Ísafold - 21.04.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.04.1900, Blaðsíða 2
86 forðast þurfamannastofnunina og þann réttarmissi, er dvölin þar hefði í för með sér. Til þess að koma stofnunum þessum á fót, þarf allmikið fé í upphafi. Hver hreppur leggur fram sinn skerf til Stofnunarinnar, eftir þeim mælikvarða, sr verður tekinn. Alþingi semur lög um þessar stofnanir, fyrirkomulag þeirra, og hvernig þeim skuli stjórnað. Um leið og þeim er komið á fót, ætti hvert sýslufélag að verða fátækrahér- að út af fyrir sig, svo að það hefði aðal- fátækramál hreppanna með höndum, og jafnaði aukaútsvörin. Hver hrepp- ur annast að sjálfsögðu sína þurfa- linga, og hver maður ætti að eiga þar framfæri, er hann verður fyrst sveitar- þurfi og lögheimili hans er. Sveitar- reikningarnir eru sendir til sýslunefnd- ar, 'og jafnar hún þá eftir ákveðnum mælikvarða eða reglura, sem lög mæl u fyrir. |>essi mælikvarði gæti t. d. verið lausafjártíundin, atvinnu- tekjur hvers hrepps eða tala verk- færra manna. f>eir hreppar, er meira hefðu borgað en þeim ber, fengju það endurgoldið úr fátækrasjóði sýslunnar. Með þessu fyrirkomulagi er að mestu girt fyrir annmarka þá, er ýmsir eru hræddir við, með breyting þeirri á fá- tækralöggjöfinni, er frumvarp sr. |>or- kels Bjarnasonar fer fram á, að þvíer sveitfestina snertir og getið er um hér að framan. |>etta fyrirkomulag, sem hér hefir verið minst á, — stofnanir fyrir þurfa- menn o. s. frv. — hlyti að hafa góð áhrif á alla sveitarstjórn og öll fá- tækramálefni. |>að mundi meðal aun- ars stuðla að þvl: 1, að þurfamönnum fækkaði, og af- rakstur af vinnu þeirra, er látnir væru á þessar stofnanir, yrði meiri og kæmi að betri notum en nú gerist alment; 2, að aukaútsvörin færu lækkandi, og kæmu réttlátara og jafnara niður á hreppana en nú gerist; 3, að hugsunarháttur manna batn- aði, slóðum og óreiðumöncum fækkaði, og um leið mundi flakk og iðjuleysi fara mínkandi, og hverfa með tíman- um. 4, að sveitarstjórnarstörfin yrðu auð- veldari, þurfamannaflutningskostnaður- inn hlyti að hverfa, og hreppsnefnd- irnar þyrftu þá eigi að vera að berj- ast við þrjózka þurfalinga, sem þær réðu ekkert við. S. S. Röggsöm stjórn. Svo látandi lög voru samin og sam- þykt á síðasta þingi og munu hafa verið þegar eftir þing send stjórninni í Khöfn til staðfestingar: •Hérlendur maður, er leiðbeinir út- lendum eða innlendum botnverpingi við veiðar í landhelgi, vísar á mið eða liðsinnir honum á annan háttviðslík- ar veiðar eða hjálpar honum til að komast undan hegning fyrir brot á lögum um botnvörpuveiðar í landhelgi skal sæiasektum, 50—1000 kr. Sömu hegning skal hver sá maður hérlend- ur sæta, er utan löggiltra hafna hefir nokkur verzlunarmök við útlenda botn- verpinga eða dvelur að nauðsynjalausu á skipum þeirra. Sektir eftir lögum þessum renna í sjóð þess hrepps, er hinn brotlegi er heimilisfastur í«. Fáir muni skilja í því, að mjög mikla fyrirhöfn eða langan umhugsunartíma þurfi til að afgreiða ekki stærra mál en þetta. Bn ókomið er það þó enn frá stjórninni aftur, eftir nær 8 mán- uði. Sennilegast úr þessu, að hún ætli