Ísafold - 03.01.1900, Qupperneq 2

Ísafold - 03.01.1900, Qupperneq 2
2 ▼ að herstjórn Breta hefir tekið fyrir síœskeytasendingar til blaða, eftirhin- ar síðustu ófarir. Sendir að eins sjálf stjórninni í Lundúnum nauðsynleg skeyti um það, sem við ber og ekki tjáir að leyna. Ekki hefir og enn orðið neitt úr milligöngu hinna stórveldanna milli vegenda. það er varla, að neitt hafi verulega fréttnæmt við borið annað erlendis þær 2—3 vikur, er liðu milli síðustu frétta og burtfarar póstskipsins frá Skot- landi. Flutningabrautin upp Flóann. það er allmikið mannvirki, brautin sú, frá Eyrarbakka upp að Olfusár- brú, er unnið hefir verið að tvö sum- ur undanfarin og lokið var við í haust. Hefir formaður þeirrar vegagerðar, hr. Erlendur Zakaríasson, samið og sent landshöfðingja ítarlega skýrslu um það verk, er hér birtist nálega orðrétt, með því þar er ýmislegur nyt- samlegur fróðleikur, er gæti orðið ýmsum góð bending, bæði þeim, er við þann veg eru riðnir, og öðrum. Byrjað var að leggja veginn frá Eyrarbakka rétt fyrir framan Hópið (vatn milli Eyrarb. og mýrarinnar) fyrir austan Steinskot, og haldið upp og austur hraunið að Litlahraunsstekk, og þaðan í beÍDa stefnu austan til við Sandvíkurnar og upp að Ölfusárbrúnni. Landið, sem þessi vegur liggur eft- ir, er fyrst hraun, að Litlahraunsstekk. J>aðan og upp að svo nefndum Geira- kotsskurði mest blaut mýri, en þaðan og upp að Ölfusárbrú móar og þur- lend mýri. Landslagið á þessu svæði er mjög slétt, að eins dálítill jafn halli upp að Ölfusárbrúnni. Við Ölfusárbrúna er landið 46f fet- um hærra en þar sem byrjað var á Eyrarbakka. Öll vegalengdin er að kalla réttir 6000 faðmar eða lf míla. Eftir þessu er hallinn sem næst því 1 : 700. Á þessum vegi eru 23 þverrennur, frá 5§—12§ feta langar. |>að var miklum erviðleikum bund- ið að vinna þetta verk, af þeim á- stæðum, að alt efnið vantaði í yfir- bygginguna meira en helming af leið- inni. Grjóti í yfirbygginguna og þver- rennurnar var ekið frá báðum endum að vetrinum til, mest í akk'orð-vinnu^ og að nokkuru leyti fyrri veturinn í tímavinnu. Vegalengdin að aka grjótinu 500— 1800 faðmar; 8—18 krónur borgaðar fyrir hvern teningsfaðm. Verkinu var þannig háttað, að hlið- veggir vegarins voru hlaðnir úr sniddu og sumstaðar þaktir með torfi og hafð- ur 4 feta breiður bekkur beggja meg- in við veginn. Skurðirnir fram með • veginum 7—10 feta breiðir. Breidd vegarins 12 fet. í yfirbygginguna var mulið' grjót 10" þykt alla leið, nema í 450 föðmum efst við Ölfusárbrúna; þar var hafður tómur ofaníburður (möl og leir). Ofan á mulninginn voru látnar þunnar mýrarflögur, svo ekið stór- gerðum sandi þar ofan á (mjög þunt) upp að miðju; þeim sandi varð að aka neðan af Eyrarbakka. Lengstur akstur 3§ klukkustund með ferðina. Erá miðju og upp úr, sem mulning- urinn náði, var tekinu leir úr flögum og hafður yfir mulninginn. f>að verð- ur dálítil for á veginum fyrsta árið, en ekki djúp, því leirinn er þunnur. Sama efni var haft á Hellisheiði aust- an til og hefir reynst vel. f>essi vegagerð hefir kostað um 38,000 