Ísafold - 21.04.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.04.1900, Blaðsíða 3
87 hann að láta ekki neitt tækifæri ónotað; því eg ann konum, þótt, fegri fengur væri. En skemt mun nú Rauð ráðgjafa. Fifuhvammi 17. apríl 1900. Þ Guðmundsson Um vegi og btýr austur í Holt. Hr. Srl. Zakariasson, er manna mest og bezt hefir stjórnað vegavinnu á austurbrautinni héðan, eða serstak- lega á háheiðinni (Hellisheiði) og það- an austur að þijórsá, hefir sent ísa- fold býsna-langt svar gegn grein hr. S. P. um þann veg (18. tbl.), of langt fyrir blaðið, en lætur sér lynda held- ur en ekki eftirfarandi ágrip af því. Hann tilnefnir 3 mikilsverðar ástæð- ur fyrir því, að Olfusvegurinn er ekki alveg beinn: að miða þurfti við vöð á smá-ánum þar, með því að ráðgert var þá, þegar vegurinn var lagður, 1892, að hafa þær óbrúaðar, vegna fé- leysis; að vegurinn liggur nú betur fyrir bygðina heldur en ef hann hefði verið alveg beinn; að miklu erfiðara hefði verið til ofaníburðar með beinni stefnu og viðhald kostnaðarsamara, »enda vagnar og áhöld þá ekki til«. Annars mikil þörf að brúa árnar, og megi gera það mjög nálægt veginum, eins og hann er nú. Hann segir hafa mátt til vegna fjárskorts að láta sér lynda veg beint upp frá Ölfusárbrú að Ingólfsfjalli; hitt hafi hver maður séð þá þegar, að æskilegra hefði verið að mörgu leyti, að fá hann lagðan beint að Köguðar- hól; en dyrt hefði það orðið vegna bleytu og 2 stórra gilja m. m. á leið- inni, auk torfengins ofaníburðar, en veg- ur með fjallinu, Ingólfsfjalli, sem er ógerður enn — að eins ruddur — miklu kostnaðarminni, og liggur þar einnig beinoa við væntanlegu frambaldi á- leiðis upp í Grímsnes og Tungur. Hann ber á móti því, að vegurinn yfir Flóann sé neitt til muna krókótt- ur nema á alls einum stað, hjá Flat- holti, og var sá krókur heldur kosinn en að bafa engan ofaníburð til á 5 rasta langri leið, yfir Asana. Frá- ræslusknrðaskort á Flóaveginum segir hann að reynslan hafi ekki sýnt, nú full 4—5 ár. Holklaka segir hann naumast muni vart, nema þar sem veg- urinn er ekki púkklagður. Skaða eða skemd af ónotuðum uppgrefti úr skurð- um segir hann óhugsandi; slíku sé ekbi til að dreifa nema á 2 stöðum, en á hvorugum þeirra hafi skurðirnir neitt vatn að flytja. þá minnist hann á, að þótt hr. S. P. segi mikla galla vera á púkklagn- ingunni, þá nefni hann ekki nema einn: að pukkið sé víða mjórra en vegurinn er; en það sé ekki nema á stuttum köflum milli Bitru og Skeggja- staða, og sé því að kenna, að Iítið var þar utn grjót og ilt að mylja það. Að öðru leyti lætur hann þess getið, að hann (Erl. Z.) hafi ekki ráðið sjálfri vegarstefnunni hvorki í Kömb- um né yfir Flóann; en ekkert hafi hann við hana að athuga. Níðurlag greinar hans er svo lát- andi: »Enginn skyldi ætla, að eg álíti að ekki megi finna eiithvað að þessu verki, serstaklega af þeim mötinum sem koma nýir af nálinui frá útlönd- um og hafa seð sams konar verk þar í fullkomnasta stíl. þeirn er annars nokkur vorkunn, verkstjórunum hér, þótt einhverju verði ábótavant hjá þeim. Við annað eyra þeirra klingir ávalt barlómsbjallan og sparnaðaráminningar, en við hitt þau