Ísafold - 20.01.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.01.1900, Blaðsíða 2
14 Enn hefir þeim ástæðum verið hreyft á móti bankastofnun þessari, að fast- eignir landsmanna mundu verða hon- um að herfangi. En ef vér eigum að bíða eftir banfca- stofnun með því fjármagni, sem land- ið þarfnast, ef það á að geta þrifist, — til þess tíma, að allir eru orðnir svo hepmr og hygnir, að enginn fari sér að voða á sjó eða landi, með byssu eða brandi, þá kemur hjálpin um seinan. Fyr mun úr fjallinu skriða Falla á bæinn í Ey. Að enginn misbrúki lánfærin, sér til fjártjóns, mun hvergi eiga sér stað í nokkuru landí. Eða hvernig gekk hér áður en nokkur sjóður eða banki var tii hér á landi, sem lánaði peninga? |>á var buddan og búrið ráðmanns- ins bankinn, sem festi í neti sínu fasteignir óhappamannsins og ráðleys- ingjans. f>eir átu undan sér, eins og hrafninn fyrsta og seinasta eggið, fyrstu og seinustu þúfuna, sem þeir höfðu erft, eða fengu með konunni. Ekki get eg Sagt, að kaupmenn í Reykjavík tækju með því fjöri.sem vænta hefði mátt, í þetta mál, því það mun fremur hafa verið fyrir fram- sókn einsta.rra þingmanna en skarp- ann áhuga kauppaanna, að þeirra skoðun á málinu ekki duldist þinginu með öllu. Mál þetta kom flestum að óvöru inn á þingið, svo það höfðu ekki neinir, nema Reykvíkingar, tækifæri til að segja neitt um það, meðan á þinginu stóð, enda er þetta stórt mál. En nú er öðru máli að gegna. það er búið að skýra máiið mikið, bæði í blöðunum og á þinginu, svo nú er það bæði skylda og alls eigi ókleift fyrir menn víðs vegar um land, að taka þátt í umræðunum, til næstu kosninga og næsta þings. það er ekki einhlítt, að fjármála fræðingar vorir riti einir um máliðog lærðu mennirnir þræti hver ofan í annan um gagn þess eða ógagn. f>að er bezt að ástæður komi með eða mót, jafnt frá leikum sem lærðum, svo að þær verði lagðar í nútíð og framtíð á metaskálar mannvits og dómgreindar. Ritað á gamlársdag 1899. Þorldkur Guðmundsson. Rangsnúin siðferöistilflnning. |>að er allmerkilegt mál, sem þeir deila um »Herrauður« í jpjóðólfi og Guðm. Björnsson héraðslæknir í síð- ustu ísafold. Ekki fyrir þá sök, að nokkur skyn- samlegur vafi geti á því leikið, að hér- aðslæknirinn hafi á algerlega réttu að standa. Röksemdum hans verður ekki með nokkuru móti mótmælt. Enginn maður með viti getur hald- ið því fram í fullri alvöru, að það sé Ijótt eða óheiðarlegt að koma upp lagabrotum, nema sá maður hafi þá römmustu stjórnleysingjaskoðanir. Stjórnleysi og lagaleysi er óumflýjan- leg hugsunar-afleiðing af þeirri kenn- ingu, að rangt sé að koma lagabrot- um í hámæli. Vitanlega má koma upp lagabrotum á þann hátt, að atferlið verði ódrengí- legt og svívirðilegt. Tökum til dæm- is Noah Claypole í skáldsögunni »01i- ver Twist« eftir Diekens. Hann ger- ir sér að atvinnu að ganga um borg- ina með konu sirni um messutímann og láta hana hníga niður eins og í öngviti fyrir framan dyrnar hjá veit- ingamönnum. Svo fær hann hjá þeim brennivín til þess að dreypa á hana og kærir þá svo að lyktum fyrir ólög- lega áféngissolu. Ekki geta orðið skiftar skoðanir um, að slíkt atferli og alt, sem eitthvað líkist því, sé svívirðilegur ódreng- skapur. En það er svo ótal margt, sem í sjáltu sór er fagurt, gott og heiðarlegt í alla staði, en <j',tur orðið rangt og ljótt, ef illum og óleyfilegum brögðum er beitt til þess að koma því í fiam- kvæmd. Sé nú ekkert vítavert við það, að koma upp Iagabrotum, þá getur það ekki held- ur veríð neitt aðfinningarvert, að hvetja aðra menn til þess, hvort sem það er nú gert með fortölum einum og áskor- unum, eða með verðlaunatilboðum jafn- framt. Og að því er verðlaunatilboð- in snertir sérstaklega, þá h fir löggjöf vor gengið þar á undan með skýlausu eftirdæmi, svo sem alkunnugt er, enda héraðslæknirinn sýnt og sannað. Slík verðlaunatilboð eru altíð í illum lönd- um — ekki að eins þegar ræða er um hina og aðra flokka af lagabrotum, eins og hér, heldur og jafnvel þegar einstök lagabrot hafa verið framin. Ekki