Ísafold - 06.01.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.01.1900, Blaðsíða 3
7 Frumleikur og röksenidir rektors. *|>að geturðu sjálfur verið«, segja Beykjavíkur-krakkarnir, þegar stungið er að þeim einhverju miður þægilegu, sem þeir ráða ekki við. Og sjálfsagt í því skyni að sýna hinn óviðjafnan- lega frumleik i rithöfunds-hæfileikum sínum fer rektor eins að. |>egar Jsa- fold segir frá *einurð r. fcíors«, ritar rektor í þjóðólfi um »einurð liinarsv.. En það er ekki alveg nóg að vera svona barmafullur af frumlegri fyndni, eins og rektor, geta svona viðstöðu laust (eftir 3 vikur) varpað fram jafn- meinlegu svari eins og þessu: »jpað geturðu sjálfur verið«. Ofurlítið þarf líka af röksemdum, ef maður vill á annað borð fara að svala þrætugirni sinni og bera í bæti- fláka fyrir ráðríki sitt og þjösnaskap. Og auðvitað hefir rektor haft veður af því. jpær röksemdir eru ekki allar komn- ar enn — hvort sem það kemur nú til af því, að þessi andlega áreynsla hefir orðið of mikil fyrir rektor, jafn- framt jólagleðinni og bæjarstjórnar- kosninga-vastrinu, eða af hinu, að »þ>jóðólfi« hefir ekki þótt fæðan nógu lostæt til þess að bera hana á borð alla í einu, ekki matvandari en hann er þó. f>að er ekki nema sjálfsagt, að bíða með að athuga þessar röksemdir, þangað til þær eru allar komnar. En trúað getum vér rektor fyrir því, að hann má herða sig betur í »f>jóðólfi« næst heldur en í gær, ef þessar stæl- ur hans eiga að geta aukið veg hans til muna. Við fáum nú að sjá. Bæjarstjórnarkosning. Hér var kosið í bæjarstjórn mið- vikudag 3. þ. m., af hærri kjósenda- flokknum, þeim er gjalda mest til sveitar, nær 300 á þeirri kjörskrá. f>að var minni hluti bæjarstjórnarinnar, 4 af 9. f>eir sem frá áttu að fara voru: Eiríkur Briem prestaskólakennari; H. Kr. Friðriksson f. yfirkennari; dr. J. Jónassen landlæknir og lektor |>órh. Bjarnarson. Tveir þeirra skoruðust undan endurkosningu, lögum sam- kvæmt, með því engiun þarf að vera í bæjarstjórn lengur en 6 ár í senn; það voru þeir Eiríkur Briem og dr. J. Jónassen. Kosningu hlutu, til 6 ára: Giiðm. Björnssou kéraðsl. m. 135 atkv. Sighv. Bjarnason bankab. með 111. f*órh. Bjarnarson lektor ineð 94 atkv. Sigurður Thoroddsen ingenieur með 88 atkv. Næstur þeim hlaut Björn Kristjáns- son kaupm. 81 atkv. Aðrir, sem kjöri voru, allir fyrir neðan 40. Nær helmingur kjósenla átti þátt ko8ningunni, eða 146 af 298. Nokkur. ir fleiri sóttu kjörfund, en komu of seint. f>að er óvenjumikið. Við síð- ustu kosningu sams konar, 1894, komu ekki nema 40 á kjörfund; en þá voru reyndar meira en helmingi færri á kjörskrá. f>að er nýlunaa, hve óvenjumikið var fengist við að undirbúa þessa kosn- ingu núna. Mikiö af hinum mörgu félögum bæjarins með tíð fundarhöld og prófkosningar. Loks almenrur undirbúningsfundur kvöldið fyrir kosn- inguna, allfjölsóttur og fjörugur — stóð meira en 3 stundir — og hafðist þar fram samkomulag um einmitt þá 5, er langflest fengu atkvæðin á kjörfundin- um; einn þeirra hlaut úr að ganga, er til kosninga kæmi, enda varð það sá, er þar fekk fæst atkvæðin þeirra 5. f>að