ummæli, að betra hefði verið að verkið hefði kostað dálítið m^ira, en verið betur af hendi leyst; og það er óneitanlega satt: með því að hroða af verkinu sparar maður aurana, en lætur krónurnar fjúka. það fer annats ekki að verða nein sérleg heiðursstaða að vera verkstjóri, sbr. t. d. fjárlagaræðu alþingismanns Guðjóns Guðlaugssonar í 3umar. þar eru vegavinnustjórarnir gerðir ef ekki beinlínis þjófar, þá stórkostlegir fjár- dráttarmenn, og það datt engum í hug þar að taka svari þeirra, enda telur nú eitt blaðið okkar það einn af aðal- kostum Guðjóns sem þingmanns, hvað hann hafi tekið vel í hnakkann á vega- gjörðarmönnúm. Hvað sem skríllinn kann að hugsa eða segja, þá þykist eg viss um, að allir hygnari og betri menn sját öfg- arnar og ósannindin í þessari ræðu, svo hún verði að falla sínum herra. Rvík 12. apríl 1900. Erl. Zakarías*on. Skipstrand hafði orðið síðasta vetrardag, 18. þ. m., í þykkvabænum, kaupfar til Ólafs kaupm. Árnasonar á Stokkseyri, og kipshöýnin druknað, nema skip- stjóri bjargast og stýrimaður fótbrotinn. Skipið, Solid, hafði leitað innsiglingar á Eyrarbakka, en orðið frá að hverfa. Við hádegisguðsþjónustu í dómkirkjunni á morgun stígur síra Jón Helgason í stólinn. Veðurathuganir í Reykjavík eftir landlækni Dr. J.Jónas- sen. 7« 04 Hiti íá Celsius) j Loftvog ' fxnillimet.) j Yeðurátt. nóttu udi hd Ard. siÓd. Ard. síód. 7. + i + 5 7öl 4 7.14 4 a h b 1 s h b 8. 0 + ö 716 8 749.3 a h b n h b V + i + * 751.8 7518 n h b o b 10. 0 + 5 751.4 719.3 na h b o b 11. - 4 -|- ^ 746 8 74L.7 n h b n h b 19 - 4 + 2 749 3 719.3 o b o b 13. - 1 -i- 4 749 3 749.3 na h b a h b 14. - 1 + 4 ■ 49.3 749.3 na h h a h b 15. - 1 + 3 7 i9 3 754.4 o b v h b 1(1 - 3 + ll 7569 749 3 a h b a bv d 17. 0 + 7 749 3 749.9 s h 1) sv h b 18. 0 + 3 751 8 754. i sv h d sv li d 19. 0 + 3 756.9 756 9 s h d s h d 20. _ - 1 + 2 759.5 764.5 sv hv b sv h b Hefir a'ðundanförnu verið austanlandnorð- an og við norðan til djúpa, oftast bjart veð ur; síðustu dagana útsynningur með élj- um, svo jörð hefur við og við orðið al- hvit. Yart var við landskjálfta kl. 33/4 að morgni h. 7., all-snöggur kippur og smá- hræringar nokkuru siðar. Bæarstjórn Reykjavíkur. það gerðist helzt á bæarstjórnar- fundt í fyrra dag, sumardaginn fyrsta, að samþykt voru ný erfðafestu- k j ö r eftirleiðis fyrir óræktað bæar- land: eftirgjald ekkert fyr en 2£ ári eftir útmælingu; girt skal landið að hálfu 2 árum fyrir fyrsta gjalddag'a, en að fullu 1 ári fyrir, þ. e. eftir 1£ ár alls, — ella fellur landið jafnskjótt aftur til bæarins; landið skal ræktað til túns, sáðgarða eða annarar sáning- ar á næstu 15 árum eftir að það er fullgirt, þriðjungur eftir hver 5 ár, ella hækkar eftirgjaldið um alt að 60°/.; gangi landið úr sér að rækt eða girðingum, svo að til auðnar horfifyr- ir hirðuleysi eiganda, — en það skal metið af þar til löggiltum, óvilhöllum mönnum —, fellur það þegar aftur til bæarins; eigandi er skyldur að láta af hendi lóð á hinu afsalaða svæði til gatna og annara afnota í bæarins þarfir, ef og að svo miklu leyti sem bæarstjórn og byggingarnefnd álítur þess þörf. Samþykt var að kaupa lóð og veg- arspotta