Ísafold - 31.03.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.03.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til ntgefanda fyrir 1. október. Afgreiðsiustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík laugardaginn 31. marz 1900. 17. blað. Kemur ut vmist eiun sinni eða tvisv. í viku. Yerð á rg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/s doll.; borgist fyrir miðjan jnli (erlendis fyrir fram). XXVII. árg.| • Tvisvar kemur Isafold út í næstu viku, miðvikudag og laugar- dag.______________________________ Fdrngripasafnið (nú í Landsbankanum) opið mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12-2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tií útlana. Ókeypis lækning á spítalanum a þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1- Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. xt. A xt< ’x*V''*'*'* "■*> ’"iv ***" Ráðisjafabrotið. Stórblaðið Politiken, aðalblað vinstri- manna í Danmörku, flutti í vetur greinina »Ráðgjafabrotið« úr ísafold 29. nþv. f. á. í danskri þýðingu, og minn- ist síðar, 24. f. mán., á það mál, að því er til Dana kemur, á þessa leið: »Dæmi eru til þess, að forsætisráð- herrar hafi litið svo á, sem þeir geti haft nóg að gera, þótt þeir hafi ekki fleiru að gegna en störfum þeim, er því embætti fylgja, og að þeim sé um megn að taka fleiri ráðgjafaembætti að sér. Svo eru og dæmi til bins, að forsætisráðherrar hafa talið sig færa um að bæta við sig störfum eins hinna ráðgjafanna. En aldrei hefir það við borið fyr en nú, að forsætisráðherra hafi ! bætt á sig þremum ráðgjafaem- bættum. Hr. Hörring er fyrsti for- fæstisráðherranu, sem hefir treyst sér til að hafa svo mikið umleikis. íslendingum er ekki láandi, þótt þeir beri sig upp undan því, að þeim skuli vera boðinn einn fjórði partur af þeim ráðgjafa, sem þeir eiga heimting á; en vér Danir höfum einnig ástæðu til að kvarta UDdan þessu; því að hr. Hörring hefir færst of mikið í fang, þegar hann tók að sér embættisstörf fjögurra ráðgjafa — auk annars, sem hann er að fást við utan hjá, fyrir sjálf- an sig. jpað er gamla sagan: hafi maður of margt í takinu. þá verður eitthvað út undan! Meðal annars kom það fram í gær á ríkisþinginu. Nefnd sú í fólksþinginu, sem fjalla á um lagá- frumvarpið um að afstýra slysum við tilbúning og notkun samanþjappaðra lofttegunda, kom með álit sitt 21. fe- br. Hún lýkur máli sínu á þessa leið: »þann 22. nóvember (1899) sendi nefndin dómsmálaráðgjafanum skriflega fyrirspurn um það, hvort haun vildi hitta nefndina að máli til samkomu- lags á þeim grundvelli, sem lagður var í nefndarálitinu í fyrra. þó að nefndin hafi ekkert svar fengið upp á þá fyrirspurn, virðist henni sjálfsögð skylda sín, að leggja fram álit sitt«. þessi fjórði partur af Hörring, sem er dómsmálaráðgjafi, hefir ekki fengið tíma né tækifæri til að svara bréfi nefndariunar og eiga tal við hana. Og þegar nefndin hefir beðið árang- urslaust tvo mánuði eftir ráðgjafa- brotinu, verður hún að koma með álit sitt, ef málið á ekki að leggjast í gröfina. I gær var frumvarpið til annarar umræðu. Framsögumaður nefndarinn- ar, hr. Rosleff, gerði með mjög skýr- um og fáum orðum grein fyrir breyt- ingartillögunum og taldi illa farið, að ekki náðist í ráðgjafann. Afleiðingin varð sú í fyrsta lagi, að hr. Hörring varð að vera miklu fjöl- orðari um breytingartillögurnar en hann hafði þurft, ef hann hefði átt tal við nefndina og það dregið ef til vill til samkomulags; í öðru lagi varð það bersýnilegt, að ómissandi er, að nefnd- in og ráðgjafinn leiti samkomulags sfn í milli, og nú á að