er og eftirtektavert, að héraðs- læknir Guðm. Björnsson, sem hafnað var við síðustu kosningu, fyrir 3 árum, ■ 1 =F= fær nú langflest atkvæði, kosinn nær í einu hljóði; enda er það alkunnugt, að mótspyrnan þá var alls eigi sprott- in af neinu vantrausti á bæjarfulltrúa- hæfileikum hans, heldur af sérkynjuðum æsingi úr einstökum mönnum. Vel fór það og, að hr. Sigurður Thoroddsen komst í bæjarstjórn, hinn eini kjörgengur mannvirkjafræðingur á landinu; slíkrar sérþekkingar, sem hann hefir til að bera, stórþarfnast hver bæjarstjórn, því fremur, sem bærinn er stærri. IXorðmamia-samskotin. Fyrirtaksvel er tekið áskoruninni í sjðasta blaði _— í orði, hvað sem verð- ur á borði. Svo er öllum hlytt til Norð- manna, auk þess sem engin þjóð skilur og þekkir betur en vér önnur eins mannskaða-slys og hér ræðir um. Lílc- legasta leiðiu til þess að hafa eitthvað saman hór í bænum eru almennar kveld- skemtanir: samsöngvar, sjótileikir, o. fl., eða þá tombóla; og hafa /msir til þess færir bæjarmenn eða félög mikinn hug á því. í»ióðræknis-svikamylnan. Fyr má nú vera blaðamensku-vesal- dómur en að geta aldrei um frjálst höfuð strokið fyrir logandi hræðslu um að geðjast ekki þeim og þeim, Páli eða Pétri, Jóni eða Sigurði, er hlutaðeig- andi blaðræfill heldur sig eiga eitthvað undir. Að hafa ekki fyrst og fremst kjark til annars en að dansa alveg eft- ir höfði fáeinna ráðríkra vina og kunn- ingja, í þeirra þágu einna og ekki annara, hversu greinilega sem það ríð- ur í bág við almennings-hag. jpeim er t. d. einhverra hluta vegna ami í mjög mikilsverðu framfarafyrirtæki eða áríðandi nytsemdarstofnuc; það hlynn- ir ekki að eiginhagsmunum þeirra, verulegum eða ímynduðum, svo ræki- lega, sem þeir hefðu á kosið; og vægð- arlaust er veslings-gagninu skipað að taka í þann strenginn eða þá að þeir færa sér í nyt heimsku þess og fá- kænsku til að telja því trú um, að þetta só það eina rétta. Valdamönn- um má það aldrei segja til syndanna, hvað sem þeir aðhafast aðfinningar- vert frá almennu sjónarmiði, ef þeir eiga eitthvað undir sér, það er gagn- inu getur staðið einhver óhagur af. Hitt er annað mál, að þurfi kunningj- arnir eitthvað að svala sér á slíkum manni og gagnið telur sér hættumeira að misþóknast þeim, þá er vel komið að beita tönnunum. En þó veit það sér ríða lifið á, að þóknast almenningi; þar er kaupendafjöldanum fyrir að gangast. Fyrir vinina og kunningjana eða valdamenuina verður það ef til vill að amast við flestu eða öllu, er þjóðinni horfir til þrifa. Aukið sjálfs- forræði má hún meðal annars með engu móti fá, vegna þess, að óvíst er, að valdamennirnir eða vinirnir, sem málgagnið þjónar, telji sér nokkurn hag í því eða ábata; getur þvert á móti ef til vill orðið til hagsmuna mótstöðumönnum þess og þeirra, — hugsa þeir. En hvernig á það svo að halda hylli almennings með þessu lagi, með því að koma hvarvetna fram eins og argasta afturbaldsmálgagn? Til þess hefir það það ráð, að kjassa lýðinn í orði sí og æ, kalla sig »þjóð- «legt« og nóháðn (ætti að vera: öllum háð) og frjálslynt, og djarfmælt í garð höfðingjanna