Ísafold - 03.02.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.02.1900, Blaðsíða 2
26 sjélfur 120 niðja nú orðið. Nú hafa gullsólgnar mannlýðs-dreggjar úr öllum heimsálfum bylt sér mn í þetta lýð- veldi eins og vatusflóð, og var þá hin- um, sem fyrir voru, sá einn kostur nauðugur sér til bjargar, að hlaða fyrir þetta flóð svo öflugum stjórnlagastíflu- görðum, sem tök voru á. Að veita hinum aðkomna glæfralýð jafnrótti á við þarlenda menn hefði verið sama sem aðsviftaþá, drottins útvaldan lýð, öllu sjálfsforræði, — sama sem »að taka brauðið frá börnunum og fleygja því fyrir hundana«. Bretar eiga ekki að sér að beita verulegum yfirgangi og rangindum öðru , vísi en í mannúðlegum tilgangi, og gátu því naumast kosið sér laglegri átyllu til hernaðar Búum á hendur en ókosti þá, er þeir settu útlendum mönnum, er öðlast vilja þar fullkom- in þegnréttíndi. þarna var hróplegt dæmi um sauðþrálega mótspyrnu Búa gegn mentun og framförum! Og fyr- ir sakir trúmensku sinnar við hið há- leita siðmenningarstarf öllum heimi til blessunum knúðu Bretar fram ófrið- inn, með því áformi, að leggja alt í sölurnar til þess að útvega olnboga- börnum stjórnarinnar í Transvaal eft- irþráð þegnréttindi þar, — ekki eftir- þráð af þeim sjálfum raunar, »útlend- ingunum«; þeir kæra sig kollóttan um þau; heldur er það hitt, að þeir hafa fengið góða þóknun fyrir að þrá þau. Margt bendir á, að Bretar hafi byrj- að ófrið þennan í skjóli mannúðarfvr- irætlana sinna og manngæzku, og í trausti ofureflis síns, án þess að fyrir þeim hafi vakað nein nauðsyn á að- stoð æðra valds, — á aðstoð drottins. |>að var ekki hrópað hátt þá eða ákallað í kirkjum og bænahúsum. Engum fanst tiltökumál, þótt hershöfðingjarn- ir beindu ferðaplöggum sínum rakleið- is til Pretóríu, höfuðborgarinnar í Transvaal, þóttþeirséu reyndar ókomnir þangað enn. Engurn þótti geta á því leikið nokkur vafi, að þjóð með 120 miljónum manna réði án guðs hjálpar niðurlögum 200 þúsund búand- karla. fegar Kriiger forseti minti herlið sitt á, að það væri drottinn, sem mið- aði fyrir þá byssunum, þá hæddist Chamberlain að þeirri bernskulegu trú á guðs handleiðslu, og hét því, að Kriiger skyldi komast að raun um, að drottinn miðaði vitlaust. Engínn brezkur maður fann neitt að því guð- lasti þá. Hins vegar reiddu Búar sig ádrott- in og á góðan málstað sinn. |>eir svör- uðu ögrunarskeytum Breta á þá leið, að ef þeir yrðu eigi á brott með lið- safnað þann, er þsir höfðu dregið að landamærum Transvaals, áður en liðn- ir væru 2 sólarhringar, þá væri þar með sundur sagt friðinum. Og það efndu þeir. Margt hefir sjálfsagt níðingsverkið unnið verið í mannkynssögunni enn verra en það, hvernig Bretar knúðu fram ófrið þennan. En sjaldan hefir hernaðarboðskapur verið betur og snjallar orðaður en Bvla í þetta sinn né fríðari afreksverk unnin en þeir hafa gert það sem af er ófriðinum. Vér vitum, að nanðalítið er undir tilviljun komið í hernaði nú orðið. |>að hafa hernaðarv stindiu nýu kent oss og þá ekki síður úrslit hinna miklu styrjalda um vora daga. I stað karl- mensku og harðfengi, sem baggamun- inn reið fyr á tímum, er nú komið •siðferðisþrek herliðsins«, og þetta sið- ferðisþrek