Ísafold - 06.01.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.01.1900, Blaðsíða 2
6 lífinu einmitt fyrir þá sök, að hún bjargar barni. íslenzkur prestur er með í ferðinni og hann er beðinn að halda ræðu yfir líki stúlkunnar, þegar það er jarðað. Hann ætlar ekki að fást til þess, gerir sér í hugarlund, að það muni vera einhver óvirðing fyrir sig að tala yfir líki slíkrar konu! Samt lætur hann tilleiðast, þegar þar- lend kona, móðir barnsins, er bjargað var, gefur honum fé til þ ss. Eg læt ósagt, hvort nokkur prestur í kristninni hefði hugsað og hagað sér á þann hátt, þó að eg geri mér í hug- arlund, að svo mundi fæstum hafa farið. þeir hefðu sjálfsagt talað mjög misjafnt, en ekki er mér það skiljan- legt, að þeir hefðu talið sér óvirðing búna með því að vera við útförina riðnir — sem prestar. En hítt þori eg afdráttarlaust að fullyrða, að ekkert högg getur verið meira vindhögg en þetta á vestur-ís- lenzku prestana. Eg þekki þá sem sé alla, nema einn — og hann þekkir St. G. St. ekki heldur. fæirra grundvallarregla er sú, að tala fyrir almenningi um þá hluti, er heyra guðsriki til, hvenær sem þeir eigakost á því. Og jafn-lítill sannleikur eins og er í ákærunum á hendur þeim fyrir stífni og þvergirðingsskap, þá er þó svo mikill sannleikur í þeim, að þeir gera ekki það fyrir einhverja peninga- þóknun, sem þeir tjá sig ófáanlega til að öðrum kosti. Eg trúi ekki öðru en aðbæði prestavinum og pr, stafjöndum vestra muni þykja nokkuð brosleg sú einkenning á vestur-íslenzkum prestum, sem hér er um að ræða. f>essi litla bók er gullfalleg að því, er útgefandinn hefir til hennar lagt. Og það er svo mikið gull í henni inn- an um sorann, að íslendingar ættu að kaupa hana. E. H. Áfengislöggiöfin nýa. Lögin frá í haust, 13. okt., um verzl- un og veitingar áfengra drykkja, er í gildi gengu nú með þessu ári, eru svo áríðandi og almenningi svo nauðsynlegt að þekkja þau nákvæmlega, og hafa þau í höndum, að rétt þykir að birta þau hér í heilu lagi, þótt rúmfrek sóu nokkuð svo : 1. gr. Hver sá, er rekur verzlun með áfenga drykki — sbr. þó 3. gr. — borgar i landssjóð 500 króna árlegt gjald fyrir hvern sölnstað, og skal það greitt fyrir fram fyrir eitt ár i senn, en lögreglustjóri innheimtir. Alstaðar þar sem áfengir drykkir eru nefndir í lögum þessum er með þeim talið staðjastað öl. 2. gr. Þeir menn og verzlunarfélög, að undanskildum kaupfélögum og pöntunarfé- lögum, sem hafa rétt til að reka verzlun með áfenga drykki, er lög þessi öðlast gildi, halda þessum rétti gegn því að borga gjald það, er segir í fyrstu grein. Hluta- félög, samlög og aðrar stofnanir, er eigi verða eigendaskifti að, halda þessum rétti, þó eigi lengur en um næstu 15 ár. Þeir menn, sem vilja öðlast rétt til á- fengisverzlunar, þurfa sérstakt leyfisbréf, sem að eins gildir fyrir einn sölustað, er i því sé nefndur. Leyfisbréfið gefur amt- maðnr út, og gildir það að eins 5 ár, og verður að fá nýtt leyfisbréf að þeim tíma liðnum. Fyrir hvert leyfisbréf grciðiet 500 króna gjald, er rennur í landssjóð. Amtmaður úrskurðar, hvort veita skuli leyfisbréf, að fengnu áliti hreppsnefndar eða bæjarstjórnar. A stöðum, þar sem önnur verzlun með áfengi er fyrir, ber að veita það að jafnaði, ef hreppsnefnd eða bæjar- stjórn er því meðmælt. A stöðum, þar sem engin þess háttar verzlun er, má ekki veita það, nema hreppsnefnd og sýslunefnd eða bæjarstjórn sé þvi meðmælt. 