Ísafold - 29.01.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.01.1900, Blaðsíða 2
22 mörgum löndum að góðu kunnur, loið- beindi mörgum ungum sjómanni héðan og voru íslenzkir farmenn og aðrir land- ar velkomnir á heimili hans. Hann kallaði sig orðið Islending. Hlutafélagsbankinu. Nákunnugur maður skrifar frá Kaupmannahöfn, að stjórnin ætli að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til laga um hlutafélagsbanka. Nokkurar breytingar vill hún gera á því fyrir- komulagi, sem siðasta alþingi hugsaði sér á stofnuninni. f>ó ekki meiri en svo, að forgöngumenn fyrirtækisins, sem hingað komu í fyrra sumar til þess að semja við þingið, vilja ganga að þeim. Góðar horfur eru þess vegna á því, að því fargi, sem peningaleysinu er samfara, létti nú af þjóð vorri, áður en langt líður. Markusar guðspjall i nýrrí þýðing eftir frumtextanum. Að biblíuþýðingunni íslenzku, sem er jafnmikið þarfaverk, hvort sem litið er á hana frá trúarlegu eða bókmenta- Iegu sjónarmiði, er nú unnið af miklu kappi. Auk gamlatestamentisþýðing- arinnar, sem Biblfufélagið hefir ráðið Harald Níelsson cand. theol. til að starfa að með aðstoð biskups, lektors prestaskólans og Stgr. Thorsteinssons yfirkennara, eru þeir biskup og presta- skólakennararnir að fást við nýja þýð- ing á nýjatestamentinu. Markúsar guðspjalli hafa þeir lokið og Biblíufélagið gefið það út í ofur- litlu kveri, sem kostar 10 aura. Versa- skiftingin er sumstaðar önnur en í hinni eldri útlegging; en annars ber svo sem ekkert á henni, því að hún er ekki látin ráða línuskiftum, enda er hún ung, komst ekki á fyr en farið var að prenta nýjatestamentið. Nú er efnið látið ráða greinaskiftingum. Nokkur vers hafa verið feld úr, nið- urstaðan sú, að þau eigi ekki heima í Mark.guðsp., heldur séu tekin upp úr öðrum guðspjöllum. þ>essi vers eru ^116> 10,4S, 45 i ll>26> lð,2g. Hin nýja þýðing er allólík eldri þýðingunni. Að eins eitt vers er með öllu óbreytt, og á nokkurum eru breyt- ingarnar smávægilegar. En yfirleitt er þýðingin öll önnur. f>að leynir sér ekki, að hér er ekki um neinar káklag- færingar að ræða, heldur gersamlega ort upp á nýjan stofn. Vér bendum á fáeinar málsgreinar 1 báðum þýðingunum. í þeim ölium er efnið beinlfnis rangfært í eldri þýð- ingunni. 1»19- Eldri þýðingin: »því ekki fer það inn í hjartahans, heldur 1 magann, hvaðan það fer eft- ir eðlilegri rás, sem hreinsar fæðuna«. Nýja þýðingin: »f>ví að ekki fer það inn í hjarta hans, heldur í magann, og fer út í saurþróna. Með þessum orðum lýsti hann hreina sérhverja fæðu«. 14,41. Kldri þýð.: »þriðja sinn kom hann til þeirra, og sagði við þá: sofið nú það eftir er, og hvílist; það er nóg; nú er tíminn kom- inn; sjá Mannsins Sonur mun fram- seldur verða á vald vondum mönn- um«. Nýja þýð.: »Ög í þriðja sinn kemur hann og segir við þá: Sofið seinna og hvílist; nóg er sofið; stundin er komin; sjá mannsins sonur er framseldur í hendur syndaranna«. Næsta vers byrjar í báðum þýðing- unum á orðunum: »Standið upp, för- um«. I eldri þýðingunni er þá Kristur látinn bjóða lærísveinum sínum alveg í sömu andránni að halda áfram að 8v>fa og að standa upp og fara! 14, Eldri þýð. »f>á gól haninn annað sinn og Pét- ur mintist þess, er Jesús hafði sagt við hann, að áður en haninn galaði tvisvar, mundi hann afneita sér