Ísafold - 21.04.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.04.1900, Blaðsíða 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. VerfT árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. TJppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurst.rœti 8. XXVII. árg. Reyhjavík laugardaginn 21. apríl 1900. 22. blað. I. O. O. F. 814208'/2^_________________ Forngripasafnið opið mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þiiðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16 1. og 3 mánud. hvers mán. kl. 11—1. .^t>L .^t^ .^t*..^t^..^t£..*t*..^t£..^t>..^t>..^t>L xiv iriv' *v;x* ■ " 7;x' Eina ráðið. Vitanlega er ekki til neins að tala um kosti þeirrar stjórnarbótar, sem oss er boðin, við þá menn, sem eru staðráðnir í að spyrna móti öllum breytingum á núverandi stjórnarfari voru. Bnginn býst við því, að menn, sem gerðir eru af öðrum út í leiðangur, muni láta sannfærast af neinum rök- um. Hver von er þá til þess af rnönnunum, sem boðið er út af skrif- stofuvaldinu dansk-íslenzka og kaup- félaga-stórmenninu? þeir eru ekki sendír út í leiðangur til þess að sann- færast um, hvað hinni íslenzku þjóð sé fyrir beztu. þeir eru gerðir út til þess að halda öllu í sama horfinu með einhverju móti. það erindi reka þeir, eftir því, sem þeir eru mennirn- ir til. Við öðru verður ekki búist af þeim. Á herðum frjálsra mauna og sjálf- stæðra verða stjórnarbótarvonir þjóð- arinnar að hvíla — manna, sem ekki þurfa annað erindi að reka og ekki vilja fyrir nokkurn mun annað erindi reka f stjórnmálum en heill og hag ættjarðar sinnar. Og þeir menn hafa, æ fleiri og fleiri, verið að sannfærast um það síðustu 2—3 árin, að vór megurn með engu móti hafna því færi, sem oss gefst nú kostur á, til þess að fá umbætur á stjórnarfari voru. þeir menn lsggja ekki allir aðal- áherzluna á sömu hhð stjórnarbótar- málsins. Sumir eru sérstaklega óþolinmóðir út af öllu þrefiuu og stappinu. þeir llta einkum á það, að þrefið sundrar kröftum þiugs og þjóðar, dregur hugina frá óhjákvæmilegum nauðsynja- og framfaramálum og spill- ir allri samvinnu á alþingi. f>eir sjá ekkert annað ráð til að fá um stund hvíld frá þessu þrefi og geta af al- efli farið að sinna öðrum nauðsynja- málum en það, að þiggja þá stjórn- arbót, sem oss stendur til boða. Og þess er engin von, að þeir sjái neitt annað ráð. |>ví að ekkert annað ráð er til, hvernig sem að því er leitað. Aðrir eru þeir, sem mest blæðir það í augum, hvernig atvinnumál vor liggja í rústum. þeir festa fremur öðru sjónar á því, við bve mikla örð- ugleika landsmenn eigi nú að stríða. þeir hafa trú á því, að þetta land mundi geta alið sómasamlega miklu fleira fólk en það, sem hér er nú og á margt við þröngan kost að búa. Bn þeir sjá jafnframt, að í öllum efn- um erum vér langsamlega eftirbátar keppinauta vorra með öðrum þjóðum; og þeir eru þess fullvissir, að með sama háttalagi munum vér dragast aftur úr æ meira og meira, kappleik- urinn verði sífelt óvænlegri frá voru sjónarmiði, þangað til að því reki, að veruleg hætta fari að stafa af taum- lausum útflutningum, svo að til land- auðnar geti horft. f>eir kenna þetta því, öllu öðru fremur, að vér höfum ókunnuga, áhugalausa, framkvæmdar- lausa, ónýta stjórn. Og þeir sjá eng- in ráð til þess að fá þolanlega stjórn, er geri að minsta kosti eitthvað af því, er gera þarf landinu til viðreisn- ar, önnar en þau, að þiggja þá stjórn- arbót, sem oss er boðin. Enginn maður hefir heldur bent á neitt ann- að ráð. f>á eru þeir, sem mest þykir vert um þjóðarvaldið, þingvald- ið. þeir sjá það — sem ekki leynir sér heldur — að meðan ráðgjafi vor