er ekki hermönnum skap- rætt og frjálst, heldur er það fram- knúð með hörðum aga og er eins í öllum hinum miklu hersöfnum Norð- urálfuríkjanna. Norðurálfan er ekki stærri en það, að landslagsþekking þar er sameiginleg eign allra her- menskufræðinga álfunnar, og með því aðþessu, sem kallað ervísindi, er jafn- skift meðal þeirra, verða leikslokiu, er einhverjum Norðurálfuríkjum lendir saman, jafnan kornin undir auðmagni þeirra hvers um sig. Væri nú svo, að auðmagninu réðu sömu landamerki, sem ríkjunum sjálfum, þá mundi fall- bysBugnýrinn löngu búinn að kæfa samræmishljóminn stórveldanna, og lönd fátæklinganna sundurhlutuð í smáskika, er saumaðir væru eins og bjórar við landeign auðkýfinganna. En auðmagnið er ekki bólfast. |>að er ekki við eina fjölina felt. f>að er millilandaríkið mikla. f>ýzkar hendur leggja það í frönsk gróðafyrirtæki; og franskir gróðamenn verja fé sínu í tyrknesk verðbréf. Mennirnir hafa skapað sér það vald, þar sem gullið, sem er endingarbetra en hleypidómar þeirra, öflugra en trú þeirra, blindara en hatur þeirra. Með flóði og fjöru í heimshafinu gullna lyftast eða lækka regin þau, er friði ráða eöa ófriði. |>að er þaðan runnið, hve styrjaldir eru nú miklu mun ferlegri en áð- ur gerðist. f>á börðust jafnan menn við menn; í orustunni hjá Cannæ barðist mannkynstofn við annan mannkynstofn; við Salamisey og á Maraþonsvöllum barðist þjóðmenning við siðleysi, við Granada krossinn við tunglið hálfvaxna, víð Lutzen trúar- brögð gegn trúarbrögðum, við Moskva og Beresína (1812) Európa gegn Asíu, Georg helgi gegn drekanum mikla. En þessu víkur öðru vísi við um styrjaldir nú á tímum. f>ær kvikna ekki af neinum hugsjónum. pað er ekki mikill siðgæðisneistí í þeim. f>ær eru getnar af auragirnd og fæddar af gróðaslægð. f>ær eru djarflegir tafl- leikir stórgróðahöfðingja, er raka upp í hendur i'þeiro sumum ógrynni auð- æfa, en koma öðrum á vonarvöl. Chamberlair, prangarinn, sem áður var, getur orðið mikilmenni alt í einu fyrir ófrið, sem er svo lymskulega vak- inn, að þjóðin enska fær ekki að vita sannleikann um upptök hans fyr en um seinan. Hann (Ch.) er tól í hönd- um guðsins Móloks, tól, sern er ólatt af hégómagirni, mjúkt af þrái, lipurt af drambi, haglegt af heimsku. Og England töltir á eftir í fótspor prangara-stjórnvitringsin8. f>ví fleiri sem falla í valinn, því flein eru hafðir á boðstólum til slátrunar, Eng- land er örugt og einbeitt; siðferðis- þrekið er í bezta lagi, bæði hjá lýðn- um og liðinu, sem sent er til að berjast. Hins vegar halda Búar fram á víg- völlinn ekki blindir á báðum augum af auragirnd, heldur ganga þeir út í opinn dauðann fyrir þjóðfrelsi sitt. f>eir eru ósigrandi, eins og »járnsíðurn- ar« hans Cromwells, af því að þeir eru sannfærðir um, eins og kappar hans, að guð berjist meó þeim, og af því að þeir kunna ekki að hræðast og eiga sér herkæna fyrirliða og hergögn svo góð, að þar eru þeir Bretum jafn snjallir, en snjallari að landslagskunn- ugleik. Hinar voðalegu hrakfarír Breta hafa nú lægt í þeím mesta rostann. Nú mundi hvergi gerður góður rómur að fyrnefndum guðlasts-ummælum Chamberlains. Jafnvel eftir ófarir Methuens hershöfðingja fyrir Búum (í