þrisv- ar; flýtti hann sér þá út, og grét«. Nýja þýð. »Og jafnskjótt gól haninn annað sinn og Pétur mintist orðsins, er Jes- ús mælti við hann: Áður en haninn galar tvisvar, muntu þrisvar afneita mér. Og er honum kom það til hug- ar, grét hann«. Hér tekur eldri þýð. það upp hjá sjálfri sér, að Pétur hafi flýtt sér út. 15,39- Eldri þýð. »En er handraðshöfðingmn, sem stóð gegnt honum, sá, að hann kallaði svo hátt, er hann lézt, þá sagði hann: sannlega hefir þessi maður verið Son- ur Guðs«. Nýja þýð. »En er hundraðshöfðinginn, sem stóð gegnt honum, sá að hann gaf upp andann með slfkum hætti, sagði hann: Sannlega var maður þessi Guðs son«. f>essi dæmi ættu að geta gefið mönn- um nokkurn vegin ljósa bending um, hve afarónákvæm sú þýðing nýjatesta- mentisins er, sem vér höfum hingað til átt við að búa. Að því er snertir þýðinguna á ein- stökum orðum, ber einna mest á þessum breytingum: andar fyrir djöfl- ar; gehenna f. helvíti; fræðimenn f. skriftlærðir; lami f. limafallssjúkur. f>ar sem lögð er jafnmikil stund og hér á orðrétta nákvæmni þýðingar- inuar, er vitanlega meiri vandi en ella að láta íslenzkuna falla vel í eyrum. f>ó hefir það yfirleitt tekist. Aðalþýðandi Markúsar guðspjalls er þórhallur Bjarnarson lektor. V.-Barðastr.sýslu 20. des. Pregnritariim héðan í ÞjóÖ. 23. f. mán. telur kosninguna hafa farið fremur eftir eðlilegum atvikum, heldur en eftir sann- færing kjósenda. »Kjördæmið stórt og ilt yfirferðar og veðrátta vond um þetta leytn. Það er satt, að heldur var slæmt dag- inn fyrir kjörfundinn: rigning og þoku- hræla, þó ekki svo, að vel var ferða- fært fyrir hvern heilbrigðan mann. Fund- inn sóttu líka nokkurir af Patreksfirði, Rauðasandi og Vikum (Kollsvik) um lang- an og vondan veg. En til dæmi* um, bvort veður var ófært, riðu tveir bændnr af Kauðasandi með konum sínum til kjör- þingsins, að fornum sið, svo ófært veður gat ekki heitið. Kjörfundurinn var líka sóttur með lang-bezta móti úr vestur-hluta sýslunnar, einmitt af þeirri ástæðu, að menn vildu eindregið veita prófasti sira Signrði Jenssyni fylgi; kjósendur vildu stjórnarbótarmann á þing. Heyrst hafði, að sira Guðmundur i Gufu- dal ætlaði að gefa kost á sér, en um leið, að hann væri úr hinum flokknum. Þess vegna vildu menn ekki, að hann kæmist að. Það er líka vist, að þótt hann hefði kom- ið og gefið kost á sér, þá hefði hann beðið algjörðan ósigur fyrir sira Sigurði. Því af öllum, sem á kjörfundi voru, hefði hann að líkindum ekki fengið nema í bæsta lagi atkvæði þeirra 6 roanna, sem ekki greiddu atkvæði á fundinum, og hefði hann því mátt manna vel úr austur-sýslunni til að hafa nokkura sigurvon, þvi síra Sig- urður fekk 59 atkvæði. Sannleikurinn er þvi sá, að meiri hluti kjördæmisins er eindregið með stjórnarbótiuni. Eg vissi ekki til, að prófastur þyrfti að beita neinni smalamensku; liann lýsti skoðun sinni yfir í snjallri ræðu í stjórnarbótar-málinu á kjörfundinum; aðrir tóku ekki til máls, og var þá sjálfsagt, að gengið væri til at- kvæða. Að nokkurir i vestur-sýslunni hafi haft augastað á hr. Ingólfi Kristjánssyni, eins og Þjóðólfur segir, veit eg ekki til; það hefir enginn nefnt hér fyr en það sem sást i Þjóðólfi í sumar, að hann væri talinn Hklegt þingmannsefoi. Það var vist áður, og er enn, flestum kjósendum hulinu