Ísafold - 24.03.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.03.1900, Blaðsíða 1
Keraur ut Ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramút, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 24. marz 1900. 15. blað I o. O. F. 813308Vii.Il. XX Forngripasafnið (nú í Landsbankanum) opið mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag úl 11 — 2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið bvern virkau dag úl- 12 — 2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11-1. Okeypis augnlœkning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar 'kl. ll_i. Ókeypis tannlækning 1 Hafnarstræti 16 1- og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. jstjf.xyx. .X+X, ,xt>í, .xtí xtA.xfx. aV. xtx. ,xtx, .xtx,, xt>. xt>. wi'*'*"'Jx"*ix"^íx,*'ix ’>?í,x"^íx '5;ix‘*jSríx"ir|v"jr|v"Tix"xJx' Alþingi ófrægt. Oft hefir mér blöskrað, hvað ís- lendingum er boðið í sumum blöðum þeirra. Sjaldan þó meira en þegar eg las ummælin um bankamálið * greininni: *Hvað vilja stjórnarlið- arnir?« { »J>jóðólfi«, dags. 9. marz síðastl. Mér ofbýður með öllu, hve miklu þar er haugað saman af ósannindum í ekki lengra máli — dálkparti, sem ekki er nema fingurhæð á lengd. Bg ætla að minnast á fjögur atriði í þessum örstutta greinarkafla. I öll- um þeirra eru ósannindin svo gífurleg, að leitun mun vera á öðrum fjarstæð- um, sem taka þeim fram. Byrsta atriðið er það, að sá flokk- urinn, sem vill ganga að tilboði stjórn- arinnar í stjórnarskrármálinu, beri einn ábj'rgð á hlutafélagsbankamál- inu. Málið er flutt inn á þing af helzta andstæðing stjórnartilboðsins, B e n e- flikt heitnum Sveinssyni. Og þegar gætt er aðárslitum máls- ÍBS á þinginu, sést það berlega, að það er í flokki þeirra stórmála, er tnestri eindrægni hafa sætt á alþingi. 1 báðum deildum er samþyk’t áskor- til landsstjórnarinnar um að leggja y **. a bjngi slíkt frumvarp sem það, er þingið hafði haft til meðferðar við- v jan i sto nun hlutafélagsbanka hér faltt á 8Vð° ÍrT&Ú^& 8em bún geti falhst á, að það sé vel tii u t n-s að verða leitt í lög. 1 Þe8S faUlð Meðöðrum orðum: báðar deildir viðurkenna, að nu hafi þ æ r h leifct máhð svo vel, sem þær hafi vit á, og sjái ekki framar neina agnúa á þv( Séu þeir agnúar nokkurir, þá verðj s t j ó r n i n að finna þá. Og þessi áskorun er samþykt með öllum atkvæðum í efri deild; en með 21 samhljóða atkv. { neðri deild — af öllum þingdeildar- ixiuiiuuiu nema emum.semek atkvæði (eitt þingmannssæt þingmaðurinn látinn). þetta þarf mönnum vel að þvi það er með öllu óhæfi uokkurum manni eða nokku haldist uppi að ófrægja ei manna og eitt blað sérstakl það, sem er ómótmælanlega alþingis, — að nokkurum m nokkuru blaði só látið hak annað eins, án þess að rey koma þjóðinni í skilning um, er að gera ósvífna tilraun til fleka hana. Sannarlega má ekki minna vera en að mönnum skiljist það, að þegar verið er að ófrægja og svívirða það, sem þingið hefir með öllumat- k v æ ð u m — að einu undanteknu — stofnað til, þá er ekki verið að ófrægja og svívirða dr. Valtý Guðmundsson né ísafold né þá, sem þeim manni eða því blaði fylgja að málum, held- ur er verið að ófrægja og svívirða alþingi íslendinga alt. Og aðrar eins ófrægingar líka! Eg er þess fullviss, að aldrei hefir löggjafarþingi nokkurrar þjóðar verið boðið annað eins. Væri nokkur flugufótur fyrir ásökunum «f>jóðólfs«, þá væri enginn maður á alþingi, sem ekki væri annaðhvort fábjáni eða landráðamaður! Lítið á staðhæfingarnar, sem koma hér á eftir. A n n a ð atriðið er það, að hluta- félagsbankanum verði stjórnað a 1- gerlega í Kaupmannahöfn. f>að er ekki upp spunnið af mér, að þetta standi í »f>jóðólfi«, né ummæli