Ísafold - 21.03.1900, Page 4
56
Eg hefi þráð það svo sárt, að mega
varpa þessu frá mér og verða eins og
aðrar konur. En svo finst mér annað
veifið eins og hér sé um helga köllun
að ræða. f>á þyrstir mig í að hitta
hann, svo að eg geti gert skyldu mínalt
f>að er eins og síðustu orðin séu henni
innblásin — en ekki frá ríki ljóssins.
Eftir stunJarkorn segir Enid : »Og
það var Barnes, sem fekk þig til að
skrifa mér miðann?«
»Já«.
•Elsku Marína mín!» Frk. Anstruth-
er vefur aftur handleggina utan um
hálsinn á Korsíkustúlkunni, og í þetta
sinn slítur hún sig ekki af henni.
•Svona vondur hefir hann verið við
þig! Hann vildi ekki, að þú vaerir
samvistum við konuefnið hans. En
komdu nú samt og vertu brúðarmær
mín, og eg skal sýna honum, að það
detta ekki af mér neinir gullhringar
fyrir það. Lofaðu mér þessu, bezta
mín !<
Eln Marína svarar skýrt og skorin-
ort: »f>að er af og frá ! Eg get ekki
sint minni köllun jafnframt. Unn-
usti þinn hefir á réttu að standa; þú
ert of 'góð við mig. En þó að eg fáí
ekki að sjá þig á brúðarbekknum, þá
skal mér alt af þykja vænt um þig, af
því að þú varst mér svo góð, þegar
eg átti engan vin. En nú legg eg á
stað. Við sjáumst aldrei framar,
og-------«
Stúlkurnar grétu hvor í faðminum á
annari.
Svo hrökkva þær við, því að Maud
Chartris hrópar inn um dyrnar:
»Hann er kominn aftur, Enid!«
»Hann! Hver?« kallar fröken An-
struther og stekkur upp. Svo segir
hún : »Við hittumst víst aftur á£ur en
þú fer, góða!« kyssir Marínu og flýtir
sér út í þeirri ímyndan, að Barnes sé
af einhverjum ástæðum kominn aftur.
Hún fer með Maud að dyrunum á
herbergí lafði Chartris. f>ar snýr
telpan sér að Enid og segir: »Hann
situr aleinn þarna inni og bíður ]þess
að mega faðma þig!«
Frk. Anstrutber lýkur upp hurðinni.
Gluggablæjurnar eru dregnar niður
vegna sólarhitans og í daufu birtunni
þar inni grillir hún í mann, sem snýr
bakinu að henni. Hún heldur, að það
sé Barnes.
Hún laumast hægt að honum, legg-
ur handleggina um hálsinn á honum
og hvíslar í evra honum: »Burton
minn góður — svo þú gazt þá ekki
yfirgefið mig?« kyssir hann hjartan-
lega og hrekkur svo aftur á bak; því
að karlmaðurinn snýr sór við, er með
sítt skegg, kyssir hana aftur á raóti
ástúðlega og segir hlæjandi : »Svo
»Burton minn góður« er farinn frá þér?«
Enid hrópar upp yfir sig : »Bróðir
minn«, fleygir sór svo um hálsinn á
honum og kyssir hann hvað eftir ann-
að.
Liögfræðislegur leiðarvísir.
Er það eftir gildandi lögum eða göml-
vana, að ábnendur hinna svo nefndu
stólsjarða eru lausir við jarðartíund til
prest.s og kirkju?—Sv.: Skálholtsstólsjarðir
eru tíundarfrjálsar vegna þess, að þegar
Skálholtsstóll var lagður niður fyrir meira
en 100 árum, voru jarðirnar seldar með
tíundarfrelsi, en það höfðu þær haft áður
að lögnm, svo sem lagðar til guðsþakka;
og vegna þeirrar (eldri) reglu eru Hóla-
stólsjarðir einnig látnar vera lausar við tí-
und, þótt ekki væru það berum orðum til-
skilið, er þær voru seldar, nema til prests
og fátækra.
