Ísafold - 29.01.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.01.1900, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan jnlí (erlendis fyrir^fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík þriðjudaginn 29. janúar. 1901. XXVIII. árg. I 0. 0. F. 822I8V3. II.______________ Forngripasaf nið opið mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafn opið hvern virkau dag k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) Bid., mvd. og ld. tii útlána. Okeypis lækning á spltalenum á þriðjud. og föstud. k). 11 —1. Okeypis augnlækning á spítalannm fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni l. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. éankastjórn við kl. 12—1. Frá útlöndum. Enn fer því fjarri, að Bretar hafi bitið úr nálinni við Búa. Nýjar liðsending- ar á ferðinni suður frá Englandi, og enskum landslýð syðra ekki farið að verða um sel. Búar hafa vaðið um í Kap- nýlendu, og ótta slegið á íbúa höfuð- borgarinnar þar, Kap. Fundum ber saman á víð og dreif, og oft þar, sem sízt var við búist, og bera Bretar ósjald- an halt höfuð af vígvelli. En smáor- ustur eru það alt, sem skiljanlegt er, með því Búar hafa engum meginher á að Rkipa framar. Heima fyrir á Englandi er mönnum nú farinn að snúast hugur, þeim er verið hafa á bandi með Chamberlain og hkns félögum í ráðaneytinu. Kalla þá hafa heldur snemma hrósað sigri, í haust, er stjórnin þurfti að afla sór kjörfylgis. Brigzla henni nú um, að hún hafi kosn- ingasigurinn unnið með vólum og blakk- ingum við kjósendur. Tala um, að öðr- vísi mundi Gladstone hafa hagað sér, ef hann hefði verið ofan jarðar og mátt ráða, og minnast á, hve drengilega og viturlega honum fórst við Búa fyrir 20 árum. Kriiger karlsauðurinn er enn kyr í Haag; varð veikur þar um áramótin, «n þó í afturbata nú um miðjan mán- uðinu. Hann á að hafa sent löndum sínum skeyti um, að þeir mundu engr- ar ásjár von eiga hóðan úr álfu, og yrðu því að berjast á sínar spýtur eingöngu, ef þeir vildu tialda áfram. En þess virðast þeir einráðnir enn, og hlýtur all- ur heimur að dást að slíkri þrautseigju og harðfengi. Samningaþaufið við Kínverja ókljáð enn. En svo kallað, að keisarastjórn- in hafi gengið að friðarkostum stór- veldanna. En alla tíð stendur eitt- hvað fyrir fullum málalokum, og vopna- viðskiftum kunna blöð frá að segja öðru hvoru fram yfir áramót. Fréttir þar austan að eru yfir höfuð sífeldur þokuslæðingur og missagnaflækja, með- fram vísvitandi tilbúin sjúlfsagt, það sem Kínverjar mega ráða. Frá Englandi að frétta lát Arm- strongs lávarðar í New-Castle on Tyne, hins fræga fallbyssusmiðs, Hann var orðinn níræður. Hann hugsaði upp afturhleðslufallbyssur fyr- ir rneir en 40 árum og átti feikna- mikla stórsmíðaverksmiðju rétt hjá New-Castle, og var verkalið hans þar full 20,000, en 70,000 manna lifðu á atvinnu hjá honum. Viktoría drotning var lasin nokkuð um hríð eftir nýárið, af svefnleysi og magaveiklun. f>arf lítið út af bera, að skarið slokni. Frá Danmörku ekkert verulega sögu- legt að frétta. Eitt mannslát: skáld- ið dr. Sofus Schandorph; lézt nýárs- dagsmorgun, vart hálfsjötugur. Kuldar allmiklir um álfuna norðan- verða: margra stiga frost í Danmörku, er hér var margra stiga hiti. Umbætur á Safamýri. Eitt aðalatriði til blómgunar Bveita- búskapnum hefir aukin grasrækt lengi verið talin, eða með öðrum orðum að afla sem rnests af góðum heyjum. f>ó að nokkuð hafi verið unnið á síð- ari árum