helgi- dómur, hvaða þingmannskosti hann hefir til að bera, og ekki tók hann til máls á kjör- fundinum eða gaf kost á sér, og var þó þá útséð, að ekki mundi sira Guðm. koma. Fylgi hr. Ingóifs var vist heldur ekki svo mikið, að hann sæi það til nokkurs að gefa kost á sér, liklega átt visa að éins þessa 5—6, sem ekki greiddu atkvæði með prófasti. Eg held því óhætt að fullyrða, að flestir sýslubúar muni vera vera vel ánægðir yfir, hvernig kosningin féll; getur verið hér eins og víða annarstaðar, að menn hefðu heldur kosið að senda vel mentaðan leik- mann, heldur en embættismann; ea hér var ekki völ á jafn-hæfum manni og prófasti, en utan kjördæmis hafði enginn boðið sig fram. Bindindisfregti. Harra-ritstjóri I — Gleðilegur vottur er það um framgang bindindisstarfsins hér á landi, er Good-Templarreglan 'smáfærist út um bygðir lands vors og fram á yztu út- kjálka þess. Það sýnir Ijóslega, að al- menningsálitið á vinnautninni er stórum að breytast til batnaðar, og má óhætt telja það með meiri og betri framförum hinnar horfnu aldar. En seint mundi það breyt- ast fyrir fortðlur bindindismanna eingöngu, ef önnur öfl ynnu eigi með. Áfengislög- gjöfin hefir unnið mikið gagn þegar, með þvi að fækka útsölustöðunum fyrir áfengið, og verður því bindindisliðinu hægra um vik, að stöðva þær ógæfulindir, enda þótt eigi verði fyr en með tið og tima. Hingað til Stykkishólms er nú Good- Templarreglan loks komin — hefði helzt átt að koma fyr. Good-Templarstúka var stofnuð hér þann 23. desbr. f. á. með 22 meðlimum. Hjálmar verzlunarm. Sigurðs- son hafði umboð frá stórtemplar til að stofna hana, og gengu þegar i bindindis- liðið margir nýtir og mikilsvirtir menn hér í kaupstaðnum, svo sem verzlunarm. Ar- mann Bjarnason og frú hans, Sveinn Jóns- 8on snikkari og frk. Kristin dóttir hans, Olafur Thorlacius og margir fleiri. Heitir stúkan Auðnuvegurinn, og væri ósk. andi, að hún gæti orðið það sem flestum- Hætt er samt við, að hún verði fyrir talsverðri mótspyrnu ýmsra hér, sem eru orðir fornir í anda. Er þeim mönnum sumpart vorkunn, því að brennivinstrúin er búin að lifa í blóma hér roannsaldur fram af mannsaldri, og þvi búin að þrýsta marki sinu á hugsunarhátt hinnar innfæddu kyn- slóðar, ef svo mætti að orði kveða. Aðalskilyrðið er fyrir lífsvon stúkunn- ar hér framvegis, að hún geti haft höfði 8Ínn einhverstaðar að að halla, geti haft hentugt húsnæði o. s. frv. Gengur það, sem við er að búast, erfiðlega, litil efni að likindum fyrst um sinn. Eg óska henni og þeim, er hún er ætl- uð til gagns, heilla á komandi öld. Stykkishólmi 10. 1. 1901. N. Sjö-ára-málsreksturinn. Dr. Jón {>orkelsson tjáir oss, að hann hafi, jafnskjótt sem honum var birtur dómur sá, sem getið er um í síðasta bl., núna snemma í vetur, gert ráðstafanir til, að honum væri á- frýjað til æðra dóms (Hof- og Steds- retten). Hann lagði fram vottorð hér heiman frá íslandi, sem málfærslu- maður stefnanda mótmælti, og þurfti því að leiða vitni hér hvað eftir annað. Höf. danska kvæöisins hér í blaðinu, Arne Moller, er einn úr stúdenta-leiðangrinum danska hing- að í sumar sem leið. Hann er syst- ursonur Jóns heit. Jónssonar land- ritara. Rangárvöllum 6. jan. Hér ber fátt til tiðinda. Heilsufar fólks yfirleitt fremur gott; "þó þykir sum- um kominn slæmur vogestur í bygðina, þar