stofna til fundar með þeim eftir aðra umræðu; en þetta er gagnstætt allri góðri reglu; slíkt af- lægi tefur fyrir vinnu ríkisþingsins og veldur því örðugleikum. Vér höfum því ekki meiri ástæðu en vinir vorir á íslandi til þess að vera ánægðir með ráðgjafabrotið«. þessi ummæli sýna mjög greinilega, hvert tilkall Danir gerir til samvinnu milli þings og stjórnar. þeim þykir ástæða til að víta það á þingi og í blöðum, að nefnd í smámáli nokkuru hefir ekki getað átt tal við ráðgjafann — áður en önnur umræða fer fram. Hún á kost á því á undan 3. umræðu, og alt má leiða til lykta á myndarlegan hátt. En það er ekkí nóg: »slíkt aflægi tefur fyrir vinnu rík- isþingsins og veldur því örðugleikums. Hvað mundu Danir segja, ef þeir ættu við að búa annað eins samvinnu- leysi milli þings og stjórnar eins og vér Islendingar? Vér kippum oss ekki upp við það, þó að samkomulags-umleitun við stjórnina um smámál dragist fram yfir 2. umræðu. Nefndirnar á löggjafar- þingi voru fá, svo sem kunnugt er, stjórnÍDa aldrei til viðtals í stórum málum né smáum, seint á þinginu né snemma. Einu sinni ber það Dönum að hönd- um, að eitt smámál tefst fyrir það, að ráðgjafinn fæst ekki til viðtals á hent- ugustum tíma. Og þeir finna að því ósleitilega. Vér eigum því að venjast á hverju pingi, að geta ekki átt tal við ráð- gjafann um nokkurt af vorum mikils- verðustu nauðsynjamálum. Hér sem annarsstaðar í löndum með þingbund- inni konungsstjórn eigast 2 málsaðilar við um hvert löggjafarátriði m. m. Hér er þess gersamlega varnað, að þeir megi hittast að máli og reyna að koma sér saman. |>að er eins og hér sé ætlast til, að sneitt só hjá sam- komulagi og að alt lendi í sundurlynd- isbendu, smátt og stórt, jafnvel mestu smámunir. Og svo dragast fullnaðar- úrslit málanna árum sáman, eða þeim er eytt með öllu. þingið verður að bíða svars frá hinum samningsaðilað- um — ekki nokkura daga eða vikur, heldur hátt upp í tvö ár, í hvert skifti, og hvaða lítilræði sem um er að tefla. Og loks, þegar svarið kemur, þá er það skrifljggt, og þá ekki einu sinni samið af ráðgjafanum sjálfum, heldur einhverjum undirmönnum hans, eftir þeirra höfði, en ekki hans freáar en verkast vill oftast nær, með því að hann hefir engan tíma eða tækifæri haft til að kynna sér málið til þeirr- ar hlítar, að hann geti skapað sér rök- studda skoðun á því. Nú hefir þing- ið, alþingi, eitthvað að athuga við svarið, annaðhvort mikils háttar og mikils vert, eða þá mjög lítils háttar. f>að kostar annan 2 ára frest. Svona getur gengið koll af kolli, heilan mannsaldur. þó er enn allmikill hluti af þingi voru og blöðum vorum, sem sór það ráð vænst, að halda þessu ástandi svo lengi, sem unt er! Naglaskapur °g nirfilsháttup. Næstsíðasti »þjóðólfur« »tekur í hnakkann á« ísafold fyrir það, að hún hefir leyft sér að halda því fram, að kostir þingmanna séu ekki uudir því komnir, hvort þingmenn eiga heima i kjördæmum sínum eða ekki. Ritstjórinn er sýnilega farinn að iðrast þeirrar yfirsjónar sinnar, er hanu var að reyna að fá Árnesinga til að kjósa sig á þing, jafnvel þótt Reykvíkingar einir nytu annars að jafnaði fagnaðarins af návist hans. Gott og vel. Batnandi manni er bezt að lifa. Vonandi gefst hann þá ekki upp á miðri leið, jafn-stefnufastur maður, úr því iðrunin hefir nú gagntekið hug hans og hanu hefir öðlast nýan og becri skilning á málinu, heldur biður allan þingheim Árnesinga fyrirgefn- ingar á þessu tiltæki sínu og lofar að gera það aldrei oftar. Og vonandi verður hann ekki bú- inn að gleyma þessum iðrunarstund- um sínum um kosningaleyti í haust. Vonandi fer hann ekki