að jarðabótum, sem að góð- um notum hefir orðið, eru stór svæði sem bjóða sig fram að veita landsbú- um gnægt af mjög kjarngóðu heyi, og má þar fyrst telja hið langstærsta engi landsins, Safamýri, sem nú á síðustu árum hefir ekki orðið slegio nema að litluiji hluta sökum vand- ræða-dáðleysis hlutaðeigenda. Árin 1883 og 1884 var framkvæmd mjög mikilfengleg jarðabót á mýrinni, hlaðinn flóðgarður fyrir öllum suður- jaðri hennar til að varna flæðivatni inn á hana, og varð verk það að til- ætluðum notum fyrstu árin á eftir; en hlutaðeigendur mýrarinnar gleymduað kalla mátti algjörlega að halda þessu þarfaverki við, og smá-ónýr,tist það því, svo nú sjást engar menjar þess. Verk þetta kostaði um 8000 kr. Fyrir 2 árum tóku Bjólu- og Vet- leifsholtshverfingar sig til, og grófu skurð með norðurjarðri mýrarinnar og fengu til þess nokkurt fé frá Búnaðar- félagi suðuramtsins og úr sýslusjóði Rangvellinga og sveitarsjóði Ásahrepps. En sá galli er á jarðabót þessari, að hún ver engu vatni inn á mýrina, en flytur að eins það vatn burt, sem kemur ofan úr lágmýrinni, og eigi að síður mun skurður þessi vera til bóta. En því miður eru það tiltölulega fáir, sem hafa gagn af þessu verki. Eins og áður hefir verið 'skýrt frá, er Safarmýri 4400 vallardagsláttur, og er af gagnkunnugum mönnum talið mjög nærri réttu og ekki ofsagt, að dagsláttan gefi af sér 10 heyband3- hesta að meðaltali af því bandi eða stærð, sem þar er hægt að hafa; gef- ur þá mýrin af sér öll frá 40—50 þúsund heyhesta. í þeirra manna minni, sem nú lifa, hefir mýrin öll ver- ið teigslegin árin 1877 og 1880, og var þá talið, að úr henni hefði heyast hvort árið um 45000 hestar. Nú 3 eða 4 ár hafa engir getað stundað hey- skap í mýrinni nema Bjóluhverfi og Vetleifsholthverfi, og hefir mér verið skýrt frá af áreiðanlegum manni, að heyskapur þessara hverfa samtals sé frá 8—10 þús. heyhestar. Liggur því ónotað f Safamýri milli 30 og 40 þús. hestar. Mundu nú aðrar þjóðir en íslend- ingar horfa á allan þennan mikla auð grotna þarna ofan í jörðina ár eftir ár? Sem eitt dæmi má nefna nú ný- gerðan framskurð á stöðuvatni í Norð- anbotnum í Svíþjóð, sem ekki var þó nema 3000 dagsláttur, en bostaði 150 þús. krónur. Að gera við Safamýri mundi ekki kosta nema J/4 á móti því, sem hór er bent á, en mundi þó ekki verða ófrjósamara engi en þetta í Norðurbotnum. Eigendur Safamýrar eru nær 50 að tölu og ábúendur á jörðum þeim, sem mýrin liggur und- ir, milli 50 og 60. p. Reknetaveiðar Norðmanna hér við land Hr. Ths. S. Falck, konsúll í Staf- angri, hefir sent stórkaupmanni Thor E. Tulinius í Kaupmannahöfn skýrslu um tilraunir til að veiða síld í reknet hór við land, er hann lét gera á á- liðnu sumri síðastliðið ár, og fer hér á eftir ágrip af henni. Skipin voru 2: »Albatros« og »Brim- næ8«, og höfðu bæði fullkomna neta- trossu, streng og 50 net hvort; auk þess hafði »Brimnæs« stórt samdrátt- arnet, og bæði skipin voru búin út með tunnur og salt, og öll áhöld, sem til þessarar veiði þarf. »Albatros« lagði út frá Akureyri 6. ágúst og »Brimnæs« frá Seyðisfirði 8. s. m. Skipstjórar áttu að reyna fyrir sér sem víðast við ísland, bera sig saman um síldargöngur svo oft, sem þörf væri á, og vera í samvinnu eða sérvinnu, eftir því sem á stæði. »Albatros« varpaði út netum sínum fyrsta sinn 8. ágúst, kl. 7 um kvöld- ið, og fór að innbyrða þau kl. 5 morg- uninn eftir. Allmikið var af síld og það var »stórsfld«, sem veiðst hafði. Árangurinn