krónur, eða kr. 6,33 faðmur- inu upp og ofan. Á svæðinu frá Litlahraunsstebk og upp að Stekkunum kostaði faðmurinn um kr. 8,75. jpessi vegur hefir því orðið dýr- astur þeirra vegarkafla, er hér hafa verið lagðir, fyrir utan Kambaveginn, og eru margar ástæður til þess: 1, að efni hefir orðið að sækja langan veg; 2, að veðrið hefir verið óhagstætt bæði sumrin, einlægar rigningar; 3, að kaupa hefir orðið land undir veginn fyrír nokkuð hátt verð, 1100 kr. Bæði sumrin hafa unnið að þessu verki 40—60 menn, og 16—22 vagn- hestar og 8—10 vagnar. Kaup verkamanna kr. 2,60—3,00; unglingar kr. 1,60—2,25; menn, sem unnið hafa vorið og haustið kr. 2,25 —2,35. þeim sem áttú landið undir veginn verður fæstum sagt það til hróss, að þeir hafi verið vægir í kröfum með borgun fyrir landið. það leit svo út um suma, að þeir vildu gjöra sér það að féþúfu, með því að heimta peninga fyrir hvað eina, og kendu vegagerð- inni um alt ilt, sem fram við þá kom, nærri því um rigninguna, sem var í sumar. Eg vil leyfa mér að geta þess hér, að það ríður á, að hirða vel um þver- rennurnar að vetrinum til á svæðinu frá Litlahraunsstekk upp að Stekk- um, að ekki sé klaki í þeim, þegar hláku gerir, svo vatnió geti komist í gegnum þær, en ekki hlaupið fram með veginum að austanverðu og orð- ið þar af leiðandi of mikið og runuið yfir veginn. Til bráðabirgða setti eg mann til að gæta þeirra í vetur, með 17 króna borgun yfir tímann. Ennfremur þarf að líta eftir á haust- in á þessu svæði, að stíflur, sem rifn- ar hafa verið úr af sláttufólki, verði umbættar á haustin. Ennfremur ætti að banna mönnum að stífla vegaskurðina, eins og þeir gerðu í vor, til að veita á engjar sín- ar; það skemmir veginn, þegar vatnið stendur langt upp í vegarhliðarnar; og þegar annaðhvort fara úr stíflur af of- miklum vatnsþunga eða þær eru al- drei teknar úr, fyllast skurðirnir af hnausum og flytja þar af leiðandi minna vatn. Að lokum vil eg leyfa mér að geta þess, að áríðandi er að halda þessum mulningsvegum (púkkvegum) við (eins og öllum vegum) með því að bera þunt lag af ofaníburði ofan á, þar sem mulningurinn verður ber og fer að losna; ef það er gjört, verður vegurinn nærri óbilandi. Prá flutningabrautinni var lagður 5 álna breiður og rúmlega 760 faðma langur vegur ofan undir Hraunsár- brýrnar, áleiðis til Stokkseyrar. þeir sem kostuðu þennan veg voru kaupmennirnir á Stokkseyri, sýslu- 8jóður Árnessýslu og Stokkseyrar- hreppur. þessi vegur er mjög vel gjörður, þeim til sóma sem unnu verkið, og lögðu fram fé tii þess. Sú vegagerð kostaði sem næst 3000 krónur. Verkstjóri var þar Ketill Jónasson. Sömuleiðis var gjörður vegur frá neðri enda akbrautariunar að verzl- unarhúsum Lefolii. Sú verzlun og hreppurinn kostaði það verk. Ekki verður sagt hið sama um þenn- an veg og Stokkseyrarveginn, að hann sé vel gjörður. jpað er öðru nær. En öðru verður ekki um kent en of mikl- ura sparnaði frá þeirra hálfu, sem kostuðu hann. Kaupa þurfti land undir veginn frá Stóru-Háeyri fyrir nærfelt 800 krónur. Manntjónið mikla í Noregi. Föstudaginn 