Ísafold - 06.01.1900, Blaðsíða 4

Ísafold - 06.01.1900, Blaðsíða 4
8 æpir Korsíkustúlkan óttaslegin og stekkur á fætur. »,Tá— frá þorparanum honumBarnes! Hann hefir komið henni til að gráta þarna hinum meginn við olíutrén«. »Við hvað áttu?« »Kg á við það, að hann er óttalega ástfanginn. fað á eg við. Bg—eg— hefi aldrei séð neinn biðja sér stúlku fyr—og—eg vissi, að hann ætlaði að biðja hennar, og í staðinn fyrir að setjast inn eða fara í rúmið, eins og mamma sagði mér að gera, laumaðist eg ofan hinn stigann og fór á eftir honum — ó hvað eg varð hrædd við þau!« Marína rekur upp hlátur. »|>egar eg kom fyrst auga á þau bak við rósarunnann, þá var hann spölkorn frá henni og hún leit £ hann þeim augum, að eg hélt endilega, að hann mundi hrökkva burt aftur. En það varð ekki af því. Hann gekk beint að henni og sagði þessi þrjú orð: *Eg elska yður!« Og hún hefði sjálf- sagt oltið út af, ef hann hefði ekki tekið hana í faðm sér. Og svo sagð- ist hún hafa orðið svo yfirkomin af þessum óvænta atburöi — jú, það er nú líka helzt að segja. f>að var nú beinlínib lygi — og svo hvíslaði hann einhverju að henni, sem eg gat ekki heyrt«. »Og Enid — sagði hún ekkertki spyr Marína með ákefð. »Hún gat víst hreint ekkert sagt; því að hann kysti hana í einni sífellu. En svo spurði hann hana um eitt- hvað. Eg heyrði hann sagði »mánuð«, og þá sagði hún: »Nei, nei, ekki svo fljótt*. Svo sagði hann: »|>á tvo mánuði«. Og hún svaraði þá: »|>að verður að vera eins og þú vilt«. En nú var Marína búin að fá ráð- rúm til að hugsa sig dálítið um: »Segðu ekki nokkurt orð frekar, ó- þektarormurinn þinn! |>ú hefir svik- ist að þeim á helgustu stundinni á allri æfi þeirra. Og svo bætirðu gráu ofan á svart með því að koma hingað og þvaðra um það, sem þú hefir séð. Parðu inn í herbergið þitt, og látirðu sjá þig aftur í dag, skal eg segja henni móður þinni, hvaða kjaftakind þú ert. Farðu nú strax!« Maud fer skælandi og Marínu vökn- ar sjálfri um augu. Hún er enn dá- lítið rauðeygð, þegar frk. Anstruther kemur inn einstaklega stillilega. — Nokkuð er hún samt rjóð í kinnum og hárið á henni fer ekki sem bezt. Hún gengur beint til Marínu og segir: »Hvers vegna komuð þér ekki með mér eftir morgunmatinn?« »Fóruð þér nokkuð ein?« spyr Mar- ína. »Já; og svo sá Burton-------Barnes á eg við — aumur á raér og kom-------- en hvers vegna starið þér svona á mig? Ó, hver hefir getað sagt yður það—?« »Maud«. »Maud? Hvernig gat hún vitað—?« »Hún sá það«. »Sá það? Eg verð að ná í hana. Hún gengur frá manni til manns og segir það öllum í hótellinu — ó, hvað á eg að gera?