Ísafold - 03.03.1900, Side 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l1 /a doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
TJppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ðgild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustófa blaðsins er
Austurstrœti 8.
Reykjavík, laugardaginn 3. marz 1900.
XXVII. árg.
I. O. O. F. 81398' /» I & II
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11 — 2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkau dag
kl. 12 — 2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Ókeypis lækning, á spitalanum á þriðjud.
-og föstud. kl. 11—1.
Ókeypis augnlækning á spítalanum
fyrsta og þriðja j)riðjud. bvers mánaðar
kl. 11—1.
Okeypis tannlækning i Hafnarstræti 16
1. og 3 mánud. hvers mán. kl. 11—1.
>tx.xtx.xtx..At>..iíí xtj- xtx.>tg.>tg.Atg.>tg.,St*.,xtg.
9{í:;?}v;:xiv::x;v"v{v"x;v"víx"»‘i'"»iv"í‘iv>i'" r;vv;v
Landsbankinn
og
peningaþörlin.
Getur Landabankinn með veðdeild-
inni fullnægt peningaþörf landsins?
A því veltur bankamálið vitanlega.
Geti hann það, þá er engin ástæða
til að vera með neina tilbreytni. Geti
bann það ekki, er að sjálfsögðu brýn
nauðsyn á að breyta til. Og með
því að enginn maður hefir enn bent á
neinn annan færan nýbreytni-veg en
hlutafélagsbankann, þá er líka auðsæ fá-
sinna að þiggja hann ekki — svo
framarlega sem iandið þarf á meira
fé að halda en Landsbankíj^n getur
lagt því til.
Er því þá svo farið?
Hér skulu nokkurar bendingar gefnar.
Virðingarverð allra kaupstaðarhúsa
hér á landi nam árið 1898 kr. 6,460,-
000. f>ar af námu Reykjavíkurhúsin
kr. 2,500,000.
Lánin, sem fengin höfðu verið út á
öll kaupstaðarhúsin, námu samtals
kr. 1>600,000. þar af höfðu íteykja-
víkurbúar fengið kr. 1,000,000.
Oss er ekki með öllu Ijóst, hvers
vegna smærri kaupstaðirnir ættu ekki
að njóta sömu peninga-hlunninda eins
°g Reykjavík. þörfin hlýtur að vera
upp og niður mjög lík. Og þegar
litið er á viðskifti þau, 8em fara fram
f smærri kaupstöðunum, atvinnu
manna þar alla, velmegun og fram-
tíðarhorfur, þá verður víst ekki ann-
að sagt með sönnu, en að þeir hafi
alveg eins mikinn tilverurétt og eigi
alveg eins mikið tilkall til þeirrar að-
atoðar, er peningalán veita, eins og
höfuðstaðurinn.
En ættu þeir að njóta sömu blunn-
iuda, þá væri fó það, er fengist út á
hús þeirra, kr. 1,580,000. í stað þes3
hafa þeir fengið kr. 600,000.
Fallist menn nú á það, að smærri
kaupstaðirnir ættu ekki að vera af-
skiftir, þá nemur það fé, sem lána
þyrfti út á kaupstaðarhús að eins, kr.
2,580,000.
Hvaða fé hefir nú bankinn á boð-
stólum?
Veðdeildarlánin eiga að
geta numið............... kr. 1,200,000
Seðlar ...................— 750,000
Sparisjóðsfé (á að gizka) — 1,000,000
Samtals kr. 2,950,000
Við þessa ágizkun er það sérstak-
lega að athuga, að hér er gert ráð
fyrir, að öll skuldabréf veðdeildarmn-
ar seljist, sem enn er tvísýnt, og að
áætlunin um sparisjóðsféð er vafa-
laust í allra hæsta lagi, þar sem
sjálfsagt verður eitthvað af því, sem
menn annars hefðu í sparisjóðinum,
enginn veit, hvað mikið, lagt í veð-
deildina, með því að hún gefur hærri
rentur heldur en sparisjóðurinn.
Ómótmælanlega er því bankanum i-
vilnað í þessari ágizkun.
Og samt verður niðurstaðan sú, að
hann getur haft á boðstólum einar
370 þúsund krónur um fram það,
sem Iána ætti út á kaupstaðarhúsin
ein, ef smærri kaupstaðirnir væru
ekki ranglátlega afskiftir!