sér að molda það. Bn hvernig í dauðanum fer hún að vera svona lengi að velta því fyrir sér? Er annríkið svo afskaplegt á skrifstofu ráðherrans, að enginn vegur hafi verið að sinna þessu máli? Eða er hugsunin þetta, að mörlandanum liggi ekki á — liggi alclrei á? Munur hefði þó verið að hafa þess- um lögum fyrir sig að beita nú. Hægra hefði þá verið að taka í fótinn á hylmingarmönnunum í Grindavík eða þeirra Iíkum, og mun miuni líkur til, að skæðar sóttir bærust hér á land úr botnverpingum, heldur en nú, meðan hver sem vill leikur sér að því að hafa viðlíka mök við þá ems og bæarlýður við búðarmenn sína. Bkki er gott að hugsa sér að stjórn- inni geti verið nokkur ami í svona gerðum lögum, t. d. frá dönsku sjónar- miði. f>au, sem eru samin að minsta kosti með fram í því skyni að taka fyrir allan efa um samvinnuhug lands- manna hér við strandgæzluskipið gegn botnverpingum, og aðsýna áþreifanlega, að öll brigsl þar að lútandi væru á- tyllulaus. jpau eru og gerð með ráði og stuðning sjálfs stjórnarfulltrúans, landshöfðingja; honum að þakka mest, að ekkert káksnið varð á þeim. Auðvitað æpa afturhaldsmenn vorir og þeirra málgögn jafnskjótt fyrir því, að — leitun sé á betra stjórnará8tandi! Eitt er þó ástæða til að benda á, sem við má gera, þótt ekki fáum vér áminst lög. f>að er áfengisverzlunin, sem rekin er fyrir allra augum af landsmanna nálfu við botnverpinga, — »tröllabeit- an«, sem þeir færa þeim fyrir fiskinn. J>að er skýlaust brot á núgildandi lög- um, og handvömm, að láta slíkt hald- ast uppi. Afturhaldsmálgagnið hér gerir það að vísu væntanlega að glæp, að koma þess kyns brotum upp. En ótrúlegt er, að bæði yfirvöld og undir- gefnir lúti skilmálalaust þess boði og banni. Skipafregu. Stýrimannapkófið mbira. Hinn 11. þ. m. kom frá Englandi kuggurinn (kutter) »Bobert the Devil«, nálega 86 smálestir, eign Vatnsleys- ingja o. fl. (Sæmundar Jónssonar, Bjarna Stefánssonar og Arinbjarnar Ólafssonar), eftir 10 daga ferð frá Middelbrough, fermd salti o. fl. til verzl. »Edinborg« hér í bænum. Fyrir þessu skipi er Jóhann þórar- insson, sem tók hið meira stýri- mannapróf hér við skólann í fyrra vor. I haust er var fekk hann sér stýrimanns-skírteini hér sem fyrsti stýrimaður í förum landa á milli, var síðan stýrimaður héðan á gufuskipinu »Neva«, er komið var út til aðgerðar, varð nokkurn tíma eftir það skip- stjóri á eínu af gufuskipum Vídalíns félagsins á Englandi í vetur, og kem- ur nú hingað með þetta skip, sem hann verður á í sumar. Af þessu má sjá, að hið meira stýri- mannapróp hér við skólann veitir að öllu leyti hin sömu réttindi í förum landa á milli, sem hið danska al- menna stýrimannspróf, nema hvað hið danska próf veitir jafnframt að- gang að stjórn á gufuskipum, sem ekki getur fengist með hinu meira prófi héðan, þar sem vélarfræðisnám ekki er enn lögleitt við skólann hér, en þess ætti ekki að verða langt að bíða. En það er góð bót í máli, að hver sá, sem lokið hefir hinu meira stýri- mannaprófi hér við skólann, og jafn- framt getur sýnt vottorð um það, að hann hafi lært vélarfræði, nýtur allra hinna sömu réttinda og sá, sem