er í 300 mílna fjarlægð, meðan hann þarf aldrei að gera löggjafarþingi voru reikningsskap ráðsménsku sinnar, með- an hann á ekki einu sinni kost á að beyra talað um nokkurt Islenzkt mál frá neinu öðru sjónarmiði en sjónar- miði ábyrgðarlausra skrifstofu-embætt- ismanna í Kaupmannahöfn, meðan getur hann ekki að eins virt vilja alþingis vettugi í flestum greinum, heldur gerir það og að sjálfsögðu þrásinnis. f>eir finna sárt til þeirrar lítilsvirðingar, er þjóð vor og þing verða stöðugt fyrir á þennan hátt. Og þeir sjá glögt tjónið, sem af því hlýzt — ekki að eins beina tjónið, sem oft hlýzt af því, að þjóðin fær ekki á- hugamálum sínum framgengt, heldur og, eigi síður, óbeina tjónið, sem staf- ar af þeirri meðvitund þingsins, að það þarf ekki að bera ábyrgð á kröf- um sínum og öðru atferli, vegna þess, hve vald þess er af skornum skamti. þeirn dylst það ekki, að hvorki virð- ingu þingsins né þroska getur verið öllu lakar borgið en á þann hátt, að farið só með það að staðaldri likast keipóttum börnum. Og þeir sjá það í hendi sér, sem líka er bersýnilegt, að eina ráðið til að firra þing og þjóð hneisunni og tjóninu er það, að fá ráðgjafann inn á þingið. Loks eru þeir, sem af einlægni gera sór í hugarlund, að fullkomin bót verði aldrei ráðin á stjórnarhögum þjóðar vorrar, fyr en hún fær a 1 i n n 1 e n d a stjórn. »Norðlingur« hefir í grein sinni hér í blaðinu — grein, sem þeg- ar hefir vakið mikla athygli hér um slóðir og vafalaust opnar augu margra manna úti um laud alt — gert svo rækilega grein fyrir, hvernig gætnirog skynsamir menn úr þeim flokki líta á málið, að óþarfi er að fjölyrða um það að þessu sinni. Röksemdum hans verður ekki með nokkuru móti haggað. Til þess að láta sannfærast um, að þjóð vor rnegi nú 9kki fyrir nokkurn mun hafna þeirri stjórnarbót, sem hún á kost á, þarf nuður vitaskuld að vera frjáls maður og sjálfstæður — hvorki bundinn á klafa skrifstofuvalds né kaupfélagavalds. Og maður þarf að lofa skynsemiuni að ráða — ekki að láta fylla huga sinn með tálglamri og tortrygnisrausi þeirra, sem eru að reka erindi skrifstofuvaldsins. En meira þarf ekki til þess að taka að sjálfsögðu í málið á þann hátt, sera þjóð vorri er heillavænlegt. |>ví að á hverja hlið málsins sem litið er, hverj- ar sem þær umbætur svo eru, sem fyrir mönnum vaka, er það bersýni- legt, að stjórnarbótin er eina ráðið og eina leiðin. Um latækramál Og þurfa m ann astofn anir. ii. (Siðari kafli). þess var getið í fyrri hluta þessar- ar greinar, að þurfamannavinnuhús þyrftu helzt að vera víðar en á ein- um stað. þau ættu, ef vel væri, að vera í hverri sýslu landsins, og fleiri en eitt í sumum. í Reykjavík ætti að koma á fót stofnun, sem nægði fyrir bæinn. þangað ætti að láta alla þá, sem hefðu sýnt, að þeir kynnu eigi að fara með fé eða ráða sér sjálf- um. Sömuleiðis ætti að koma þeim á þessa stofnun, sem taldir eru latir og þrjózkir, eða eru illa látnir vegna óreglu og annara óknytta, og erfitt er að ráða við. þessa menn ætti svo að nota til vinnu undir stjórn og umsjón manns, sem til þess væri hæf- ur. Verkefnið er nóg, bæði í Reykja- vík og annarsstaðar. þeir ættu að vinna að því að taka upp grjót og höggva, bæði til húsagjörða og til út- flutnings. þá mætti og láta'þá vinna að jarðabótum og garðrækt. þá mætti fara að slétta mógrafirnar, og breyta þeim í frjósamt graslendi. þá yrðu þær ekki lengur bænum til óprýði, skaða og skammar, eins og nú eru þær. þessum stofuunum fyrir þurfamenn ætti einnig að korna upp í hverri sýslu á landinu, einni og tveimur í hverri. Hver sýsla kostar sínar stofn- anir, hvort sem þæreru ein eða