af þessari tilraun 111 tunnur. Næsta tilraun var gerð 12. ágúst um kvöldið. Netin innbyrð morguninn eftir og fengust þá Ö5 tunnur síldar; en mikið hafði spilst af netum um nóttina; annars hefði mikið meira veiðst. Nú hvarf síldin; en 17. ágúst veidd- ust aftur 15 tnr. fyrir utan Siglunes og næsta dag 37 tnr. Vegna storma var svo ekki unt að stunda veiðarnar þangað til 12. sept. þá fengust 4 tnr. út af þistilfirði, og 13. sept. 61 tunna. Af því að nú var svo áliðið orðið, var tilraununum hætt og hafði ekki fengið samtals 312 tnr. af »stórsíld«. •Brimnæss lagði út frá Seyðisfirði, eins og áður er sagt, og fekk 10. á- gúst 35 tnr. síldar út af þistilfirði. Var svo að veiðum á hverri nóttu, en aflaði lítið: 11. sept. 2 tnr. 16. sept. 8 tnr. 12. — 3 — 21. — 33 — 13. — 8 — 26. — 25 — 14. — 14 — 27. — 7 — Þá var skipið komið í norðvestur frá Málmey og fekk þar. 2 tnr. |>ví næst lá það á Siglufirði nokkura daga í óveðri. Reyndi svo samdráttarnetið og fekk í það 10 tnr. og í hin netin 14 tnr. Og að lokum fekk það 2 tnr. 2. sept., 28 tnr. 10. sept. og 16 tnr. 12. sept. Alls 224 tunnur af stórsíld. - Kom til Seyðisfjarðar 17. sept. og lét þá veiðitilraunum sínum lokið. Á báðum skipunum urðu töluverðar 6. blað. skemdir á áhöldum og útgerðin var kostnaðarsöm. Auðvitað hafa þessar fyrstu tilrauuir ekki svarað kostnaði, því að leiðin er löng, kolin dýr og örðugleikarnir margir. En tvent hafa þær sýnt og sannað: 1. Áð síld er til fyrir utan strend- ur íslands. 2. Að unt er að veiða hana. Síðustu árin hafa engar síldarveiðar verið við ísland, sem neinu nemi. — Sildin hefir ekki gengið upp að landi, svo að ekki hefir verið unt að veíða hana með gamla laginu. |>ess vegna verða menn að koma sér svo fyrir, að þeir geti leitað síldarinnar úti á hafi og veitt hana þar. — Eg hefi auðvit- að lært töluvert af þessum fyrstu til- raunum mínum, og þegar eg byrja á þeim aftur næsta ár, vona eg, að mér takist hvorttveggja betur: að finna síldina og að veiða hana, þegar hún er fundin. Tilraunirnar hafa sýnt það, að vilji Islendingar ekki missa af mikilli tekju- grein, verða þeir að koma svo ár sinni fyrir borð, að þeir geti rekið reknetaveiðar fyrir ströndum úti«. Að endingu getur konsúllinn þess, að mönnum sé velkomið að leita hjá sér allrar frekari fræðslu viðvíkjandi tilraununum, er hann geti í té látið. Aarhundredhilsen til Island. Höje, fjerne Snefjældsö med den sagatunge Pande lysende i skumhvid Sö over Nordens Lande, frie Bönders stolte Hjem, viljefaste Kvinders Rige — hil dig, som du straaler frem, Dronning uden Lige. Dine Börn med Ild i Hu Mod og Klippekraft i Eje lo ad Jævndögnsnattens Gru paa de vaade Yeje. Saltvands friske Pust fra Nord bar de med til Danmarks Vænge Höjfjældsluft i Sagas Ord til de danske Drenge. Hjemme sad du — völvevis blev din Tanke gennem Sorgen, som du bar, graadfagre Dis, for dit Folk forborgen. Frihedsluen i dit Blik sluktes, furet blev din Pande, mens din Sjæl i Syner gik over Tidens Vande. Men din Dag er end ej död, dine Længslers Vaar er inde, Sekelsolen morgenröd kysser Heklas Tinde. Se, dens Straaler spiller hen paa Thiugvallas sjunkne Boder — du skal se dem rejst igen, gamle Vikingmoder. Arne Meller. Dáinn 1 Khöfn 30. f. mán. N. E. Bonne- lykke skipstjóri, sem verið hafðiíför- um hingað til lands full 30 ár sam- fleytt og farið á annað hundrað ferðir, á seglskipum alla tíð. Hann var

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.