lokið hefir hinu danska almenna stýrimanns- prófi. J>að er því sérhverjum innan- handar að nema vélarfræði og fá sig svo prófaðan af vélarmeistaranum á strandvarnarskipiuu, meðan það er hér. Islenzkir sjómenn ættu því að sjá það, hversu mikill tíma- og peninga- sparnaður það er, að geta tekið próf þetta hér við skólann, í stað þess að gera það í Danmörku. f>að munar að kunnugra sögn að minsta kosti f hlutum, hve próf í Danmörku verð- ur mönnum kostnaðarmeira en hér, og margir aðrir erfiðleikar, sem nem- endur vita ekki um fyr en þar kem- ur, svo sem málið o. fl., sem stend- ur þeim fyrir þrifum. Og hvaða vit er þá í því, að kasta frá sér öllu því fé í próf, sem enga kosti hefir fram yfir hið íslenzka próf? Óviðfeldin brigsl. |>að er leitt, að hr. landsverkfræð. Sig. Thor. skuli hafa stygst svo serr hann hefir gert við' grein hr. Sig. Péturssonar í Isafold um daginn, svo áreitnislaust sem hún virðist þó vera rituð. |>að er leitt vegna þess sérstaklega, að hr. S. P. er farinn af landi burt og á því ekki kost á að svara fyrir sig fyr en eftii margar vik- ur eða mánuði. Fyrir því neyðist eg til að gera dálitla atbugasemd við greiu hr. S. Th., en auðvitað án þess að láta mér detta í hug að gera mig að dómara milli þessara einu verkfræðinga vorra að því leyti, er ágreiningur þeirra kemur nærri vísindalegri sérþeKkingu. f>að er þá fyrst, að mór virðast brigsl hr. S. Th. til samiðnarmanns síns fyrir það, að hann geri sig að dómara um umrædda vegarlagning nýskroppinn frá examens-borðinu, láta miður vel í munni manns, sem fyrir fáum árum stóð í sömu sporum og var þó þá þegar geróur að æðsta dómara um vegamál landsins og tók þá uudir eins býsna- ómjúkt á því, ef hans dómar þar að lútandi voru eigi haldnir óskeikulir. |>á getur mér og eigi skilist, að það sé réttmæt aðfinsla við dóma hr. S. P. um vegarstefnu í Ölfusinu m. m., að þeir séu órökstuddir. |>ví hvernig á að rökstyðja slíkt til hlitar í stuttri blaða- grein og fyrir alls ókunnugum, svo sem eru sjálfsagt 9/io af lesendum ísafoldar? f>eir einir geta nokkuð um slíkt dæmt, sem farið hafa um veginu og kunnug- ir eru landslaginu. Annað eins er og verður ávalt aðallega álitamál; og bví skyldi álit góðs verkfræðings þurfa að vera markleysa, þótt það komi ekkí heim við skoðun annars, jafningja hans? Villandi er það og hjá hr. S. Th., að hann er að tala um ferðalag hins um hávetur, — með því að verið mun hafa alauð jörð, þegar hann var á ferðinni, enda vetur þessi mestallur verið hér sumri líkari en vetri. Einna óviðfeldnast í grein hr. S. Th. eru brigslin um hlutdrægni af hálfu hr. S. P. í vil mági hans, eða ummælin um, að hann sé með grein þessari að »hjálpa bágstöddum mági sínum». þ>ví hvaða »hjálp« getur þeim manni (E. F.) verið í því í »bág- indum« þeim, er hann á í, kæru og Iögsókn fyrir óleyfilegan fjárdrátt úr- landssjóði, þótt hann (S. P.) eða aðr- ir láti vel af frágangi á þeim kafla umrædds vegar, sem hann (E. F.) hefir unnið að? Slík brigsl eru alveg út í hött. því sé maðurinn sekur, þá dregur það eigi hót úr sekt hans, þótt svo reyndist, jafnvel að dómi sjálfs