Ísafold - 03.02.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.02.1900, Blaðsíða 3
27 íslendinga á þýzku en dönsku. f>jóð- verjar stór-hæða oss fyrir það«. f>etta er ekki í fyrsta sinn, sem dr. Brandes minnist á ísland og íslend- inga á síðari árum í ritgjörðum sín- um. Og ávalt hefir hann gert það af hinurn saraa góðvildarhug, sem hór kemur fram. Málaferla-prófastiirinn Frá mikilsvirtnm rithöfuudi höfum vér fengið svo lntandi leiðrétting eða athuga- semd út afdaiitlum fréttapistli i 4. bl. ísaf. þ. á., er hann kallar »úsanninda-óhróður«. Hann segir svo. Osanninda-óhróður er það, sem eiuhver hatursmaður síra Hall- dérs prófasts Bjarnarsonar hefir skrifað »ísafold« úr Núpasveit núna t'yrir jóli.n Hórarinn á Efrihólum hefir í mörg ár haft fyrir vana að siga grimmum hundum á sauðfé sira Halldórs og smala þess, þegar féð hefir verið á beit í Presthólalandi, beit arlandi sira Halldórs. Eyrir hálfu þriðja ari sagði sira Halldór mér frá þessum sið- vana Þórarins, og eg man að við töluðum þá um, að réttast væri að láta smalann hafa byssu með og skjóta hnndana I>að var því árum saman. sem síra Halldór hef- lr þegjandi þolað þennan ofstopa áður en hann verði gripi sína. — Bréfriti »Isaf.« talar um, að fé prests hafi verið á beit »heima undir bæ« Þórarins; en um hitt þegir hann, að þetta var ekki í l.andareign Efri-hóla, heldur i Presthólalandi; þeir eiga land »heim undir bæ« að kalla má á Efri- oium. Ur landamerkjum er fyrir löngu sisorið með dómi, svo þar er engum ágrein- lngi til að dreifa. f5að er ekki í fyrsta sinn, sem »ísaf.« Bytur meiðandi greinar um sira Halldór, sem, eftir þvi sem eg veit sannast, hefir aldrei gert á hluta neins manns i sóknum smum, né ýft mál við nokkurn mann, nema annaðhvort, eftir embættis-skipun stiftsyfir- valdanna eða til að verja hendur sínar. Væri það ekki viðkunnanlegra og sann- gjarnara af blaðinu, er það flytur siíkar ó- hróðurs-frettir um nafngreindan mann, sem vitanlega hefir í mörg ár verið lagður i einelti með ofsóknum, að nafngreina höf- undana, sem skrifa þessar óhróðurssögur, að minsta kosti til að gera hreint t'yrir blaðsins dyrum sjálfs? Reykjavík, 22. jan. 1900. Jón Olafsson. * * H: Það er fagurt tilsýndar, að gerast tals- maður þess, er flest stráin stinga. En þvíað eins er talsmeuskan nokkurs virði, að það lýsi Ser við nánari skoðun, að talsmaður hafi einhver rök fyrir sig að bera. Nú er það fyrst og fremst órökstuddur áburður á ísafold, að húu leggi í vana sinn »að flytja meiðandi greinar um sira Hall- r"' f’rá dómum í hinum mörgu málum han3 hefir blaðið skýrt, landsyfirréttar og hæstaréttar, eins og i öðrum sögulegum malum, og þý þejr ekki ver. ið honum til frægðar, þá virðist nokkuð undarlega að orði komist, að kalla þess konar skýrslur, sem eru ekki annað en á- gnp úr dómabókum réttvísinnar, »meiðandi greinar«. Aðrar greinar ætlum vér eigi að hlaðið hafi flutt um þenna þjóðkunna kenni- mann. Nema þennan fréttapistil. En hver er þá »ósanninda-óht er höf. nefnir ekki vægara heiti t Hann er sá, að guðsmaður þesi tarriÖ að rúðnm hins mikilsvirta 1 Hl., og latið skjóta hund ft ™°g nA«ranila> Þ. i Efri-hóí 3 er ait og sumt. a ®r með öðrum orðum, að ef ar það ohióður ~ ' , ei'þaðsamase