Ísafold - 24.03.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.03.1900, Blaðsíða 3
59 totnverpingar líka búnir að kynna sér. Þarf þvi varla a<5 efast um, að þeir leita hingað aftur. Hér liafa þeir lika mjög lítið að óttast með þeirri strandgæzlu, sem nú er. »HeimdaU hefir mjög litla viðdvöl hér fyrir Yestfjörðum. þó að hann skreppi um 2—8 ferðir einhvern tíma á sumrinu. Hér veitti ekki af að skip væri stöðugt við, einkum þegar á líður sumar. Þá sækja þessir ránsseggir mest hingað, þvi þa er bezt aflavon. Verzlun var með fjörugasta móti hér í sumar. Talsverð aðsókn af utlendum, eink- um T’rökkum og Færeyingum, sem höfðu hér aðalstöðvar sinar til að skifta um farm, og gekk liéðan gufuskip i hverri viku frá Tæreyingafélaginu til Englands með aflann allan ísvarinn. Hvort þetta félag heldur afram með sama fyrirkon.ulagi nsesta sumar, vitum vér enn ekki með vissu. hlutafélag það, er rekur verzlun á Geirseyri, færist talsvert í fang, bæði með húsagerð og eins skipaútgerð. Á þeim tæpum 2 arum, sem það hefir rekið verzl- un hér, hefir það látið reisa ishús og stórt vórugeymsiuhús, tvær lofthæðir, 40X30 al., lugt vagnbrautarteina um 800 al. á lengd meðfram fiskiverkunarplássinu, og hefir nú i smíðum hafskipaklöpp eða bryggju, sem ætl- að er að hvert gufuskip geti lagt að, hvort heldur er með flóði eða fjöru. Einnig hefir verið lagt mikið í kostnað, að gera hér fiskverkunarreiti, sem lítið var hér um áð- ur og einkaróhentugir. Má þvi segja, að Geirseyrar-verzlunarstaður sé nú fyrst að líta upp. Að vísu hefir verið rekin þar verzlun um mörg ár undanfarin, en alt af eldur i smáum stíl, lítið verið lagt í ostnaðinn og ekki ráðist í stórfyrirtæki, ®n eigandinn búið vel að sínu. Einkum er það sjávarútvegurinn, sen félagið hugsar til að stunda aö stærstun mun. Siðastliðið sumar hélt það út un tima einum botnverping, sem það lét smíði í fyrra vetur. Það hefir og 6 þilskip sem stunduðu þorskveiðar, og eitt, sem ein göngu stumlaði kolaveiði. Nú kvað þa? hafa selt botnverpinginn; þóttist vist liti< á honum hafa grætt; en ætlar sér víst a< auka þilskipaútgerðina; enda mun hún verði notadrygst veiðiaðferð fyrir íslendinga Enda liggur Patreksfjörður verulega ve fyrir samgöngum og sjávarútvegi i miklun mæli, þ. e þilskipaútgerð. Þar e skipalægi gott, bæði sumar og vetur, stut innsigling og hrein leið, og fiskimið gó< undir eins og út af firðinum er komií yrir þvi eru mikil líkindi til, að þess fjorður eigi álitlega framtið fyrir sér, efti þvi, sem við verður búist um hafnarstæð hér. Loks ætla eg þá ag minnast litið eitt verzlun her, einkum hlutafélagsverzlunina faeirseyri, sem herra B. Sigurðsson veiti forstöðu, af þvi að kalla má, að hún s ný ai nalinni. Meginregla hennar er ai lana að eins um stundarsakir, þannig, S' jafnan sfe skuldlaust við áramót. Þett virðist og vera góð og hyggileg verzlunai aðferð. Með þvl lagi er helzt von un einhvern tíma, að menn ieysist af skuldí klafanum. Eg held lika að mönnum s farið ajð skiljast, að þetta sé réttari o eðlilegri verzlunaraðferð en hin takmarks lausa lánsverzlun, því þrátt fyrir það, þói