af Jóni landritara Magnús- syni fyrir norðan hús hans, ofan að Skálholtsstígnum, sem verið er að leggja, fyrir 90 kr. Til umbóta áVesturgötu frá Bryggju- húsinu og vestur að húsi Geirs Zoéga voru veittar 80 kr. Beiðni um vatnsból við Laugaveg vísað til veganefndar. Áskorun frá Framfarafélaginu um breyting á lögreglusamþykt bæarins var sett í nefnd: bæarfóg. H. D., Jón Jensson, Olafur Ólafsson. Prestskosninj; í Kjósinni í fyrra dag fór svo, að aðstoðarprestunnn þar, síra Halldór Jónsson, hlaut nær öll atkvæði, er greidd voru á kjörfundinum, eða 32 af 35; síra Ólafur Finnson hin 3. Nokkr ir (9) viðstaddir greiddu eigi atkvæói. Um 70 á kjorsktá. <e --------------------- Glæpur á glæp ofau. Sumir ímynda sér eöa láta í veðri vaka, aS það séu eiuungis aðrar þjóðir, öfundar- og óvildarmenn Breta, er víta þá fyrir aðfarir þeirra við Búa, ránsför þeirra á hendur friðsamri, saklausri þjóð. En það er öðru nær. ' Harðasta dóm- ana fá þeir í sinu hóp sjálfra, hjá ein- lægum og óhlutdrægum mannvinum á Englandi sjálfu. En þeir eru vitanlega langsamlega í minni hluta. Þorri l/ðs- ins hefir látið blinda sig á báðutn aug- unt og belgja sig upp í taumlausa heift og jötunmóð. Hinn óblindaði, en fámenni hluti þjóð- arittnar reri að því öllum árum í haust, að afstyra herrtaðinum á hendur Búum, og jafn-einbeittlega berjast þeir ttú fyr- ir því að hætt só ófriðinum, og ltafa gert lengi. Hér ertt nokkur ummæli úr einni á- skoruninni í þá átt, frá fjölda enskra ágætismauua: »Þetta er ranglátur ófriður, sem aldr- ei hefði átt að byrja. Það er ófriður, er vór eigum enga á- vittnings von af, en mikils ófarnaðar. Að halda áfram ófriðinum fyrir það eitt, að vér erum komnir út í hann, það er að bæta glœp á glœp ofan. Og hvað á þetta alt að þ/ða ? Hvers vegna vega þeir og vegast láta, synir vorir og bra'ður þar lengst suður í Afrílut ? Hvers vegna eru farsæl heimili gerð að heimkynum hörmunganna, þar sem ekki heyrist annað en grátur og harma- kvein ekkna og munaðarleysingja? Drögum ekki fjöður yfir sannleikann! Ekkert hefði af ófriði orðið, ef vór hefðum viljað þ/ðast beiðni Krúgers forseta um að leggja ágreining vorn í gerð; vér neituðum því drembilega. Ekkert hefði af ófriði orðið, ef stjórn- in hefði reiknað fyrir fram kostnaðinn. Ekkert hefði af óftiði orðið, ef gttll- náma-auðk/fingarnir hefði ekki gert sér vísa gróðavon af honum. Ekkert hefði af .ófriði orðið, ef ekki hefði verið haugað saman ógrynnnm lyga til þess að æsa upp 1/ðinn gegn Búum. Og hvaða menn eru Búar? Það eru Hollendittgar í Suðurafríku, hvítir mertn mótmælendatrúar, eins og vér erum. Þeir lesa sömu heilaga ritningu eins og' vér, halda sama hvíldardag eins og vór og biðja sama guð sem vér. Og hver er afleiðingin, ef vór höldum áfram ófriðinum? Bani sjálfsagt 20,000 hraustra drengja af voru liði, sona vorra og bræðra. Bani jafnmargra hraustra Búa í minsta lagi. Bágindi og bjargarvandræði nteðal fátæklinga hór lteima fyrir. Verzlunar-ólag og -vandræði. Auktíar ríkissjóðs-álögur. Missir 100 milj. punda (1800 milj.