13. október þ. á. og aðfaranótt þess 14. kom svo mikið mannskaðaveður með allri vesturströnd Noregs, að slíks eru ekki dæmi til í manna minnum. f>rjú hundruð manna að minsta kosti hafa druknað; 60—80 skip smærri og stærri farist. Fjár- tjónið nemur mörg hundruð þúsund krónum. í smáey einni fyrir utan Haugasund áttu heima um hundrað manna. það- an fórust 30, og voru eftir þá 11 ekkj- ur og 35 börn munaðarlaus. Líkar harmasögur er að frétta úr sumum öðrum fiskiþorpum. þ>egar slíkar hörmungar ber að höndum, svo sem hallæri, eldgos, land- skjálftar, járnbrautarslys o. s. frv. vakn- arbróðurandinn víðs vegar út um hinn mentaða heim, til að draga sviðann úr sárinu þeim megin, sem mennirnir megna, þ. e. með því að skjóta saman fé handa hinum bágstöddu. xFélagið til eflingar fiskiveiðum í Noregi«, sem gengst fyrir samskotum handa ekkjum og munaðarleysingjum hinna druknuðu um endilangan Nor- eg og víðar, hefur beðið mig að fara þess á leit, hvort engir væru þeirhér, sem góðfúslega vildu láta eitthvað af hendi rakna, þótt ekki væri nema lít- il upphæð, þeim bágstöddu til hjálp- ar. jpeir, sem vilja sýna það í verkinu, að þeir aumki þessa sorgbitnu mun- aðarleysingja vorrar nánustu bræðra- þjóðar, gjöri svo vel að senda skerf sinn, hversu smár sem hann kann að vera, sem fyrst til undirritaðs, og verð- ur nafn hvers gefanda og hve mikið hann gefur ritað á skrá, er mér var send í þeim tilgangi. Beykjavík 31. desember 1899. Guðm. Olsen. Barikalö^in hvorutveggja frá þinginu í sumar er mælt að von eigi á konungs-staðfest- ingu, þ. e. þau um stofDun veðdeild- ar f Landsbankanum og um aukna seðlaútgáfu. Fylgir það og fréttinni, að þau séu hvorug talin því neitt til fyr- irstöðu, að hlutafélagsbankinn kom- ist á. Burðareyrisfrumvarpið frá þinginu síðasta, fyrir blaðasend- ingar í krossbandi, þar á móti ekki fundið náð fyrir augum staðfestingar- valdsins, heldur hefir það ráðið því þegar bana, en kvað hugsa til að vekja það upp aftur á næsta þingi. Prestafólafíið norðlenzka. Ársrit þess kom með síðasta pósti og heitir »Tíðindi prestafélagsins í hinu forna Hólastifti*. J>að er 66 bls. og kostar 50 aura. I því er fyrst fundargjörð frá prestafundinum, er haldinn var á Akureyri 26. og 27. júní síðastliðinn. Aðalgalh ritsins er sá, hve afarléleg sú fundarskýrsla er, nauðalítið á henni að græða, að því er r,il umræðanna kemur. J>á eru fyrirlestrar tveir. Annar um »kröfur nútímanna til prestanna« eftir prófast Skagfirðinga, síra Zóphonías Halldórs- son. J>ar virðist einna mest áherzla lögð á umburðarlyndið. Hínn eftir prófastinn í Eyjafirði, síra Jónas Jónasson: »Hvernig eigum vér að pré- dika«? En þrátt fyrir nafn fyrirlest_ ursins er þar miklu ljósar tekið fram, hvað eigi að prédika (Jesútn Krist), heldur en hvcrnig eigi aó gera það. Loks eru í ritinu söngljóð eftir síra Matthías Jochumsson, »Hólastiftí«, og er þar margt einkar fagurt. Heiðursgjjöf gáfu Jærisveinar stýrimannaskólans- hr. Markúsi F. Bjarnasyni í samsæti, sem þeir héldu honum nú fyrir nýár- ið, göngustaf úr hvalbeini, en haldið úr rostungstönn og silfurhólkur um samskeytin. Hr. Stefán Eiríksson ’hafði búið til stafinn, af hinum mesta hagleik, svo sem hans er von og vísa, meðal annars skorið ljónshaus á hald- ið. Kvæði eftirJ. 