og þar fram eftir götun- um. jpað lag hafa líka féfanga-flagarar. f>eir kjassa þá, sem þeir ætla sér að hafa út úr fé eða annað liðsinni, smjaðra fyrir þeim, eins og þeir bezt geta, gerast elsku-vinir þeirra í orði, til þess að eiga hægra með að laum- ast í vasa þeirra. Slík málgögn halda lýðinn jafn- heimskan sér. Halda sig geta farið með hann eins og tóan fór með hrafninn: hún hældi honum fyrir, hvað hann hefði ljómandi fallega rödd, til þess að geta náð í kjötstykkið, sem hann bar í goggnum. f> tta skíra þau þjóðrækni. Mala svo á þá þjóðræknis-svikamylnu alla tíð, — eru alla tíð að streitast við að mala sér þann veg gull úr vösum fá- tækrar alþýðu, eins og ambáttirnar mólu forðum gull til handa Fróóa konungi. Hafsteinn Pétursson fyrv. Tjaldbúðarprestur í Winnipeg, er þaðan farinn alfari og kominn til Khafnar; lofaðist þar brátt danskri stúlku og giftist henni að vörmu spori. Tilhæfulaust kvað það vera, að hann hafi nokkura atvinnu við Gyldendals bókverzlun; hafði og að sögn aldrei stað- ið til, þótt það væri látið í veðri vaka. Póstkassar eru nú komnir upp hér í bænum, að dæmi þess er gerist annarsstaðar, 4 alls, og tæmdir 1 sinni á dag, að morgni, sem er heldur lítið, úr því verið var að þessu á aunað borð. Burðargjaldið inn- an bæjar á að vera 4 aurar, en 5 a, frímerki verið notuð að sinui, með því hin voru ólcomin. Ný lög. Fáein smálög frá síðasta þingi hafa hlotið konungsstaðfesting 5. des. 17. Um friðun á Hallormsstaðar- skógi; 18. Um að Staðarsókn í Súganda- firði verði sérscakt brauð (breyt. á prestakallalögum frá 1880); 19. Um ákvörðun verzlunarlóðar- innar á ísafirði; 20. Löggilding verzlunarstaðar að Suðureyrarmölum í Súgandafirði; 21. Löggilding verzlunarstaðar við Norðurfjörð í Strandasýslu. Óveltt brauð. Útskálar í Kjalarnessprófastsdæmi (Utskála- Hvalsness- og Kirkjuvogs- sóknir).— Lán til húsbyggingar hvílir á prestakallinu, tekið 1889, upphaflega 7500 kr., er afborgast með 300 kr. ár- lega í 25 ár (Stj. tíð. 1889, B. bls. 78). — Metið 1696 kr. 88 a. — Veit- ist trá fardögum 1900. Auglýst 6. jan. Umsóknarfrestur til 20. febr. Akureyri í Eyjafjarðarprófastsdæmi (Akureyrar- og Lögmannshlíðarsókn- ir). Með lögum 13. desbr. 1895 er jörðin Hrafnagil lögð frá brauðinu til Grundarþinga prestakalls; uppbótin úr landssjóði til endurgjalds fyrir Hrafnagil fellur burt (Stj. tíð, 1895. A. bls. 170). — Metið 1897 kr. 39. a. — Veitist frá fardögnm 1900. — Auglýst 6. janúar. Umsóknarfrestur til 20. febr. Veðurathuganir i Reykjavik eftir landlækni Dr J.Jónas- sen. s- ©*g Hiti (á Celsius) LoftVOg Vpftnrátt (millimwt.) v eouratt. nótt |umhd| Ard. siÓd. árd. siód. 23. o + 3 134.1 736.6]Sv b djSv h d 24. — 7 + 7 749.3 759 5lN hv b!N hv d 25. -4- 5 + 5 762 0 762.0 N h IiN h h 26. -4- 5 + 2 762 0 769 6 N hv d N hv d 27. + 3 0 772.2 7o9.6N h b o h 28. -F 4 + 1 769 6 769.6 N hv h N hv b 29. —1— 7 + 7 767.1 762 0 N hv b N hv b 30. -F 7 + 4 759 5 759.5 N hv d N hv d 31. -r 7 + 5 7o2 0 764.5 N hv b N hv d 1. — 2 + 2 764 5 764.5 N hv b N h b 2. -F 3 0 764.5 764.5 a h b o b 3. — 4 + 3 769 6 761 ö! o b a h b 4. 