önnur verzlun sé rekin jafnhliða, þ e. Vatneyri, og hafi lánað meira, þá niu falsvert hafa aukist verzlun á Geirseyri ái að T'" le'^' ^enn Það betur og betu a, ilDsverzlunin er átumein, og að hv< ■ , .TUn' sem e^hi lánar, getur lika sta< m, T T gefa betra verð. Það er ei nninni S't ^ afleiðing at' lánsverz umn , , þar verður alt að vera dýran trl þess að verzlunin geti staðist, og sv mun þetta vera við þir tvajr ver;4Íam sem hér eru. Reyndar ef til vill ekki sv mikill munur a vöruverðinu sjálfu Þ mun samt dýrara á Vatneyri en Geir: eyri, einkum nú í vetur. . , . , , , . ^11 mununn felst meira í þvi, að Geirseyrarverzlu gefur hetri °/0, af því að hún lánar ekl nema um stuttan tíma. Yfirleitt gera men gér góðar vonir um, að þessi tilbreytin með verzlun hér verði til að bæta heldr hag manna og beina viðskiftalífinu i rét ara og eðlilegra horf en verið hefir. Af ófriðinum er það frekast að frétta, til 10. þ. m., að Búar hafa orðið að hopa enn á hæl fyrir Bretum cg lítið viðnám veitt af þeirra hálfu. f>eir draga að líkind- um saman lið sitt að höfuðborg Ór- aníuríkis, Bloemfontein, og ætla að verjast þar til þrautar. Fullyrt nú orðið, að her þeirra hafi aldrei verið meiri en 30,000, eða helmingi minni en látið var. En hersafn Breta þar syðra nær hundr. þúsund nú orðið. Aðrar útl. fréttir heldur fáar og smáar. Leikhúsbruni mikill í París, »Théatre Francaise*, 8. þ. mán. Branu til kaldra kola. Mann- tjón ekki, nema ein leikkona brann inni. Skaðinn mikill, einkum í dýr- mætum listaverkum þeim, er inni brunnu. Bæarbruni mikili í Esbjerg á Jót- landi. Urðu 23 fjölskyldur húsnæðis- lausar. Stórlán tóku Bretar fyrir skömmu til ófriðarins, þótt óvanir séu slíku nú orðið, 35 milj, pd. sterl. eða 630 milj. kr. Búast eftir því ekki við að hafa bitið úr nálinni enn við Búa. Embættispróf við Khafnarháskóla hafa þeir leyst af hendi í vetur, Magnús Arnbjarnar- son frá Selfossi í lögum með I. eink- unn, og Knud Zimsen í mannvirkja- fræði með II. eink. betri. Af stranduppboði í Hraunum í gær á Gauntlet er það að segja, að skipskrokkurinn eða von- in í honum fór fyrir 13 kr. Annað brak og lausir munir af skipinu komst í fullhátt verð. Útlend vara heldur að hækka í verði erlendis, t. d. kaffi og sykur til muna. Laust brauð. Staður í Súgandafirði í Vestur-ísa- fjarðarprófastsdæmi, stofnað á ný með lögum nr. 34 frá 5. desbr. 1899, með 300 kr. uppbót úr landssjóði; metið (með uppbótinni) kr. 608,42. Prest- setrið er í góðri byggingu nú og næsta fardagaár. Veitist frá næstu fardög- um. Auglýst 19. marz; umsóknarfrestur til 12. maí. Fisbiskútan Sleipnir, sem rak upp í Njarðvík um daginn og brotnaði gat á, hefir orðið bætt svo til bráðabirgða, að tekist hefir að fleyta henni hingað inn eftir, og má þá lík- lega gera við hana hér til fulls. Saltíisksverðið sem getið er um hér að framan, er miðað við Khöfn eingöngu, eins og þar segir. En á Spáni og annarsstað- ar þar syðra hefir verðið hrapað stór- kostlega, um 16—17 kr., að sagt er, ýmsum íslenzkum kaupmönnum til stórtjóns, þeim er mikla fiskverzlun hafa. Orsökin á að vera sú meðal annars, að páfinn hafi veitt undan- þágu frá kjötneyzlubanninu um fö3t- una, með því nú er fagnaðarár mikið um hinn kaþólska heim, síðasta árið í öldinni. Konsúll nýr. Kaupm. Th. Thorsteinsson í Eeykja- vík er orðinn sænsk-norskur vísikon- súll, í stað Guðbr. heit. Finnbogasons. Laura ókomin enn k). 