Ísafold - 09.05.1900, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í vikn. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
14/s doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komín sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslnstofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
Keykjavík miðvikiulaginn 9. maí 1900.
XXVII. árg.
I. O. O. F. 825188'/i!.._
Forngripasafnið opið mvd. og ld. 11—12.
Landsbankinn opinn bvern virkan dag
ki 11 — 2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Okeypis lækning á spitalannm á þriðjud.
0g föstud. kl. 11—1.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11—1-
Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti 16
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Póstar fara: norður 10., austur 12. mai.
Xfx. XTx, xfx..xfx..xfx .xfx. xtx.xtx..xtx.xtx.xtx..xt>. xtx.
^yjx’x+x xix'xjx' xix"xix’*xix'xjx* VJx x£v xjx'
Skarlatssóttin
komin til Reykjavíkur.
|>að vitnaðist í gærmorgun, að skar-
latssóttin er hingað komin til bæarins,
— í hús héraðslæknisins, er virðist
hafa flutt hana með sér hingað frá
Lónakoti, þrátt fyrir mestu varúð,
vandlega sócthreinsun á fötum þeim,
sem haun var í og förunautar hans,
læknaskólanemendur.
Hann fór, héraðslæknir Guðm. Björns-
gon, síðustu ferðina suður að Lóna-
koti fyrir hálfum mánuði, þriðjudag
24. apríl, til þess að sjá um jarðarför
barnsins, sem þar dó daginn áður úr
skarlatssótt. Hann fór sjóveg úr
Hafnarfirði, í kalsaveðri, og varð
jnnkulsa.
Tveim dögum eftir, 26. apríl um
líveldið, verður hann lasinn, af háls-
bólgu, legst í rúmið og liggur viku,
til 3. maí. Hann hafði mikla sótt-
veiki og er ekki jafngóður orðinn enn.
Hinir læknarnir hér í bænum vitjuðu
um hann, sumir daglega, ræddu um,
hvort þettu mundi geta verið skar-
latssótt, með því að hann (G. B.)
hafði aldrei fengið þá veiki áður, eu
töldu það afar-ólíklegt, eins og sjúk-
lingurinn sjálfur, með því að ekki
bar á neinum hörundsroða eða öðrum
vanalegum ytri einkennum sóttarinnar
— jafnvel þótt við beri stöku sinnum,
að skarlatssótt sé roðalaus. En nú
þykja þó miklar líkur til, að svo hafi
verið, bæði af því, að læknirinn hefir
verið svo lengi að ná ser aftur, og af þvi,
að 2 dögum eftir að hann komst á
legg, eða 5 þ. m., seint um daginn,
veikist vinnukona þar á heimilinu,
unglingsstúlka, og hafði í gær fengið
öll einkenni ótvíræðrar, reglulegrar
skarlatssóttar, að dómi nær allra há-
skólagengnu læknanna hér: G. B.,
Guðm. Magnússönar og Sæm. Bjarn-
héðinssonar, sem allir eru auk þess
sóttinni handgengnir frá Khöfn.
Brugðið var við þegar og farið að
útvega hús til að flytja þennan sjúk-
ling í og aðra, er kynnu að fá sóttina
hér, og einangra þá þar. Og jafn-
harðan að sótthreinsa hjá héraðslækn-
inum. — Aðferðin kvað vera sú er-
lendis: að koma sjúklingunum fyrir í
sjúkrahúsi og einangra þá, ef hægt er,
og að sótthreinsa heimilin.
Hugsanlegt talið, að það hafi ekki
verið skarlatssótt, sem að héraðslækn-
inum gekk sjálfum, heldur að eins
vanaleg hálsbólga, en að hann hafi
eigi að síður flutt sóttkveikjuna með
sér á heimilið og stúlkan sýkst þann
veg.
Hitt þykir þó miklu líklegra; og
verður þá jafnframt skiljanlegra en
áður um hálsbólguna í Kalmans-
tjarnarmanninum, roðalausa, og að
upptakanna sé að leita hjá botnverp-
ingum.
Ekki hafa börn héraðslæknisins feng-
ið veikina enn né aðrir á heimilinu.
Enda kvað veikin vera svo dutlunga-
söm, að hún grípur stundum ekki
nema mann og mann; skilur meiri
hlutann eftir. Um vaxið fólk væri og
mjög skiljanlegt, hvernig á því stæði,
ef svo er, sem yngri læknarnir virð-
ast vera fulltrúa um, að sóttin hafi
göngið hér um land fyrir 12—13 ár-
um, þótt þá væri af sumum kölluð
•rauðir hundar«. Enginn hefir og
veikst á heimilum læknaskólastúdent-
anna, sem fóru með héraðslækninum
suður á skarlatssóttarbæina um dag-
inn.