landsvegafræðingsins, að frágang- ur hans á vegagerðinni hefði verið snildarlegur. Og sé hann saklaus, þá er ekki hægt að skerða eitt hár á höfði hans í þessu máli, þótt frágang- ur hans á veginum reyndist ekki betri en í meðallagi eða jafnvel miklu miður. Slíkt kemur ráðvendni eða óráð- vendni ekkert við; það er sitt hvað. jpað sem hr. S. P. segir um Holta- veginn, gerir uafni hans að oflofi hjá honum, »til að hjálpa mági sínum« — sem nú hefir sýnt veríð fram á, að alls ekki geti verið á neinu viti bygt. Hr. S. Thor. lætur jafnframt að því skapi illa af þessum vegi, telur Holta- mönnum hann hefudargjöf. Nú höf- um vér fyrir satt, að allur annar sé dómur Holtamanna sjálfra og annara, er veginn nota. Vera má, að það sé þekkingarskorti þeirra að kenna, og þar komist því eigi að orðshátturinn, að »raunin só ólygnust«. En hitt er áreiðanlegt og kunnugra en frá þurfi að segja, að hr. S. Th. lagði þungan hug á hr. E. F. fyrir það, að hans tillaga og ýmis8a hinna merkustu hér- aðsmanna um vegarstefnuna yfir Holt- in var til greina tekin, en tillögu landsvegafræðingsins hafnað, og mun því flestum virðast engu ósennilegra af tvennu til, að hlutdrægniog hefnd- argirni ráði nokkuð dómi hans um verk þetta, heldur en nafna hans. Óiilutdrœgur. Grunnhygni. Hreppstjóri minti hefir nú tekið að sér, boðinn eða beðinn, að sópa sorp af ;arinni braut frúarinnar á Elliðavatni og þeyta rykinu á mig. Það fer vel á þessu; því eg var lengi 8tafnbúi bjá honum, og þekki manna bezt, að hann kann ekki vel að steypa kúlur, en þykir virðing í að fá að senda þeim. En svo vildi óheppilega til, að þegar eg var burtaf ferjunni, braut, hann skip sitt á skeri. Hann kannast nú við yfirsjón frúarinnar. Lika fer vel á þvi; hann var fyrsti mað- urinn, er sagði mér þetta mishermi hrnnar, sem hér er um þráttað. í>á er ekki ann- að ráð en sá hégómi, að semja lofþulu um rúna, sem ekki kemur hót við þvi, sem okkur hefir farið á milli, og er þetta skjall blandað svo miklum öfgum, að það er handa heimskum að hlæja að, en hygnum að fyrirlíta; — og sjálfur skilur hann ekki sumt. Hvaða maður er hann til að skýra orðið fyrirmyndarbúskapur? Grunnhygni er það furðuleg af 30 ára hreppstjóra, að kveða nú 10. apríl upp dóm i máli, sem hann veit, að hann sem meðdómandi á að dæma í næstn fardögum. Að hún sé margmædd þekkir enginn nema bann. Hún hefur verið hamingjugóð. En að ætla sér að gera það hvitt, sem er svart, með óviðkomandi gullhömrum, er að hylja hræ með sandi. ÞaÖ þarf meira en þetta, minn góði vin, til að beygja mig og sjálfstæði mitt, og deyfa þær tilfinningar og virðingu, sem eg ber fyrir sannleikanum; því eg veit að eg er háður æðra valdi en drambkendum aðfinningum einstakra manna, og þessi gullkálfur hans ber ekki meiri skugga á mig en einn götudrengur bllstraði og raun- ar er hann ekki meira virði en að einn goskarl húrraði fyrir henni til að láta hlæja að. Allur fjöldi manna hér mun vera svo hygginn, að segja: Mér kemur deila þeirra ekki við. Geti honum orðið það til frama eða fjár, að tína saman dagdóma um mig, bið eg

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.