áliðnum nóvember), tóku kristilega sinnuð blöð á Englandi að brýna fyrir lesendum sínum dálítið meira lítillæti og sundurknosun hjartans, og þegar Bú- ar börðu á átrúnaðarhetjunni Kedvers Buller við ána Tugela (í miðjum des- br.), hirti blaðið »Times« hverju að- senda hugvekjuna á fætur annari frá kennímannlegum og kennimannlega hugsandi höfundum. Einn þeirra, Campion, vísi-aðmíráll fyrir herskipaflota Breta, komst þannig að orði : »Hvað ætlar hún lengi að draga það, stjórnin okkar, að biðja drotn- inguna leyfis til að fyrirskipa almenn an bænadag og yfirbótar? Erum vór svo réttlát þjóð, að vér getum virt að vettugi drottin hersveitanna, þar sem vér vitum þó, að ófriður þessi er einn af refsidómum hans og að vér eigum refsingu skilið fyrir þjóðlesti vora? Vera mætti að ófarir okkar nú upp á síðkastið knýi þjóðina á knébeð til þess að ákalla vorn himneska föður og biðja hann að láta oss, syndugum börnum sínum, verða sigurs auöið í ó- friði þessum, er oss hefir verið uauðg- að út í«. (Times 19. des.). f>að varð úr, svo sem kunnugt er orðið, að fyrirskipaður var einhvern- tíma um jólin almennur bænadagur og yfirbótar, og drottinn beðinn hástöf- um að veita Bretum sigur. Nú, er þetta er ritað, hagar svo til, sem hér segir : í Natal og Kapnýlendu hopar her- lið Breta á hæl og bíður hins nýa yfirhershöfðingja síns. Jafnframt fær- ist uppreisn þarlendra manna í lönd- um Breta í Suðurafríku meira og meira út; þeir ganga þúsundum sam- an í lið með Búum, en nýr fjand- mannaher þúsundum saman á leið suður að Afríkuströndum til móts við þá. En af viðskiftum vegenda við drott- in hersveitanna er það að 3egja, nú sem stendur, er hér greinir: Búar. fálu sig þegar í upphafi vernd- arskjóli hans; þeir áttu í vændum ó- jafnan leik við ofurefli. Bretum þótti sér ekki liggja á því fyr en þeir höfðu beðið hvern tilfinnanlegan ósigurinn á fætur öðrum og það mjög að óvörum. Einn hershöfðingi Breta gerði í hern- aðarskýrslu sinni guði þakkir fyrir, að hann hafði haft með sér Lyddit- sprengikúlur og dum-dum-kúlur, en Joubert, yfirhershöfðingi Búa, hafði mótmælt notkun slíkra vítistóla, er tæta hvern mann, sem þau hitta, sund- ur ögn fyrir ögn, og voru þau mót- mæli gerð bæði samkvæmt friðarfund- inutn í Haag í fyrra og í nafni mann- úðarþels alls hins siðaða heims. Búar berjast fyrir lífi sínu og frelsi, en Bretar fyrir heimsdrotnan auðmagns- ins, fyrir alveldi miljóna-mæringanna. Fólksafli Búa á við Breta er eins og 1 á móti 1000. Hvorum þeirra ætli þádrottinn her- sveitanna muni veita sigurgengi sitt, um það er lýkur? Yér viljum hvorki gera oss neinar fífldirfskuvonir né heldur gera lítið úr hinum óþrjótandi auðmagnsuppsprett- um, er Bretar hafa í sinni hendi. En óglögt myndum vér þá eftir frelsis stríði Bandaríkjanna í Norður-Ame- ríku fyrir meira en 100 árum, ef vér gerðum oss eigi allgóðar vonir um, að hnötturinn okkar verði einu óháðu meginríki auðugrí eftir þennan ófrið en á undan honum, sem sé — Banda- ríkjum Suðurálfu. |>að er víst, að hvað sem öðru líður, þá geta Bretar ekki treyst á aðstoð drottins hersveitanna öðru vísi en með því móti, að ætlast til, að hann misbeiti almætti sínu. (N. K. í »Verd.