Ísafold - 28.03.1900, Síða 3
63
•tilskipun um tilhögun á löggæzlu við
fiskiveiðar fyrir utan landhelgi í Norð-
ursjónum«, samkv. milliríkjasamningn-
um í Haag 6. maí 1882.
Enn eigum vér í sjó eitthvað 12 lög
frá síðasta alþingi. Eitthvað kemur
fram af þeim enn þa líklega; til sumra
spyrst auðvitað aldrei. Ein þegar bú-
ið að ráða af dögum: um blaðasending-
ar í krossbandi innanlands. þ>auvoru
44 alls, frumvörpin, er fram gengu á
alþingi í sumar sem leið.
Almanak
Vestur-íslendinga, sem hr. Ólafur
S. Thorgeirs-,on í Winnipeg gefur út,
er mjög eigulegt rit. Bérstaklega er
einkar-merkileg landuámssaga íslend-
inga í Vesturbeimi, sem hófst í al-
manakinu í fyrra og heldur áEram
þetta ár. Enginn vafi er á því, að
margir menn hér á landi mundu vilja
lesa hana. En meinið er, að þetta
almanak má ekki selja hér á landi,
Vegna einkaleyfis þess, sem háskólinn
f Kaupmannahöfn hefir. Ef útgefanda
kynni að hafa hugkvæmst, að prenta
meira af landnámssögunni, en alman-
akinu sjálfu, ætti hann að láta hana
vera til sölu sem sérstakt rit hér á
landi.
Nýtt brauðamat.
Konungur hefir staðfest 24. f. mán.
endurskoðað brauðamat hérálandi, er
gengur í gildi nú eftir fáa daga eða 1.
apríl.
Brauðin eru alls að tölu 141.
|>ar af eru 36 eða nál. J hluti fyrir
neðan 1000 kr.; 92 milli 1 og 2 þús.;
11 milli 2—3 þús.; 1 milli 3—4 þús.;
og 1 milli 4—5 þús.
Allra-rýrasta eða lægst metna brauð
á landinu er þ>ykkvabæarklaustur í
Álftaveri, 584 kr. |>á Meðallands-
þing, 688 kr. |>á Ríp, 715 kr. Gríms-
ey er töluvert ofar, rétt 800.
Brauðin, sem fara fram úr 2 þús-
undum, eru þau, sem nú skal greina:
Kr.
Arnarbæli í Ölfusi............... 2023
Eydalir.......................... 2045
Breiðabólsstaður í Fljótshlíð.. .. 2129
Gddi............................ 2157
Stykkishólmnr................... 2211
Staðarhraun...................... 2240
Vallanes.......................... 2254
Útskálar......................... 2299
Eyri við Skutilsfjörð............ 2409
Stokkseyri...................... 2479
Hof í Vopnafirði................ 2973
Garðar á Álftanesi..... 3148
Reykjavík....................' 4710
Sem stendur er raunar eitt brauð
enn með meira en 2 þús. kr. það er
Dvergasteinn: 2256 kr. En það er
vegna þess, að fyrirhuguð brauðaskip-
un eftir lögunum frá 1880 er ekki á
komin þar enn, heldur þjónar Dverga-
steins prestur bæði Véstdalseyrarsókn
og Klippstaðar, en Klippstaðarsókn
og Húsavíkur eiga að verða eitt brauð
og heita Klippstaður.
Eins og kunnugt er, hafa rýrustu
brauðin allmikinn styrk úr landssjóði,
þótt lítið komi á hvert þeirra; sá
styrkur er ekki hér talinn.
Póstgufnsklp Vesta
kapt. Corfitzon, kom í gær morgun
norðan um land og Vestan, 2 dögum
á undan áætlun, með býsna marga
farþega, þar á meðal Sigurð próf.
Gunnarsson í Stykkishólmi ásamt frú
hans og dóttur, Sigurð Magnússon
lækni á Patreksfirði, síra Jósef Kr.
Hjörleifsson á Breiðabólsstað, Sigurð
Sæmundsson kaupmann frá Búðum,
^jörn Símonarson borgara frá Sauðár-
krók, o. fl.
Skipið komst á allar áætlaðar hafnir.
