Ísafold - 03.02.1900, Side 1

Ísafold - 03.02.1900, Side 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. VeriJ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða lþa doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXYII. ár^. Reykjavík, laugardaginn 3. febr. 1900. 7. blað. I. O O. F. 812981/*. O. P. C. h. e. □ s. s. A. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. -og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spítalanum tyrsta og þriðja þriðjud. bvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tanulækning i Hafnarstræti 16 1. og 3. mánud. kvers mán. kl. 11—1. xV xtx xtx x*X. riv x’+v Oerir hvorki til né frá. ísafold gerði að umtalsefni í síðasta blaði, hve gersamlega oss mætti á sama standa, hvort hægrimaður eða vinstri- maður skipaði ráðgjafasæti Islands, með því stjórnarfyrirkomulagi, sem vér nú höfum. En er þá ekki nokkurs um vert fyrir sjálfa stjórnarmálsbaráttu vora, hvor flokkurinn situr að völdum í Danmörku? Er ekki meiri von um ríflega stjórnarbót af hálfu vinstri- manna en hægrimanna? Áður en þeirri spurningu er svarað, er sjálfsagt vel til fundið, að gera sér ljóst, fram á hverja stjórnarbót vér Islendingar höfum farið, síðan vér fengum stjórnarskrána. Aðalstefnurnar í því máli hafa ver- ið tvær. Onnur er sú, að færa alt stjórnar- valdið inn í landið — flytja hingað ekki að eins ráðaneytið íslenzka, held- ur og fá fulltrúa konungs sjálfs inn í landið með valdi til að staðfesta lög eða synja þeim staðfestingar. Að því stefndi öll stjórnarskrárbar- áttan þangað til á þingi 1897. Nokk- urn veginn einhuga hafa menn um það verið, að sú stefna i stjórnarbótar- málinu, sem við Ben. Sveinsson hefir verið kend, hefði haft þessa breytingu í för með sér, ef henni hefði orðið framgengt. Og jafnvel þótt deilt hafi verið um það, hvernig miðl unarstefnan frd 1889 mundi reynast í framkvæmdinni, að hve miklu leyti hún í raun og veru mundi flytjastjórn- arvaldið inn í landið, þá var það vit- anlega tilgangur miðlunarmanna, að koma hingað öllu valdinu yfir sérmál- um landsins. Frá þvi sjónarmiði get- um vór með fullum rétti litið á bene- dizkuna og miðlunina frá ’89* sem sömu stefnuna. Vitanlega má færa rök fyrir því og gegn því, hve æskilegt væri, að þessi stefna kæmist í framkvæmd. f>að hef- ir mikla kosti. f>ví eru og vafalaust nokkurir gallar samfara. Hér skulu ekki kostirnir lagðir á vogarskál móti göllunum. Ekki skal hér heldur nein- um getum að því leitt, hve mikill hluti þjóðarinnar mundi nú aðhyllast þessa stefnu, þó að þess væri einhver kostur, að hún bæri hærra hlut. 8á hluti er áreiðanlega minni nú en fyr- ir.nokkurum árum. En það kemur ekki þessu máli við. Hitt er eina atriðið, sem nokkuru máli skiftir í þessu sambandi, að full reynsla er fyrir því fengin, að hægri- manna flokkurinn danski er ófáanlegur til þess að aðhyllast þessa stefnu. Og hverjum augum, sem menn vilja líta á ástæður þær, er hingað til hafa verið fær.ðar fyrir þeirri synjan, hvort sem menn telja þær lítilsverðar eða mik- ilsverðar, þá verða menn við það að kannast, að það eru engar fiokks-á- stæður. þær eiga ekkert skylt við þann ágreining, sem hefir átt sér og á sér enn stað'milli stjórnmálaflokk- anna dönsku. þær eru, svo sem kunn- ugt er, fólgnar í þessu tvennu: að fengjum vér alt stjórnarvaldið inn í landið, væri losað óhæfilega um ríkis- heildina, og í öðru lagi yrði það ossof kostnaðarsamt. þetta eru danskar á- stæður, en ekki sérstaklega hægri- manna