Ísafold


Ísafold - 21.03.1900, Qupperneq 1

Ísafold - 21.03.1900, Qupperneq 1
ISAFOLD. Reykjavík miðvikudaginn 21. marz 1900. Kemur ut ýraist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 11 /a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). XXVII. árg. I. O. O. F. 813338'/a. II ___ Forngripasafnið (nú i Landsbankanum) opið mvd. og Id- H Landsbankinn opinn bvern virkan dag tji 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl 12 — 2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md , mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1 Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1- Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti 16 1. 0g 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. xtx XTX xfx. xt« Hnakkatakið. Afturhaldsmálgagnið er öðru hvoru að ráðgera og hóta að »taka í hnakk- ann« á ritsímamálinu svo um muni_______ gera það öllum lýðum ljóst og áþreif- anlegt, hve gersamlega óalandi og ó- ferjandi og óráðandi öllum bjargráðum þeir eigi að vera, sem vilja vinna að því, Islendingar fái ritsíma, eins og allar aðrar siðaðar þjóðir. það verður víst ósleitilegt, þetta hnakkatak, þegar það kemur á end- anum! mönnum er farið að lengja nokkuð eftir því. Sumir eru farnir að halda, að það ætli að lenda í eintóm- um hótunum og ráðagerðum, og að þjóðólfur kenni sig alls ekki mann til að hefjast handa á þennan eftir- minnilega hátt, sem hann þykist búa yfir. Víst er um það, að með öllu því, sein hann hefir hingað til gasprað þetta mikla velferðar- 0g menn- ingarmál þjóðarinnar, fer því. fjarri, að hann hafi »tekið i hnakkann« á nokk- urum hlut, nema sjálfum sér. Hverjum ætli t. d. komi illa bullið um »hrekkinn«, öðrutn en þeim, sem með þann vaðal er að fara? »Hrekkurinn«á að vera fólginn i því, að bjóða íslendingum 300,000 kr. til landsimalagningar, gegn þvi, »að þeir lofi dönsku stjórninni að leggja sæ- þráðinn frá útlöndum« til Austfjarða, i stað þess að leggja hann til Eeykja- víkur. Bersýnilega gengur málgagn aftur- haldsins að því vísu, að danska stjórn- in sé í óviðráðanlegum sæsímalagn- ingar-álögum - hún hafi ekki nokk- urn frið í sinum beinum fyr en huu sé búin að koma sæsíma hingað til lands. þess vegna þurfi ekki annað en að skipa henni að koma með hann, hvert sem okkur þóknist, íslending- um. Hún þakki vitanlega fyrir, að þurfa ekki að norpa yfir sæsímanum sínum einhversstaðar úti á reginhafi, mega verða þeirra hlunninda aðnjót- andi, að komast á land með hann. Og hún láti ekki sitja við þakklætið eitt; hún borgi fyrir annan eins greiða — ekki neinar »hundsbætur« eða »mútuskilding«, eins og nú só í boði, þar sem ræða sé um einar 300,000 kr. — heldur leggi hún sjálf ritsíma um þvert og endilangt landið, ef það sé nefnt við hana. Hvernig ætti hún svo sem undan því að komast, þar sem hún er í þessum álögum, að henni kemor ekki dúr á auga, fyr en hún er komin hingað á land með sæ- símann sinn? Já — betur að satt væri! En meinið er það, að þessi álög eru ekki lifandi vitund annað en helber hugarburður þjóðólfs. Danska stjórnin nýtur allra þæginda, sem þetta líf hefir að bjóða, fyrir Islands- símanum. Ekki skulum vér fullyrða, að henni standi alveg á sama um hann. En hún tæki því alveg áreið- anlega með frábærri stillingu, þó að það fyrirtæki drægist svona eina eða tvær aldirnar næstu. það þarf engan speking til að sjá það, að hentugast væri, að öllu öðru jöfnu, að fá sæsímann hingað til