Ísafold - 24.03.1900, Blaðsíða 2
58
En tímarnir hafa breytst og með
þeim skoðun stjórnarinnar.
Hún hefir nú loks látið telja sér
hughvarf. Hún hafði til skamms
tíma látið sem stjórnarskráin eða
8tjórnartilhögunin væri svo góð og
fullkomin, að við hvorugt þyrfti nokkura
breytingu að gjöra. En nú hefir hún
fallist á nokkurar breytingar á stjórn-
arskránni, í raun og veru öldungis
sömu uppástungurnar eins og þingið
1873 lét sér svo ant um, að stjórnin
tæki til greina. Einungis er í stjórn-
artilboðinu tiltekið, að ráógjafinn skuli
bundinn nokkurum skilyrðum, sem eng-
inn getur haft ástæðu til þess að ef-
ast um, að bæði þingið 1873 og for-
seti þess hefði tekið með þökkum, ef
þá hefði staðið til boða.
En þingið hefir í mörgu breytt
Bkoðun á þessum tíma, og helmingur
neðri deildar þingsins hefir neitað
þessu stjórnartilboði og narist með
hnúum og hnefum á móti því, og tölu-
verður hluti þjóðarinnar er þeim þing-
hlutanum fylgjandi í orði kveðnu eða
ofan á, að minsta kosti.
Undarleg sætaskifti.
Enginn mun neita því, að alþingi,
það er að segja allur þorri þingmanna
hefir frá fyrstu byrjun þess verið ein-
dregið að kalla allir hinir þjóðkjörnu
framsóknarþing, vinstrimanna þing,
sem svo er kallað, þar sem stjórnin
hefir með meiri og minni hluta kon-
ungkjörnu þingmannanna verið íhalds-
stjórn, sem hefir viljað skamta oss úr
hnefa frelsið og sjálfsforræðið eins og
þegar nízk móðir gefur barni BÍnu
brauð, og tekur það aftur með annari
hendinni, sem hún hefir gefið með
hinni. þannig hefir hún sett í stjórn-
arskrána í 1. gr. að í sérmálum hafi
ísland »löggjöf sína og stjórn út af
fyrir sig«, en lætur sér svo nægja að
láta ráðgjafa íslands vera að eins
nafnhót á dómsmálaráðgjafanum.
Nú hefir stjórnin skift um sæti og
setst á bekk með vinstrimönnuuum,
framsóknarmönnunum í stjórnarmál-
inu, og fylgir því fram, að fá þær
breytingar á stjórn landsins, sem al-
þingi 1873 fór fram á, og þó að auki
bætt því við að þessi stjórn verði
bundin ýmsum skilyrðum, sem eru
nauðsynleg til þess að hún geti orðið
þjóð vorri til þrifa og framfara. það
er tekið fram í þessu stjórnartilboði,
að hinn sérstaki ráðgjafi hafi ekki öðr-
um stjórnmálum að gegna, til þess að
taka af allan efa um það, að stjórnin
vilji að hann hafi nokkur afskifti af
dönskum málum, heldur sé það skýrt
og skýlaust, að stjórn íslands sé út af
fyrir sig, að íslenzk tunga skuli hafa
fullan rétt sinn í allri löggjöf og stjórn,
upp úrgegn, að konungshásætinu, með
því að ráðgjafinn skilji og tali íslenzka
tungu, að hann geti kynt sér málin,
sem hann á að flytja fyrir konung og
framkvæma, með því að hann mæti á
alþingi, og að lokum að hann hafi á-
byrgð á allri stjórnarathöfninni, en
ekki að eins á því að stjórnarskráin
sé ekki brotin.
En nú kemur það undarlega og
dæmalausa fram, að mikill flokkur
þings og þjóðar þolir það ekki að
stjórnin sé svo frjálslynd, aðveitaþess-
um stjórnarskrárbreytingum fylgi sitt,
hefir sætaskifti við stjórnina og sezt
á hægrimanna, íhaldsmanna bekkinn,
til þess að sitja ekki sambekkja við
stjórnina.
En hvað vilja svo þessir menn?
þeir hafa ekki birt neina stefnuskrá,
ekkert, sem þeir hafi fram að bjóða
eða fram að fylgja, nema það eitt að
stjórnarskrárbreytingin verði feld, sem
þeir hafa ekki getað borið á móti með
einu orði, er við nokkur rök eða skyn-
samlegar ástæður hefir að styðjast, að
ráði mjög verulega bót á stjórnarfar-
inu og veiti íslenzkri tungu mikinn
réttarauka og geti orðið þjóðinni til
heilla, þrifa og framfara.