ast sjalfur hafa r4ðlagt mann,. g vers, sem honum yrði óhróðar ^ nefndur bréfkafli úr Núpasveit g( um Þ, að hannhafi »kastaðómild á prófast fyrir ábeitina, þ. e. skam] og virðist þ'ggja töluvert nær, að ummæli óhróður, heidur en hitt, ge um prófast og höf. (J. Ól.) ber a móti: að hann hafi látið skjóta h Þ-, — eftir ráðum hr. J. Ó. sjálf: segja frú slíku nafnlaust, virðis strangt að gera að óhæfu eða ód Það sem höf. segir um óhlutdeilni pró- fasts og óáleitni, skal hlutlaust látið að öðru en þvi, að benda á, að það muni t. d. tæplega hafa getað verið »eftir skipun stifts- yfirvaldanna eða til að verja hendur sinar« er hann kemst í mál við kaupamann sinn Asgrim Magnússon sumarið lö97 út af van- gotdnu kaupi, sbr. dóm í yfirrétti. ---n» • ■---- Sauðfjánlrápið Hverjtim ber að svara fyrir sauð- fjárdrápið, er síðastliðið haust hefir verið framið á hinurn ensku skipum, sem fluttu fé frá Islandi til Englands fyrir milligöngu þeirra Zöllners og Vídalíns, erindreka hinna svo nefndu kaupfólaga vorra? |>etta er alvarleg spurning, er hljóm- ar fyrir eyrum fyrst og fremst allra dýravina, og í annan stað allra þeirra, er nokkuð athuga kaupfélögin sem framtíðarverzlun vora. þ>að virðist því miður engum vafa undirorpið, að það erum vér, íslenzku fjáreigendurnir, er hór ber að svara fyrir gjörðir vorar. |>að erum vér sjálf- ir, er höfum dæmt fé vort þúsundum saman til að þola alt það, sem Zöll- ner d Co. kynni að þóknast að láta fram við það koma, mót því, að fá hingað sendan nokkurn hluta nauð- synjavörunnar og sömuleiðis óþarfa- vörurnar, er verzlun vor þarfnast ár- lega, eða það, er oss að vetrinum dett- ur í hug að setja á pöntunarskrárnar. Með öðrurn orðum: þetta er einn möskvinn úr því vandræðaneti, er vér höfum lagt út, verzlun vorri til framfara, og nefnum »eiginreiknings- verzlun«, sem er innifalin í því, að vér höfum fénaðinn við útskipunarstöð þá, er hinn útlendi erindsrekí til tekur, látum bfða þar með féð þar til skipið kemur, hvort sem það reynist langt eða sbamt, sem alt fer eftir öðrum hentugleikum umboðsmanDsins. p>egar svo skipið loks kernur, er hrúgað saman í það eftir hans fyrir- sögn, og allur útbúnaður samkvæmur hans ráðstöfunum. Enginn annar hef- ir þar neitt að segja, hversu sem ó- höppin virðast augljós, og hinn inn- lendi formaður félagsskaparins stend- ur þar jafnt að vígi, sem hver annar. En það erum vér, sem »borgum púkkið«. Allur kostnaðurinn, alt sem ferst á leiðinni af fénu, og öll hin míkla rýrn- un þess, sem af lifir, alt þetta lendir á oss eða verzluninni; að ótalinni allri maönúðinni, er lögð er á hilluna við slíkar aðfarir; því hún getur alls eigi orðið samfara þessari verzlunaraðferð. f>að eru sartnarlega helzt til fáir af íslenzku þjóðinni, er með réttu verð- skulda hið fagra nafn »dýravinur«, Verkin sýna sorglega merkin í því efni. En ekki virðist þurfa til þess svo mjög að vera dýravinur, sem hitt, að meðskapað manneðli sé nokkurn veg- inn óspilt, til þess að verða fyrir mið- ur þægilegum áhrifum af þeim frótt- um, er oss berast af sauðfónu, er við- burðir og tilvíljanir hafa skapað oss svo mikið vald yfir, að láta oss fá að ráða lífi þess og dauðdaga, og vér því á síðastliðnu hausti sendum