Ísafold - 29.01.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.01.1900, Blaðsíða 3
j?ó að andlitið væri óþýðlegt. Hún hafði aldrei farið neitt heiman að fyr, og nú var hún önnum kafin af erfiði, sem hún hafði sjálf á sig lagt: að koma hlutunum í sama horf í Aust- urlöndum eins og í Massachusetts. Hún hafði ekki fyr stigið fæti sínum á Kgiptaland en hún hafði gert sér grein fyrir því, að mörgu þyrfti að kippa í lag þar, og hún hafði haft nóg að gera, síðan er sú sannfæring komst inn hjá henni. Meiddir asnar, hungraðir flækingshundar, flugur utan um augun á ungbörnunum, nafcin börn, þreytandi ölmusubænir, sóðaleg- ar konur tötrum klæddar — alt þetta olli henni samvizkubits og hún lagði út í umbótastarf sitt með frámunaleg- um ötulleik. En hún kunni ekki nokkurt orð í tungu þjóðarinnar og gat ekki komið sökudólgunum í skiln- ing um, hvað að væri, svo hið æfa- forna Egiptaland tók litlum breyting- um við ferð hennar upp eftir Níl. Og samferðamenn hennar hentu mik- ið, en góðlátlegt gaman að henni. Enginn hafði meira ganian af brask- inu í henni en Sadie, bróðurdóttir hennar, sem vinsælust var af öllum farþegunum. Hún var barnung — ný- sloppin út úr kvennaskóla — og hún hafði enn marga af kostum og löstum barna. Hún var heinskilin eins og barn, full trúnaðartrausts, sakleysislega blátt áfram og djarfleg, en jaínframt málgefin og lítið hjá henni af lotningu fyrir neinu. En mönnum þótti jafn- vel gaman að ókostum hennar, og þó að hún hefði enn mörg einkenni gáf- aðra barna, þá var hún engu að síður hávaxin kona, fríð sýnum og sýndist eldri en hún var, því að hún greiddi hárið niður að eyrunum og lét treyjur P**a leggjft8t * miklar fellingar Farþegum á »Korosko« þótti gaman að heyra skrjáfið f þeim pilsum og hina skörpu rödd hennar og ljúfa, næma hlátur. Vér getum farið fljótara yfir sögu, að því er hina farþegana snertir. Sumir voru skemtijegir, aðrir svo sem hvorugt, allir ástúðlegir. Monsieur Eardet frá París var góðlyndur en kappræðinn, ákaflega sannfærður um magnað undirferli af hálfu Bretastjórn- ar og að vald hennar yfir Egiptalandi væii ólögmætt. Hr. Belmont var grá- hærður, þrekvaxinn írlendingur, fyrir- taks riflaskytta, hafði fengið nálega öll verðlaun, sem Wimbledon eða Bisley höfðu á boðstólum. Kona hans bauð af sér hinn bezta þokka, var afbragðsvel mentuð og var full af þeirri viðfeldnu glaðværð, sem mörg- um löndum hennar er eiginleg. Frú Shlesinger var miðaldra ekkja, stilt og blíðlynd og hugsaði ekki um annað en sex ára gamalt barn sitt. Síra John Stuart var frábrigðingaprestur frá Birmingham — annaðhvort pres- bytera eða kongregatíónala — afar- digur, seinn og sigalegur í hreyfingum, en gæddur töluverðu af yfirlætislausri fyndni, og fyrir það þótti hann að sögn mjög góður ræðumaður. Svo var Ioks hr. James Stephens, mál- færslumaður frá Manchester (yngstur málfærslumannafélaginu Hickson, Ward & Stephens). Hann hafði tek- ið sér ferð á hendur í því skyni að losna við inflúenzu-eftirköst. Fyrir 30 árum hafði hann þvegið gluggana hjá núverandi félögum sínum; nú veitti hann störfum félagsins forstöðu. Mest- allan þennan langa tíma hafði hann ekki við annað fengist en þurt lög- fræðisstarf, ekki haft aðra hugsjón fyr- ir augum en að gera gamla skjólstæð- inga ánægða og afla sér nýrra, þang- að til alt hugarfar hans var orðið eins reglubundið og einskorðað eins og lög- in, sem hann fekst við að skýra. Að eðlisfari var hann næmgeðja og við- kvæmur, en nú var orðið hætt við að sálarlíf hans yrði jafn-skorpið og tftt er um borgarbúa, setn annríkt eiga. Starf hans var orðið honum samgróið og haon var ókvæntur, svo að naum- ast var neitt það mál til, er vakið gæti áhuga hans og dregið hann burt frá því. En svo hlotnaðist honum