það verður ekki betur séð en að
þeir vilji vera neðst við askbotn hinn-
ar dönsku ráðgjafastjórnar og hafa
asklokið fyrir himinn, með því að
ekki hafa þeir hina endurskoðuðu
stjórnarskrá að horfa upp til, þar
sem hún var á seinustu æfidögum
Benedikts Sveinssonar í andarslitrun-
um og allir telja hana hafa dáið al-
gjörlega út með honum. það er ekki
íhaldsstefna, sem þessir meun fylgja
fram, heldur hrein og bein visnunar-
pólitík, þeir eru að veslast upp sem
pólitisk stærð í stjórnmálum og hafa
einungis eina ósk, eitt, sem þeir berj-
ast fyrir: að öll íslenzka þjóðin falli
með þeim í þennan pólitiska vesal-
dóm og uppvisnun.
Méi dettur í hug sagan af Hrólfi
konungi kraka og köppum hans. |>eg-
ar þeir voru orðnir lausir við Aðils
konung og menn hans á Eýrisvöllum,
komu þeir til Hrana bónda; hann
bauð þeim að þiggja vopn af sér, en
þeir neituðu því boði, vegna þess
þeim þótti vopnin fáránleg. |>egar
þeir voru komnir nokkuð áleiðis, kem-
ur þeim í hug, að þar sem þeir neit-
uðu vopnunum, mundu þeir sigrinum
neitað hafa, sneru aftur til að þiggja
vopnin, en þegar þeir komu þangað,
sem þeir höfðu hitt Hrana, var hann
allur á burtu. Skömmu síðar biðu
þeir ósigur og féllu allir í Skuldar-
bardaga.
það er bæði óskandi og vonandi,
að það eigi ekki fyrir oss að liggja, að
falla í stjórnmálalegum Skuldarbar-
daga vegna þess vér neitum að þiggja
stjórnartilboðið, en það er hörmung
að vita til þess, að sáynsamir og
vandaðir menn skuli láta ástæðulausa
tortrygni hleypa sér á stað til þesB,
að leggja trúnað á og láta hafa áhrif
á skoðanir sínar í alvarlegum málefn-
um getsakir og aðdróttanir um stjórn-
ina og einstaka menn. það er hörm-
ung að vita til þess, að vakin skuli
hafa verið upp hjá alþýðunni önnur
eins tortrygnisvitleysa eins og það,
að stjórnin búi yfir vélráðum við
stjómfrelsi vort með þessum stjórnar-
skrárbreytingum, sem hún býður oss.
Hvenær nefir stjórnin sýnt oss nokk-
uð, sem geti vakið hjá oss slíka í-
myndun, í allri þessari hálf-aldar
stjórnarbaráttu, sem vér höfum átt í?
Hvaða ástæðu hefir hún til þess?
Hið eina skifti, sem hún hefir sýnt
sig nokkuð f því, var á þjóðfundinum,
og þá fór hún beint framan að oss.
Hvaða vit er í því, að hin danska
ráðaneytisstjórn muni vilja fara að
eiga í því, að gjöra sér þann óþarfa-
krók á leiðina, til þess að þröngva
stjórnfrelsi voru, að sleppa völdunum
yfir sérmálum vorum úr hendi sér í
hendur sérstókum ráðgjafa, jöfnurn
henni að tign og völdum og henni ó-
háðum, til þess að eiga undir honum,
að hann vinni það, sem hún hefir
nóg ráð til þess að vinna, meðan hún
situr í völdunum?
Jón Guttormiíson. •
Gufuskip Mjölnir
kapt. Hansen, eitt af skipum ThorE.
Tulinius í Khöfn, kom hingað 21. þ.
m. að kveldi með kolabirgðir handa
herskipunum dönsku. Hafði verið 11
daga á leiðinni beint frá Khöfn, vegna
andviðris. Farþegar hingað : Magnús
Jóhannsson læknaskólakandídat, stud.
med. Eir. Kierulf og frk. Guðný Her-
mannsdóttir. Laura lagði á stað 10.
marz frá Khöfn, en er ókorain enn.
Um vöruverð
er skrifað frá Khöfn sem hér segir ð.
þ. m.
Saltkjöt 40—41 kr. tunnan. Salt-
fiskur nr. 1 60—62 kr. skpd. Salt-
fiskur nr. 2 52 kr. Smáfiskur 40 kr.
Ýsa 38—40 kr. Harðfiskur 100 kr.