« G. 11. f. m.). Nilssonsmálið. Til frekari rannsókna um mann- drápsglæp þeirra Nilssons botnverpings og hans félaga vestur á Dýrafirði í haust, var yfirréttarmálafærslumaður Emar Benediktsson sendur vestur i gær með »Laura«. Sýslumaðurinn þar, Hannes Hafstein, er óbær að fást við það mál, með því hann varð sjálfur fyrir skakkafalli af glæpamönn- um þe8sum. Tómlæti Dana víö oss. Dr. Georg Brandes, frægasti rithöf- undur Dana, minnist nokkurum orð- um á tómlæti Dana aridspænis ís- landi í ritgjörð, sem hann hefir ný- lega látið prenta í danska tímaritinu »Tilskueren» og norska blaðinu »Ver- dens Gang«. Efni ritgjörðarinnar er í stuttu máli, hve mjög Norðurlandaþjóðunum hafi á ýmsan hátt yfirsést á síðara hluta aldarinnar, og þá Dönum meðal ann- ars í afskiftum sínum af íslandi. »þegar vér mistum Noreg«, segir dr. G. B., »héldum vér Islandi fyrir þá sök eina, að óvinir vorir gleymdu því. Nú mætti ætla, að ísland, vagga allrar Norðurlanda-menningar, hlyti að hafa orðið augasteinn Danmerkur, að vér gerðum nú alt, sem í voru valdi stendur, landinu til þrifa, — þar sem vér á fyrri tímum höfum farið illa með það, lagt einokunarbönd á verzlunina o. s. frv. En dr. Brandes þykir annað verða uppi á teningunum, þegar að sé gætt. því til sönnunar bendir hann á svar stjórnarinnar upp á stjórnarskrár- breytingar alþingis 1885 og 1893, yfir- lý8ingarnar um það, að öllum stjórnar- skrárbreytingartillögum alþingis mundi verða synjað staðfestingar. Annars misskilur höf. nokkuð stjórnarmálBSögu vora, hefir einhvern veginn komist á þá skoðun, að það, sem fram á var farið 1885, sé í aðalefninu það sama, sem stjórnarbótarflokkurinn íslenzki hefir haldið fram síðan 1897, og telur með öllu fráleitt háttalag af Dana hálfu, að neita jafn-sjálfsögðum kröf- um og þeim, að ráðgjafinn beri ábyrgð fyrir alþingi, sinni íslands-málum ein- um og kunni íslenzku. »Vér gefum íslandi holdsveikraspí- tala«, segir dr. Brandes enn fremur; »það er einstaklega nauðsynleg gjöf, eins og frú Bittermandel kemst að orði« (í Aprilsnarrene, eftir Heiberg) — »en fremur raunaleg. þar á móti höf- um vér enn ekki lagt þeim til rit- síma. þó er það einkum andlega sam- bandið milli íslands og Danmerkur, sem er mikils til of lítilfjörlegt. Vér látum þjóðverja fara langt fram úr 08s, að því er snertir þekkingu á ís- landi nú á dögum. í Kaupmanna- höfn hefir ávalt verið lögð mikil stund á að kynnast Islandi, eins og það var í fornöld, og margir Danir hafa ritað um mentalíf þess frá þeim tímum, svo að góðra gjalda er vert. I þessu efni erum vér þjóðverjum frernri, jafnvel þótt annar eins maður og Konráð Maurer standi mjög framarlega. En í Danmörk þekkja menn ekkert til ís- lands nú á dögum. Með hve brenn- andi áhuga hefir ekki þar á móti Jpjóðverjinn Carl Kúchler sökt sér nið- ur í nútíðarbókmentir íslendinga! í Austurríkí hefir J. C. Poestion samið stórmikið rit um ísland nú á tímum, og vér eigum alls ekkert, sem því sarasvarar. Vér getum þó ekki vel látið það um oss spyrjast, að vér för- um að leggja það út. Nú er farið að keyra svo fram úr hófi, að tíu sinnum meira er þýtt af nútíðarbókmentum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.