sem er skarlatssóttin, og hefði hún vist ekki íærst svo út í fyrstu, eins os raun varð á, hefði verið skeytt um að láta vorn góða og ötulajhéraðslækni vita í tíma. 3 llla brá mönnum í brún, þegar enskn fjárkaupmennirnirj gengu aftur úr skaftinu, enda þótt vonum framar rættist úr.með sölu 'á sauðfé síðastl. haust, en fénaður er orðinn með fæsta móti hjá mönnum og hefir einkum stutt að þvi bæði óhagstæð veðurátta að sumrinu til (einkum um niðurpart sýslunnar) og hið afarlága söluverð. Því mun hafa mátt til að láta það, hvort sem ljúft var eða leitt.j, Nú lítur helzt út fyrir að þær jarðir, sem fyrir svo sem 4—6 árum fengu færri en vildu, ætli að standa í eyði; en allir geta séð, hversu ilt er í efni, ef ailir stórbændur, sem eðlilega eru oftast máttar- 8tólpar hvers sveitarfélags, fækka smátt og smátt; afrásin af búunum er ekki svo mik- il, að menn standist við að greiða öll gjöld, sem á stórum búum hvíla, einkum síðan vinnukraftur varð svona dýr, og verzlun óhagstæð, enda er það líka farið að sýna sig, að eitthvað kreppir að mönnum, þvi það má heita, að flestir, sem geta, losi sig við búskapinn, en aðrir flytja í þurra- búð að sjó, þó það sé nú neyðín, sem rek- ur á eftir með það. Lika er góðu fyrir goldið, ef ekki er farinn að vakna talsverður vesturfarahug- ur í fólki hér, og hefir þó óvíða á landinu borið minna á honum en hér. Þá |er og ekki ófróðlegt að geta þess, að i Austur- Landeyjum var síðastl. vor rifið 2 ára gamalt timburhús og selt á upphoði, vegna þess, aðjenginn vildi vinna til að kaupa húsið, sem ekki átti að kosta nema helming verðs við það, sem kostað hafði að koma því upp, og kvað þó jörðin vera góð; ekki er furða, þótt húsabætur fari hægt, þegar þe8si dæmin gefast. Póstskipið Laura, kapt. Aasberg (er áður var fyrir Skálholti), kom hingað í fyrra kveld, áætlunardaginn. Hafði fengið vonzku- veður frá því í Færeyjum; mundi ann- ars hafa orðið langt á undan áætlun, með því að þar gerði skipið ekki nema að skila af sér póstsendingum. Vörur bæði þangað og hingað hafði það orðið að skilja eftir bæði f Khöfn og Leith, og átti S k á 1 h o 11 að flytja þær; það kom til Leith daginn, sem Laura fór þaðan, og er þá vænt- anlegt hingað innan skamms. Farþegar voru 3 hingað, þar á með- al Kristján Bjarnason, skipstjóri, er sigldi með síðustu ferð f. á. til þil- skipakaupa fyrir hr. Ásgeir Sigurðs- son. Til Vestfjaiða fer Laura fimtu- dag 31. þ. m. í heljar greipum. Frh. Vesturheimsfólkið var dálítill flokk- ur út af fyrir sig. John H. Headingly Va,r frá Nýja- Englandsríkjunum; hann hafði stund- að nám við Harward-háskólann og átti nú að lúka því með því að ferðast um- hverfis jarðarhnöttinn. Hann hafði einkenni beztu ungmenna Bandaríkj- anna — var rösklegur, athugull, al- varlegur, námfús, hleypidómalaus og átti mikið af sannri trúræknistilfinn- ing, sem frábitin var öllum sértrúar- kreddum. Mentun hans var miuni á yfirborðinu, en meiri í raun og veru en mentun stjórnarerindrekans unga frá Oxford', því að tilfinningalíf hans var innilegra, þó að hann hefði minna af nákvæmri þekkingu. Fröken A- dams var föðursystir frk. Sadie Adams, og var meykerling, lítil vexti, tápmik- il og hörkuleg, með afarmiklar birgð- ir af ónotuðum kærleik innanbrjósts,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.