Dr. Valtýr Gudmiindsson
hefir í »Berl. T.id«. fundið rækilega
að siðabótarsögunni hér á landi, eins
og hún er sögð í hinu mikla skraut-
riti danska, »Danmarks Riges Historie«,
sem nú er verið að gefa út. Hann sýnir
fram á svo margar villurí þ im örstutta
kafla, V/.2 bls. í bókinni, að lionum
þykir ástæða til að skora á útgefand-
ann að láta breyta þeim þætti og
prenta hann upp aftur. Nöfn öll
skæld og bjöguð fyrst og fremst, og
varla sagt frá nokkrum viðburði öðru
vísi en hálfvHaust eða alvitlaust. það
kemst alls einn merkismaður á sið-
bótaröldinni hjá að nafn hans sé af-
bakað, og að vísu einn hinn merkasti
þeirra allra: Guðbrandur biskup þor-
láksson, með þeim hætti, að — hann
er alls ekki nefndur á nafn !
Föstuprédikun
í kvöld flytur stúdent Friðrik Frið-
riksson, kl. 6.
Póstskipið Laura
kapt. Christiansen, kom loks sunnu-
dagsmorgun 25. þm., viku eftir áætl-
un. Hafði fengið versta veður, eink-
um milli Skotlands og Færeyja; var
5 daga þá leið og varð að hleypa inn
til Orkneyja. Gat og eigi athafnað
sig í Færeyum fyrra sunnudag fyrir
kafaldsbyl, þótt hér væri bezta veður.
— Farþegar hingað frá Skotlandi:
cand. theol. Haraldur Níelsson, Sig-
urður Kristófersson frá Manitoba og
Kristján nokkur Benediktsson, Hún-
vetningur, er verið hefir vestra 12 ár
vestur við Kyrrahaf. Frá Khöfn:
Ben. S. þiórarinsson, kaupm, frk.
Bentina Björnsdóttir, þórður Edilons-
son, læknaskólakand., Magnús Magn-
ússon skipstj. o. fl.
Laura fór aftur í gærkveldi og með
henni ýmsir farþegar, bæði kaupmenn
og verzlunarmenn og aðrir: Ásgeir Sig-
urðsson, Jón Bjarna3on og Helgi
Zoegá; ennfremur Sigurður Pétursson
mannvirkjafræð., Sighvatur Bjarnason
bankabókari, Gísli Finnsson járnsmið-
ur, Davíð Heilmann prentari; loks
nokkurir vesturfarar, þar á meðal
hér úr bænum þórður Zoega með
sitt fólk, Jón Tryggvi Jónsson söðlasm.
frá Bjargi í Miðfirði o. fl.
„Er það ekki dýrmætt?“
Par nobile
fratrum.
»Er það ekki dýrmætt, ha ? Já, eg lield
það sé dýrmætt, ha? Þetta að geta alið
á því von og úr viti, svona undir rós, að
náunginn, sem mann sárlangar til að gera
alt hugsanlegt ilt, hafi ekki gert kreint
fyrir sinum dyrum sem handhafi að annara
fé (almannafé), án þess að þurfa að koma
með beina aðdróttun nm það og eiga á
hættu að lenda í tukthúsinu fyrir þá að-
dróttun?) Er það ekki dýrmætt, ha ?«
Þetta er hugsunin, sem fyrir honum vak-
ir, Þjóðólfsgöfugmenninu, þar sem hann
er i gær enn að ala á málinu um landskjálfta-
samskotin úr Snæfellsnessýslu, fyrir sam-
verkamann sinn og félaga í hinni fögru
mannorðsgylhngarlist, sýslumann Snæfell-
mga, eins og hún birtist af hans hendi í
Þjóðólfsblaðinu þar á undan.
Hann varð að játa þar, nefndur sýslu-
maður, að hann. hefði skýrt vitlaust frá
gjöfunum úr Snæfellssýslu í sömu andránni,
sem hann var að reyna að setja mig í gapa-
stokk fyrir að eg hefði ekki gert »lireint
fyrir mmum dyrum« (hans orð) um sam-
skotin þaðan; en hygst geta hálfhulið það
glappaskot með löngum talnareyk, er átti
að sýna, sumpart að tölurnar væri dálítið
skakkar hjá mér, og sumpart, að eg hefði
fengið i hendur ekki einungis þetta, sem eg
tilgreindi sjálfur fram yfir hans upphæð,
sem sé 636 kr. og nokkra aura, í stað 618
kr. og nokkra aura, heldur töluvert þar
fram yfir, sem sé 652 kr. eða þaðan af
betur!