er, til dæmis að taka, alllangt síðan það bar á góma einmitt meðal embcettismanna hér í bænum, sem ut- an Good-templarreglunnar standa, að brýn þörf væri á að heita þeim verð- launum, er kæmu upp um þá óþokka- pilta, er felt hefðu rastarsteinana fram með Hellisheiðarveginum. Yerðlaun eru yfirleitt boðin fyrir að Ijósta upp lagabrotum, sem að öðru leytinu þykja sórstaklega illkynj- uð og skaðleg fyrir þjóðfélagið, og að hinu leytinu eru þess eðlis, að óvenju- legum örðugleikum er bundið að koma þeim upp. það er ekki að kynja, þó að Good- templarreglan hafi í þessu efni fetað í fótspor svo margra annara. Annað aðalmarkmið hennar er að bnekkja áfengissölunni með öllu leyfilegu móti. Hún dregur enga dul á fyrirætlan- anir sínar í því efni, heldur lýsir stöð- ugt yfir þeim skýrt og skorinort. Hún telur áfeneissöluna — löglega áfengis- sölu, hvað þá heldur ólöglega — eitt af mestu meinum þjóðarinnar. Að hinu leytinu veit hún, eins og hvert mannsbarn á landinu veit það, að reynst hefir löggæzlunni hér á landi um megn að útrýma ólöglegri áfengis- sölu — að sú sala hefir meira að segja farið fram fyrir allra augum árurfi saman rétt hjá höfuðstaðnum, undir handarjaðrinum á æðstu yfirvöldum landsins. Frá sjónarmiði Gooa-templara er því svo ríkt tilefni, sem framast er unt að hugsa sór, til þess að bjóða verðlaun fyriruppljósturþessaralagabrota. Og frá engu skynsamlegu sjónarmiði verða þeir vítcir fyrir það. Og samt má búast við, að allmarg- ir verði til þess að liggja Good templ- urum á hálsi fyrir þetta tiltæki, fleiri en »J>jóðólfur«, sem farið hefir um raálið nærri því ótrúlega heimskuleg- um og hneykslanlegum orðum, — vitan- lega í því trausti, að vanda, að slíkt falli almenningi vel í geð. pað er merkisatriðið í málinu, að þrátt fyrir það, að engin skynsamleg rök verða fyrir því færð, að Good- templarar hafi farið öðruvísi en heið- arlega að ráði sínu í þessu efni, þá má samt gangaað því vísu, að allmörg. ximfinnist slíkt atferli mjög viðsjárvert. Sannleikurinn er sá, að hér er ekki að ræða um skynsemismál, heldur um tilfinningamál. Naumast gerir nokkur Islendingur sér grein fyrir þeirri kenning, þeirri skoðun, að rangt sé að koma upp laga- brotum. En yrði komið tölu á þá alla, íslendingana, sem í hjarta sínu finst eitthvað ógöfugt við það, þá mundi sá flokkur áreiðanlega reynast allfjölmennur. Auðvitað stafar það af virðingar- leysinu fyrir lögunum, sem er svo af- arríkt í þessari þjóð. Og ekki væri rétt að fara hörðum orðum um þjóðina fyrir þetta auð- kenni á henni. það er svo auðskilið, hvernig á því stendur. Oldum saman hefir þjóðin engan þátt átt í löggjöf sinni. Hún hefir orðið að taka því, sem að henni hefir verið rétt utan úr löndum, hvort sem henni hefir verið það Ijúft eða leitt. þess vegna hefir hún vanist á að líta á lögin svo sem væru þau henni fjandsamleg, væru ekki annað en einn hluti þess valds, sem yfir henni hefir drotnað nauðugri. Enn er ekki komið inn í tilfinning hennar, að hagur hennar sé orðinn allur annar í þessu efni. Hún er því ekki enn farin að skilja það, að skort- ur á virðing fyrir lögum hennar, sé skortur á virðing fyrir henni sjálfri. Hún erenn oflítilsigld þjóð til þess, að hún kunni að sýna sjálfri sér virðing með því að halda lög sín í heiðri. Svona stendur á íslenzku hleypi- dómunum gegn því, að koinaupplaga- brotum. Og er það að vísu síður tiltökumál um alþýðu, þótt hún hafi ekki losað sig enn þá við þennan hleypidóm. Hitt er meiri furða, ef hann skyldi vera enn í fullu fjöri meðal sumra lærðra manna, meira að segja hjá stöku yfirvaldi ver- aldlegu. En það er nú svona. »f>eim sem guð gefur embætti, gefur hann einnig vit til að rækja það«, segir danskur málsháttur. En hann er naumast meira en einn í tölu hinna hálfsönnu málshátta. Vitsmunir og völd eru hvergi nærri ætíð samfara. Nú kann einhver að segja og segir alveg vafalaust — því að röksemdin er svo altíð meðal manna hér á landi: það verður að taka þjóðina eins og hún er. Og hún er nú einu sinni svona. Hún