0. fyrir minni skóla- stjórans var sungið í samkvæminu og annað fyrir minni hins kennarans í sjómannafræði, hr. Páls Halldórssonar, og hafði einn af lærisveinum skólans, er útskrifaðist í fyrra, ort það. Læri- sveinar stýrimannaskólans hafa nú nokkura vetur samfleytt gefið skóla- stjóra sínum einhverja virðulega gjöf, og er það sýnilegt merki þess, hve ástsæll hann er í þeirra hóp. Húsbruni. Aðfaranótt hins 29. f. m. (desbr) brann ibúðarhús á Melbæ í Leiru, eign bóndans þar, þorsteins Gíslason- ar, til kaldra kola, með öllu því, sem í því var. Fólkið komst nauðul; ga útr nær því nakið og náði engu sínu. Fjós brann og þar inni 2 kýr. jþor- steinn sjálfur skemdist talsvert af bruna bæði á höndum og andliti;. hann var að bjarga út barni, er einn- ig skemdist til muna. Húsið var vá- trygt fyrir 2500 kr. Um Tejo-strandið og uppboðíð á því er það sannast að frétta, eftir bréfi frá áreiðanlegum manni í Fljótum, að ekki tókst að bjarga af farminum meiru lítt skemdu en 100 skpd. af saltfiski — hittgagn- blautt og uær ónýt.t — og að það og annað, sem selt var á upphoði, nam eigi meira en eitthvað á 5. þús. kr. og þótti fulldýrt. Akureyrarkaupmenn komu á uppboðið og hugðu á gróða, en gripu að kalla í tómt. Engin sam- tök innansveitar (né utan) um upp- boðskaupin, með því og litlusemengu var fyiir að gangast. J>að var rétt við Almenningsöf, sýslumótin (Eya- fjarðar og Skagafjarðar), sem skipið strandaði, lenti þar á skeri, mjög nærri landi. Er þar mjög brimasamt og var því ákaflega örðugt að fást við að bjarga. Skipið mjög brotið, svo að sjór gekk inn og út um það alt. J>að var ekki boðið upp og áhöldin engin nema eitthvað hið smæsta og ómerkilegasta. Eftir uppboðið hafði skipstjóri samið við héraðsmenn um björgun á því, sem eftir var, gegn helmingaskiftum — þeir hefðu helm- inginn í ómakslaun. Hætt kóminn. Indriði Einarsson revísor var hætt kominn aðfaranótt gainlársdags. Hann hafði farið fótgangandi austuf á Eyrarbakka og Stokkseyri í erindum stórstúku Goodtemplara og verið þar 2 daga og 3 nætur. Eina af þeim nóttum hafði hann sofið vel, en tvær nætur haft alt of lítinn svefn, ekki nema svo sem þriggja klukkustunda hvora nótt. Á laugardagsmorguninn var, kl. 8, lagði hann á stað frá Eyrarbakka heimleiðis, einn og fótgangandi í harð- viðri miklu. Ferðin gekk vel, þang- að til hann kom á Kolviðarhól. J>ar stóð hann við eina klukkustund, og lagði svo á stað þaðan kl. 4 í 15 stiga frosti (Celsíus) og hvassviðri. Hann er nákunnugur leiðinni og taldi sér ó- hætt, þó að myrkrið færi í hönd. En í Vötnunum neðri misti hann sjónar á veginum og viltist í myrkrinu — lenti fyrir sunnan Lækjarbotna. Til kl. 12§ um nóttina hólt hann göng- unni áfram og komst oft í ógöngur, va.’ð stundum að skríða yfir háa hraun- bryggi. Hefir farið langt fyrir sunn- "i

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.