Ísafold - 09.05.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.05.1900, Blaðsíða 3
107 í Holtavegiuum, er ekki hægt að fá, rir því ekki voru vottar að samtali þeirra. Bn hitt er víst, að svo sagði B. F. þá þegar frá því, sem ísafold heldur fram, áður en nokkur þrætni reis um það, enda verður viðbragðið mikla norðan úr Eyafirði alla leið suður Kjöl ólíkum mun skiljanlegra með því lagi en hinu. E. i?. hefir alt af sagst svo frá og segist svo enn, að S. Th. hafi sagt berum orðum, að hann mundi hafa rekið hann frá Holtavegargerðinni, ef hann hefði haft vald til þess, og eins hitt, að hann hafi beint skipað sér að hætta við nýu vegarstefnuna, þrátt fyrir úr<kurð (ekki að eins leyú) landshöfðingja. Um hitt atriðið mun vörn hr. S. Th. styðjast aðallega við það, að vega- reikningar hafi ekki verið yfirleitt lagðir undir hans endurskoðun fyr en eftir Holtavegarsumarið og því hafi þá fyrst komið til hans kasta að finna að þeim. Bn ekki mun hann geta á móti því borið, að hann hafi yfirfarið reikninga E. F. árin á undan; og úr þvi að þá komu ekki fram neinar að- finslur að sömu annmörkum á reikn- ingsfærslunni eins og á eftir, virðist bæði B. F. og öðrum full vorkunn, þótt þeir legðu þann skilning í þau viðbrigði, sem hér um ræðir. Og sami annmarki — kvittanaskortur — var áreiðanlega á reikningum annars vegavinnustjóra í haust að minsta kosti, án þess að sá hinn sami hafi fengið ávítur fyrir. Annars virðist nú mái til komið að slá botni í þetta þras, og það því fremur, sem mál það, er það er upp- haflega út af risið, kæran á hendur B. F., er nú undir dómi, og viðfeldn- ast að láta manninn og mál hans í friði þá stuttu stund, er dóms mun þurfa að bíða úr þessu. því þess ber vel að gæta, að þrátt fyrir stóryrði hr. S. Th. um sekt hans er enn ó- dæmt um það, svo gilt sé, hvort hann er sekur eða saklaus. Utan úr heimi. Bíkisþinginu danska var slitið viku áf sumri, 25. f. mán. Hafði staðið nær 7 mánuði eða 206 daga og lokið við (samþykt) 43 lagafrumvörp af 114 alls, er lögð voru fyrir þingið. Fjár- lög voru bjíin 31. marz og fjáraukalög 6. apríl. Tekjuhalli meira en 17 mil- jónir kr. Af viðureign Búa og Breta engin veruleg tíðindi fram til 1. þ. m., er ensk blöð ná lengst. Búar hættir við umsátina um Wepener, en Bret- ar höfðu ekkert af þeim þar, og kvíað höfðu Búar af þeim enn smáhópa á 2 stöðum og handsamað, en felt áður nokkura eða gert óvíga. Bóberts enn kyr í Bloemfontein. Svo verður honum örðugt utn búnað- inn þaðan lengra áleiðis. Hann hefir vítt harðlega í skýrslu til stjórnarinnar í Lundúnum þáBull- er hershöfðingja og Warren fyrir klaufaskap og vangæzlu í viðureign þeirra við Búa í Natal, leiðangrinum til Iiðs við hið umsetna lið Breta í Ladysmith; og mælist misjafnlega fyrir. Svo sagðist hermálaráðherra Breta frá á þingi nýlega, að 418 miljónir kr. (23^ milj. pd. sterl.) hefði ófrið- urinn kostað Breta frá upphafi hans til 31. marz, eða nær missiri. |>að verður fram undir 2J milj. kr. á dag. Borgarbruna mikinn að frétta frá Ameríku. far brann 26. f. mán. all- mikill hluti bæarins Ottawa, sem er höfuðborg og stjórnarsetur í Kanada- ríki og stendur austast í Ontario, við þverá samnefnda, er rennur þar í Laurenzíusfljót. Norðan við ána (Ottawa) er útborg frá höfuðborginni, er Hull heitir. þ>ar kom eldurinn upp og færðist brátt suður yfir. Skaði ómetinn enn; en 18,000 manna hús- næðislausir og 5000 bjargræðislausir. Samskot hafin utan lands og innan og orðin þegar (eftir 4 daga) 400,000 