loksins það happ, að fá þessi veikindi, er svældu hann út úr greni sínu og ráku hann út í veröldiua langt burt fráöll- um gauraganginum í Manchester og bókahillum hans, sem hlaðnar voru gömlum lagaskræðum. I fyrstu var honum meinilla við þetta ferðalag. Alt fanst honum lítilfjörlegt í saman- burði við nerk sitt. En smátt og smátt tóku augu hans að opnast, og hcnum fór að verða það ljósara, þótt enn væri það óglögt, að það væri verk hans, sem væri lítilfjörlegt, í saman- burði við þessa dásamlegu, margbreyttu, dularfullu veröld, sem honum var svo ókunn. Fjöldamargt var það, sem honum fór nú að þykja mikils um vert, og nú rann upp fyrir miðaldra mál- færslumanninum bjarmi af þeirri æsku, sem farið hafði forgörðum innan um bækur hans. Lyndiseinkunn hans var orðin fastara mótuð en svo, að hann gæti verið öðruvísi en nokkuð þurleg- ur og tilbreytingalaus í látbragði sínu og ofurlitla vitund smásmugull í tali; en hann las og hugsaði og tók eftir því, sem fyrir augun bar, og krotaði strik og athugasemdir í »Baedeker« sinn, eins og hann hafði fyrir löngu farið með lögfræðibækur sínar. Afgl’eiðsla á sendingúm frá og til verksmiðju þeirrar, er eg er um- boðsmaður fyrir, verður hér eftir í vefnaðax’vöi'udeild kaupm. Jóns Þórðarsonar. Allir þeir sem hafa talað um að senda Ull og Ullartuskur nú með »Laura« eru beðnir að koma send- ingunum sem fyrst. Það sem sent var í oktbr. og nóvbr. s. 1. kom nú með »Lauru« og eru menn beðnir að sækja það sem fyrst og borga um leið. Rvík 28. jan. 1901. V a l dim ar Ottesen. Góð laxyeiðiá óskast leigð. Upplýsingar gefur Helgi Zoega. Verzl. ,Nýhöfn‘ hefir nú með »Laura« fengið vörubirgðir: Maismjöl Rúgmjöl Steinolíu Grjón Olíufatnað Ost Bankabyggsmjöl Cacao Málningu Kítti Púðursykur Skóleður og margt fleira. Undirrituð lief til sölu tilbúna kranza mjög ódýra, sömuleiðis einkar-falleg blómstur i vasa. Magnea Johannessen. C. Zimsens yerzlun: nýkomDar vörur með »Lauru». Kartöflur, ágætar, ódýrar. Laukur — Grænmeti. Rúgmjöl, Rúg, Bankabygg, Grjón, Hveiti, Baunir, Bygg. Allskonar fín Grjón og mjöl. Ostur — ágætur. Rúðugler — Saumur — Ullarkambar Skóleður. Lífstykki, Loðnar húfur, Axlabönd. Olíufötin ódýru. Kápur, stuttar og síðar — buxur, hattar, ermar og svuntur. Sápurnar alþektu — Burstar, mikið úrval. Oskilafénaður, er seldur var í Borgarfjarðarsýslu haustið 1900. í Hálsahreppi. Hvít gimbur veturgömul, mark: sneiðrifað aft., gagnbitað h., sneittfr., gagnbitað v, Hvítt geldingslamb: tvirifað í stúf h., hsilrifað, lögg fr. v. Hvítt gimbrarlamb: sneitt fr., gagn- fjaðrað h., heilrifað v. Hvítt gimbrarlamb með sama marki. Hvítt gimbrariamb: sneitt fr., hang- fjöður aft. h., sýlt v. Hvfit gimbrarlamb: sýlt, hálft af fr. h., sýlt, hálft af fr. v. Hvítt giœbrarlamb: tvírifað í stúf h., heilrifað, lögg fr. v. Hvítt hrútlamb: sneitt fr., gagn- fjaðrað h., heilrifað v. Hvítur sauður veturgamall: sýlt gagnfjaðrað h., sneitt aft. v. Svart geldingslamb: heilrifað h., hófur aft. v. Svart gimbrarlamb: stýft, stig aft. h., blaðstýft aft., fjöður fr. v. í Reykholtsdalshreppi. Hvítt geldingslamb: sneiðrifað aft. h., sýlt, gagnbitað v. Hvítt geldingslamb: sneitt fr., biti aft. h., blaðstýft aft. v. Hvítt gimbrarlamb: sneitt fr., fjöð- ur aft. h., bitar 2 aft. v. Hvítt gimbrarlamb: stýft, hangfjöð- ur fr. h., sýlt, vaglskora fr. v. Hvítt gimbrarlamb: tvístýft fr. h., hangfjöður aft., lögg fr. v. Hvítur sauður veturgamall: blaðstýft aft., fjöður fr. h., stúfrifað v. Grár hestur veturgamall: hangstig (þannig) aft. h., blaðstýft aft. v. Gráskjóttur hestur þrevetur: sýlt, stig eða biti fr. h. í Lundarreykjadalshreppi. .r Hvít gimbur veturgömul: stig fr. h., stig fr. v. Hvítt geldingslamb: geirstýft b., geirstýft v. Hvítt geldingslamb: hangfjaðrir 2 fr. h., gat v. Hvítt geldingslamb: oddfjaðrað aft. h., stúfrifað, biti fr. v. Hvítt geldingslamb: sneitt fr., fjöð- ur aft. h., sýlt í blaðstýft fr., stig aft. v. Hvítt geldingslamb: stýfður helm- ingur aft. h., blaðBtýft aft. v. Hvítt hrútlamb: hvatt h., stig og fjöður aft. v. Hvítt hrútlamb: sneitt aft., fjöður fr. h., stýft v. Hvitt hrútlamb: sntitt aft., gagn- fjaðrað h., stýft v. Hvítt hrútlamb: sneitt fr., fjöður aft. h., fjöður aft., biti fr. v. Hvítt hrútlamb: stýfður helmingur aft., fjöður fr. h., sýlt, fjöður fr. v. Hvítt hrútlamb: stýft, biti fr. h., sneiðrifað aft. v. Hvítur sauður veturgamall: stig 2 fr. h., sneitt fr. v. Mórauð gimbur veturgömul: sýlt h., vaglrifað aft. v. Mórauð ær: gat, fjöður fr. h., blað- stýft aft. v.; hornmark: heilrifað, fjaðr. ir 2 fr. h., sneitt aft. v. í Andakílshreppi. Hvít gimbur veturgömul: tvístýft aft. b., tvístýft aft., fjöður fr. v. Hvitt gimbrarlamb: sneitt (fr. eða aft.?), gagnbitað h., hoilrifað v. Hvítt gimbrarlamb: sneitt og stig aft. h., sýlt v. Hvítt hiútlamb: biti aft. h., snoitt aft. v. I Skorradalshreppi. Hvítt gimbrarlamb: sýlt, gagnbitað h., hvatt v. I Strandarhreppi. Hvít ær tvævetur: stýft h., hamar- rifað v.; hornskeld. I Hvítt gimbrarlamb: stúfrifað, fjöður fr., biti aft. h., hálft af aft., fjöður fr. v. Hvítt gimbrarlamb: stýft v. Hvítt gimbrarlamb: stýfts gagnbitað h., sneiðrifað aft. v. Hvítt hrútlamb: heilrifað h., biti aft. v. Hvítt hrútlamb: jað&rskorið h., fjöður aft. v. Hvítt hrútlamb: sneitt fr., hang- fjöður aft. h., hálft af aft. v. Hvítt hrútlamb: sýlt, biti fr. h., hótbiti fr. v. í Innra-Akraneshreppi. Hvít gimbur veturgömul: bitar 3 fr. h., heilrifað v.; hornmark s&ma. þeir, sem átt hafa fénað þennan, gefi sig fram við hlutaðeigandi hrepp- stjóra fyrir lok næstkomaudi maímán- aðar. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 7. jan. 1901. Sigurður pórðarson. Betra en fara til Ameríkn. f>riðja hundraðaflesta — og fyrsta fjölhlunninda jarðeign á íslandi, höfuðbólið Reykhólar (með B ö r m u m og S t a g 1 e y — alls 189,8 hndr.) fæst til kaups og d- buðar. — Lysthafendur snúi sér að undirskrifuðum, sem semja má við, og lætur umbeðnar upplýsingar í té. Sigfús Sveinbjörnsson. Hálflenda jarðarinnar Jófríðar- staða í Hafnarfirði, með gögnum og gœðum, fæst til kaups og ábúðar. — Lysthafendur semji við undirskrif- aðan, sem lætur í té umbeðnar upp- lýsingar. Sigjús Sveinbjörnsson. Lg vil benda landsmönnum á af- bragðs-fasteignir þær, sem eg árlega aug- lýsi á sérstöku skjali, og sendi út um landið til uppfestingar á öllum póst- afgreiðslu- og bréfhirðingastöðum, og viðkomustöðum skipanna etc. — A tímabilinu febr.—okt dvel eg lengst- um á Patreksfirði, og skrifast þaðan á við lysthafendur. Sigfús Sveinbjörnsson. Endurprentaða og aukna fasteigna- skrá á sérstöku skjali sendi eg út um landið aftur með vorinu. — Sömu- leiðis auglýsi eg síðar fasta umboðs- menn mína á helztu stöðunum hér á landi (Rvík., IsaJ., Akureyri, SeyðisJ. etc.). Sigfiís Sveinbjórnsson Framvegis tekur undirskrifaður ekki á móti fasteignasölu-umboðum nema á úrvals-eignnm (hlunninda- og ^flgw-jörðum til lands og sjávar, og í alla staði vónduðum húseignum) með sanngjarnlegu kaupverði og aðgengi- legum borgunarskilmálum. — Sann- orð og nákvæm lýsing fylgi. Sigfús Sveinbj'örnsson. öllum rná of mikið bjóða. — Fyrst um sinn getur undirskrifað- ur ekki bætt við sig fleiri skuld- heimtum. S. Sveinbjörnsson. Þeir (einn eða fleiri í hverri sýslu), sem takast vilja á hendur umboðs- mennsku og fleiri trúnaðarstörf fyrir undirskrifaðan — gefi sig fram (munn- lega eða skriflega) fyrir 1. dag júlí- mánaðar næstkomandi. Sigfus Sveinbjörnsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.