Æðardúnn 11—12 kr. Lýsi, dökt, 25
kr. Hvlt ull nr. 1 62—64 a.; nr. 2
55 a.; mislit 40—43 a. Haustull hvít,
óþvegin, 45 a.; mislit 35 a.
Fimlega tekið ráðningu!
ísafold neyddist til eigi alls fyrir
löngu að veita hinu stórvirðulega mik-
ilmenni, sem héraðsstjórn gegnir á Snæ-
fellsnesi, maklega ráðningu fyrir ncið-
ur drengilegt frumhlaup hans í ónefndu
málgagni út af landsskjálftasamskota-
reikningsmensku minni. Göfugmenni
þetta hafði dregið hátt upp í ár að
gera mér viðvartum lítils háttar skekkju
í samskotayfirlitsgrein í Isafold í fyrra
vetur, þótt sjálfsögð skylda hans væri
að gera það undir eins og hann varð
hennar var, með því honum kom það
sérstaklega og manna mest við; og,
þegar hann loksins gerði það,
farið þannig að því, að eðlilegt var
eftir atvikum — fjarveru minni í öðru
landi — að það kæmi ekki að haidi,
en sætt síðan færi að fara með svo
nefnda leiðréttingu sína á þessu í ann-
að málgagn, mér afar-fjandsamlegt,
og orðað hana þá þannig, að
ókunnugum hlaut að verða fyrst fyrir
að skilja þetta svo, sem ekki hefðu
öll kurl komið til grafar frá minni
hendi sem gjaldkera samskotanefndar-
innar. Eg segi og sagði þá þegar: »ó-
kunnugum*; eg vissi vel, að kunnuga
var ekki til neins að ætla séi að blekkja
í því efni. Loks gat eg þess í áminstri
grein, að honum hefði samt orðið á
að hafa samskota-skilagreinina úr
Snæfellsnessýslu vitlausa eftir alt sara-
an, þegar hann þóttist vera að leið-
rétta hana.
Hvernig tekur svo maðurinn þessari
maklegu ráðningu?
Játar hvorttveggja það, sem hann er
víttur fyrir! En—eyðirsamt sem áður 3
dálkum í fyrnefndu málgagni ígær til
þess að reynaaðþeytauppeinhverjuyfir-
klórs-ryki yfir þetta, svo ruglingslegu
og þokukendu, að hann treystir því
bersýnilega, að almenningur gefist al-
veg upp við að botna í.því, en ímyndi
sér þó út úr öllu saman, að hann beri
hönd fyrir höfuð sér, — en kryddar
auðvitað grautinn með miklum sæg af
þjóðólfslegum hrottayrðum, samanhnoð-
uðum með sótt og harmkvælum, með
þeim einum mælikvarða fyrir þvíútá-
láti, að reyna að smjúga þétt fram
hjá skerjum hegningarlaganna, en
kemst samt ekki hjá, lögvitringurinn,
að reka sig á einu sinni eða tvisvar
að minsta kosti, Rithátturínn er all-
ur svo nauðalíkur því, sem almenn-
ingur á annars að venjast hjá ritstjóra
fyrtéðs málgagns, að margur mundi
ætla að þeir hefðu mylkt báðir brjóst
sömu blaðamensku-mentagyðjunnar.
1. Hann játar nú á sig, að hann
hafi ekki sent leiðréttingu sína fyr en
eftir 7—8 mánuði, og hygst að klóra
sig fram úr ámælinu fyrir það með
því, að hann hafi talað um þetta við
þá og þá, er hann ætlaðist til að flyttu
mér það eða beðið þá fyrir skilaboð til
mín um það, þar á meðal — eitthvert
barn mitt! (á ferð vestra, eða hvað?)
Auðvitað hef eg aldrei fengið
nein slík skilaboð. Og hver lif-
andi maður og skrifandi fer að senda
töluleiðréttingu með skilaboðum á skot-
spónum í annan landsfjórðuug, þ- e.
a. s.: e/ hann ætlast til að hún komi
að haldi?
2. Hann játar jafn-greinilega hitt
atriðið, að skýrsla sín, leiðréttingin,
hafi verið vitlaus; en reynir að klóra
yfir það með því, að sumu því, sein
hann gleymir úr, hafi verið safnað
af öðrum en sér, þótt hann hafi scnt
það. Eins og aðrir hafi svo sem ekki
safnað hér um bil hverjum eyri, sem
hann sendi!
