Ísafold - 06.01.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.01.1900, Blaðsíða 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/j doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram) 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árg. Reykjavík, laugardaginn 6. jan. 1900. 2. blað. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankástjórn við kl, 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl 12 — 2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum tyrsta og þriðja þriðjud. hvers manaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Austanpóstur fer þrd. 9. þ. m. 'xix'xix' x+x' xjx''x+x Nýir kaupcndur að þessum árgangi „í safoldar“, *' 1900, fá, auk annara hlunninda, ókeypis síðasta ársfjórðung f. á. október—desember, ef þeir borga. fyrirfram. Nýir kaupendur skil- vísir fá ókeypis skáldsöguna V endetta þegar hún verður fullpreutuS. Yendetta verður 30—40 arkir að stærð. Hún er ein af þeim nútíðars'ög- um, sem alþ/ða manna hefir mest sózt eftir, hvervetna þar sem hún hefir ver- ið gefin út. í Vesturheimi t. d. seld- ust af henni 200,000 eintök á örstuttum tíma. Bókmentir. Stephan G. Stephansson : Á ferð og flugi. Kvscða- bálkur. Eeykjavík 1900. 64 bls. (Jón Ólafsson). Hvergi sóst um þessar mundir rík- ari vottur þess en í Vesturheimi, hve hugir íslendinga hneigjast að bók mentum og ritstörfum — þegar þeir eru ekki alt að því steinsofandi. Bg veit ekki betur en íslendingar sén eins dæmi í þessu efni í Vestur- heimi. Bkki svo að skilja, að uorður- hluti Vesturheíms sé ekki bókmenta- land. Hann er vafalaust nú orðinn eitt af fremstu bókmentalöndum ver- aldarinnar.1 En innflytjendurnir þar og jafnvel fyrstu kynslóðirnar eftir þangaðkomuna eru ekki að jafnaði að hugsa um bókmentir framar öðru, heldnr fyrst um að hafa ofan af fyrir sér, og svo um að ná í auð og Völd. En þegar þess er gætt, hve afarmikið íslendingar rita þar vestra, jafn-sár- fáir og þeir eru, tiltölulega, þá leynir það sér ekki, að það á rót sína að rekja til þess upplags, sem í þjóðinni er. Framar öllu öðru eru íslendingar vafalaust bókmentaþjóð að eðlisfari Alkunnugt er, hvern skerf Vestur- íslendingar hafa þegar lagt til um ræðanna um kirkju- og kristindóms mál. Snjallari rithöfundar í þeirri grein hafa aldrei verið til meðal Is- lendinga. Og mikill misskilningur væri það að gera sér í hugarlund, að þau ritstörf stæðu ekki í neinu sam- bandi við hæfileika alþýðunnar til að meta og skilja það sem ritað er — hæfileika þeirrar alþýðu, sem höfund- arnir eru dag hvern samvistum með og í samvinnu við. Hitt er fráleitt jafn-kunnugt hér á landi, að Vestur-íslendingar eiga þeg- ar allálitlegan hóp manna, sem við skáldskap fást, bæði í bundnu máli og óbundnu. Ég hefi ekki lesið alt, sem Vestur- Islendingar hafa prenta látið í þeirri grein. það væri sannast að segja ekki óskerð ánægja, og það mundi reyna nokkuð á jafnaðargeðið og stillinguna. En svo mikið hefi eg lesið, að eg hygg sð eg hafi gert mér rétta grein fyrir aðaleinkennum þessaran vestur- íslenzku bókmentagreinar, sem vitan- lega er enn í æsku. Fyrsta einkennið, sem athugall les- ari mun gera sér grein fyrir, er það, hve viðleitnin er einlæg við að láta skáldskapinn eiga fasta rót í lífinu — hugsunarlífi, félagslífi, heimilislífi Vest- ur-íslendinga sjálfra og náttúrunni, sem er umhverfis þá. Vitanlega má margt misjafnt um það segja, hvernig þetta takist. Alloft er lítið annað að virða en viljann í því efni. En svo verða menn að gæta þess, að hér er ekki neinn þjóðvegur, sern eftir verð- ur haldið. Hér er verið að ryðja brautina — koma upp bókmentum í nýju þjóðlífi, og það er ekkert áhlaupa- verk. Annað atriðið, sem naumast getur dulist, er það, hve ríkt kennir í þess- um skáldskap lífsskoðunar höfundanna, hver sem hún nú er. Vestur-íslenzk skáld vilja helzt segja alt, sem þeim býr í bjósti, í hvað litlu smákvæði sem er, klappa öllu, sem þeir unna, gefa öllu utan undir, sem þeim er í nöp við. Frá sjónarmiði listarinnar er það annmarki. En það ber að hinu leytinu vitni um þrótt í hugsana- og viljalífinu. þetta eirkenni hefir því bæði ann- markahlið og kostahlið, eftir því, hvernig á það er litið. Um kosta- hliðina getur orðið miklu meira vert en hina moð tímanum. En enn sem komið er bfer meira á annmörkunum. það stafar af því, að mentun þessara vest- ur-íslenzku skálda er yfirleitt svo miklu minni heldur en hæfileikar þeirra. Vitanlega hafa mennirnir les ið margar góðar bækur. En auðsætt er, að þeir hafa enn ekki melt þá and ans fæðu. Skilningur þeirra á mann- lífinu er svo grunnfær. Og hvenær sem eitthvað dregur út fyrir þeirra eigin skoðanir, er ekki um annað að ræða en algert skilningsleysi. Fyrir bragðið er svo skáldskapur þeirra orð- inn líkastur hranalegum æsingum þegar minst vonum varir. Öll eiga og vestur-íslenzku skáldin — jafnvel hin beztu — sammerkt að því, að formið veldur þeim meiri og minni örðugleika. íslenzkan sumra þeirra er í meira lagi blendin. Og hjá þeim, sem það verður ekki sagt um, svo sem hjá höfundi þeim, sem um skal rætt hér á eftir, er búningurinn öðru hvoru svo þunglamalegur, að ó- venjulega örðugt er að gera sér grein fyrir, hvað verið er að segja í raun og veru, hvort það er vit eía vaðall, þó að skeiðsprettirnír séu aðra stundina mjúkir og fagrir. Fremstur vestur-íslenzku skáldanna er vafalaust Stephan G. Stephansson, sem er bóndi vestur undir Klettafjöll- um. Skynugur lesandi er ekki lengi að ganga úr skugga um það, þegar hann lítur í þessa litlu bók, sem nú hefir komið út eftir hann, að hér sé um sannarlegt skáld að tala. Eg ef- ast um, að frumleikurinn sé ótvíræð- ari hjá nokkuru öðru íslenzku skáldi. Eótt til dæmis bendi eg á þessa lýsingu á vetrarmorgni: »í bungóttri fjalfellu’ af bláhvitri mjöll var byrgt uiðri völlur 0g gróf, og hrímþakin trén vóru svipleg að sjá sem sálir úr helfrosnum skóg; en mödökkur náttkólgu-hringurinn hár við heiðloftið svellgráa har; það var eins og himininn héngi við jörð og hefði’ orðið samfrosta þar. í skýlausa hvelfing var skuggaop hlátt svo skímulanst, ginandi, hljótt sem lofthliðið opnaðist langt nppi’ í geim að ljóslansri gjöranðn og nótt«. Ekki allfáir jafn-gagnorðir og vel kveðnir náttúrulýsingar-kaflar eru i þessu kveri. Eg vona, að menn kann- Í8t við, að með því sé ekki all-lítið sagt. Eg skal benda á kafla af öðru tagi: »Til framandi landa eg hróðurhng ber, þar brestnr á viðkvæmnin ein. En ættjarðar-böndum mig grípurhver grund, sem grær kringum íslendings hein. Eg skil, hví vort heimaland