Ísafold - 20.01.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.01.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 20. jan. 1900. 4. blað. JJemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. niinnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram) XX VII. áríi. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 11—2. Bankastjórn við kl. 12___1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl 12-2 og einni stundu lengur (til kl. 3) njd., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. 0g föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum tyrsta og þriðja þriðjnd. hvers mánaðar kl. 11—1- Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti 16 1. 0g 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. ^..^..^..xtA..&tx.vlx.xtx, xtx .V XV XV Hagur baenda og lilutafélagsbankinn. Bins víst. og það er, að endalaus eyrndaróður hjálpar engura gegnum torfærur lífsins til betri afkomu, nema ef vera skyldi þeim, gem ætlar sér að verða æfilangur beiningamaður — eins er það reynt, að ekki stoðar að sofa og þegja þrautirnar til heljar. þ>að verður að hugsa og starfa að viðhaldi og umbótum á þörfum ein- staklingsins og heildarinnar. Vér höfum hvergi fyrirheit um það, að bjargráðin komi fyrirhafnarlaust upp í hendur vorar alment. pví lengur sem dregið er að leita fyrir sér um ráð til umbóta á því, gem að er hag einstaklingins eða þjóð- arinnar, því erfiðara verður það við- fangs- það sem hugsanir mínar og orð hér einkum stefna að, er hin stóra mein- semd, sem lengi hefir verið að búa um gjg i meiri hluta atvinnuvega vorra, en einkum þeim atvinnuvegi landsins, sem frá fyrstu byggmgu þe88 hegr verið) og það með réttu, talinn aðalatvinnuvegur; en er landbunaðurinn. ^essi meinsemd er orðin svo vax- in, að henni duga ekki smáskamta- lækniugar, þótt þær geti verið góðar með. |>að eru hvorki ýkjur né eymdaróð- ur, þó sagt sé, að hér þurfi fljótra og stórra aðgerða, ef duga skal. Vart finnur maður svo að máli nokkurn sveitabónda, að talið ekki einkum stefm að ástandi landbúnað- arins og úrræðaleysinu að hjálpa hon- um við. |>að er eitt, sem talar hærra en flest annað og sýnir afturförina. f>að eru hinar mörgu 0g góðu jarð- ir víðsvegar um land, sem verið er að bjóða í blöðunum, ýmist til kaups og ábúðar, eða annaðhvort. Hefir þetta mest aukist hin síðustu 5—10 ár. En fyrir 15_20 árum komu 10 fyrir 1 að fala hvert það býli, sem losnaði eða von var um að losnaði. Sumir fengu vonarbréf, og sátu með það, eins og laerðir menn á fyrri öld fyrir embættum. f>að mun reynast svo, að eftir því sem landbúnaði hnignar> ag þvi skapj mun andlegum og líkamlegum þrótti þjóðarinnar hmgna, og jafnvei líka trú og kristindómi. En ef affcur & móti landbúnaðurinn dafnar, mun fleat aunað gott og göfugt dafna. Yera má, að sumir, sem nú hafa mestan arð og uppgang af þilskipa. eign, líti heldur smáum augum til land- búnaðarins, þótt þeir geti notað ull og borðað kjöt. En vita munu allar stéttir landsins, hvað átt hafa, þegar mist er, ef landbúnaðurinn fellur. Færi nú svo, sem óskandi er að ekki verði, að útlendir yfirgangsmenn eyddu að minna eða meira leyti fiski- veiðum landsins, hvað er þá eftir? Segja má, að eftir séu ár og fossar. Landið geti orðið iðnaðarland. En ærið mun draga úr þeirri frara- tíðarvon, ef landbúnaðurinn er fallinn, og iðnaður mun ekki komast hér upp nema með styrk útlendra auðmanna. En er það þá ekki betra en að kraftar þeir sem landið hefir fram að bjóða til slíks, liggi ónotaðir um ald- ur og æfi? Áður en vér fengum löggjafarvald og sjálfsforræði, var vani að kalla til stjórnarinnar