þetta er hér um bil eina efnið í um-
getnum 3 þjóðólfsdálkum. Málalenging-
in eintómur reykur, sem stráð erinn-
an um nógum hroðyrðum, útúrsnúning-
um og vitleysum. T. d. eg látinn gefa
í skyn í grein minni í vetur, að »leið-
rétting# hans væri gerð af þrælmensku,
þótt þar stæði berum orðum, að mér
væri mjög fjarri skapi að ætla
honum neina þrælmensku; reki-
stefnan út af of hárri hundraðs- i
ítölu á skaða þeim, er sýslan hans
bakaði sér fyrir áhaldaskort við vega-
bætur sumarið 1898 — það tók hann
til sín að þarflausu, en heimtar eins og
sjálfskyldu eindregið lof fyrir hvert em-
bættisviðviksittjhinkostulega reiknings-
haldsathugasemd hans í niðurlagi grein-
arinnar, s'em kemur upp um hann heldr
ur einfeldningslegri hugmynd nm þess
kyns störf, svo hugleikið sem honum
kvað þó vera að láta halda sig mann,
sem alt veit og tekið gæti sér i munn
hina alkunnu mikilmensku-stöku:
»Mig getur alt á sjóur og land« o. s,
frv.
það er fimlega tekið ráðningu, þetta,
eða hitt þó heldur. Viljann vantar
auðvitað ekki, en mátturinn er það
langt á efþir, að hann er alveg í hvarfi.
þessi för mikilmennisins er því sýnu
verri en hin fyrri. Hvað raun þá um
hina þriðju?
Rvík 24. marz 1900. — B. J.
Patreksflrði 16. febr.
Tíðarfar gott að heita má það sem af
er vetrinum, frosta- og snjóalítið alt fram
að miðjum vetri, en umhleypingar og
stormasamt. Með Þorrakomu gjörði stað-
viðri með hægu frosti, sem hélzt fullan
hálfan mánuð. Nú rúma viku norðan-
átt með talsverðu frosti; en litil fannkoma.
Heilhrigði alment og skepnuhöld góð.
Heyafli varð með bezta móti síðastL
sumar, þótt sumarið væri mjög vætusamt.
Afli var hér mjög lítill í sumar; og í
haust gekk hér um bil enginn fiskur í
fjörðinn; var þn talsVerð síld og smáufsi i
firðinum. Bátafiski er reyndar stopult hér,
eins og víða annarstaðar; þótt oft hafi
komið góður aíli hér á fjörðinn, þá koma
ár í milli, sem það er lítið. En þilkip,
sem héðan gengu, öfluðu allvel.
Botnverpingar eiu nú að byrja að
venja komur sínar hingað, einkum þegar á
liður sumars, og þykir mönnum þeir siður
en ekki góðir gestir. A Arnarfirði héldu
þeir til að sögn siðastl. sumar, ekki færri
en 6—8 skip iangan tima, og gjörsópuðu
þar alt inn á miðjan fjörð, hæði fiski og
veiðarfærum fjarðarbúa; sáu menn sitt ráð
vænst, að fara ekkert á sjó til veiðiskap-
ar. Einn þessi náungi kom líka hér inn á
Patreksfjörð litlu eftir sumarmálin og dró
vörpu sina alt að hálfum degi fram ogaft-
um um fjörðinn rétt fram undan verzlunar-
stöðunum Vatneyri og Geirseyri Oftar
sáust þeir ekki hér svo innarlega, en vel
gátu þeir verið lengra úti í firðinum.
Þetta er allískyggilegtfyrir Vesturfjarðabúa,
ef þeir fara að halda hér stöðugt til við
botnvörpuveiðar; með því má segja að sjáv-
aratvinnu Vestfirðinga sé hætta búin eða
jafnvel að hún sé að nokkuru leyti alveg
frá. A Vestfjörðum er landbúnaður ekki
svo mikill eða arðsamur, að menn geti af
honum lifað. Bátafiski á fjörðunum má
heita að sé fyrir allan fjöldan aðalbjarg-
ræðisvegur.
Veiðiaðferð botnverpinga er orðin svo
alþekt, að eg held enginn efist um, að hún
sé sú hættulegasta til að eyðileggja fiski-
göngu á fjörðu inn. Ekki eingöngu fyrir
það, að með henni sé dregin, eða drepinn
allur fiskur, sem á firðina kemur, heldur
líka að botnvörpurnar róta svo upp botn-
inum, þar sem mjúkur sand- eða leirbotn er,
að þetta fælir allan fisk, nema kolanu, frá
að ganga inn á firðina. Og einmitt svona
botnlag er á öllum Vestfjörðum; þess vegna
gott fyrir kola og smálúðu. Þetta eru