Fjármálafræðin
þjóðólfska.
Yitleysunum rignir niður — eins og
vant er — í bankamálsgrein í aftur-
haldsmálgagninu í síðustu viku.
Greínin er vitaskuld ekki nema rúmur
li þjóðólfsdálkur, en hún er öll vit-
leysur frá upphafi til enda.
»|>jóð.« ber það enn blákalt fram,
þrátt fyrir þá mjög svo maklegu ráðn-
ingu, sem hann fekk fyrir nokkurum
vikum hjá þingmanni í ísafold, að
hlutafélagsbankanum sé ætlað »að fá
meiri hluta landssjóðs eða landssjóðs-
teknanna til umráða«. f>essa gífurlegu
lokleysu byggir vitringurinn á því, að
landssjóði er ætlað að eiga hluti í
bankanum og að þeir hlutir eiga að
sjálfsögðu að standa undir umsjón og
yfirráðum bankastjórnarinnar, eins og
aðrar eignir bankans.
Landssjóður á þjóðjarðir, eins og
allir vita. Eftír kenning afturhalds-
málgagnsins ættu þær að vera lands-
sjóður. þessar þjóðjarðir standa und-
ir umsjón og yfirráðum umboðsmanna.
Eftir kenning afturhaldsmálgagnsins
eiga þá umboðsmennirnir að hafa
fengið landssjóð til umráða!
þeir eru sýnilega dáindis-vel fallnir
til að ræða landsmál, fjármálavitring-
arnir þjóðólfsku!
Til flýtisauka prentum vér svo nokk-
Urar línur upp úr afturhaldsmálgagn-
inu:
»Hvers vegna skyldu íslendingar
þurfa að vera í makki við danskinn
með þessa bankastofnun? Geti Iands-
sjóður lagt 2 milj. kr. til hennar og
landsmenn 1 miljón, skyldu þá ekki
vera nein ráð fyrir landssjóð að bæta
t. d. 1—2 miljónum við með því að
taka lán og stofnsetja svo banka,
reglulegan íslenzkan þjóðbanka, fyrír
eiginn reikning? þurfum vér á dönsk-
um Gyðingum að halda til þess?
þurfum vér að sækja þá til að öðlast
þau hlunnindi(!) að fá lánaða hjá
þeim peninga gegn 8°/« vöxtum?«
|>að virðist þurfa einkennilega hæfi-
leika til þess að geta lamið jafn-marg-
falda heimsku inn í ekki lengra mál.
Hvers vegna þurfa íslendingar að
vera í »makki við danskinn«, eflands-
sjóður getur lagt fram 2 miljónir
króna?
Svar: Hafa nokkurir aðrir en
»danskurinn«, forgöngumenn hlutafé-
lagsbanka-fyrirtækisins, boðið lands-
sjóði fé út á hlutabréf, er hann skrifi
sig fyrir? Sé svo, þá er ’oezt að
»þ>jóðólfur« bendi á þá. Yér þorum
að fullyrða, að öllum öðrum er ókunn-
ugt um þá.
Hvers vegna getur ekki landssjóður
lagt fram 4 miljónir og stofnað með
þeim reglulegan þjóðbanka, ef hann
getur lagt fram 2 miljónir?
Svar: Af þeirri einföldu ástæðu
fyrst og fremst, að 4 miljónir er
helmingi meira en 2 miljónir, og þó
að maður hafi lánstraust fyrir ein-
hverju, er ekki þar af leiðandi sjálf-
sagt, að maður hafi lánstraust fyrir
helmingi meiru. I öðru lagi af því, að
þó að vér höfum tveggja miljóna láns-
traust, þegar ræða er um fyrirtæki
eins og hlutafélagsbankann, sem öll
trygging er fyrir að verði undir vitur-
legri stjórn, er þar með engin sönnun
fengin fyrir því, að vér hefðum neitt
lánstraust, ef bankinn ætti að vera
með því fyrirkomulagi, sem fyrir
»f>jóðólfi« vakir — fyrirkomulagi, sem
flestar þjóðir hafa, fyrir dýrkeypta
reynslu, megnustu ótrú á.