að hjálpa, og flytja hing- að korn o. fl. Nú segja menn: þingið á að gera það og það. þetta er að vísu rétt. |>ingið á að gera alt, sem það getur til hagsbóta fyrir laud og lýð. þaðerþess skylda. En þjóðin er ekki heldur laus við aliar skyldur gagnvart gjörðum þings- ins. Henni er skylt eftir siðferðislegu sjálfsumhyggju-lögmáli, að færa sér í nyt, svo vel sem verða má, alt það, sem þingið gerir, og fylgja hverju þvf spori, sem þingið stígur í framfara- áttina, með almennu athygli. |>að getur að vísu verið gott að lærðu mennirnir hugsi, tali og riti fyrir oss bændurna. En af því að vér erum fjölmennasti flokkurinn í landinu og þar afleiðandi berum flest- ar og þyngstar byrðarnar, þá ætti það að vera oss Ijóst, að það er skylda vor og gagn, að hugsa sem frekast að vér getum um vor eigin málefni sjálfir, og láta skoðun vora í ljósi á alþjóðarmálum vorum jafnhliða lærðu mönnunum. Hugsa má, að einhverjum detti í hug þessi orð: #þ>egið þið, börn, þeg- ar lærðir menn tala«; og getur það átt við, þegar um þau mál er að ræða, sem styðjast að miklu leyti við vís- indalegan grundvöll, lagalega eða hag- fræðislega, þegar um fjármál er að ræða. En í einu eigum við að geta staðið lærðu mönnunum jafnfætis, og það er að geta sagt til, hvar skórinn kreppir að oss, að atvinnuvegunum. f>ó að margt sé, sem gerir sveita- bóndanum búskapinn erfiðan á þess- um tímum, þá er þó eitt, sem meiri erfiðleikum veldur en alt annað, og það er verzlunarástandið. Allir hinir verstu sjúkdómar, sem nú þjá verzl- un landsins, þeir leggjast þyngst á sveitabóndann, sökum þess, að búsaf- urðir hans eru í svo afarlágu verði, hvort heldur er hérlendis eða erlendis, og sumt ekki unt að selja fyrir pen- inga, t. d. ull eða tólg. Það er hvorki eymdaróður eða öf- und, þó að sagt sé, að þægilegra sé nú að hafa laun sín í peningum, þó lág séu, eða geta komið arði atvinnu sinn- ar fljótt í penínga, heldur en þótt menn hafi töluvert bú, sé arðurinn svo lagaður, að hann verður að ganga að mestu í vöruskiftaverzlun. Sveitabóndinn er því, eins og nú stendur, bundinn á klafa vöruskifta- og lánverszlunar. En það eru álög, sem nú liggja á verzluninni, og úr þessum álögum þarf að leysa þjóðina, svo að hún geti notið sín. Hvað hefir nú þingið gert til að leysa verzlunina úr álögum? Lög um stofnun landsbanka 18. september 1885 stefndu að því tak- marki, að losa um hnútana. En nú er reynslan búin að sýna, að sú stofn- un er ónóg til að færa verzlunina úr ham álaganna. Hvað getur þá hjálpað þessari fríðu frú, verzluninni, úr álögum? Banki, og ekki neitt annað; voldug- ur banki. það væri rangt, ef sagt væri, að síðasta þing hefði ekki sýnt mikla viðleitni í því, að gera eitthvað fyrir landbúnaðinn. En margt af því eru smáskamtar, sem ekki geta verkað fljótt, svo að verulega beri á til hags- bóta. En samt á þjóðin að fylgja því öllu með mesta athygli, og færa sér það svo vel í nyt, sem unt er. En aftur er annað, sem ekki getur talist með smáskömtum. þar á með- al er stofnun veðdeildar við Lands- bankann, sem einkum er fyrir land- búnað og fasteignir yfir höfuð. En þar sem landbúnaðurinn er á flæðiskeri staddur, en óðum fellur að, þá dugir hún ekki til að bjarga svo fljótt, sem þarf, ogflytja landbúnaðinn til meginlands. Hún mun verða lengi að seglbúa og setjast undir árar. Get- ur orðið drjúg, þegar hún er komin til gangs. En það er ekki hennar hlutverk að greiða fyrir verzluninni. En hvað gerði þá þingið til að leysa verzlunina úr álögum? það tók að kalla mátveim höndum við frumvarpi um stofnun hlutafé- lagsbanka hér á landi. |>að gerði sitt til þess, eins og með ljósum