þessar 370 þúsundir ættu að full-
nægja öllum öðrum þörfum lands-
manna, verzluninni, landbúnaðinum,
sjávarútveginum, iðnaðinum — ættu
að fullnægja öllu því, sem gera þarf
á þessu landi, þar sem alt er eigin-
lega ógert!
Allir ættu að geta séð, hve langt
það fé mundi hrökkva til lána handa
landsmönnum, og það þótt við sé
bætt þeim 6—700 þúsund krónum,
sem eru f sparisjóðum utan Reykja-
víkur. |>að yrði samtals nálægt 1
miljón króna — álíka fé eins og
ajávarútvegurinn einn þarfnast að
líkindum eftir skamman tíma. Á
landssjóðslán er víst eins holt að
treysta ekki. Nú hefir alveg tekið
fyrír þau, og mjög lítil líkindi til,
eftir þeirri stefnu, sem ofan á er orð-
in f þinginu, að þeitn verði framar
að fagna að neinum mun.
Lítum vér nú á peningaþörfina frá
fleiri hliðum, verður annar flokkur
fasteigna, jarðeignir landsmanna, næst
fyrir oss.
|>ær nema samtals rúmum 8 miljón-
um króna. Líklegt er, að landssjóður
og kirkja muni eiga um fjórða hlut-
ann þar af, svo þá verður eftir eitt-
hvað um 6 miljóna króna virði í jörð-
um, sem einstakir menn eiga.
Láta mun nærri, að jarðarveðslán-
in nemi nú 1,200,000 kr.
Svo mikil brögð hafa að þeim verið,
þrátt fyrir það, að bændur hafa orðið
að sæta svo hörðum kjörum í bank-
anum, að bersýnilegt er, að þeim
hefir verið um megn að standa í
skilum. Ágóði af jarðabótum er sein-
teknari en svo, að þær borgi sig á
7—8 árum — að vér ekki nefnum
þau lán, sem fengin eru til húsagjörða
á jörðunum.
Og svo hefir auk þess ekkert lán
fengist út á jarðir um langan tíma.
það liggur því í augum uppi, hvort
ekki mundi verða meiri eftirspurn
eftir jarðarveðslánum, ef kjörin væru
góð og ef lánin væru fáanleg. En
svo hlýtur og sú lánsþörf að aukast
að stórum mun, ef búskaparlagið fer
að breytast, einkum ef mjólkurbú
fara að koina upp; stórkostlegar jarða-
bætur hljóta að verða þeim samfara.
Og tilfinningin fyrir húsabótaþörfinni
fer sívaxandi, enda eru og landsmenn
í óða önn að bæta húsakynni sín.
þegar alls þessa er gætt, er fráleitt
of mikið í lagt, að ætlast á, að til
þess að fullnægja jarðarveðlána-þörf-
inni veiti ekki af liðugum 2 miljónum
króna.
það fé, sem nú er í útlánum gegn
jarðarveði, er úr landsbankanum, við-
lagasjóði og ýmsum smærri almanna-
sjóðum. En bæði landssjóður og
tíestir aðrir almannasjóðir mundu
draga til sín jarðarveðslánin og hætta
við þau með öllu, ef unt væri að fá lán
annarsstaðar. Svo það yrði þá bank-
anB verk að fullnægja þessari þörf að
langmestu leyti.
Geri menn þá ráð fýrir, að þessi
hluti peningaþarfarinnar nemi 2 mil-
jónum króna og Landsbankinn eigi
að fullnægja henni — og eins og áð-
ur er sagt, er þar fráleitt of mikið
í lagt — þá hefir hann, að öllu með-
töldu, — veðdeild, seðlum og sparisjóðs-
fé, — tæpri miljón yfir að ráða umfram
þessa þörf eina.
Hann hefir, með öðrum orðum, á-
líka mikið afgangs frá henni einni,
eins og gizkað var á hér að framan
að hann mundi hafa afgangs frá kaup-
staðarhúsalánunum einum, ef hann
ætti að fullnægja þeirri þörf sann-
gjarnlega, og ef fé sparisjóðanna utan
Reykjavíkur væri öllu varið til þeirrar
þarfar.
Haqn vantar með öðrum orðum
hálfa aðra miljón upp á að geta full-
nægt fasteignalánsþörfinni einni!
|>á er verzlunin.