4. 0 + 8 + 1 759 5 741 2 7ól 8|a h d a h d a h d Gekk til norðurs að morgni h. 24. des. og hefir verið hvass á norðan, oft hráðhvass alt til h. 1. þ. á, er hann vægði að kveldi; logn og hjart veður 2. og 3., fór svo að rigna hinn 4. Meðalhiti i des. á nóttu 2.1 (i fyrra + 2.1) á hád. -f- 0.2 (í fyrra + 0.7) Verzluuarfréttir. þetfa var verð á ísl. vörum íKhöfn dagana sem Vesta fór þaðan um miðj- an f. mán. Saltfiskur 63—64 kr. (skpd.), smá- fiskur 60—61 kr., ýsa 44 kr., vorull hvít 64 a. pd., mislit 43 a., æðardúnn —12 kr.; sauðakjöt 40 kr. tunnan. UU að hækka í verði. Gott útlit með sölu á fiski. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter. XXXII. III. kafli. Fjórtándi kapítuli. Símrit frá Gíbraltar. Morguninn eftir er veður bjart og sól skín í heiði yflr Monaco. f>að er eins og Barnes verði innblásinn af nátt- úrufegurðinni, meðan hann er að klæða sig og hórfa út um gluggann. »í dag«, tautar hann fyrir munni sér. Svo lítur hann á höndina á sér, til þess að gæta að, hvort hún sé ekki jafn-stilt eins og hún á að sér, og seg- ir svo hróðugur: »Skjálfhendur er eg ekki minstu vitundU Fröken Anstruther kemur nú ofan til að borða morgunmat. I dag hefir hún engan höfuðverk; hún lítur á hann eftirvæntingar-augum; en jafn- framt er eins og óttabragð á henni og hún borðar mjög lítið. »f>ér hafið alveg mist þá góðu mat- arlyst, sem þér höfðuð, Enid«, segir lafði Chartris. »Já — og eg veit, hvernig á því stendur«, segir Maud; hún hefir um nóttina fengið alt hugrekki sitt aftur. »J>að stafar af bréfinu, sem þú fekst í morgun, mamma; því að þar stóð að von sé á »hinum«. »Hinum?«, segir móðirhennar. »Eg skil ekki — ó, þú átt við Ferris lá- varð!« Hún skilur þegar, að bún muni hafa verið of opinská; því að fröken Anstruther er orðin að einu blóðstykki í framan, og Barnes ham- ast. með hnífnum á nautaketssteikinni, alveg eins og hann væri að fást við þennan »hiun«. Lafði Chartris snýr sér því að krakkanum óþekka: »Hefi eg ekki sagt þér það í eitt skifti fyrir öll, Maud, að þú mátt ekki vera að hnýsast í bréfin mín? Farðu upp og í rúmið!« »En mamma — eg er ekki búin að borða morgunmat enn!« •Farðu upp, segi eg !« »Mamma, eg er ekki búin —« •Ætlarðu ekki að hlýða?« »Mamma!« Maud er þá komin nokkura leið frá borðinu og farin að kveina. Barnes lítur upp frá steikarbttanum, og tekur ettir því, að frk. Anstruther er líka farin. Hann stendur upp, fer út a veggsvalirnar, kveikir sér í vindli og aegir við sjálfan sig, eftir að hann hefir blásið reykjarstrokunum út úr sér noiíkurum sinnum: »En hvað veðrið er gott«. Hann svipast um og sér þá kjól, sem hann kannast vel við, blakta f því horni garðsins, sem fjærst honum er. þangað hraðar hann ferðinm, fleygir frá sér vindlinum og segir í lágum róm og blíðlegum: »Enid« ! * * * Halfri klukkustund síðar kemur Maud í hendingskasti inn í herbergi Marínu og hvíslar að henni: »Segið þér ekki eftir mér. Mamma heldur, eg sitji í sneypuskotinu. — Hlaupið þér ofan og bjargið henni Enid !* »Bjarga henni Enid? Frá hverju?*

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.