Eeykjavíkur. En of dýrt má kaupa þau hlunn- indi fyrir höfuðstaðinn, — þó að þau væru á boðstólum. Og samkvæmt öllum þeim skýringum, sem komnar eru fram í málinu, væru þau sannar- lega of háu verði keypt, ef menn snöruðu frá sér, fyrir þau, 300,000 kr. — hér um bil °/7 hlutum þess, sem landsíminn mundi kosta, — ef vér með öðrum orðum ynnum það til, að hafna eina hugsanlega færinu, sem oss kann að bjóðast, til þess að koma ritsíma um landið, um hver veit hvað langan tíma. En 8vo bætist það ofan á, að vér eigum alls engan kost á, að fá sæsím- ann hingað til Reykjavíkur, þó að vér vildum alveg óhæfilega mikið til þe8s vinna. Enginn veit enn, hvort vér eigum kost á honum til nolckurs staðar á landinu. En hitt er víst, að eina félagið, sem nokkur líkindi eru til að við fyrirtækið fáist, vill ekki gauga að þeim kostum, sem nokkur von er um, að því verði boðnir, ef það á að leggja sæsímann hingað. Um þett þarf engum blöðum að fletta — ekkert nema hégómi að vera um það að deila. Annaðhvort verð- um vér að hætta að hugsa um rit- símann, eða að öðrum kosti sætta oss við að fá hann á land á Austfjörðum °8 Þ'ggja þessar 300,000 kr. til land- símalagningar — sem er margfalt betra boð en nokkurum Islendingi hafði til hugar komið fyrir þremur ár- um. það verður fullörðugt að fá þessi kjör, og. með öllu óvíst enn, hvort þau standa oss til boða. En engin minsta vonarglóra um betri kjör. Stað- hæfing |>jóðólfs um líkurnar til þess, að »fréttaþráður hefði verið lagður til landsins, oss að kostnaðarlausu eða kostnaðarlitlu, og sjálfsagt þá yfir land jafnframt«, er ekkert annað en blátt áfram tilhæfulaus heilaspuni, enda engiú tilraun til þess gerð að færa rök að honurp. Eftir kenning afturhaldsmálgagns- ins stendur oss það á mjög litlu, hvort vér fáum nokkurn ritsíma eða engan. Ástæðan, sem færð er fyrir því, lýmr nákvæmlega sama andlega víðsýninu eins og menn eiga að venj- ast í því blaði. Hún er sú — að bœndur muni svo sjaldan þurfa að senda nokkurt símrit!! Já — það leynir sér ekki, að þörf er á öflugra hnakkataki en þessu, til þess að koma fyrir kattarnef sann- færingunni tím, að gott verk og þarft 8é unnið með þvf að hlynna að rit- símamálinu. Afturhaldsmálgagnið hef- ir líka sýnilega eitthvert veður af því. þess vegna er það hvað eftir annað með þessar hótanir og ráðagerðir um að »taka í hnakkann* á málrnu. Væri nú ekki affarasælast fyrir blaðið að þegja alveg, þangað til það hefir safnað nýum kröftum, svo það treystir sér til að taka þetta heljar- tak? Getur því með engu móti skilist jafn-einfalt mál og það, að þessar ráðagerðir og hótanir eru aumari en nokkur selbiti í vasann, meðan því er bersýnilega allra efnda varnað, og það getur ekkert orð um málið sagt annað en blábera vitleysu? Kynleg bænda-vinátta. Eitt hið þarfasta skylduverk allra manna, er bera almenningsheill fyrir brjósti af einlægum hug, er það, að koma mönnum sem vandle^ast í skiln- ing um, að hver stétt þjóðarinnar sé eins og limur á sama líkama, að sér- hver sannarleg heill, sem einni stétt- inni hlotnast, komi hinum stéttunum að haldi, þó;t það ef til vill kunni að vera óbeinlínis að eins, og að sérhver hnekkir, sem ein stétt verður fyrir, sé tjón fyrir alla. því vandlegar, sem þessi meðvitund er innrætt hverri þjóð sem er, því eindregnari og áreiðanlegri er félags- andi hennar og fsamheldishugur, því óhættara er henni við smásálarskapn- um og tvídrægninni, því einlægari verður