Eg átti i svari mínu um daginn, siðara
svarinu, ekkert við að greiða úr þessari
tilbúningsflækju sýslumannsins, — slikt má
æra óstöðugan — heldur lýsti það að eius
vitleysu. En ábro. Þjóðólfs er ekki sá
maðnr, sem lætur sér slikt lynda. Hsnn tekur
óðara tii r.iáls fyrir félaga sinn og lætur
sem hér hafi eg komið illa upp um mig.
Hann hefði ekki getað orðið glaðari, þótt
honum hefði verið gefin heil jörð. vænsta
jörðin i G-rímsnesi, eða honum hefði verið
veitt Mosfellið
Og hvað er þá yfir að fagna?
Sýslumaður nefnir fyrst einhverjar 18 kr.
50. a. úr Mikhíholtshreppi, er vanti i mina
skýrslu, þótt eg hafi auglýst þá gjöf sjálf-
ur í Isat'old 27. jan. 1897 En það atriði
er fljótt afgreitt Það stendur ekki einn
stafur í þá átt í Isafold 27. jan 1897.
Þetta eru hlátt áfram ofsjónir, misskilning-
ur eða tilbúningur hjá manninum.
Því næst nefnir hann einhverjar gjafir,
sem prófastsfrú Sofía Einarsdóttir eigi að
hafa safnað og sent, og segir mig ekki
hafa gert »hreint fyrir minum dyrum«, úr
því eg leyni þeim. Jú, hún safnaði fyrir
Kvenfélagið og sendi í fiess samskota-
sjóð, sem eg kom vitanlega bvergi nærri.
Og svo hef eg ekki gert hreint fyrir min-
um dyrum, úr því eg sleppi því úr sam-
skotaskýrslu minni, skýrslunni um það, er
samskotanefndin, sem eg var i, hafði feng-
ið í hendur! Og þó hafði eg tekið fram
berum orðum i yfirlitsgrein minni frá 18.
febr. f. á, sem alt þetta þras er út af ris-
ið, að »auk þessara samskota« (til aðal-
nefndarinnar) »safnaði Kvenfélagið íslenzka
nokkuru fé og úthlutaði húsfreyum á land-
skjálftasvæðinu«.
Það er ráðvandlega hagað getsökum,
þetta!
Að frádregnum þeim 6 kr., sem sýslu-
maður játar sig hafa gleymt, auk 10 kr.,
sem ekki gengu gegnum hans hendur,
skakkar um 1 kr. 88 a., sem hann lætur
gjafirnar vera minni en eg geri þær.
(Betur hefði liklega hitt komið sér fyrir
þá félaga, að eg hefði sagt þær minni!).
Og hvernig stendur svo á þessari 1 kr
88 a.?
Það stendur svo á þvi, að eg taldi gjaf-
irnar eins og þær voru úr sýslunni sam-
kvæmt samskotaskránum; en hann eins og
þær voru þegar hann var búinn að klipa
af þeim fyrir burðargjaldi að eg ætla og
einhverri sendiferð í samskotanna þarfir
í Stykkishólmi. Eg taldi, eins og sjálfsagt
var, þessa 1 kr. 88 a. með útgjöldum i
samskotasjóðsins þarfir. Það var bæði
sjálfsagt og auk þess nanðsynlegt, með því
að ella hlaut gjafasamtalan fyrir hreppana
að verða vitlnus.
Auðvitað veit hann sjálfur mætavel, að
svona stendur á þessari skekkju, eimitt
svona og öðruvisi ekki. Hann þegir um
það; en notar hana bara svona móti betri
vitun ! til þess að láta það atriði og önn-
ur líta dálítið iskyggilega út af minni
hálfu. Seudir svo póstskírteini sínu máli
til sönnunar.
Það er ráðið til að láta almenning dæma
viðstöðulaust og umhugsunarlaust á þá leið:
»Það er svo sem auðséð, hvor þeirra hefir
rétt fyrir sér, þar sem annar hefir póst-
kvittun i höndum, en hinn ekki! Það ligg-
ur í augum uppi, að sá hefir »óhreint fyr-
ir sínum dyrum«, sem póstkvíttunin ef á
móti!«
Eg get ekki að þvi gert, þótt þeim fé-
lögum kunni að fara að verða örðugt úr
þessu að tala um »óhreinindi fyrir mínum
dyrum« í þessu máli; eða hitt, að almenn-
ingur dáist ekki að ráðvendni þeirra í get-
sökurr.. Hins dirfist eg ekki að vænta, að
þeir gefist upp, slíkir garpar; enda læt
mér liggja það i léttu rúmi.