Er ekki skylda félaga, sem stunda lik-
amsæfingar, að hera kostnað af slysum, t. ,
d. legukostnað, sem fyrir koma við æfing-!í,
ar í þarfir félagsins? — Sv.: Nei.
Það eru tvær kirkjur i prestakalli;
getur þá sami prestur þjónað meiri eða
minni hluta af annari sókninni sem utan-
þjóðkirkjuprestur og hinni sókninni sem
þjóðkirkjuprestur ?
Sv: Nei, engan veginn, sbr. landsh.bréf
21/» 1-95.
Er eg skyldur að víkja frá jörð, sem
eg flutti á í fyrra vor með munnlegri
byggingu, þar eg ekki fekk byggingarbréf
þratt fyrir tví-itrekaða hón bæði áðnr en
eg flutti og eftir að eg var ný fluttur?
Sv.: Nei.
Hafa forstöðunefndir þjóðminningardaga
rétt til tinsölu á þeim hátíðum?—Sv.: Nei.
Eru lausakonur jafnt sem lausamenn
skyldar að gjalda 60 aura gjald presti og
kirkju? — Sv.: Já.
Ber umhoðsmanni jarðar, sem er einstaks
manns eign, að missa umhoðsþóknun sina
fyrir það, að ekkert var á umboðslaun
minst, er hann tók við umboðinu? — Sv.:
Já, nema föst venja sé fyrir ákveðnum um-
boðslaunum i því bygðarlagi og engin at-
vik bendi á, að búist hafi verið við eða
setlast til undanþágu frá þeirri venju, t. d.
venzl eða viaáttu o. s. frv.
Eg á hús i kaupstað, sem eg leigi út og
geld af því húsaskatt, eins og lög skipa
fyrir. Ber mér lika að borga eignartekju-
skatt af húsaleigu þeirri; sem eg fæ eftir
það? — Sv.: Nei.
Eru lausamenn, sem ekkert tíunda, skyld-
ir að greiða presti dagsverk? — Sv.: Nei.
Hitt og þetta.
Dýrrir málmar. Því fer fjarri, að gull
sé hinn dýrasti málmur sem til er. Það
kvúðu vera til ekki færri en 26 málmteg-
undir, sem eru dýrari, þar á meðal ein,
sem er 230 sinnum dýrari. Sá málmur
heitir gallium og kostar pundið af því
290,000 kr., en af gulli ekki nema 1240 kr.
Nú er farið að taka Ijósmyndir neðan
sjávar. Ljósmyndarinn fer i köfunarbún-
ing og hefir á hjálmi sinum rafmagnsgló-
lampa með m.jög miklu ljósmegni, er auka
má þó með afturkastsspegli og ljósbrjót og
beina í tiltekna átt. Ljósmyndartólinu er
skýlt með mjög sterku gleri og vel fáguðu
Þetta er mesta þing til að rannsaka sjáv-
arbotn, skipsfleka á sjávarbotni og þess
háttar.
Hoskinn maður ókvæntur mætir kunn-
ingja sínum, sem leiðir sér við hönd krakka
á þriðja ári, sem hann átti. »En hvað
þetta er laglegur drengur!« segir hann.
»Það finst mér ekki« anzar faðir krakk-
ans. »Þetta er ekki föðurlega mælt; eða
hvernig stendur á, að þú segir þetta?«
svarar hinn. »Það er telpa, en ekki dreng-
ur«, segir sá, sem krakkann átti.
Imyndunarveikin. Læknirinn: »Það
er ekki nema eitt meðal við öllum þessum
kvillum, sem þér hafið talið upp fyrir mér,
frú min góð«.
Frúin: »Blessaður segið þér mér það,
læknir góður!«
Læknirinn: »Það er: veruleg veikindi!«
t Hór með tilkynnist frændum og
vinum mínum og vandamanna mínna,
að faöir minn elskulegur Finnur Magn-
Ú8 Einarsson andaðist 15. þ. m. á 73.