þeim herr- um Zöllner & Vídalín. Oft munu þeir útflutningar hafa far- ið ómannúðlega úr höndum; en í stað endurbóta verða þeir síðustu svo hrap- allega miskunnarlausir, að féð deyr tug- um og hundruðum saman hörmuleg- asta dauða, sem vart yrði upphugsað- ur kvalameiri ög óttalegri, þótt þess væri beint leitað. Sauðfénaðurinn er tekinn á hinum síðustu sumardögum, þessum sólskinstíma æfi hans, úr hin- um góðu sumarhögum, sem fá lönd nema Island hafa að bjóða. Eftir að sauðirnir eru svo reknir of- an úr landinu lengri eða skemri leið til skips, eru þeir vanalega fluttir á skipsfjöl í bezta ástandi; því, ef ekki fyrir hærri hvatir, þá þó fyrir fjarhagsh'gar orsakir, er lögð á- herzla á svo góða meðferð fjárins, sem unt er, meðan á rekstrinum stend- ur. En hvað býður svo þessara vesal- lings-skepna ? Að þær verða víkum saman að þola hiö sárasta, er fyrir dýrin getur kom- ið: að stríða við dauðann, með því þær vantar þau sKÍlyrði, er lífið þarfnast sér til viðhalds, þ. e. loft, drykk og fæðu. f>ótt nú sauðkindin sé, þegar þessar píslir byrja í íylsta lífsfjöri, í beztu holdum, og enn fremur að eðlisfari hin harðgerðasta húsdýrategund vor, hlýt- ur hún samt að lúta hinum misk unnarlausu náttúruöflum. Nú fara smámsaman veikbygðustu kindurn- ar að hníga deyjandi niður á með- al hinna, sem meira lífsafl hafa, en þola að eins kvalirnar leng- ur og harðar. f>annig smáfækkar nú þeim, er uppi standa, en hinum ör- magna fjölgar, þar til skipið loks nær lendingarstað, og þeir veslingar, er af lifa þessar hörmungar, eru reknir á land til aftökunnar. því miður munu þessi helztu atriði rétt sögð úr píningarsögu þessara sauð- fjárhópa, að ýmsu þó sleptu, svo sem sjóveiki, er auðvitað hefir ill áhrif á líðunina, svo og ýmislegum kvalaauka, er þeir menn kynnu að rétta að fén- aðinum, er starfa að þessum flutmng- um hans, ef þeir bæru ekki með- aumkvun né mannlegar tilfinningar í brjósti. Hvað á svo að gjöra? Getum vér allir ataðið kyrrir, þessari þrumu lostn- ir, og þagað yfir meðferðinni á fénu, sem vér höfum upp alið og berum á- byrgð á, hvernig líður? Eigum vér ekkert að gjöra til að afstýra þessu, en skapa oss í vetur nýar skuldir með kaupfélagspöntun, sem svo eru efni í nýa fjárhópa til sama dóms? Hjá oss hafa oft verið gjörðar á- minnandi tilraunir, að endurbæta æfi húsdýranna, svo og hver aftökuaðferð á þeim sé fljótust og mannúðlegust, og ekkert í þá átt hefir verið án fylstu þarfa. En hér er st.ærra verk- efni fyrir höndum til umbóta. mörg- um þúsund sinnum lengra dauðastríð, og kvalameira, en vér með ailri hrotta- meðferðinni höfum þekt hjá oss áðnr. Óskandi er, að sem flestir mannúðar og alvörumenn taki mál þetta til ræki- legrar íhugunar og ráði á því bætur. þetta má ekki og þarf ekki að vera þannig, því útflutningar geta hepn- ast frá oss Islendingum sera öðrum þjóðum, og að minsta kosti þarf ekki ó- lagið, sem honum er samfara, að fara vaxandi. En það má ekki láta út- lendan erindreka einn öllu ráða, ef hann hugsar ekki um, nvort skepnun- um líður vel eða illa, hvort þær lifa af ferðina eða ekki, ef hann að eins getur haft ódýrt skip og allan aðbún- að, hvernig sem hann að öðru leyti er, og í hverjum tilgangi sem það er gjört. Sóu