hjartfólgnast er: öll höppin og ólánið það, sem ættkvisl þin heið, rifjar npp fyrir þér hver árhvammur, fjallströnd og vað; og það er sem holtin sjálf hleypi’ í mann þrótt, þar hreystiraun einhver var drýgð; og svo er sem mold sú sé manni þó skyld, sem mæðrnm og feðrum er vígðU Getur lesandinn í fljótum hasti bent á innilegri ummæli um ættjörð vora en þessar aðdáanlega látlausu línur? Svo að kalla öll bókin er samstæð- ur kvæðaflokkur. Höf. er þar »á ferð og flugi«, á léiðinni til námabæjar eins og svo heim frá honum aftur. Af þeirri umgjörð ætti að mega ráða, að höf. ætlaði sér framar öllu öðru að draga upp skyndi-uppdrætti af því, sem fyrir augun ber — jafn-vel og honum lætur einmitt það verk. Anrtað getur naumast við þá umgjörð átt. Allra-sfzt mundi vera búist við því,að þessi hraða ferð yrði stöðugt að tilefni til þunglamalegra hugleiðinga og afai- þungra dóma. Hvorttveggja virðist svo ósamþýðanlegt sferðinni og flug- inu«. En vestur-íslenzk skáld eru nú svo gerð, sem áður var á vikið. f>au komast aldrei úr herklæðunum. Og jafn-ótrúlegt einB og það kann að virðast, eru þessi ferðaljóð framar öllu öðru — grimmileg árás á alt það, sem höf. er illa við. þyngstan hug ber hann til kirkjunn- ar. Höggin eru ekki spöruð. En öllu meiri vindhögg minnist eg ekki í svipinn að hafa séð. f>ar er skortur- inn á mentuðum skilningi svo átakan- legur, að það líggur við að vera grát- legt að sjá hann innan um annað, sem ber jafn-ríkt vitni nm óvenjulega hæfileika. Eg bendi á fyrsta höggið: »0g kirknanna rógur og krit út af þvi, hver Kristur i fyrndinni var, er kerlinga svardögutn svipaðast — ef ei saman nm ævintýr bar. Eg sleppi illyrðinu »rógur« — sem sagt er svona út í bláinn um þá stofnun, er ómótmælanlega hefir, hverjum augum sem menn annarslíta á trúarlærdóma hennar, haldið uppi æðstu hugsjónum mannsandans um nærfelt 19 aldir. En eg get ekki stilt mig um að fara nokkurum crðnm um þann skiln- ing, eða öllu heldur skilningsleysi, að umræðurnar um það, hver Kristur hafi verið, sé líkast kerlingarifrildi, þegar þeim ber ekki saman um ævintýri. Grundvallaratriðið í allri lífsskoðun mannanna er nú einmitt þetta: Hver var Kristur? Er það satt, að hann hafi sagt það, sem eftir honum er haft? Sé það satt, er þá óhætt að reiða sig á það? Um þetta hafa vitrir menn og fá- vitrir, voldugir og vesalir, allur hinn siðaði heimur hugsað öllu öðru fremur á þeim ævistundum mannanna, sem mest er um vert. Ekkert hefir rótað um í sálnm mannanna neitt líkt því eins mikið og þessi spurning: Hver var Kristur? Um ekkert hefir verið deilt af jafn-miklu ofurmegni viljans. Vegna hvers? Vegna þess að und- ir svarinu er komið hvorki meira né minna en það, hvernig eigi að lfta á alla tilveruna. f>að þarf svo sem enga kirkjutrú til þess að sjá annað eins og þetta — ekkert nema mentaðan skilning. Goethe sá það. Napoleon sá það. Eenan sá það. Tolstoi sér það. Allir sannmentaðir menn hafa séð það, hvað litla trú sem þeir hafa haft og hvað frábrugðnar sem trúarskoðanir þeirra hafa verið því, er kirkjan kennir. Svo skal eg benda á síðasta höggið. íslenzk stúlka hefir Ient út á ógeðs- legustu spillingarbraut. Að lyktum ferst hún í járnbrautarslysi — týnir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.