hans á nokkurn hátt hártoguð, eins og þeir kynnu að halda, sem ekki lesa blaðið. f>að e r þar, með fullum og skýrum stöfum. Með öðrum orðum: alt það verk við hlutafélagsbankann, er samsvarar því verki, er bankastjórn Landsbank- ans vinnur, þar á meðal allar lán- veitingar, eiga, eftir því, sem »f>jóð- ólfur« fræðir þjóðina um, að fara fram í Kaupmannahöfn! Naumast ætti að þurfa að fjölyrða um aðra eins vitleysu. Hvernig ætti slikt að eiga sér stað? Getur það verið, g,ð blaðið ætlist til að öðru eins sé trúað og þvi, að alþingi hafi stofn- að til slíkrar fásinnu? Bða heldur blaðið ekki, að þjóðin sé með öllu viti? f> r i ð j a atriðið er það, að hluta- félagsbankinn hafi í Kaupmannahöfn eða annarsstaðar í útlöndum aðalfjár- magn sitt í veltunni. Hverjir ætli nú ráði því, aðrir en fulltrúaráð bankans, hvar fjármagnið er í veltu,? Og hvernig er ætlast til, að fulltrúaráðið verði skipað? Af 5 mönnum, sem alþingi kýs, 5 mönnum, sem hluthafar kjósa, og íslandsráð- gjafanum eða landshöfðingja (eftir því, hvar fundirnir eru haldnir). Nú er svo iil ætlast, að 3/5 af hlutafénu verði í höndum íslendinga, og þá hafa ís- lendingar að minsta kosti yfir 8 at- kvæðum að ráða, — 8 atkvæðum af 11. Br nú líklegt, að þeir haldi fénu í veltu í útlöndum, þegar þörf er á því hér á landi? Eða getur »f>jóðólf- ur« komið með nokkura sennilega á- stæðu fyrir því, að svo muni verða ? Hverjum ætlast hann til að verði trúað til að sitja ekki á svikráðum við landið og þjóðina, ef ganga má að því vísu, að fulltrúar alþingis og ís- lenzkra fasteigna-eig8nda geri það ? f>etta er blaðið, sem þykist vera að að berjast fyrir aukinni þjóðstjórn! Heyr á endemi! Hvað eiga getsak- irnar að ganga langt, til þess að mönnum fari að bjóða við þeim ? F j ó r ð a staðhæfingin er ekki fjar- stæðari sannleikanum en þær, sem eg hefi þegar nefnt. En hún er í mín- um augum kynlegust. Hún er sú, að hlutafélagsbankinn eigi að fá meira hluta landsjóðs eða landssjóðsteknanna til um- ráða. Bnginn maður hefir fram á það farið með einu orði, að hlutafélags- bankinn fái einn eyri af landssjóði eða landssjóðstekjum til umráða. Mér er óhætt að fullyrða, að engum manni á þinginu hefir komið slíkt til hugar. f>etta er blátt áfram hreinn uppspuni — eins og hitt, sem «f>jóðólfur« blaðr- ar um málið, en einna vitlausast — þótt langt sé til jafnað. Eg gæti minst rækilega á fleiri ó- sannindi í þessum greinarkafla. f>ar er sem sé ekki e i 11 o r ð satt. T. d. það, að D ö n u m sé seldur í hendur seðlaútgáfuréttur landsjóðs, þar sem íslendingum er gerður kostur á að eignast 8/5 af hlutunum og fyrirtækið stendur undir umráðum íslendinga; eða það, að Dönum sé seldur útgáfu- rétturinn í hendur til 10 0 á r a, þar sem landssjóður á heimting á að kaupa alla hlutina eftir 40 ár, svo framarlega sem hann vill færa sér þá heimild í nyt. En eg skrifa ekki þessa grein í því skyni, að leiðrétta »f>jóðólfs«-greinina línu fyrir línu. Eg skrifa hana í því skyni, að mót: mæla þessari, í mínum augum alls- endis óhæfilegu, árás á sóma alþingis. Eg hefi ekki skap til að sitja hjá þegjandi, þegar það er ófrægt og sví- virt. f>að hefir sjálfsagt sína bresti líkt og önnur þing — álíka bresti, eins og þjóðin, ssm kýs það. En eg dirfist að segja «f>jóðólfi« það, að það er skipað mönnum, sem vilja vinna þessu landi gagn, þótt máttinn vilji bresta — en hvorki fábjánum né landráðamönnum. Þingmaður. Tímarnir breytast og vér með þeim. Árið 1873 sendi alþingi frumvarptil stjórnarskrár með bænarskrá um að það væri gjört að lögum. f>ar var farið fram á innleDda stjórn eins og ávalt hefir verið íslendingum fast í huga. Jafnvel þó þjóðhátíðin væri í nánd, treysti