4. V eðurathuganir i Reykjavik eftir landlækni l)r J.Jónas- sen. Hiti I- VeöuráU. 6 nóttu | umhil Ard. sió<A. Aid. síftd. 17. -12 — 10 j76i.l r<62 0 n hv b n bv b 18. -12 -4- 7 702 0 761.5 n hvb n hv b 19 -10 — 5 1767.1 ! 769.6 o b o b 20. - 8 -f 1 777 2 1777.2 a h b a h b 21. - 1 + 4 ,'777.2 777.2 s h d s h d 22. - 1 + 2 777.2 Í777.2 o b o b, 23. - 3 4- 4 777 2 |'<77.2 o d o d Norðangarðurinn hætti aðfaranótt h. 19.; hefir síðan mátt heita veðurhægð og fag- nrt veður. Loftvog óvenjulega hátt og stöðug. Vendetta. Eftir Arcliibald Clavering Gunter. XXXVIII. Edvin Gerard Anstruther er virðu- legt sýnishorn þeirra manna, sem um marga, marga mannsaldra hafa haldið uppi sóma brezka fánans á sjó og landi í alls konar andstreymi, alls konar loftslagi og alls konar hættum. Hann er vandaður, vel mentur Eng- lendingur, og þó að Enid telji hann fyrirmynd allra ungra manna, hefir hún réttari skoðun á lyndiseinkunn hans en títt er um systur. Hann er ekki alveg eins ljós á hár eins og frk. Anstruther, og það kemur ef til vill til af því, að hann hefir mikinn hluta æfi sinnar verið úti í stormum og sólarhita. Svipurinn er frjálsmannlegur og göfugmannlegur og vekur þegar hlýan hug hjá öðrum mönnum. |>ó að kynlegt megi virðast um jafn-ungan mann, er ekki eins mikill ánægjublær yfir brosi hans og búast hefði mátt við. Enid tekur líka eftir þessu og seg- ir : »Hvað er orðið af glaðlega hlátrin- um þínum?« »Hlátrinum? Eg er hræddur um að hann hafi orðið eftir á Egiptalandi. »Á Egiptalandi?« »Já! Maður geturekki horft á þján- ingar, eymd, ófrið og dauða alt í kring um sig og haldið jafnframt áfram að vera drengur og haldið sér ósnortnum af áhyggjum lífsins eins og drengur. En sem stendur finst mér eg vera rétt eins og eg var áður«. »En í hvaða erindum ertu eiginlega kominn, Edvin ?« »Framar öllu öðru til þess að hitta þig og Burton þinn. I öðru lagi af því, að mér hefir viljað það happ til að fá heimfararleyfi, og mér þótti skemtilegra að verða ykkur samferða heim aftur til Englands með járn- braut en að vera enn á sjónum tvær vikur«. Enid er yfirkomin af fögnuði. »Nei, hvað þetta er dæmalaust gaman«, seg- ir hún. Hann er ekki nema einni dagleið á undan okkur; við skulum leggja á stað á morgun, og þá náum við honum innan 28 klnkkustunda!« »Bravó! því fyr því betra!« segir sjóliðsforinginn. »En ef við eigum að leggja á stað á morgun, þá verð eg að fara að segja stúlkunni mmni að koma dótinu okk- ar fyrir og eíns láta lafði Ghartris vita það«. Og hún flýtir sér út til þess að gegna þessum erindum. Bróðir hennar horfir á eftir henni og tautar fyrir munni sér : »Ástin hefir gerc nýjan mann úr benni« — og svo bætir hann við og andvarpar: »og líka úr mér!