* kr.) af eigum vorum, er vór höfum afl- að oss í sveita vors andlitis. Og loks almenn landvarnarkvöð. Skarlatssóttin. Héraðslæknir G. Björnsson gerði sér 1 gær aðra ferð suður að Lónakoti, að vitja sjúklinganna þar, og kom aftur í nótt. Pilturinn, sem k»m veikur sunnan úr Höfnum fyrir páskana, er kominn á fætur, en ekki búinn að ná sér. Sömuleiðis systir hans, er s/ktist af honum, á batavegi, en þó töhivert veik entt. En bróðir þeirra, 7 vetra piltur, fár- veikur, miklu nær dauða en lífi. Skarlatssóttar - einkennin á börnttm þ e s s u m öllum'svo g r e i n i 1 e g, s e tn f r a m a s t m á v e r ð a, segir hóraðslæknir. Og engimt lifandi maður með viti getur lácið sér detta í hug að rengja dóm shks manns, sem hefir hvorttveggja til að bera: ágæta vísindalega þekkittgu o g óbrigðula reynslu, — hefir meðal ann- ars lifað megna skarlats-landfarsótt í Khöfn 1894. Hitt er og jafn-auðsætt, að með botn- verpingum hl/tur sóttin að hafa hing- að borist, því útlend er hún, og ketn- ur hvorki upp úr jörðunni né kviknar nokkurn tíma af sjálfri sór; en sam- göttgur engar aðrar við útlendinga afþessu fólki, sem veikina hefir flutt. Lónakotsbóndinn, Hallgrímur, hefir róið’ vertíðina suður á Kalmanstjörn og hann og hans skipverjar liaft að staðaldri samgöngur við botnverpinga — verið daglega úti í þeim hér um bil. Föstudag 30. marz kemur drengurinn frá Lóuakoti, sem sagt er frá í síðasta bl., suður að Kalmanstjörn. Þá var einn útgerðarmaðurinn þar, sem haft hafði eitts og fleiri tíðar samgöngur við botnverpinga, búinn að vera veikur »af hálsbólgu<\ l1/.; viktt, en var þá á bata- vegi. En á þriðja degi, mánud. 2. apríl, veiktist Lónakotsdrengurinn, og næsta dag, 3. apríl, annar drengur á bænum, sonur bóndans, tneð alveg sama hætti, og lá enn, þegar Hallgrtmur hélt heim- leiðis, viku síðar, með son sinn nykom- in á flakk. Og í santa mund (pálrna- suiinudag, 8. april) veikjast 2 börn bóndast í Junkaragerði, næsta bæ við Kalmanstjörn. Hallgrímur kom hvergi við á leiðinni heim til sín nema á einum bæ (á Strönd- inni innanverðri?), fekk sér þar kaffi, en fór e k k i intt með piltinn; var hræddur um, að veikin kynni að berast af honum á heimamenn, segir hann sjálfur; hefir eftir því haft einhvern grun um eða hræðslu, að veikin væri næm. Af Hliðsnesstúlkunni, barninu frá Lónakoti, sem veiktist þar, hefir ekkert frézt, —- læknir gat ekki komist þangað í nótt fyrir myrkri. Hins vegar ber hóraðslæknir Þ. Thor- oddsen, er landlæknir sendi til um dag- inn tafarlaust með skipun um lattdfar- sóttarrannsókn í Höfnunum, á móti því, að þar gangi skarlatssótt. Nú reið laudlæknir suður þangað í morgun til þess að rannsaka það mál sjálfur. En hvað sem því líður, þá er al- menningi því miður óhætt að reiða sig á það tvent, a ð skarlatssótt er hingað komin í nágrennið og hún í skæðara lagi að öllum líkindum, og að þessa leið hefir hún borist, þ. e. um Hafnir (Kalmanstjörn) og frá botnverpingum. Fyrir því ríðttr harla mikið á því tvennu: a ð almenningur hl/ði vandlega fyrirmælum lækna og yfirvalda um varúðarreglur gegn veikinni, og að eng inn treysti því að svo kornnu, að Hafnirnar séu ós/ktar, — og mun eng- in vanþörf að benda á, að Hafnamönn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.