dollarar. Slys varð á Parísarsýningunni fyrir viku rúmri. Hrundi hálfgerð brú yfir stræti milli húsa á sýningunni ofan á mannþyrpingu, er þar var á ferð, og banaði 9 mönnum, en stór- meiddi marga aðra. Skömmu áður druknuðu 18 stúdentar á bát á Bín. D á i n n er á Skotlandi hertoginn af Argyll, hátt á áttræðisaldri, stór- merkur vitsmunamaður, 4 sinnum ráð- gjafi, þar á meðal mörg ár hjá Glad- stone, rithöfundur allmikill. Sonur hans er markgreifinn af Lorne, er á eina dóttur Viktoríu drotningar (Lovísu) og var Kanadajarl fyrir nokk- urum árum. J>á lézt í Khöfn seint í f. mán. G. Schepelern prófastur, einn með nafn- kendustu kennimönnum Dana. Venjulegur árskostnaður 4 helztu stórveldanna til landhers og herskipa- flota kvað vera sem hér segir: Bretland hið mikla... 1098 milj. kr. Frakkland.............. 814 — — Bússland .............. 760 — — jpýzkaland............. 694 — — Langörðugast veitir Frökkum að rísa undir þessari feiknabyrði, af því að þjóðin er svo fámenn. f>að verða 22 kr. á hvert mannsbarn þar eða um l^ hundr. krónur á meðalheimili. Bretar hafa auðmagnið óþrjótandi, en Rússar fjölmennið, og f>jóðverjar líka. Vertíð brást Norðmönnum í vetur í Lófót, aðal-fiskiveri þeirra, svo stór- kostlega, að aflinn varð ekki nema 7£ milj. af fiski, í stað 25 milj. í meðal- ári. f>að var líka slæm vertíð þar í fyrra, 12f milj. Fyrir þetta aflaleysi hefir verið geysihátt yerð á fiski í vetur í Noregi, og má fyrir það gera sér einnig von um hátt verð á íslenzk- um fiski þetta ár. Barnaskólabörn í New-York og Filadelfíu í Ameríku hafa ritað Krúger Búa-forseta heillaóskaá»arp og sent með það drenghnokka úr sínum hóp á fund karlsíns, ekki skemmri leið en það er. f>au hafa skrifað undir það ekki færri en 12,000. Bandamenn eru alment Búum mjög sinnandi. Fólkstala er orðin í Noregi um 2,200,000. Og í Kristjaníu nokkuð yfir 230,000. Frumvarp var um daginn fyrir þingi Breta um ný vatnsból handa Lundúnaborg. Skyldi safna í brunn norður í Wales úr 3 ám þar, og veita þaðan vatninu um málmæð til Lund- úna, 34 mílur vegar, í annan brunn rétt fyrir utan borgina, en úr honum aftur um ótal pípur út um allan bæ- inn. f>etta átti að kosta 320 milj. króna. Skáldrit Björnstjerne Björnsons, öll í einu lagi, smá og stór, er nú verið að prenta á kostnað Gyldendals-bóka- verzlunar í Khöfn, í 30,000 eintökum. Safnið verður 50 hefti og kostar alt 25 kr. f>að er ódýrt eftir stærð; ætlast til að það verði alþýðu-eign. Norðanhretinu mikla og skæða létti loks á helg- inni og hefir verið blítt vorveður síð- an. Aflabrögð- Tvo daga undanfarna hefir aflast mætavel hór, grunt á Sviði, á hand- færi, beitulaust (»á bert«), 50—70 í hlut af feitum stútung, þyrslding og þorski; nál. 30 króna hlutir, með hinu háa verði, sem hér gerist nú á nýum fiski. En það rnun líka vera alls einn bátur, er stundar hér úr bænum, og 2—3 af Seltjarnarnesi'! Fimm fleytur gengu vetrarvertíðina milli Keilisness og Yogastapa, þ. e. af allri Strönd og Vogum. Sama og einn bóndi var vanur að gera þar út áður, fyrir nokkurum árum. S'gling. Tvö kaupför komu í nótt til Ásg. kaupm. Sigurðssonar; annað, Solvang, 145 smál., frá Middlesbrough á Eng- landi með salt; hitt, Gladys, 60smál., með ýmsar vörur frá Leith. f>á kom og í nótt timburskip frá Mandal til B. Guðmundssonar, Kvik, 63 smál., skipstj. Petersen. Leiðarvísir tu iifsbyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjóramun og hjá dr. med J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vílja