« Hún ætlar að flýta sér út úr her- berginu til þees að ná í stelpuna og koma henni til að þegja annaðhvort með góðu eða illu. En _ þá vefur Marína hana að sér og segir: Aflast heflr mikið vel á Eyrarbakka þessa viku, eftir að veðrinu slotaði. Tvíróið þriðju- dag og miðvikudag, og fengust 60—80 í hlut af vænstu ýsu. _______ / Vinsölu-haft eigi all-lítið verða þau sýnilega, á- fengislögin nýju, með hinu háa árgjaldi, auk mikils gjalds fyrir söluleyfið sjálft, hvort heldur er til verzlunar eðaveit- ingar. Af 28 kaupmönnum hér í bæ, er á- fengi seldu til áramóta, heldur ekki nema helmingurinn áfram, 14 alls. En á Akranesi er mælt að öll áfeng- isverzlun hafi hætt gersamlega með nýárinu. Sama er að segja um Hafn- arfjörð; en í Keflavík kváðu all- ar verzlanirnar halda áfram. Ein ný-upprisin smáverzlan á Akranesi hafði ætlað sér að halda áfram. En náunginn hafði þá til æði-margar kær- ur á hann fyrir ólöglega veitingu und- anfarið, er honum var hótað að láta yfir hann dynja að öðrum kosti, og sá hann sér þann vænstan, að hætta heldur öllum tökum. Hitt og þetta. Erkibiskupirm í Jórvík var á ferð í sum- ar á járnbraut og það í þriðja (lakasta) farrými; eu þar er oft misjafn sauður í mörgu fé. Svo vildi til i þetta skifti, að samferða honum — í sama kleía — voru 2 drukknir erfiðismenn og fleiri ekki. Þeir þektu hvorugur erkibiskupinn. Alt í einu bar annar þeirra sig upp undan því, að hann hafi mist 5 punda bankaseðil (nál. 90 kr.), er hann hafi haft á sér, og segir að annarhvor samferðamanna sinna hljóti að hafa tekið seðilinn. Fer hann fram á, að þeir snúi við vösum sinum, til sanninda- merkis um, að þeir hafi hvorugur tekið seðilinn. Erkibiskupi fer ekki aðverðaum sel. Hann mundi að hann hafði einmitt á sér 6 punda seðil. flonum dettur snjall- ræði í hug í kröggunum. Hann læst sofa. Þegar sá, sem seðilinn þóttist hafa mist, er búinn að láta félega sinn snúa við vösun- nm, þokar hann sér nær erkibiskupi og heimtar harðri hendi og með mikilli há- reysti, að hann geri slíkt bið sama. Erki- biskup hrærir hvorki legg né lið. Loks skerst lagsmaður hins í leikiun og segir: »Beyrðu, Villi, lofaðu manninum að sofa i næði; sérðu ekki, að hann er enn þá druknari en þú?« Hinn lét sér seg.jast, og losnaði erkibiskup þannig úr kröggunum. Öfund. Páll: Þarna er maður, sem eg öfunda alt af. Jón: Af hverju þá? Pdll: Af því að hann bað einu sinni konunnar minnar, áður en bún átti mig, og fekk hryggbrot hjá henni. Fornsöguþættir työ bindi er búið hafa til prentunar þeir Pálmi Pálsson og p 'irhallur Bjarnarson fást bókverzlun i Isafoldarprentsmiðju og kosta í einföldu bandi 1 kr. hvort bindi, en í viðhafnarbandi kr. Fyrra bindið (Yl-f 244 bls.) eru goða- sögur og forneskjusögur: Formáli. Upphaf heims. Jötnar. Af Borssonum. Jörð ok himinn. Sól ok máni. Nátt ok dagur. Yindar. Arstiðir. Bifröst. Dverg- ar. Alfar. Askr Yggdrasils. Mannkyn. Óðinn ok Frigg. Þórr. Ullr. Baldr Heimdallr. Bragi. Höðr. Víðarr. Váli. Týr. Njörðr. Freyr. Freya. Loki. Ragna- rökkr. Úr Hávamálum. — Völsungar. Helgi Hundingsbani. Sigurðr Fáfnisbani. Guðrún Gjúkadóttir. Ragnarr loðbrók. Hrólfr kraki. Böðvarr bjarki. Angantýr ok Iljálmarr. Hildr Högnadóttir. Fróði Fríðleifsson. Skýringar (á torskildum orð- um m. m.). Siðara bindið (230 bls.) eru íslendinga- sögur (I.): Ingólfr Arnarson. Úlfljótr. Þórðr gellir. Skafti Þóroddsson. Hall- gerðr langbrók. Gunnar at Glíðarenda. Njáll, Bergþóra, Njálssynir. Kári Sölmund- arson. Ormr Stórólfsson. Sighvatr skáld. Þorsteinn tjaldstæðingr. Þorsteinn rauð- nefr.