þingið því samt ekki, að þetta stjórnarskrárfrumvarp yrði staðfest og bað því um það til vara, að konungur gæfi landinu stjórnarskrá í afmælisgjöf og tók að eins fram 4 atriði, sem þingið vildi láta stjórnina vita, að sér þætti mest um varðandi að hún tæki til greina. Eitt af þeim var: »Að skipaður yrði sérstakur ráðgjafi fyrir ísland/ með ábyrgð fyrir alþingi*. f>essi uppástunga var samþykt í einu hljóði undir forustu Jóns Sigurðs- sonar. f>að geta allir séð af þessu, hvað þinginu var þá ríkast í huga, næst því, að fá innlenda stjórn, að losa stjórnina yfir málefnum íslands und- an yfirráðum hinna dönska ráðgjafa, að fá sérstaka stjórn, þótt hún væri útlend, yfir sérmál íslands. f>ótt Jón Sigurðsson hefði fyrir orðtak »aldrei að víkja«, þá skildi hann það ekki eins og bangsi, sera bóndinn velti tunnunni á móti, og hann var að bisa við alla nóttina þangað til tunnan hafði hrakið hann alla leið ofan í sjó, af því hann hafði ekki vit á að víkja sér til hliðar. Hann vildi aldrei sitja sig úr færi með að koma einhverju til leiðar landinu til gagns, þótt það væri ann- að og minna en það, sem hann hélt fram svo sem hinu eina rétta. Hann taldi ávalt lítið betra en ekki neitt. Alþingi 1873 taldi þetta og ekki neitt lítið, heldur eitt af fernu, sem það vildi að stjórnin gleymdi ekki eða leiddi hjá sér að taka til greina, ef aðaluppástunga þingsins um innlenda stjórn fengist ekki. f>jóðin og þingið var þá orðið svo þreytt á samsteypunni á stjórn sér- mála Islands við stjórn danskra mála undir hinu danska ráðaneyti, á þess- ari hjáverkastjórn hinna dönsku ráð- gjafa á málum Islands, sem hvorki gáfu sér tíma til þess að sinna mál- um vorum nema stöku sinnum í mesta flýti, eða höfðu nokkura þekkingu á högum vorum og þörfum eða tækifæri til þess að kynDa sér til nokkurrar hlítar, hvað oss væri til þrifa og fram- fara. íslendingar voru svo fulltrúa um það á þessum tímum, að stjórnin mundi ætla sér að verða við þessari bæn, að þegar konungur skipaði dóms- málaráðgjafann Klein, sem var aðal- maðurinn í tilbúningi stjórnarskrár- innar 1874, ráðgjafa fyrir ísland, þá var það, ef eg man rétt, almenn trú manna, að þótt konungur vildi ekki ganga fram hjá honum sem íslands- ráðgjafa eða víkja honum úr ráðgjafa- sessinum, sem dómsmálastjóra Dana, þá mundi þetta vera að eins bráða- birgðaráðstöfun, vegna sérstakra at- vika, en undir eins og ráðgjafaskifti yrðu, þá mundum vér fá sérstakan ráð- gjafa yfir sérmál vor. En reynslan hefir sýnt annað. Stjórn sérmála vorra situr enn þá óhögguð undir dómsmálaráðgjafa Dana eins og áður, en hann heldur að eins nafnbótinni, að heita ráðgjafi fyrir ís- land, þótt þessi ráðgjafi sé hvorki skipaður né víki frá með hinu allra minsta tilliti til Islands eða stjórnar íslenzkra mála, þótt ábyrgð sú, sem talað er um að hann hafi á því að stjórnarskráin sé ekki brotin, sé þann- ig vaxin, að engum manni hafi huga- ast enn þá ráð til þess að koma slíkri ábyrgð í framkvæmd. Hið annað, sem vér sjáum af vara- uppástungu þessari, er, að alþingi 1873 og þar á meðal Jón Sigurðsson, hefir verið fulltrúa um, að alþingi gæti komið fram ábyrgð á hendur sérstök- um ráðgjafa fyrir ísland, þótt hann sæti í Kaupmannahöfn; því enginn mun mótmæla því, að hann réð svo miklu á þinginu og var of alvörugef- inn maður til þess, að hann hefði leyft þinginu að setja þessi fyrirmæli: með ábyrgð fyrir alþingi, nema hann þættiát fullviss um, að þessi ábyrgð væri framkvæmanleg. jpað er líka öllum kunnugt að Jón Sigurðsson var bezt að sér allra ís- lendinga í stjórnfræði og einkum öllu því, sem við kemur sambandi íslands við Danmörku.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.