kaupmannahöfn, Nörregade 6.
1
Hér um bil í 15 ár hefi eg þjáðst
af taugaveiklun og geðveiki, sem af
henni hefir stafað, og hafa þessir sjúk-
dómar loks neytt mig til að leggjast
algerlega í rúmið, og þannig lá eg fult
ár, leitaði ráða til margra lækna og
keypti meðul hjá þeim, en alt til
einskis. þá fór eg að kaupa Kína-lífs-
elixír þann, sem W. Petersen í Frið-
rikshöfn býr til, cg eftir að eg hafði
brúkað úr nokkrum glösum, varð eg
öll önnur og fór smámsaman dagbatn-
andi. Nú befi eg brúkað þennan bitt-
er stöðugt 3 ár samfleytt, og hefi þann-
ig orðið að kalla albata, og vona að
eg verði alheil, ef eg brúka þennan
bitter framvegis.
Mér er sönn ánægja að votta þetta,
og vil eg ráða þeim, sem þjást af
svipuðum 8júkdómum, að brúka bitter
þenna.
Hrafntóftum
Sigríður Jónsdóttir.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest-
um kaupmönnum á Islandi.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend-
ur beðnir að líta vel eftir því, að vá-
Btandi á flöskunni í grænu lakki, og
eins eftir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi, og firmanafnið Waldemar Pet-
ersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn.
Proclama.
Samkvæmt lögum 12. apríl 1878
sbr. op. br. 4. jan. 1861 er hér með
skorað á alla þá, sem til skulda telja
í dáDarbúi síra Ólafs sál. Petersens
frá Svalbarði í |>istilfirði, er andaðist
30. maí f. á., að koma fram með kröf-
ur sínar og sanna þær fyrir undirrit-
uðum skiftaráðanda innan 6 mánaða
frá síðustu birtingu auglýsingar þess-
arar.
Skiftaráðandinn í þingeyjarsýslu
Húsavík 18. septbr. 1899.
Stein<rríiTiur Jónsson.
Leiðbeining
Athugi það kaupmenn og bændnr á
íslandi, að íslenzkur maður í London
býðst til að leiðbeina hverjum, er þess
óskar, í kaupurn og sölum og öðrum
viðskiftum Islendinga við England.
G. Paulson
10 Gladwyn Road
Putney, London S. W.
England.
Út af orðasveim í þá átt, að fé hafi
nýlega verið lánað út úr Sparisjóð Arn-
essýslu gegn ónógu veði eða tryggingu,
höfum vér undirskrifaðir eftir beiðni
forstöðunefndar sjóðsins yfirfarið skjöl
og bækur sjóðsins frá ársbyrjun alt til
þessa dags, og lýsum því hér með yf-
ir, að öll útlán úr sjóðnum á þessu
tímabili eru, að okkar áliti, vel t.rygð
og stjórn sjóðsins að öðruleyti í góðu
lagi. Teljurn við því hverjum manni
hættulaust, að eiga fé sitt í sjóðnum.
Staddir á Eyrarbakka, 5. október 1899.
Sigurður Olafsson Ólafur Helgason
sýslumaður. prestur.
Yfirendurskoðunarmenn Sparisjóðs
Árnessýslu.
Með því að erfingjar Benedibts sál.
sýslumanns Sveinssonar, sem andað-
ist í Reykjavík 2. ágúst þ. á., hafa
komið sér sarnan um að hafa erfingja-
skifti á búi hans, þá er hér með sam-
kvæmt lögum 12 apríl 1878, sbr. opið
bréf 4. jan. 1861, svorað á alla þá,
sem til skuldar telja í nefndu dán-
arbúi, að senda kröfur sínar til herra
bankabókara Sighvats Bjarnasonar í
Reykjavík og sanna þær, innan 6 mán-
aða frá síðustu birtingu þessarar aug-
lýsingar.
Reykjavík 9. október 1899.
Fyrir hönd erfingjanna.
Júiíus Sigurðsson.
Prjón.
Hér með auglýsist, að eg, eins og
fyrri, tek að rnéfl alls konar prjón fyr-
ir lægsta verð. Fljót afgreiðsla, og
vel unnið. Vélin sú stærsta á land-
inu.
Garðhúsum 20. okt. 1899.
Guðbjörjj B.iarnadóttir.
Tapast hefir frá Vatnsleysu í haust
rauðskjótt hryssa 5 vetra, mark: stand-
fj. fr. h., biti aft. v., með síðutökum
vinstra megin. Finnandi geri svo vel
að koma henni sem fyrst til Stefáns
Pálssonar, Vatnsleysu.
f Undirskrifaðir taka að sér að selja
f ísl. vörur og kaupa útlendar vör-
| ur gegn sanngjörnum umboðs-
launum.
P. J. Thobsteinsson
Brogade 8. Kjöben
Utgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson
Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson.
Isafoldarprentsmiðja.