tryggja lif sitt, allar npplýsingar Nýprentuð: Reikningsbók eftir Eirík Briem. Annar partur (þriðja prentun). Rvík 1900. — Kostar innb. éo a. Fæst hjá bóksölum hér í bænum og síðar í vor út um land; en aðal- umboðssölu hefir Sigfús Ey- mundssoii. Þetta eru nokkrar (3) arkir framan af II. parti, er áður var; hitt bíður seinni tíma. UMBÖÐ Undirskrifaðir taka að sér að selja ísl. vörur og kaupa útlendar vörur gegn sanngjörnum umboðslaunum. P. J. Tliorsteinsson & Co. Tordenskjoldsgade 34 Kjöbenhavn K Til leigu fyrir einhleypa 2 herbergi Vesturgötu 3L_______________________________ Kristjan þorgrímsson selur hvítt fiður. Kristjan þorgrímsson hefir til leigu 2 herbergi í húsi sínu frá 14. maí. Kristján þorgrímsson óskar eftir að fá 2—3 duglega menn, sem van- ir eru túnasléttun, frá 14. maí til Jónsmessu og máske til sláttar. The Edinburgh Roperie & Sailcloth Company Limited, stofnað 1750. Verksmiðjur í Leith og Glasgow. Búa til færi, strengi, kaðla og segl- dúka. Vörur verksmiðjanna fást hjá kaupmönnum um alt land. Umboðsmenn fyrir Island ogFæreyjar. Verzlun G. Zoega. Nýkomið mikið úrval af vönduð- um og ódýrum vörum, svo sem; Sumarsjöl, Vetrarsjöl og Herðasjöl margar og fallegar teg- undir. N æ r f a t n a ð u r handa ungum og gömlum, konum og körlum. T i fb ú i n n fatnaður handa börnum, vaudaður, skrautlegur og ódýr. Tiibúinn fatnaður handa k v e n f ó 1 k i, ívo sem dagtreyjur, prjónaðar peysur, svuntur, slifsi, líf- stykki, millipils, sokkar o. fl. o. fl. E n s k u h ú f u r n a r og margar aðrar sortir af höfuðfötum. Prjónaðár peysur bláar og mislitar handa karlmönnum og drengj- um. Hálsldútar- og vasaklútar mikið úrval. Enska vaðmálið Kjóiatau, Kjólaleggingar og Kjólabryddingar. Tvisttau 50—60 tegundir Fataefni mildð úrval. Gluggatjöld, Léreft, Sirz, Flonelet, Rekkjuvoðir Gólfdúlc- ar. Borðdúkar, Prjónagarn o. fl. o. fl. Gulrófufræ, 2 góðar tegundir. Stundaklukkur, Peningabuddur, Hnífar, Skæri, Burstar, Speglar, Brjóstnálar, Hárnælur, Hálsfestar, Sápur, Hárvötn o. fl. o. fl. Ritvélin »The Globe* á 56 krónur o. fl. o. fl. Með »Ceres« kom nú í verzlun Th. Thorsteinsson- auk alls konar matvöru, mik- ið af ýmsri álnavöru, svo sem: Moleskinn slétt og röndótt — Blátt nankin —- Sjertingur — Röndótt nankin í barnafatnað — Oxford — Tvisttau — Flonell —• Léreft — Enskt vaðmál — Blátt og svart * clieviott-kjólaefni — Svuntu- tan — Kvenslipsi — Hálsklút- ar — Ullar og: Cashmirsjöl. Stórt úrval af herðasjölum. Allskonar prjónles — Barnakjólar — Gólfdiíkur — Ýmiskonar járnvara svo sem: Hurðarskrárlamir og Húnar — Koffortsskrár •— Kommode-skrár — Skar-axir — Sporjárn 0. fl. — Saumayélar — Allskonar farfa-vara—Ým- islegt til skipaútgerðar — Manilla — biktóg — blakkir logg- glös, blý og m. m. U m borð í gufuskipið »Nordlyset« óskast stúlka til hjálpar í »Salonen«. Nánari upplýsingar gef- P. Hjort & Co. Kaupmh. K. Verzlun B. H. Bjarnason kaupir vel verkaðan sundmaga hvori heldur vill fyrir peninga eður vörur, hærra verði eu aðrir. selur ísfólag Ólafsvíkur á komandi vori og sumri þilskipum eft- ir þörfum. Heiðraðir útgjörðarmenn og skipstjórar skrifi þetta bak við eyr- að. Capt. F r . B r o c h . Verzlunin REYKJAVÍK tlÁtill ágóði fljót skiU Með »Laura«, »Mjölnir« og »Cer- es« hafa komið mjög miklar birgðir af allskonar vörum. Nánara auglýst strax og búið erað taka vörurnar upp. Tvö seglskip komu í nótt hlaðin vörum. Rvík 9. maí 1900. Ásgeir Sigurdsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.