rökum hefir verið sýnt í Isa- fold, og lagði fram alla sína beztu krafta, til að bæta frumvarpið, og gera það sem aðgengilegast fyrir landið. því meginhluta þingsins duldistþað ekki, að hór var fram boðin hjálp til að leysa verzlunina og þar með þjóð- ina úr álögum. |>að er full-ljóst, eins og nefndin í því máli í neðri deild tók fram, að ekki er líklegt að unt sé, eins og nú stendur, að koma hér á fót hlutafé- lagsbanka með nægu fjármagni, sem innlendir menn eigi eingöngu yfir að ráða. Nefndin gerði sér það líka fyllilega ljóst, að ekki mundi holt að útlend- ingar væru hér einir um hituna. A hinn bóginn vakti það fyrir nefnd- inni, að rétt væri að nota sér aðstoð iitlendinga til að koma slíku fyrirtæki á fót. Ekki er hægt að segja neitt um það með vissu, hvort tekjur landssjóðs vaxa eður mínka á því fjárhagstímabili, sem nú fer í hönd. En hitt er víst, að útgjöldin vaxa stórum, og því til sönnunar þarf ekki annað en benda á hin mörgu lög, sem síðasta þing samdi og samþykti og leggja nýar og auknar byrðar á laudssjóð. |>að er því ljóst, að honum er of- vaxið að koma á fót með eigin fjár- magni fullnægjandi banka fyrir landið. En meðan ekki kemst hér á fót öfl- ugur banki, þá mun naumast um nein- ar verulegar framfarir að ræða, heldur má helzt gera ráð fyrir áframhaldandi hnignun. þegar skórinn kreppir að, eru 3 kost- ir um að velja: að hafa ekki dáð til að gera neitt og láta hann éta hold frá beini, að fleygja honum í bræði og ganga svo á berum sér. En svo er um þessa tvo kosti, að hvor þeirra sem er tekinn, verður maður óvígur og getur varðað líf manns. |>riðja ráðið er, að neyta sem bezt þess máttar, sem í sjálfum manni er til að rýmka skóinn, og hrökkvi mátt- ur sjálfs manns þá eigi til, þá að leita sér liðs. Mundi þá þykja viturlegt, að hafna boðinni hjálp? Nú er hjálpin boðin. Eigum vér þá að hafna því boði? Eg svára: nei. Verði þessu tilboði nú hafnað, til- boðinu um að koma hór á fót hluta- félagsbanka, munu menn jafnvel á síð- asta fjórðung 20. aldar ekki trúa því, þótt það liggi fyrir í prentuðu máli. Að þetta bankamál standi í hinu minsta sambandi við endurbætt stjórn- arfar landsins, fæ eg ekki séð; það er líka til lítils að vera að tala um að endurbæta landsstjórnina og tryggja vald þingsins sem bezt, ef þjóðin sjálf er huglaus og þekkir ekki sinn vitjun- artíma. |>ví ekki getur neitt þing eða stjórn hjálpað þeirri þjóð, sem er félaus, og þar af leiðandi búin að missa allan hug og dug, og ef til vill blinduð orð- in af tortrygni og vill ekki þiggja annara hjálp. Ef þau ráð, sem hjálpað hafa öll- um mentuðum þjóðum til menningar og framfara, geta ekki dugað neitt þessu landi, þá mun ekki gott að sjá, hvar lendir. Sumir hafa efað það, að hlutafélags- banki mundi hjálpa við landbúnaðin- um. En mín skoðun er, að hann mundi stórum hjálpa honum, vitanlega þó með því móti, að þjóðinni lærist að nota hann með ráðdeild og skynsemi, því án þess verður ekki neitt að hjálp. þau kaupfélög og verzlunarfélög, sem nú eru til í landinu, eiga auðvitað við mikla erfiðleika að stríða, og það er fyrir atorku og fylgi einstakra manna, er þau hafa ekki með öllu lið- ið undir lok, síðan fjármarkaðinum var lokað. Yrði nú þessum hlucafélags- banka hér komið á fót, mundu þau félög, sem til eru, blómgast og ný myndast, vöruskifta- og lánsverzlunin mundi þverra ár frá ári og að nokkur- um tíma liðnum hverfa. það er ekki unt að gera sér það fyllilega ljóst fyrir fram, hvað mikil áhrif slíkur banki mundi hafa til fram- fara atvinnuvegum vorum, iðnaði og húsabótum m. fl.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.