3. gr. Til þess að mega verzla með á- fenga drykki á skipi á löggiltum verzlun- arstöðum þarf sérstakt leyfisbréf og greið- ist fyrir það 600 krónagjald til landssjóðs; en gjald fyrir notkun á þvi skal eigi greiða. Leyfisbréfið gefur amtmaður út og gildir það að eins í eina verzlunarferð, og er á verzlunarstað er komið, skal sýna það lög- reglustjóra, áður en verzlað er með vin- föng á þeim stað. Leyfisbréfið má eingöngu nota á höfnum þeim, þar sem heimilt er að verzla með drykki þessa á sjálfum verzlunarstaðnum. 4. gr. Eigi má selja áfenga drykki í smærri skömtum en hér segir: a) af víni á fliiskum með iakki eður inn- sigli fyrir, sömuleiðis af brennivíni, rommi, konjakki, púnsextrakti eða þvi- líkum drykkjum, ekki minna en 3/4 úr potti: b) af öli á tré-ílátum ekki minna en V4 úr tunnu; c) af öli á flöskum ekki minna en 2 þriggja- pelaflöskur eða 4 hálfflöskur (l'/a pela- flöskur). 5. gr. Hver sá maður, þar með taldir verzlunarmenn og forstjórar og starfsmenn kaupféiaga og pöntunarfélaga, sem ekki hefir sjálfur leyfi til að verzla með áfenga drykki, en pantar þá handa öðrum eða annast um sendingu á þeim til annara frá kaupmönnum á Islandi, er leyfi þetta hafa, eða frá stiiðum fyrir utan Islan l, gjörir sig sekan í ólöglegri verzlun. 6. gr. Hver sá, er rétt liefir til veiting- ar áfengra drykkja, skal borga í landssjóð 300 kr., ef veitingahúsið er i kaupstað, en 200 krónur utan kaupstaðar í árlegt af- gjald, og greiðist það á sama hátt og af- gjaldið af verzluB með áfenga drykki. 7. gr. Nú vill maður öðlast leyfi til veitingar áfengra drykkja, skal þá senda umsókn um það til hreppsnefndar eður bæjarstjórnar, og vilji bún sinna málinu, skal bera það undir atkvæði á hreppa- skilaþingi eður almennum fundi bæjarmanna, er atkvæðisrétt eiga í bæjarmálum. Tíl þess að leyfið verði veitt og skilyrði sett fyrir því, þarf i hreppi meiri hluta at- kvæða þeiria hreppsbúa, er atkvæðisrétt eiga í sveitamálum, og enn fremur sam- þyl ki meira hluta hreppsnefndar og sýslu- nefndar og staðfestingu amtmanns, en í kaupstöðum verður að minsta kosti þriðj- ungur allra atkvæðisbærra bæjarmanna að hafa sótt fundinn, og því næst verður meiri hluti fundarmanna og meiri hluti bæjarstjórnar að hafa fallist á veitingar- leyfið og amtmaður staðfest það. Hver, sem fær leyfi þetta, skal skyldur til að geta hýst ákveðna tölu ferðamanna og selt þeim nauðsynlegan greiða. Eyrir leyfið greiðast í kaupstöðum 300 krónur og utan kaupstaðar 200 kr., er renna í landssjóð Leyfisveitingin og skilyrðin fyrir henni skulu borin upp til atkvæða i einu lagi. Liggi fleiri tiilögur fyrir en ein, skal þá fyrst upp bera, er siðast kom fram, o. s frv. Leyfið skal veita fyrir 5 ár í senn og gildir að eins fyrir einn sölustað, en amt- maður getur, eftir tillögum hreppsnefndar eða bæjarstjórnar, eða að fengnu áliti hennar, tekið leyfið af leyfishafa, ef hann ekki beldur skilyrði þau, er leyfið er bundið. 3. gr, Leyfi til veitinga áfengra drykkja og leyfi til að verzla með þá má eigi sami maður hafa. Þeir, er rétt hafa til veitinga og líka hafa rétt til að verzla með áfenga drykki, er lög þessi öðlast gildi, halda þó þessum rétti gegn þvi, að borga gjald það, er segir, í 1. gr., auk gjalds þess, er segir í 6. gr. laga þessara. 9. gr. Hver sá, er rétt hefir til að verzla með eða veita áfengi drykki, getur leyst sig undan gjöldum þeim, er ákveðin eru í 1. og 6. gr., með því að gefa lögreglu- stjóra skriflega yfirlýsingu um það, að r hann afsali ser retti sinum til verzlunar eða veitingar áfengra drykkja. Þar sem réttur þessi byggist á sérstöku leyfisbréfi, skal enn fremur afhenda það til ónýtingar. Afsal á rétti til áfengissölu skal lögreglu- stjóri tilkynna amtmanni. 