Rvík 28/s 1900. B. J.
Undirritaðnr
mikið úrval af Gymnastikskóm, bæði fyr-
ir fullorðna og börn, með mjög lágu verði.
Einar Jónsson
skósmiður.
Kolapöntuuarfélagið.
Kaupmaðurinn, sem eg skrifast á við í
Leith, ráðlagði mér í bréfi sinu nú með
»Laura« að bíða með að panta kolin þang-
að til þau lækkuðu i verði, sem mun verða
seinna í sumar.
Eg áleit það óþarfa að bjóða til fundar
þessu viðvikjandi, þvi eg ímynda mér að
fundurinn hefði komist að þeirri sömu nið-
urstöðu, nefnilega: að bíða.
M. Johannessen.
Alls konar Nauðsynjavörur
komu með Laura í verzlun
Jóns Þórðarsonar.
Ung stúlka, sem er greind og vel að
sér, ó»kar eftir atvinnu við afhendingu í
búð eða þess konar störf. Ritstjóri visar á.
Mynda-rammar, Spegilgler, (Iratu-
lationskort kom með Laura. Kyv Arnason.
Proclama.
Með því að f>orsteinn Olafsson,
bóndi á Meiðarstöðum í Rosmhvala-
nesshreppi, hefir framselt bú sitfc til
skiftameðferðar sem gjaidþrota, er hér
tneð, samkvæmt lögum 12. apríl 1878,
skorað á alla þá, sem til skulda telja
í téðu þrotabúi, að koma fram með
kröfur sínar og sanna þær fyrir skifta-
ráðaodanum hér í sýslu innan 6 mán-
aða frá síðustu (3,) birtingu auglýsing-
ar þessarar.
Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu
20. marz 1900.
Páll Einarsson.
Hjer með er samkvæmt lögum 12. apr.
1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 skor-
aS á alla þá, sem telja til skuldar í
dána.búi Jóus Oddssonar bafnsögumanns
frá Dúkskoti hjer í bæuum, sem and-
aðist 26. júlí f. á., að lýsa kröfum sín-
um og sanna þær fyrir skiptaráðandan-
um í Reykjavík áður en 6 mánuðir eru
liðnir frá síðustu birtingu þessarar aug-
lysingar.
Bæjarfógetinn í Rvík 23. marz 1900.
Halldór Daníelsson.
AGENTUR
En norsk Jernvarefabrik soger en drif-
tig Ageut for Island. Billet mrk. Q.X.
sendes H ydahl Ohme’s Annonce-Expe-
dition, Christiania.
Verzlun Biörns Kristjáns-
sonar hefir nú aftur fengið ull—
arkjólatauið eftirspurða, í
mörgum litum, tvisttauin á 45
aura al. 0. s. frv.
För skidlöpare oumbárlig
„Blixt“skidsmörjan gör skid-
orna láttlöpande vid hvarje váderlek.
Ingen isbildning eller suöháfta. Ráck-
sam, billig. Prof pá hegáraii fr.
Otto Nordberg, Torneá, Finland
under adress. Hapartnda.
Ágætt yfirsængurfiður
fæst i verzl. JÓNS ÞÓRÐARSONAR.
Nýkomið með Laura
í
beztu búðina
Hafnarstr. 8.
Hvítkálshöfuð — Laukur — Hnet-
ur — Piparrót — ekta Messina App-
elsfnur 0. fl.
Holger Ciausen.
2 nýleg stórsegl af Mesan-
Kutter eru til sölu nú þegar. Semja
verður um kaupin við konsúl C. Zim-
sen, og eru seglin þar til sýnis.
í fjarveru minni veitir hr. Jón
JÓnSSOn verzlun minni forstöðu.
Rvík 27. marz 1900
Asgeir Sigurðsson.
Smjör
Tólg
Reykt kjöt
Kæfa
og feitir nautgripir eru keyptir í verzl.
Jóns Þórðarsonar.
Verzl. Björns Kristjánss.
selur ódýrastar 1 >/2 pd. enskar línur.
Nýtt og vandað íbúðarhús til leigu frá
14. maí. Ritstj. visar á.