röksemdafærsla. Naumast verður því sagt, að það riði á nokkurn hátt bág við stjórnmála- stefnu vinstrimanna, að neita oss um alt það, er hægrimenn Iiafa neitað oss um. Annað mál er það samt óneitan- lega, hvort þeir muni gera það, ef þeir ná völdunum. því að vitaskuld væru þeir ekki bundnir við atferli fyr- irrennara sinna í þessu máli, þó að það atferli reki sig ekki neitt á stefnu þeirra yfirleitt. þess er þá fyrst að gæta, hvað leiðtogar þeirra hafa sagt um málið. þeir hafa verið fáorðir. En það, sem út af þeirra vörum hefir komið, svo kunnugt sé, hefir undantekningarlaust alt verið því andstætt, að vér fengj- um alt stjórnarvaldið inn í landið. Vér minnum sérstaklega á ummæli Oct. Hansens, dr. Eördams og Triers fyrir rúmum tveimur árum í Stú- dentasamkundunni. þó að kynlegt kunni að virðast í fyrstu, er samt í raun og veru meira vert um það, sem vinstrimenn hafa ekki sagt í þessu máli, heldur en um það, sem þeir hafa sagt. það er sannarlega eftirtektavert, hve fáorðir þeir hafa verið. Stjórnar- skrárdeila íslendinga við stjórnina er einmitt sem áköfust, meðan samkomu- lagið er verst milli vinstrimanna og hægrimanna. þá létu vinstrimenn ekkert tækifæri ónotað til þess að sýna fram á ávirðingar stjórnarinnar en auðvitað einkum og sérstaklega ófrjálsiyndi hennar. Alt var rann- sakað sem vandlegast og notað sem hlífðarminst, er einhver von var um að yrði henni til ógagns hjá einbverj- um, utanlands eða innan. Og öll þau ár var aldrei með einu orði á það minst, að hún sýndi íslenaingum annað en sanngirni í stjórnarbótar- baráttu þeirra. Og þó virðast vera til þeir menn, er gera sér glæsilegar vonir um, að vinstrimenn muni verða einstaklega auðve'dir í stjórnarskrármáli voru — muni vera þess albúnir, að lofa oss að hafa alla skapaða hluti rétt eins og vér kjósum helzt sjálfir. Á hverju eru þær vonir bygðar? Ekki nokkurum sköpuðum hlut. Af öllu því, er enn hefir fram komið, verður ekki annað séð, en að þær séu hreinn og beinn barnaskapur. þá er hin aðalstefnan, sem hófst á alþingi 1897. Hún fer, eins og al kunnugt er, í þá átt, að íslendingar nái sem mestu tangarhaldi á stjórn sinni í Kaupmannahófn, úr því þeir geta ekki náð henni allri inn í landið. í því skyni er fram á það farið, að ráðgjafi vor hafi engum öðrum stjórn- arstörfum en íslandsmálum að sinna, að hann mæti á alþingi, og að hann beri ábyrgð á allri stjórnarathöfninni. Á þessu hafa danskir hægrimenn gert oss kost. Og engin ástæða er til þess að bera það vantraust til vinstrimanna, að þeir muni taka það aftur, sem fyrirrennarar þeirra hafa boðið. þess er jafnvel til getandi, að vinstri- menD mundu ekki ófúsir á að gera tilboðið að einhverju leyti ríflegra — sem engan veginn er heldur vonlaust um að hægrimenn geri, samkvæmt yfirlýsing landshöfðingja á' siðasta al- þingi. En naumast er við því að búast, að þar verði um verulega mikil- væg atriði að tefla. Og það fyrir þá sök framar öllu öðru, að svo nauðalitlu verður við þaS bætt, sem oss er þegar boðið, svo framarlega sem aðalstefnunni sé haldið — þeirri, að hafa æðsta stjórnarvald íslands mála í Kaup- mannahöfn. Vitanlega getur einhver ofurlítil umbót verið fólgin í t. d. öðrum eins smábreytingum og þeim, er komu til orða á síðasta þjngi. En í samanburði við það, sem oss er boðið, verða menn þó við það að kannast, að þær séu mjög lítilvægar. Með þeirri breyting, að ráðgjafinn mæti á alþingi, væri fenginn kjarninn í öllum þeim umbótum, sem vér get- um gert oss von um að fá á