10. gr. Sérhver lyfsali hefir heimild til að selja áfenga drykki, sem fyrirskipaðir eru eftir læknisforskrift, enda þótt hann hafi eigi rétt til að verzla með áfengi. 11. gr. Ólöglegar veitingar eru taldar: a) ókeypis veitingar áfengra drykkja í verzlunarhúsum eða i sambandi við verzlunaratvinnu yfir höfnð að tala; b) sala áfengra drykkja af manni, er til þess hefir leyfi, ef drykkjanna er neytt þar á staðnum, jafnvel þó það sé gjört án hans leyfis, ef það er á hans vit- orði, eða ef atvik liggja svo til, að hann hefir haft ástæðu til að gruna, að það yrði gjört, nema hann sanni, að hann hafi gjört það, sem í hans valdi stóð, til að koma í veg fyrir það. 12. gr Enginn er skyldugur til að borga áfenga drykki, sem hann fær til láns á veitingastöðum, og námsmenn á skólum, er standa undir umsjón landsstjórnarinnar, eru ekki skyldugir að borga áfenga drykki, er þeir fá til láns, hvort sem er á veitinga- stöðum eða annarsstaðar. )3. gr. Ólögleg verzlun með áfenga drykki — að frátöldum brotum á 4. gr.— varðar sektum, fyrsta sinn 50—250 krón., ef brotið er ítrekað, 100—500 kr., og þar að auki missa þeir, er verzlun reka, einnig verzlunarrétt sinn i þriðja sinn, sem brotið er. Auk þessara hegninga skal einnig gjöra upptæka alla áfenga drykki, er hjá hinum seka finnast, en er svo á stendur, sem segir i 5. gr., þó þvi að eins, að hann reki verzlun. 14. gr. Brot gegn 4. gr. varða i fyrsta sinn 25—250 kr. sektum. Sé brotið ítrek- að, varðar það 50—500 króna sektum og missi réttinda til að verzla með áfengi. 15. gr. Ólögleg veiting áfengra drykkja varðar sektum 25—250 kr. í fyrsta sinn, og 50—500 kr., ef ítrekað er, og missir hinn seki, ef hann hefir rétt til að verzla með áfenga drykki, þar að auki rétt þenn- an, ef brotið er ítrekað, og ef hann rekur verzlun, missir hann verzlunarrétt sinn, er brotið er þriðja sinn. Loks skal við ann- að brot gjöra upptæka alla áfenga drykki, er finnast hjá hinum seka. 16. gr. Nú veitir sá, er létt hefir til veitinga áfengra drykkja, drykki þessa ung- lingi, innan H ára aldurs, eða manni, sem sölumaður veit gjörla, að á síðastliðnum 5 árum hefir verið sviftur fjárforráðum vegna drykkjuskapar, eða á sama tíma hefir þjáðst af drykkjumanna-geðveiki eða er skertur á geðsmunum, og varðar það þá 50—500 kr. sektum hið fyrsta sinn, en missi veit- ingaleyfis, er brotið er itrekað. 17. gr. Nú hefir maður fyrir brot á lög- um þessum eða lögum um veitingu og sölu áfengra drykkja 10. febrúar 1888 fyrirgjört rétti sinum til verzlunar með eða 'veitinga á vörum þessum, og getur hann þá ekki fengið nýtt leyfisliréf fyr en 5 ár eru liðin frá því hannmistihin fyrri réttindi sín, án þess hann á þeim tíma hafi brotið áður- nefnd lög. Brjóti hann síðan lög þessi, skal telja það brot hans sem brot í annað sinn. 18. gr. Hreppsnefndir og bæjarstjórnir eiga ásamt lögreglustjórum að hafa eftir- lit með, að eigi fari fram ólögleg verzlun eða veitingar áfengra drykkja. 19. gr. Sektir þær, er um ræðir I lög- um þessum og andvirði fyrir drykki þá, er npptækir hafa verið gjörðir samkvæmt þeim, renna í sjóð sveitar þeirrar eða kaupstað- ar, er brotið er framið í. 20. gr. Með mál út af brotum á lögum þessum skal farið sem opinber lögreglumál. 21. gr. Lög um veitingu og sölu áfengra drykkja 10. febrúar 1888 eru úr gildi num- in. 22. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janú- ur 1900. Laugarnesspítalinn. Eins og í fyrra höfðu stofnendur spí- talans, Oddfellowar í Khöfn, sent sjúk- lingunum í Laugarnesi mikið og fagurt jólatré og ýmsar gjafir til glaðnings jólakveldið. Það kom sór vel; þiggjend- ur mjög þakklátir fyrir. Kveldsöngur var haldinn um leið, í forskála spítal- ans, þar sem jólatróð stóð, og sjúkliug- unum skemt á eftir með hljóðfæra- slætti (Br. Þorláksson). Voru rúmir 40 við, auk starfsmanna og þjónustufólks spítalans og nokkurra bæjarmanna (Odd- fellowa); en um 20 voru of veikir til þess að þeir yrðu fluttir úr rúmunum. Alls eru nú á spítalanum 62. Aldamóta-yillan. það er mjög kátleg villa og óskiljan- leg í vorum augum, Islendinga, þetta, sem býsna-algengt er í öðrum lönd- um, bæði með lærðum og leikum, að láta 19. öldina enda á árinu 1899 og 20. öldina því vera byrjaða nú. |>að er verið að þræta um það í blöðum öðru hvoru; mörg ár slðan fyrst var farið til þess. Og þó að tölvitringar og stjörnufræðingar hafi gert sér hvað eftir annað alt far um, að eyða þess- ari villu, þá hefir það ekki hrifið. Ein- hver mesti tölvitringur Dana á þess- ari öld, Adolph Steen háskólaksnnari, skeytti einu sinni skapi sínu rækilega á löndum sínum fyrir þessa frámuna- legu heimsku. það mun hafa sljákk- að í þeim nokkuð í svip. En svo gaus vitleysan upp aftur. Vér höfum í höndum bréf frá lærð- um mönnum dönskum úr síðustu póst- skipsferð, þar sem þeir láta nýliðin áramót vera aldamót! þó kastar fyrst tólfunum hjá jþjóð- verjum. þar hefir sambandsráðið, yfirstjórn- arráð ríkisins þýzka, beinlínis úrskurð- að, að árið 1900 slculi teljast upphaf 20. aldarinnar. f>eir, þjóðverjar, lifa því þetta ár á 20. öldinni, þar sem allar aðrar siðaðar þjóðir eiga enn eft- ír nær heilt ár af hinni nítjándu. |>ví hvergi annarsstaðar eru stjórnarvöld þessari vitleysu haldin, svo kunnugt sé. Einfaldari setning er þó varla hægt að hugsa sér, en að úr því enginn einn tugur ára er fullur fyr en tíunda árið í honum er liðið, þá geta heldur eigi tíu tugir ára (= öld) verið fullir, fyr en tíunda árið á tíunda tugnum er á enda liðið. Við fæðingu Krists eða ágreining um hið rétta fæðingarár hans er þessi villa alls ekkert riðin. |>að er alt ann- að mál. Hún getur alveg eins risið upp, hvaða tímatal sem notað er. Hún er blátt áfram risin af því, að menn gleyma því, að ártalið er raðar- tala: að það er í ströngum skilningi rangmæli, að segja átján-hundruð-níu- tiu-og-níu, í stað þess að segja: á átján-hundruð-nítugasta-og-níunda ár- inu e. Kr. pess vegna halda þeir, sem eru með aldamótavilluna, því fram, að fyrsta árið eftir Krists fæð- ing hljóti að hafa verið árið 0, því ár- talið 1 hafi ekki verið hægt að nota fyr en eitt ár var liðið; það sé rang- mæli, að segja árið 1, meðan ekki só liðið neraa nokkuð af því ári, svo og svo lítið brot. Með því móti fá þeir út, að í raun réttri hafi liðiu verið á síðustu áramótum 1900 ár frá Krists fæðing. Hefði verið hins vegar að orði komist, sem réttast er í sjálfu sér: á fyrsta, öðru, þriðja, hundraðasta, þús- undasta, átján-hundraðasta, nítján- hundraðasta árinu e. Kr. f., þá hefði þessi misskilningur aldrei kviknað. það er fyrir stuttleika sakir, sem frumtalan er notuð, er ártöl eru nefnd eða rituð, í stað raðartölu. Og það hefir verið gert svo lengi, að almenn- ingur er búinn að gleyma því, að það er rangmæli í sjálfu sór, en ætti að vera meinlaust rangmæli, sem heil- brigðri skynsemi væri vorkunnarlaust að átta sig á, og það eins fyrir þvi, þótt það hafi komist inn í almanök og í þeim standi t. d.: þetta ár eru liðin 1899 ár frá Kr. f., í stað hins rétta: þetta er átján-hundruð-nítug- asta-og-níunda árið e. Kr. f., eða: 1 þessa árs lok verða liðin 1899 ár frá Kr. f.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.