—Skýringar (á torskildum orðum m m.). Alþýöufyrirlestur heldur konsúlent Sigurður Sigurðsson á morgun kl. 5 e. h. í Iðnaðarmanna- húsinu, um Um sveitalíf í Danmörku og Noregi. Sýndar skuggamyndir frá Noregi. Næstk. fardagaár 1900 fæst tómthús leigt, í Akrakoti á Alfta- nesi. Aðgetigilegir skilmálar. Semja má við Jón Hallgrímsson Skildinganesi. 10—20 kr. yerðlaun. Umdæmisstúkan nr. 1 í Suðurumdæmi Islands heitir verðlaunum til handa hverjum þeim, sem kemur upp og sann- ar brot gegn lögum um verzlun og veit- ingu áfengra drykkja 11. nóv. 1899. Lög þessi geta menn lesið í Alþingistíðind- utium 1899 (C. bls. 535—538), Stjórn- artíðindunum 1899 (A. bls. 176—184) og desemberblaðinu af »Good-Templar« 1899, svo og í Isafold í dag. Þetta tilboð nær yfir Borgarfjarðar- sýslu, Kjósarsýslu, Reykjavík og Garða- og Bessastaðahrepp í Gullbringusýslu. Verðlaunin eru: 10 kr. fyrir uppljóst- ur fyrsta brots, 15 kr. fyrir annað og 20 kr. fyrir þriðja brot, sém sannað er. Reykjavik, ö. jan. J900. í umboði umdæmisstúkunnar Sigurður Jónsson barnakennari. Jö'rðin Stóra-Fellsöxl í Skilmannahreppi í Borgarfjarðarsýslu fæst til kaups eða ábúðar i fardögum þ. á. Meun snúi sér til Olafs Jónsson- ar, sem nú býr á nefndri jörð, eða til landlæknis Jónassens. Seldur óskilafénaður í Kjósar- hreppi haustið 1899: 1. Mórautt gimbrarlamb,mark: stúf- rifað standfjöður fr. hægra, blaðstýft og biti aftan standfjöður fr. vinstra. 2. Bíldótt geldingslamb, mark: stýft hægra (illa gjört). 3. Svartflekkótt hrútlapab, mark: standfjöður fr. hangfjöður aftan hægra, hófbiti fr. vinstra. 4. Svartflekkótt geldingslamb, mark: blaðstýfc fr. vins’ra. ð. Hvítkollótt gimbrarlamb, mark: stúfrifað hægra, tvírifað í sneitt aft. biti fr. vinstra. 6. Hvítt gimbrarlamb, mark: sneitt aft. hægra, heilhamrað vinstra. 7. Hvítt gimbrarlamb, mark: sneitt aftan hægra, vaglskorað fr. biti aftan vinstra. 8. Hvítur lambhrútur, mark: blað- stýft aftan standfjöður fr. hægra, tvær standfjaðrir aftan vinstra. 9. Hvítt gimbrarlamb, mark: gat hægra. 10. Hvítt lamb, mark: sneitt fr. biti aft. hægra, sýlt gagnbitað vinstra. 11. Sva,rtur sauður veturgamall, mark: hvatt hægra, heilrifað vinstra. 12. Mórauð ær, mark: gagnfjaðrað hægra, sneitt og biti aftan vinstra. Hornamark: sneiðrifað standfjöður aft. hægra, lögg aft. vinstra. Brennimark, Kjós á hægra horni, G. S. á vinstra (ólæsilegt). 13. Svart lamb, mark: standfjöður og biti fr. hægra. Neðra-Hálsi 27. desbr. 