Gæti ekki bankinn, sem fyrir »þjóð-
ólfi« vakir og órrótmælanlega yrði
stofnaður með útlendu fé, — alveg eius
og sá banki, sem hann er að hamast
á móti, — lánað peninga gegn lægri
vöxtum en hlutafélagsbankinn?
Svar: Yitanlega getur hvorki »þjóð-
ólfur« né neinn aunar neitt um það
vitað, gegn hverjum vöxtum hlutafé-
lagsbankinn mundi lána peninga —
annað en það, að með þvi að féð er
útlent, þá verði vextirnir líkir hér á
landi eins og þeir, á hverjum tima
sem um er að ræða, eru í útlöndum.
En ætli vextirnir af þessu fé, sem
»|>jóð.« vill taka til láns í útlöndum,
yrðu óháðir útlendum peningamarkaði?
Munurinn að líkindum sá einn, að vér
yrðum að greiða þeim mun hærri
vexti en aðrir, sem vér hefðum lakara
lánstraust, ef vér værum að fást við
bankastofnun með fyrirkomulagi, sem
útlendingar hafa enga trú á.
— |>að mun vera til of mikils mælst,
að ætlast til þess að »J>jóðólfur« fair
27. blað.
nú að hætta við þennan bankaþvætt-
ing sinn. En víst er um það, að á-
rangurinn af þeira lokleysum verður
ekki annar en sá, að auka fyrirlitn-
inguna fyrir og hatrið á afturhalds-
málgagninu meðal hugsandi og sjálf-
stæðra manna hér á landi.
Hvert mannsbarn, sem nokkuð
þekkir til þess, hvernig hag Islend-
inga nú er farið, veit það, að penmga-
skorturinn hér. á landi girðir fyrir all-
ar verulegar framfarir þjóðar vorrar.
Hitt er ekki síður alkunnugt, að
engum hefir enn tekist að benda á nokk-
urt ráð til að bætaverulega úr peninga-
skortinum, annað en þessa hlutafélags-
banka-stofnun, sem »|>jóðólfur« er að
berjast á móti — af veíkum vítsmun-
um vitaskuld, en með sinni venjulegu
góðgirni(i).
Og loks er það bersýnilegt hverjum
skynsömum manni, sem lesið hefir um-
ræðurnar um þetta mál með athygli,
að engar af mótbárum þeim, er kom-
ið hafa fram gegn hlutafélagsbankan-
um síðan þingi var slitið, eru á neinum
rökum bygðar. Enda naumast við
því að búast, þar sem málið varíhug-
að rækilegar á þinginu en nokkurt
annað mál og þingmenn í báðum
deildum urðu einhuga um það. Al-
þingi óttaðist það mest að hrapa að
málinu, og það tók svo vandlega til
greina alla agnúa, sem mönnum hug-
kvæmdust, að það kom málinu að
lokum í það horf, að allir þingmenn
greiddu atkvæði með því (að einum
neðrideildarmanni undanteknum).
Naumast er því við því að búast, að
»|>jóðólfur« komi með mjög mikilsverð-
ar athugasemdir nýar — ekki meiri
vitsmunum en þar er til að dreifa að
jafnaði.
|>ar sem nú svona er ástatt að öllu
leyti, virðist afturhalds-ástríðan þurfa
að vera nokkuð rík hjámálgagninu, til
þess að geta ekki einu sinni þagað
um málið. Að minsta kosti er hún
sýnilega ríkari en hjá nokkuru öðru
blaði landsins. Svo mikið »þrek« hef-
ir ekkert blað annað haft til að bera,
að það hafi fengist til að spilla fyrir
því, að þjóð vor ætti kost á peningum.
Ráðgjafaskiftin
í Danmörku
fullgerðust loks 27. f. mán. og eru
nýu ráðgjafarnir þeir, sem hér ségir:
1. Forsætisráðherra og utanríkismála
Hannibal Sehested Stóreignamaður,
frá Broholm.
2. Dómsmálaráðherra og íslands-
mála A.H.F.C. Goos, dr.juris, geheime-
etazráð og aukadómari í hæstarétti.
3. Mannvirkjaráðherra C. F. A.
Juul af Bysensteen barón.
4. Landbúnaðarráðherra FriðrikFriis,
forstjóri landbúnaðarháskólans í K-
höfn.
5. Hermálaráðherra J. G. F. SchnaGb
ofursti.
6. FjármálaráðherraH.WilliamSchar-
ling, dr. juris og háskólakennari.