hefir óbeit á því að hvetja menn með verðlaunatilboðum til þess að koma upp um þá, er hafa ólöglega áfengissölu í frammi. það, að brjóta bág við þá tilfinmng þjóð- arinnnar, verður ekki til annars en spilla fyrir bindindismálinu. A þeirri röksemd eru tvær hliðar. |>að er tvent, sem vakir, meira og minna ljóst, fyrir þeim mönnum, sem halda henni fram. Annað er það, að ekki eigi að særa tilfinningar manna. Margir líta á meinleysið sem einhverja æðstu dygð- ina — ekki að eins í kristindómsmál- um, eins og Leikmaðwr bendir á í síð- ustu Isafold — heldur og í öllum efnum. En sú skoðun er blátt áfram ekkert annað en vitleysa, helber hugsunar- villu-heimska. Eitt hið þarfasta verk, sem nokkur maður getur unnið, er að særa rangsnúna siðferði-tilfinning — einmitt að sitja sig aldrei úr færi um að særa hana, og það vægðarlaust. Venjuiega hefir það einmitr verið fyrsta verk mikilmennanna, sem mann- kynið á að þakka það siðgæði, er tekist hefir að innræta því. Hitt er annað mál, hvort búast má við nokkurum árangri af tilboði um- dæmisstúkunnar — öðrum en þeim.að æsa þessa rangsnúnu siðferðistilfinn- ing þjóðarinnar gegn Goodtemplurum og málefm þeirra. í því efpi erum vér sannast að segja mjög trúardaufir. Verðlaunin eru sem sé alt of lág. Mjög lítil líkindi eru til þess, aðnokk- ur maður fari að leggja út í rekistefnu útafólöglegriáfengissölu, með þeim ó- þægindum, sem því vastri eru sam- fara, í því skyni að eignast 10—20 krónur. Meðan ekki er meira boðið, er ekki við því að búast, að aðrir sinni málinu en þeir, sem mundu gera það endurgjaldslaust. Féð, sem í boði er, þyrfti að fimfaldast. Vér látum ósagt, hvort umdæmis- stúkan er þess umkomin, að bjóða 50 —100 krónur fyrir að koma upp brot- um gegn áfengissölulögunum. En það væri hið rétta svar upp á þjóðólfs- rausið. Landsbókasafnið 1899- Mán- Útlán. Lárit.ak Á lestr- Les- uður. bindi -endur sai bindi endur. Janúar. . 399 213 533 268 Febrúar . 340 191 759 258 Marz . . . 3.9 186 705 257 Apríl. . . 228 138 567 196 Mai . . . 134 95 382 134 Júní . . . 45 23 512 127 Júlí . . . 235 121 r.87 167 Agúst . . 138 85 465 130 September 181 100 573 169 Október. . 147 83 517 144 Nóvember 235 130 648 203 Þesember 2.5 141 577 244 Samtals 2702 1506 6825 2297 A árinu hafa Landsbókasafuinu bætst 1150 bindi. Gefið hafa: Aðstoðarhókav. Jón Jakobsson 4; Mag. C. Kiichler 3; Cand Helgi Jónsson 2; þ’hrr. Gelert og Osten- feld 1; Det kgl. danske Videnskahernes Selskah 9; Móllei og Meyer, materialistar, 4; Department of Agriculture U. S. A. 2; Reale Accademia dei Lincei; Volta Bureau, Wash. City U. S. A.; Kgl. nord. Oldskrift- Selskah; Botanical Society of America 1; Kommissionen for Danmarks geolog. Under- siigelse 7; Meteorologiska observat.oriet, Upp- sala 5; Fröken Lehmann-Filhés 2; Rigsar- kivet 2; Landshöfðingi M. Stephensen 4 Harvard College Library; Hr. Jón Borg- firðingur 16; Cand. mag Bogi Th. Melsteð 2; Sigurður Jónsson, hókbindari 1; Prófess- or Fiske 6; Dr. Dorv. Thoroddsen 43 ; Síra Hafsteinn Pétursson 2; Dr. Jón Þorkelsson yngri 5; Ilet noiske Rigsarkiv 2; Sigfús hóksali Eymundsson 1 landahréf; Royal E. Fox, Syracuse N Y., 1 ; Kommission f. Led- elsen af de grönlandske Undersögelser 3; Bibliotheksamanuens Carl of Petersens 4; Amtsskrifari Hjálmar Sigurðsson 1; Guð- mundur Magnússon, prentari 1; Smithsonian Institution 12; Geological Survey Depart- ment, Canada, 1; kennari Bjarni Sæmunds- son 1; Prófessor Finnur Jónsson 3; Hr. Sadachi Hartmann 1; Fv. yfirkennari H. Kr. Friðriksson 3; Ilr. C. McKellar2; Frk. Cornelia Horsford, Camhri Ige U. S. A. 1. Handrit hafa safninu bætst 29 ; þar af gefin: 1 (kvæði) og 2 önnur hlöð af síra Þórhaili Bjarnarsyni lektor; 2 handrit af cand. mag. Guðm. Þorlákssyni; 1 «f hr. Sigurði Tómassyni; 2 af revisor Indriða Einarssyni; 1 af Ágúst prentara Sigurðs- syni; 2 af fv. sýslum. Franz Siemsen. Tuttugu skinnhréf hefir rektor dr. Björn M. Ólsen gefið. Lhs 9 jan. 1900. Hallgr. Melsted■

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.