ári, fæddur 8. febr. 1828. Hann lá síð-
an síðast f septbr. f. á., oftast mjög
þungt haldinn síðan í oktbr.
MeSalfelli 17. marz 1900.
Eggert Finnsson.
Biðjið um :
Skandinav. Export kaffi Surrogat
Khavn K. F. Hjorth & Co.
1871 Júbilhátíð 1896.
Hinn eini ekta
BRABIA-LIFS-ELIXIR
Meltíngarhollur borð bitter essenz.
Allan þann árafjölda, sem almenningur hefir við haft bitter þenna,
hefir hann áunnið sjer mest álit allra matar-lyfja og er orðinn fræg-
ur um heim allan. Hann hefir hlotið hin hœstu heiðursverðlaun.
þá er menn hafa neytt Brama-lífs-Elixírs, færist þróttur og
liðugleiici um allan líkamann, fjör og framgirni í andann, og þeim
vex kæti, hugrekki og vinnuáhugi; skilningarvitin skerpast og unaðsemda
lífsins fá þeir notið með hjartanlegri áncegju.
Sú hefir raunin á orðið, að enginn bitter samsvarar betur
nafni sínu en Brama-l/fs-elixír; en hylli sú, er hann hefir komizt
hjá almenningi, hefir valdið því, að fram hafa komið ýmsar einkis-
verðar eptirstælingar, er vjer vörum við.
Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá þeim verzlunum, er
söluumboð hafa frá vorri hendi, sem á islandi eru :
Akureyri: Hr. Carl Höepfner. Sauðárkrókur: Gránufjelagið.
— Gránufjelagið Seyðisfjörður:---
Borgarnes: — Joban Lange. Siglufjörourr --
Þýrafjörður - - N. Chr. (iram. StykkLnólmur: N. Chr. Gram.
Húsavik: —■ Örum & Wulff. Yestmannaeyjar: I. P. T. Bryde.
Keflavík : — H. P. Duus verzlun Vik pr. Vestmanna-
— Knudtzon’s verzlun. eyjar: Hr. Halldór Jónsson.
Keykjavík: — W. Fischer. Ærlækjarsel: Hr. Sigurðr
Raufarhöfn : Gránufjelagið. Gunnlaugsson.
Einkennl: Blátt Ijón og gullinn hani á glasmiðanum.
Mansfeld-Bullner & Lassen,
hinir einn sem búa til hinn verðlaunaða Braœa-Lífs-Elixír
Kaupmannahöfn, Nörregade 6.
Leiðarvísir ili lifsábyrgðar
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.
med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim
sem vilja tryggja líf sitt, allar upplýsingar.
Vottorð- Eg get með engu móti
stilt mig um að senda yður eftirfar-
andi meðmæli.
Eg undirskrifuð hef um mörg ár
verið mjög lasin af taugaveiklun,
krampa og ýmsum kvillum, er því
fylgja; og er eg hafði leitað ýmissa
lækna árangurslaust, datt mér í hug
aðreyna Kína-lífselixír Waldimars Pet-
ersens í Friðrikshöfn og get eg með
góðri samvizku vottað að hann hefir
veitt mér óumræðilega linun og finn
eg, að eg get aldrei án hans verið.
Hafnarfirði, í raarzmán 1899.
Agnes Bjarnadóttir húsmóðir.
Kína-lífs elixírinn fæst hjá flest-
um kaupmönnum á Islandi.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend-
ur beðnir að lfta vel eftir því, að úú
standi á flöskunni í grænu lakki, og
eins eftir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi, og firmanafnið Waldernar Pet-
ersen, Frederikshavn, Danmark
Húsnæði.
f Melsteðshúsi nr. 1 við Lækjar-
torg eru herbergi fyrir litla »familíu«
eða einhleypa menn til leigu 14. maí
næstk. Semjist við bæjargjaldkera
Pétur Pétursson.