þá að trana sér fram til þingkosningar utanReykja- víkur, jafnframt því sem hann vítir aðra menn fyrir að leita kosninga annarsstaðar en í kjördæmum sínum. Annars getur naumast hjá því far- ið, að hann, guðfræðingurin, prests- efnið — sem gerði svo eftirminnilega tilraun til að fá að boða trú sína að Lágafelli hér um árið og leit svo hýrt til Mosfells í Grímsnesi í vetur — minnist óþægilega þess flokks manna, sem meðal annars voru einkendir með því endur fyrir löngu, að þeir byndu öðrum þær byrðar, er þeir vildu ekki bera sjálfir. f>ví að n^umast er þess til getandi, að naglaskapur f>jóðólfsmannsins sé nú orðinn svo magnaður, að hann vinni það til að reka sjálfum sér löðrung, ef hann heldur sig geta um leið gefið ísafold ofurlítið olnboga- skot, hvað máttlaust sem það er. Afturhaldsmálgagnið krefst þess af ísafold, að hún sýni með »skýlausum rökum og glöggum útreikningi, að við- hald og tilkostnaður við landsímann só vel kljúfandi*. Vér ráðum málgagninu til þess að leita sér vitneskju um þessi rök og þennan iitreikning — eins og svo margan annan fróðleik, sem það váD- hagar um — í Alþingistíðindunum. f>ar eru leidd rök, sem enn hefir ekki tekist að hrekja, að því, að lagning landsímans mundi kosta oss 40,000 kr., en að árskostnaðurinn til hans muni nema nálægt 11,000 kr., án þess að frá árskostnaðinum séu dregnar tekjurnar, sem landið fær af landsímanum. Nú viljum vér ráða málgagninu til að hnekkja þessum rökum og þessum útreikningi, áður en það fer að glíma við ný rök og nýan útreikning. |>að getur naumast verið neitt ó- geðfeldara fyrir blaðið að fást við það, sem í Alþingistíðindunum stend- ur, en við það, sem ísafold segir. Og það er alveg nóg fyrir blaðið, svona fyrsta sprettinn, að kveða niður rökin og útreikningana í Alþingistíðindunum. Ritstj. er naumast maður fyrir meiru í einu. Annars er það ný-tilkomið, er f>jóð- ólfur fæst svo mikið um röksemdir. Hann hefir ekki áður haft miklar mætur á þeirri vöru, sízt hafi hann átt að svara henni út sjálfur. Má og vera raunar, að hann sé sama sinn- is enn fyrir sjálfan sig, en heimti að eins harðri hendi röksemdir hjá öðrum. En nú er það að sögn kenning hans og sannfæring, að ekki sé til neins að bjóða almenningi röksemdir; »fólk- ið skilur þær ekki«. Eða eru það að eins hans röksemdir, sem fólkið skil- ur ekki? f>að er engu líkara en að sú sé skoðun hans, úr því hann heimtar röksemdir handa því frá öðrum. f>að væri ekkert vit í slíku tilkalli að öðr- um kosti. f>að er kunnugra en frá þurfi að segja, að sjálíur lætur hann sér jafn- an nægja íþeirra stað — ýms haglega(!) tilbúin snoturyrði! Svo mikill höfð- ingi, sem hann er, og öðrum mikil- menskukostum prýddur, þá er hann allra manna mestur nirfill á röksemdir. Af ófriðinum með Bretum og Búum fréttist með Heimdalli, að Bloemfontein, höfuðborg Óraníuríkis, hefir gefist upp fyrir Bret- um 12. þ. m., orustulítið, með því að Búar sáu sitt óvænna, og var ríkisfor- setinn, Steijn, farinn burt úr borginni áður. Aftur eiga Búar að hafa unnið sig- ur í minni háttar bardaga annarsstað- ar og getið sér ágætan orðstír. Áður en Bretar unnu Bloemfontein, höfðu forsetarnir báðir, í Transvaal og Óraníu, leitað máls við stjórn Breta um að létt yrði hernaðinum og friður gerður með þeitn hætti, að ríkin bæði, Transvaal og Óranía, héldu sjálfsfor- ræði sínu. Að öðrum kosti hlytu þeir bandamenn að berjast til þrautar í drottins nafni, svo mikið ofurefli sem þeir ættu við að etja. f>eir fengu beinhart afsvar og ónot eiu hjá Salisbury lávarði. Kvað hann

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.