fleiri, og ætti sýslunefndum að vera gert að skyldu að hafa umsjón með þeim og eftirlit. Stofnanir þessar þurfa að vera á þeim jörðum, þar sem næg eru verk- efni til ýmissa umbóta. þurfa jarð- irnar að vera stórar, og ætti sýslufé- lagið að eiga þær. Einnig mætti velja til þess þjóðjarðir, ef þær væru að öðru leyti vel til þess fallnar, og ætti þá sýslunefndin að fá á þeim ótak- markaðan ábúðarrétt. Sýslunefndin eða sýslumaður í umboði hennar ræð- ur mann til þess að standa fyrir stofn- uninni og stjórna búinu. Laun sín ætti ráðsmaðurinn að fá að einhverju leyti af afrakstri búsins. Mundi það gefa honurn hvöt til þess að standa vel í stöðu sinni, og fara hæfilega sparlega með eigur stofnunarinnar. En valda menn þarf til að stjórna þessum stofnunum. það má hvorki beita of mikilli vægð né of mikilli hörku við þetta fólk, sem þangað væri látið. það yrði að sýna því tilhlýði- lega nærgætni, en leitast þó við um leið að hafa sem bezt not af því. Vinuan þarf að vera hæfilega ströng og reglubundin, og venja yfir höfuð fólkið við reglusemi í öllum hlutum. Hugsast gæti og, að gera mætti samn- ing við einhvern bónda eða bændur um, að taka að sér þessar stofnanir, annaðhvort að þær værn settar á jarðir þeirra, eða þeim útveguð jörð, sem hentug þætti til þess. En þá yrði um leið að gæta þess, að rnaður sá, er samið væri við, beitti eigi of- mikilli hörku við þurfalingana, hvorki í vinnu né öðru. Á þessar stofnanir ætti að láta alla þá, sem eru í öðrum og priðja flokki, samkvæmt skiftingu Páls Briern í »Andvara« 1889. Eins og nú er, þá er í mörgum sveitum lítið eftirlit haft með þessum mönnum. þegar þeir þykjasc ekki geta haft ofan af fyrir sér, leita þeir til sveitarstjórnarinnar, sem tekur þá vanalega þegar upp á arma sveitar- innar, án frekari umsvifa. þeim er þá ýmist lagt heim til þeirra eða tek- in eru af þeim eitt eða fleiri börn og látin á sveitina. Síðan eru menn þessir látnir eiga sig sjálfir, ekkert eða þá mjög ófullkomið eftirlit haft með þeim, og fjárráðin hafa þeir að kalla má óskert eftir sem áður. þeir eyða því oft meiru og minna af því, sem þeir afla, fyrir ýmsan munað, án þess að því sé gaumur gefinn af sveitarstjórninni. Eru jafnvel dæmi til um þurfalinga, að þeir hafa selt töluvert af vertíðarafla sínum fyrir kaffi, tóbak og brennivín. Og hvers er annars að vænta, þegar enginn er settur til þess að hafa eftirlit með þeim og afla þeirra? þegar í harð- bakka slær síðan fyrir þessum mönn- um, og eigi er lengur neitt til að lifa á, þá fara þeir til hreppsnefndarinnar á nýan leik, og heimta, að hún hjálpi sér. Hreppsnefndin hjálpar á kostnað sveitarinnar, og áminningin, er þurfa- lingurinn fær um leið fyrir ráðlag sitt, er oft harðar ávítur eða skammir, sem eigi gera nema ilt verra. þar er verið að sakast um orðinu hlut, og oft á þann hátt, að það spillir, en bætír ekki. Betra hefði verið »að byrgja brunninn áður barnið datt of- an í«. þegar þurfalingarnir sæta slík- um aðfinningum og ónotum, fyllast sumir þeirra þrjózku og hafa í heit- ingum við hreppsnefndina, hóta henui að hrúga börnum á sveitina o. s. frv. En væru nú til stofnanir fyrir þurfa- menn, svípaðar því, sem minst hefir veríð á, mundi þetta verða alt öðru- vísi. þá væru þessir menn látnir um- svifalaust á stofnunina, hreppsnefndin hefði þá ekki beinlínis frekar yfir þeim að segja, en þeir yrðu að sætta sig við að vera sviftir frelsi og fjárfor- ræði um lengri eða skemri tíma. Mundu þá færri en nú beiðast styrks af sveitarsjóði, en leitast heldur við að bjarga sér í lengstu lög, til þess að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.