Upphoðsauglýsing.
Eftir fyrirlagi skiftaráðandans í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu verða við opin-
bert uppboð, sem haldið verður í
Hafnarfirði laugardaginn hínn 81. þ.
m., seldir ýmsir lausaf jármunir tilheyr-
andi dánarbúi Ragnheiðar Björnsdótt-
ur yfirsetukonu, er andaðist 1 Hafnar-
firði 16. f. m.
Uppboðið byrjar kl. 12 á hádegi og
verða söluskilmálar birtir á uppboðs-
staðnum fyrir uppboðið.
Garðahreppi 17. marz 1900.
Einar porgilsson.
Frá 14. maí þ. á. verður hús til
leigu vestantil í bænum með fimm her-
bergjum, ásamt með búri og eldhúsi
og kjallara undir öllu húsinu, matjurta-
görðum og fiskireitum, og ef óskað er
fjósi, hesthúsi, heyskúr, grasbletti, alt
fyrir mjög væga leigu. Ritstj. vísar á
lánandann.
Skandinavisk export- kaffi- surrogat,
sem vér höfum búið til undanfarin ár, er
nú viðurkent að hafa úgæta eiginlegleika.
Köbenhavn K. F, Hjorth & Co.
Steinhringur fundinn af Guðlaugi
Torfasyni snikkara
Uppboðsauglýsing.
Við 3 opinber uppboð, sem haldin
verða þriðjudagana 3. og 17. apríl og
1. maí þ. á., verður húseign dánar-
bús Ragnheiðar ljósmóður Björnsdótt-
ur í Hafnarfirði boðin upp til sölu og
seld, ef viðunanlegt boð fæst.
Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi
nefnda daga, og fara hin 2 fyrstu fram
á skrifstofu sýslunnar, en hið síðasta
í húsinn, sem selja á.
Söluskilmálar verða til sýnis á skrif-
stofu sýslunnar 2 dögnm fyrir hið 1.
uppboð.
Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu
14. marz 1900.
Páll Einarsson.
Þeir sern kynnu að
hafa fengið ofsent eitt-
hvað af fyrstu tbl. þessa
árgangs Isafoldar, eink-
um 3.—4. tbl., eru beðn-
ir að endursendaþaðmeð
fyrstu hentugri ferð.
I. Paul Liebes Saferadavín ogf
Maltextrakt með kínín og járni
hefi eg nú haft tækifæri til að reyna með
ágætum árangri. Lyf þessi eru engin
leyndarlyf (arcana), þurfa þau því ekki að
brúkast í blindni, þar sem samsetning þess-
ara lyfja er ákveðin og vitanleg. Sagrada-
vínið befir reynst mér ágætlega við ýms-
um magasjúkdómum og taugaveiklun, og er
það hið eina hægðalyf, sem eg þekki, er
verkar án allra óþæginda, og er lika eitt-
hvað hið óskaðlegasta lyf.
Maltextraktin með kina og járni er hið
bezta styrkingarlyf, eins og efnin benda á,
hið bezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem
er, sérstaklega taugaveiklun, þreytu og lúa,
afleiðingum af taugaveiki, þróttleysi mag-
ans o. s. frv. — Lyf þessi befi eg ráðlagt
mörgnm með bezta árangri og sjálfur befi
eg brúkað Sagradavinið til beilsubóta, , og
er mér það ómissandi lyf.
Reykjavík 28. nóv. 1899. L. Pálsson.
Einkasölu á I. Paul Liebes Sag-
radavíni og Maltextrakt með
kínín og járni fyrir Island hefir
undirskrifaður. Útsölumenn eru vin-
samlega beðnir að gefa sig fram.
Reykjavík í nóvember 1899.
Björn Kristjánsson.
Ritstjórar: Björn Jón8son(útg.og ábm.) og
Einar Hjörleifsson.
ísafoldarprentsmiðja.