1899. pórður Guðmundsson. Mér voru dregin tvö lömb í haust, svart- ur brútur og hvit gimbur með minu rétta marki: heilhamrað hægra,sneittaftan vinstra. Þar eg veit ekki til að eg eigi lömb þessi, getur sá, er sannar eignarrétt sinn á þeim, vitjað andvirðis þeirra til mín, að frá- dregnum kostnaði og samið um markið. Hliði á Yatnsleysuströnd, 23. des. 1899. Guðfnna Halldórsdóttir. VS" Vatnsleysustrandar- og sunnanmenn eru beðnir að vitja Isa- foldar i afgreiðslu hennar Austurstræti 8. Leikfélag Reykjavíkur Annað kvöld (sunnudag) í fyrsta sinni: „Ungu hjónin“ skemtileikui í þrem þáttum, eftir Poul Nielsen. Milli þátta spilar hr. Brynjólfur porláksson á harmóm'um. Þakkíirávarp Eg undirskrifuð finn mér hæði ljúft og skylt að votta opinber- lega mitt innilegasta hjartans þakklæti öll- um þeim sem réttu hjalparhönd Guðmundi sál. syni minum, er andaðist á Reykjavik- urspitala næstl. suir.ar. Sérstaklega þakka eg systrmn minum Guðbjörgu, og Guðnýju hjúkrunarkonu á Laugarnesspitala, og hinni siðarnefndu, sem fyrir utan alla móðurlega hjálp og umönnun gjörðu útför hans sæmi- lega ásamt heiðurshjónunum Guðmundi Einarssyni í Læknisnesi og Kristinu Olafs- dóttur. Bið eg þann, sem ekkert kærleiks- verk lætur ólaunað, að endurgjalda þeim af rikdómi náðar sinnar. Ytri-Kárastöðum í Vatnsnesi. Guðrún Guðmundsdóttir. F.JARMARK Bjarna Brynjólfssonar á Bæjarstæði á Akranesi er: Geirstýft hægra, sneiðrifað framan vinstra og biti aftan. Hér með tilkynnum vér undirritaðir hinum heiðruðu skiftavinum okkar, að vér frá því í dag höfum hækkað verð- ið á öllum bjórtegundum um eyri pr. hálfflösku. C. Zimsen. J. G. Halberg. W. Ó Breiðfjörð Th. Thorsteinson Býlið Laugarnes í Reykja víkur lögsagnar umdæmi fæst til ábúðar frá fardögum 1900. Menn snúi sér til undirskrifaðs for- manns bæjarstjórnarinnar. Bæjarfógetinn í Rvík 23. des. 1899. Halldór Daníelsson. Jörðin Landakot á Álftanesi fæst til kaups eða til ábúðar í fardögum 1900. — Meun semji við C Zimsen. Cppboðsauglýsing. Föstudaginn 12. þ. m. kl. 11 f. hád. verður opinbert uppboð haldið á Lauga- vegi nr. 12 og þar samkvæmt beiðni Sveins kaupm. Einarssonar seldur ýmisl. búðarvarningur, svo sem háls- tau, axlabönd, hálfklæði, eldspítur, skósverta o. m. fl. Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum. Bæjarfógetinn í Rvík, 3. jan. 1900. Halldór Daníelsson. Uppboðsauglýsing. I framhaldi af uppboði þ. 8. þ. m. í Aðaktræti nr. 10 á þrotabúi, Sveins kaupm. Árnasonar verða seldir ýmsir lausafjármunir, svo sem búshlutir, fatnaður o. fl. tilheyrandi dánarbúi þuríðar Kuld. Bæjarfógetinn í Rvík, 5. jan. 1900 Halldór Daníelsson. Alls konar prjón tekur að sér með lægsta verði Guðrún Þorláksdóttir, Vest- urg. 24. Til ábúðar í næstu fardögum 1900 fæstjörðin HKRRÍÐARHÓLL í Rangárvallasýslu. Nánari upplýsingar gefur ábúandi téðrar jarðar eða Sigurður Daníelsson pt. Reykjavík. Telefóníélagið- Næsta laugardag, 13. þ. rn., kl. 5 síðdegis, verður árs- fundur Telefónfélags Reykjavikur og HafnarfjarSar haldinn á skrifstofu ísa- foldar. Þar verður lagður fram endur- skoðaður ársreikningur um árið 1899, stjórn kosin og endurskoðunarmenn, og rædd þau félagsmálefni, er upp kunna að verða borin. Hafnarfirði 4. jan. 1900. Jón pórarinsson p. t. form. Utgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson. Isafo! darprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.