Aðfluttar vörur til landsins nema
rúmum 8 miljónum króna. Auðvitað
verður ekki með neinni vissu um það
sagt, hve mikinn hluta af þeim vör-
um kaupmenn geta keypt, án þess að
fá lán til þess. En mjög mikil lík-
indi eru til þess, að verzlunin ein
muni þurfa að halda á alt að 5 milj.
kr. lánum á þeim eina tíma árs, sem
flestir íslenzkir kaupmenn kaupa að
mestu vörur sínar í útlöndum.
Ólíklegt er, að kaupmenn muni
eiga öllu meira en 3 milj. af því fé,
sem í verzluninni stendur, og þar af
er sjálfsagt ein miljón föst í húsum.
Svo nemur það ekki litlu, sem fast er
í útistandandi verzlunarskuldum hér
á landi.
Nú er auðvitað sennilegt, að nokk-
urir af kaupmönnunum muudu leita
sér lána í öðrum löndum, en margir
yrðu þeir fráleitt — þeir eingöngu,
sem algerlega eru búsettir erlendis,
efnaðastir eru og minst þurfa því á
peningalánum að halda
Eigi Landsbankinn að fullnægja
allri verzlunarlánaþörfinni hér á landi,
að svo miklu leyti, sem kaupmenn
mundu vilja við hann skifta, veitir
honum fráleitt af þrem miljónum til
þess eins. Að öllum líkindum yrði
eftirspurnin meiri en sem því nemur.
Með öðrum orðum: alt það fé,
sem Landsbankinn hefir yfir að
11. blað.
ráða, hver eyrir, gengi til verzlunar-
innar etnnar, ef hann ætti að full-
nægja peningaþörf hennar, — og
hrykki ekki til.
Af aðalatvinnuvegum landsmanna
er þá sjávarútvegurinn eftir.
Hér að framan hefir verið lauslega
gizkað á, að hann muni að skömm-
um tíma liðnúm þurfa að halda á 1
miljón króna.
Vitanlega verður ekki sagt með
fullri vissu, hvað þess só langt að
bíða. En þegar þess er gætt, hve
stórkostlega þilskipaútgerðin óx um
það leyti, sem hún fekk lán af lands-
sjóði, geta menn naumast annað en
gengið að því vísu, að hún mundi
enn halda áfram að vaxa að afar-
miklum mun, svo framarlega, sem
hún ætti kost á aðgengilegum lán-
um.
þilskipin eru nú um 100. Nokkuð
af þeim er borgað til fulls, en meiri
hlutinn er að meira eða minna leyti
í skuld. |>au kosta að líkindum nál.
£ miljón króna, og ekki er ólíklegt,
að skuldirnar nemi um 200,000 kr.
Eitthvað lánar Landsbankinn
sjálfsagt til árlegrar útgerðar þeim
þilskipaeigendum, sem til hans ná.
En fæstir fá alt það fé, sem þeir
þurfa, og ekki líkt því. Afleiðingin er
sú, að útgerðin verður bundin á klafa
hjá kaupmönnum, og það stendur
henni mjög fyrir þrifum.
Ætti nú að koma útgerðinni í það
horf, að útgerðarmenn fengi peninga
til láns í staðinn fyrir vörur — sem
vitanlega yrði þeim ódýrara og á all-
an hátt hagkvæmara — þá er líklegt,
að tekinn yrði til láns helmingur
allrar ársútgerðarinnar, sem líklega
má telja 300,000 kr.
Niðurstaðan verður þá sú, að sjáv-
arútvegurinn þarf, eins og honum er
nú farið, að halda á | miljón króna,
ef vel ætti að vera. J>ar af yrðu
200,000 kr. lán til nokkuð langs tíma,
300,00 kr. til eins árs eða skemur.
Útgerðin þarf því að tvöfaldast að
eins til þess að þurfa þá 1 miljón,
sem áður er nefnd. Og þegar þess
er gætt, hve ört henni hefir fleygt á-
fram, er óhætt að fullyrða, að það
verði peningaleysi einu að kenna, ef
hún tvöfaldast ekki á tiltölulega ör-
stuttum tíma, t. d. 10 árum.
f>að fé nemur þá um 8 miljónum
króna, sem Landsbankinn þyrfti að
hafa með höndum, til þess að full-
nægja peningaþörf fasteignaeigenda,
kaupmanna og útgerðarmanna hér á
landi. það á hann að gera með svo
sem 3 miljónum!
Og svo segja menn, að engin þörf
sé á meiri peningum en þeim, er
Landsbankinn hefir á boðstólum !
|>eir eru sem sé að segja það,
sumir hér í Reykjavík. En ætli þeir