fjárflutningaskipin ekki því fljótskreiðari, er sjálfsagt að hafa út- búning á þeim til að gefa fénu vatn (eða ís, sem vel mundi mega takast) einu sinni eða tvisvar á leiðinni. Hið útlenda, stórgjörða hey er fénu mjög ólystugt, og í þess stað eru ís- lenzku hálfgrösin (störin) sjálfsögð. |>á þarf rúmið í skipunum að vera svo, að féð þrengi ekki um of hvað að öðru, nó kolsýruloftið verði ban- vænt á því af fénu, sem er niðri í skipinu. Tilraun mun verða gjörð, að fá skýrslur um, hve margt af fé kaup- félaganna hefir farist síðastliðið haust á ferðinni frá íslandi til Englands, einmitt fyrir vöntun þessara síðast- töldu lífsskilyrða. Hepnist að ná þeim viðvörunartölum, munu þær síð- ar verða birtar f blaði þessu. A þrettándanum 1900. Karl. Vendetta, Eftir Archibald Clavering Gunter. XXXIV. »Ekki minstu vitund! En mér er aut um að fá að vita þetta«. »Nú jæja — frú Vavasour var að stríða inér, bendla mig við mann, sem — lávarð — já, þú veizt, við hvern eg á, »hÍDn« — hann er syst- ursonur hennar — og af því að hún var svo óþolandi nærgöngul, varð eg að láta mór eitthvað hugkvæmast, og sagði, að mér litist vel á annan mann. Eg valdi þá saklausasta manninn, sem eg gat farið að bera hlýan hug til, og það var þessi ljóti maður á myndinni*. »Var það alt og sumt ?« »En nú ertu orðin afbrýðisamur! Svo þú getur þó verið það einstöku sinnum?« Hún virðir Barnes vandlega fyrir sér. »Mér finnst næstum eins og þú sért líkur þeim manni«. »Eg þakka innvirðulegast fyrir gull- hamrana. Má eg leggja fyrir þig enn eina spurningu?«. »Hvað er þetta? Ertu enn hræddur um mig? Eg er ekki óhrædd um, að þú ætlir að verða ljóti eiginmaðurinn !« »Nei, eg er ekki hræddur um þig. En áður en þetta kom fyrir, þótti þér mikils vert um myndina. Hvernig stóð á því?« Emd hlær nú ekki framar. Hún hikar sig drykklanga stund og svo segir hún: »Eg veit, að eg ætti engu að leyna þig; en þetta leyndarmál á eg ekki sjálf, heldur annar maður«. »Nú, segðu mér þá það, sem þú get- ur af því án þ ss að ganga öðrum of nærri. Trúðu mér, eg spyr ekki að ástæðulausu«. »Hvaða ástæðu hefirðu til þess?« spyr frk. Anstruther. Nú er hún sjálf orðin forvitin. Hann geldur henni líku líkt: »Eg veit, að eg ætti engu að leyna þig; en þetta leyndarmál á eg ekki sjálfur, heldur annar maður«. »0! leyndarmál! |>að verðurðu að segja mér«. »Svaraðu minni spurningu á und- an«. »Jæja, það var bréf frá Egiptalandi, sem kom mér til að gefa vandlega gaurn að myndinni. í því bréfi var sagt frá einvígi og í þeirri sögu kom fyrir auðnupeningur; alt var líkt og á myndinni. En einvíginu, sem frá er skýrt i mínu bréfi, lauk á hvoruga hliðiua illa«. »Eg geri ráð fyrir, að bréfið hafi ver- ið frá bróður þínum?« »Já — en þú skilur víst, hve ófús eg er á að segja frá þessu«. »Nú, það hefir þá ekki verið frá bróður, þínum? Líklegast frá einhverj- um öðrum manni?« »Jú, víst var það frá bróður mín- um«. »Veiztu, hvernig á einvíginu stóð?« »Nei, Edvin hefir ekki minst á það einu orði; hann bað mig að halda þessu öllu leyndu; því a? kæmist það upp, mundi foringinn komast fyrir her- mannadóm. f>ú skilur það, að hann vildi ekki koma fólaga sínum í neii* vandræði«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.