annan hátt en þann, að alt stjórnarvaldið færist iun í landið. Á væntanleg stjórnarskifti í Dan- mörku getum vér því litið með allri þeirri stillingu, sem er að sjálfsögðu samfara sannfæringunni um það, að þau geri oss ekki, að því er bezt verður séð, neitt verulegt til eða frá. Varðhald síra B. Þórarlnssonar jn, m. Leiðrétting. í danska blaðinu »Nat- ionaltidende* fyrir 2. nóv. f. á. eru þau orð lögð í muun sækjanda saka- málsins á móti fyrverandi prcsti Bjarna þórarinssyni fyrir hæstarétti, hæsta- réttarmálafærslumanni Octavius Han- sen, að það sé merkilegt, að varð- haldsúrskurður sá, sem á sínum tímavar kveðinn upp yfir prestinum, hafi aldrei verið úr gildi feldur, þótt hann sé heima hjá sér, og yfirvöldin á íslandi auðsjáanlega eigi skoði hann lengur sem varðhaldsfanga. Geti svo verið, að hann fari í Utskálakirkju á hverj- um sunnudegi og prédiki þar, og að slíkt muni að eins geta átt sér stað á Islandi. í »þjóðviljanum unga« 30. des. f. á. segir fyrverandi sýslumaður Skúli Thoroddsen, að íslenzka löggæzlan hafi látið Bjarna þórarinsson ganga frían og frjálsan, þótt varðhaldsúr- skurðurinn væri óupphafinn. þessum fróðleik fylgir svo olnbogaskot til mín. Sannleisurinn er sá, að varðhalds- úrskurðurinn var upphafinn fyrir lög- reglurétti Gullbringu- og Kjósarsýslu 19. febr. 1898, og Bjarna þórarinssyni gefið heimfararleyfi; var honum bann- að að fara burt af heimili sínu nema með leyfi lögreglustjóra, að viðlögðu fangelsi, og var hreppstjóranum í Eosmhvalaneshreppi samstundis gert viðvart um þetta. Til þessa er heimild í 13. gr. til- skipunar 24. jan. 1838, sem lögfræð- ingurinn Skúli Thoroddsen eigi virðist þekkja. það situr annars ekki á hon- um, að tala um varðhald á föngum, sbr. söguna um Sigurð skurð. Ef rétt er skýrt frá í »Nationaltid- ende«, þá furðar mig á því, að slíkur maður, sem Octavius Hansen er, skuli geta fengið sig til þess að dylgja um það, að það hafi verið liðið, að Bjarni þórarinsson héldi uppi guðsþjónustu í Útskálakirkju á hverjum sunnudegi, þótt hann væri orðin uppvís að skjala- íöIsud og sviksamlegu athæfi, og láta jafnframt í veðri vaka, að slík óhæfa gæti að eins átt sér stað á Islandi. Vitanlega hafði presturinn verið sett- ur frá öllum prestsverkum um leið og varðhaldsúrskurðurinn var uppkveðinn, og upp frá því aldrei komið að prests- verkum. Eeykjavík 31. janúar 1900. J. Havsteen. Drottinn hersveitanna. Transvaal er nýtt Kanaansland, svo sem kunnugt er. Landsuppdráttur þess er fullur af hebreskum nöfnum, við hlið hinum hollenzku; þar er Be- thel, þar er Nazareth, þar er Garizim o. s. frv. Hin litla, biblíufróða þjóð heldur sig vera af drotni útvalda, og heldur Köffum í þrældómsánauð með skírskotun til bölvunar þeirrar, er drottinn kvað upp yfir Kanverjum. Fyrir nokkrum árum átti Kriiger forseti að vigja í embættisnafni Gyð- inga-samkunduhús (musteri) í Jóhann- esburg. Hann gerði það »í nafni drott- ins Jesú Krists«. Annað skifti flutti hann tölu á fjölmennum fundi í Kriig- ersdorp, í viðurvist fjöldamargra »út- lendinga«, þ. e. aðkominna þegna Transvaalsríkis, einkum enskra. Hann hóf má) sitt á þessa leið: »Kærir vin- ir mínir, og þér, herrar mínir ræningj- ar og morðingjar;* — svo nefndi hann »útlendingana«. Transvaal er guðsstjórnar-lýðveldi. þar er hver borgari ættjöfur og ein- valdsdrottinn yfir sínu heimafólki, og hinn háaldraði ríkisforseti ættjöfur allra ættjöfra í landinu; hanD á og

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.