ættjarðarástin, því betur stend- ur þjóðin yfirleitt að vígi í lífsbarátt- unni. Aftur á móti er örðugt að hugsa sér verra verk og vitlausara, er nokk- ur sá geti unnið, er eitthvað leggur til þjóðmála, en það, að æsa hverja stétt þjóðarinnar gegn annari, ala á tilhneigingum manna til þess að skara eld að sinni köku, umfram það er þjóðinni í heild sinni er holt og heilla- vænlegt, og kenna mönnum að virða að vettugi eða fjandskapast gegn því, er þeir fá ekki séð að þeir sjálfir hafi beinan arð af eða hlunnindi, hve þarft og gott sem það kann að vera fyrir þjóðarheildina. |>etta afarmeinlega óþarfaverk er nú verið að vinna vor á meðal. Á svo blygðunarlausu skeytingar- leysi um hagsmuni þjóðarheildarinnar Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til ótgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. 14. blað. er nú farið að bóla, að afturhalds- málgagnið svífist ekki að reyna að æsa bændur gegn ritsímamálinu með fortölum um það, að þeir muni svo fá símrit þurfa að senda, — reynir að glepja svo huga þeirra, að þeir missi sjónar á því, að ritsíminn er annað aðalskilyrði þess, að verzlunarviðskifti sjálfra þeirra geti komist í það horf, að nokkur von sé þess, að þeir fái þolanlega undir risið. þetta skaðvænlega heimskuatferli er því kynlegra, sem bændur hafa sjálfir ekkert tilefni til þess gefið. þeir hafa einmitt í þessu efni sýnt margfalda vitsmuni á við afturhalds- málgagnið. þegar er frétt kom um það á und- an þingi 1897, að von væri um að ritsímamálinu gæti orðið framgengt, létu þau kjördæmi, er þess áttu kost, afdráttarlaust í ljósi, að þau vildu láta þingið styðja það mál ósleitilega. Og ekki minnumst vér þess, að nokk- urt kjördæmi tjæði sig málinu fráhverft á þingmálafundunum á undan síðasta þingi, jafnvel þótt öllum landsmönn- um væri þá, fyrir umræðurnar, sem um það efni höfðu orðið í blöðunum, fullkunnugt um það, í hvert horf mál- ið var komið. þar á móti kröfðust sum kjördæmin þess afdráttarlaust, að þingmenn þeirra veittu málinu ein- dregið fylgi. Með öðrum orðum: engin merki þess hafa sést, að bændur hafi misskilið þetta mál. peir sjá það bersýnilega mjög ljóst, að þessi þjóð muni hafa ómetanlegt gagn af ritsíma, eins og allar aðrar þjóðir hafa haft það og hafa það, — þótt aldrei nema aðrir sendi meira af símritum en bændur! þessi tilraun afturhaldsmálgagnsins til þess að koma þeirri ímyndun inn hjá bændum, að það sé að vaka yfir hagsmunum þeirra, fer því í meira lagi óliðlega úr hendi. Vitanlega hefir hún alveg gagnstæð áhrif við það, sem til ,var stofnað: vekur gremju og and- stygð á þessu smjaðri, sem einungis er bygt á staðlausum fmyndunum um skammsýni og vitsmunaskort íslenzkra bænda. |>að leynir sér ekki heldur í aug. um skynsamra manna, hvernig hags- munir bænda eru yfirleitt ræktir í afturhaldsmálgagninu. f>rátt fyrir alt smjaðrið við þá hefir taumur Beykjavíkur aldrei verið dreg- inn á óskammfeilnari og óviturlegri hátt andspænis hagsmunum alls landsins utan höfuðstaðarins, heldur en nú er verið að reyna að gera í jpjóðólfi. Meðan ekki var neitt að ráði til þess stofnað, að aðrir landshlutar en Eeykjavfk næðu til ntsímans, var att- urhaldsmálgagnið í bezta skapi. En jafnskjótt sem mönnum gefst kostur á — eða réttara sagt, jafnskjótt og von verður um — að aðrir landshlutar fái j veruleg hlunnindi af þeim kostnaði, er samfara er sæsímalagning hingað

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.