« Svo stendur hann stundarkorn í raunalegum hugleiðing- um, þangað til hann segir: »En til hvers er að syrgja? Eina ráðið er að bera það svo vel, sem auðið verður«. Að svo mæltu kveikir hann sér í vindli og fer ofan í Kasínó-garðinn. Hann fer upp á flötina, sogar tölu- vert af sjólofti ofan í lungun, sezt á bekk og lætur hugann róika víða. Hann horfir, eins og hann viti þó ekki, á hvað hann er að horfa, á unga stúiku, sem stendur spölkorn frá honum, snýr sér að sjónum og lýtur áfram. Hann tekur eftir því, að það er einhver vonleysisblær yfir stelling- unum, sem hún er í og tautar fyrir munni sér : »Aumingja stúlkan ! |>að er eins og henni líði enn ver en mér!« Á næsta augnabliki hrekkur hann saman. Hann stendur upp, færir sig nær stúlkunni og mælir hljótt fyrir munni sér: • Marína ! Loksins !« Sextándi kapítuli. Barátta. f>egar unga stúlkan snýr andlitinu að honum, er líkast því, sem allur heimurinn breytist fyrir augum henn- ar og verði bjartari. Og þessi hugarhræring kemur fram í andliti bennar. Anstruther virðir hana fyrir sér og í augnaráði hans er auðsæ undran og aðdáun : »¥ður þykir vænc um að sjá mig aftur?« segir hann. »Hvort mér þykir vænt um!----------- Gerard!« Marína sór þegar, að það að hann er kominn, — þessi maður, sem gæti gert hana að lánsmanneskju, ef hún hefði ekki staðráðið, að láta hann ekki gera það — muni ekki hafa önnur áhrif en að gera baráttu heunar og örvænting enn beiskari en hún hefði annars orðið. •Fyrirgefið mér; eg gerði yður víst hrædda«, segir hann. Hún svarar ekki tafarlaust. Svo segir hún hægt og fálega : »f>ér komuð mér á óvart! f>að er langur vegur milli Alexandríu og Monte Carló, og eg mundi ekki í svipinn eft- ir því, hvað fljótir þið eruð í ferðum Englendingar. f>ér komið hingað að líkindum til þess að hitta systur yð- ar, hr. Anstruther ?« Henni gengur hálf-illa að nefna nafnið, eins og hún hafi sjaldan gert það. »|>ér misþyrmið ættarnafninu mínu«, segir hann. »Yiljið þér ekki minnast liðinna tíma og nefna mig gamla nafn- inu mínu ?« »Gamla nafninu?« »Já, nafninu, sem þér voruð vön að nefna mig um það leyti, sem þér kom- uð á hverjum morgni í egipzka spítal- ann, til þess að forvitnast um, hvort eg væri dauður — nafninu, sem þér nefnduð nú, í sama bili, sem þér sá- uð mig — Gerard!« Endurminningin um Egiptaland bræðir nokkuð af þessum uppgerðar- klakahjúp, sem stúlkan hefir yfir sig varpað. Hún svarar: »Já —Gerard! Eg man vel eftir því«. »Nú lofið þór mér vonandi að kalla yður Marínu, eins og eg gerði á þeim dögum í Alexandríu?« segir hann lágt. Korsíkustúlkan ákvarðar sig rösklega; hún vill flýja aftur frá þessum manni, sem kann að geta komið henni til að gleyma eið sínum. Hún lítur upp, horfir djarfmannlega framan í hann og segir, þó að augun flói i tárum: »Nú verðið þér að sleppa mér; eg fer á stað með járnbrautarlestinni seinni hluta dagsins. Eg ætla burt frá Monte Carlót. »Hvað eruð þér að segja ? Nú, þegar eg er nýbúinn að finna yður, eftir að hafa leitað yðar heilt ár«. »Eg má tiL. »Einmitt það! Svo það er eg, sem rek yður burt. »0 — talið þér ekki svona ! Verið þér sajlir — Gerard!« ' Viravirkisnæla fundin. Ritstj. vísar á.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.